Vísir - 13.08.1964, Qupperneq 6
6
V í S IR . FimmtiHlagur 13. ágúst 1964.
Mið-Afríkn —
Framh. af 8. síðu
að ná svo miklum árangri, jafn
litlum og rómversk-kaþólskir
höfðu náð á miklu lengri tíma?
Hún stofnaði sérstakt trúfélag,
aðskilið frá öðrum með einföld-
um reglum og sérstakri skírskot
un til þjóðerniskenndar blökku-
manna sem Afríkana. Og þeir
voru hin útvalda þjóð. Án jarð-
neskra auðæfa mundu þeir
skilja við þennan heim og fara
beint til himna. En Evrópumenn
irnir, sem höfðu öll hin efna-
hagslegu skilyrði í höndum sér,
voru á hraðri leið til helvítis.
Því fer fjarri, að Alice Lens-
hina hafi lofað mönnum krafca
verki — þúsund ára sæluríki,
en hún lét mann fá éitthvað,
sem var alveg sérstætt og
afrískt, hún boðaði einfaldan
kristindóm, sem öllum fannst
þeir geta skilið, en allt sem hin
ir hvítu menn höfðu prédikað,
var í rauninn'i svo flókið fyrir
þá, að þeir botnuðu ekkert í
því. Og hvítir menn eru þarna
alltaf grunaðir um græsku.
Tvíeggjað sverð.
Kenning Alice innifól það,
sem er mest aðlaðandi í irú
hinna hvítu, frelsið og ódauð-
le'ikann. Og eftir kenningum
Alice voru þeir, sem höfðu að-
hyllst boðskap hennar, „eitthvað
sérstakt", — líka útvaldir, og
það þótti mönnum notalegt að
heyra og þeir urðu haldnir ör-
yggiskennd af að tilheyra söfr>-
uði hennar, en á hinn bóginn
var í þessu hætta falin, vegna
þess að hér var um frávik að
ræða frá venjum í hefðbundnu
samfélagi.
Höfundur greinar þeirrar,
sem hér er stuðzt við, hefir kom
ist að þeirri niðurstöðu, að í
„söfnuði" Alice ríki ótti við
tvennt í hugum manna, ótti við
hvað fyrir þá kynni að koma, ef
þeir væru ekki í honum, og ótti
við afleiðingarnar, ef þeir væru
taldir „öðru vísi.“ Þeir, sem
ekki eru áhangendur hennar eru
taldir vera andstæðingar henn-
ar, eru grunaðir um að iðka
galdra. og f þorpunum vita all
ir allt um alla, og tryggast að
fylgjast með fjöldanum.
í byrjun og framan af hafði
sú trú, sem Alice boðaði mikið
aðdráttarafl fyrir hina óupp-
lýstu og hjátrúarfullu blökku-
menn — virtist eins og sköpuð
fyrir þá — laus við evrópskt
vald og yfirburði, en með ótt-
anum varð ,,trúin“, sem í byrj
un var trú tiltölulega fárra
ofstækismanna, „fjöldatrúar-
hreyfing“. Og brátt var farið að
beita hótunum í vaxandi mæ!i
til þess að fá menn til þess að
ganga í hreyfinguna. Á þess-
um tíma var stjórnin og lögregl
an önnum kafin við vandamál
frelsisbaráttunnar, og hinum
meir en vafasömu aðferðum
Lumpamanna var ekki nægur
gaumur gefinn. Og svo héldu
þeir erfiðleikar sem framtíðin
hlaut að bera f skauti sínu á-
fram að hlaða undir sig. — a
Innbrot —
Framh. af bls. 16
raun í „sjoppu" á Grensásvegi 48.
