Vísir - 13.08.1964, Side 3

Vísir - 13.08.1964, Side 3
/ mjög ánægðir með árangurinn. M , • P ' | 1 u, <í C A < 3||pí;;v j VlSJR . Fimmtudagur 13. ágúst 1964. Kvikmyndað í fjörunni. Kvikmyndastjórinn, Haas, sést fremst á myndinni með gieraugu. Við kvikmyndatöku Um miðnætti s.I. fimmtudag lögðu fimm kvikmyndatökumenn, fjórir ítalskir og einn austurrísk- ur upp frá Vestmannaeyjum á- Ieiðis út í Surtsey. Með í förinni var Jóhannes Briem og var hann leiðsögumaður leiðangursins. Kvikmyndatökumennimir hafa dvalið hér á Iandi að undanförnu, til þess að festa á filmu ýmis náttúrufyrirbæri, sem koma eiga í stórmyndinni „The Bibie“ (Bibl- fan). Kafli myndarinnar sem kvik myndatökumennirnir tóku úti i Surtsey fjallar um sköpun jarðar- innar. Fyrst var áætlað að lenda á flugvél Björns Pálssonar og í því skyni var sendur maður út í Surts ey, til þess að kanna lendingar- staðinn, en hann taldi óráðlegt að lenda þar. Lenti Björn því í Eyjum og tók leiðangurinn síðan mótorbátinn Þrist á Ieigu út í Surtsey. Komið var út að eyjunni snemma á föstudagsmorgun. Var þá allur farangurinn fluttur yfir í trillubát Óla Þórðarsonar, sem þekkir lendingarstaði í Surtsey, betur en nokkur annar. Flutti hann leiðangursmennina og far- Unnið að kvikmyndaupptöku við hraunrennslið. Allar myndirngr tók Jóhannes Briem. Mimi Gnoli skrifar niður senurnar. A höfðinu er hún méð riýtahring, Kvikmypdastjörinn, Haas, athugar „mótívið“ áður en KviKmyndatakan hefst. sem hún fann 4 fjörunni. i SURTSEY angur þeirra upp að eyjunni, síð an var allt flutt aftur yfir í gúm- bát og farið á honum siðasta spöl- inn í Iand. Veður var hið bezta, og Surtur í fullu fjöri, gaus til komumiklu og jöfnu gosi allan tímann, sem leiðangurinn dvaldi þar. Stigið var á land að norðan verðu á eyjunni, en tjöldum sleg ið upp, vestan við lónið. Fljótlegp yar tekið til við kvikmyndgtök- una. Kvikmyndatækin voru flutt upp að gignuni og myndpð £.9' faranótt Iaugardags. Fyrst var myndað að norðan verðu við gíginn, en síðan voru öll tækin flutt austur fyrir hann, en þá skeði það óhapp að mótor inn fyrir kvikmyndavélina bilaði. Var þá gripið til þess ráðs, að senda skeyti f gegnum talstöð, sem Jóhannes hafði meðferðis. Var það fyrst samið á ítölsku, síð- an þýtt á ensku og Ioks sent Vestmannaeyjaradíó á íslenzku, sem símaði það svo til Reykja- víkur. Gekk þetta allt svo fyrir sig, að um það bil 10 klukku stundum seinna kom ÓIi Þórðar- son á trillubátnum út í Surtsey með varahluti í kvikmyndavél- ina, sem höfðu verið sendir með flugvél frá Reykjavík til Eyja. Var nú kvikmyndatökunni haldið áfram, m.a. farið út á sjó og gos- ið myndað þaðan, en síðast var myndað aiveg við hraunrennslið. Lauk kvikmyndatökunni á mánu dag og sótti þá mótorbáturinn Sapfari leiðangursmenn. Loks má geta þess til gamans, að það auðveldaði leiðangurs- mönnum mjög alia matargerð að þeir þurftu aðeins að stinga nið- ursuðudósunum niður i hraungluf urnar og var þá maturinn orð- in heitur eftir skamma stund. — Allan tímann var mjög gott veður og voru kvikmyndatökumennirnir

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.