Hafði þjófurinn brotið rúðu í af-
greiðslulúgu, en ekki komizt sjálf-
ur inn. Hins vegar tókst honum
að se’ilast eftir borðstimilkassa á
búðarborði rétt innan við lúgu-
opið. Hefur þjófurinn ætlað sér að
mjaka kassanum að lúgunni, til
að komast betur að honum og opna
hann. En við þessar tilfæringar
hafði kass'inn dottið niður af
borðinu, mölbrotnað og gereyði-
lagzt. Hann er talinn vera 20-30
þús. kr. virði. Þjófurinn varð hins
vegar að fara slyppur á brott.
Brotizt var f nótt inn í „sjopp-
una“ Gosa á Skólavörðustíg. Þang-
að hafði þjófurinn farið vel útbú-
inn innbrotstækjum og olli hann
allmiklum skemmdum á húsinu.
Að því er vitað var í morgun hafði
hann stolið 6 — 7 pakkalengjum af
vindlingum og rúmlega 100 kr. i
pen'ingum.
ÍÞRÓTTIR —
Framhald af bls. 2.
KR-jöfnunin kom á 36. mín-
útu frá h. kanti með góðum
bolta frá Nunna á skalla Ell-
erts, sem „nikkaði" laglega
n'iður til Jóns Sigurðssonar, sem
var í ágætu færi og skoraði með
þrumuskoti.
Allskemmtilegur leikur, sperm
andi og stundum nokkuð vel
le'ikinn. Af KR-ingum bar mest
á Sveini Jónssyni og Þórði,
sem eru ágætir framverðir. Ár-
sæll Kjartansson, sem kom í
bakvarðarstöðuna fyrir frænda
sinn Hreiðar Ársælssonar er
mjög góður leikmaður, í fram-
línu var Ellert Schram góður og
átti mjög’ stóran þátt í öðru
markinu og skoraði hitt. Sig-
urþór kom nú aftur með liðinu.
Hann átti í höggi við afar sterk-
an bakvörð en gerði honum oft
góð skil og er greinilegur styrx
ur af afturkomu Sigurþórs.
Beztu menn Bermuda voru
markvörðurinn We'inwright,
Woolard bakvörður, Daniels
miðvörður, Clarke framvörður,
og framherjamir Wright, Wade
og Landy, en allir Ieikmennirnir
hafa áferðarfallega boltameð-
ferð og mikinn hraða, — senni-
lega það sem knattspyrnumenn
almennt eiga erfiðast með að
ná.
Dómari var Haukur Óskars-
son og dæmdi vel. — jbp —
Harpers —
Framh. af bls. K
hverju nýju, og eru komnir af
stað með fyrirsæturnar. Við
hittum ritstjórann, fyrirsætuna
og Ijósmyndarann á Hótel Garði
í morgun. Við biðum um stund
með óttablandinni virðingu efr-
ir að „modelið" birtist, og
störðum svo stíft á dyrnar, að
við tókum ekkert eftir ungu
grannvöxnu stúlkunni sem stað-
næmdist við hliðina á okkur.
Mún var klædd í sportbuxur
og blússu, með skýluklút um
hálsinn, og hefði vel getað ver-
ið úr FÍóanum.
Vi hrukkum þvf allilla við,
þegar Bjarni Bjarnason, leið-
sögumaður fólksins t'ilkynnti
hátíðlega: Joan Fields, og
bandaði hendinni að „Flóa-
stúlkunni" okkar.
Við tókum þá til óspilltra
málanna við að rekja úr henni
gamirnar.
— Hvepær byrjaðirðu að
starfa sem fyrirsæta?
— Það var I New York fyrir
einum 10 árum.
Hún brosir að tortryggnislegu
augnaráði okkar, því að okkur
fannst helzt að hefði hún byri-
að fyrir 10 árum, hefði nún
„modelerað" í barnavagni.
— Byrjaðir þú þá hjá ein-
hverju blaði?
— Nei, ég byrjaði hjá fyrir-
tæki (agency) og hefi starfað
þannig síðan.
— Hefurðu ferðazt víða, er
þetta ekki létt starf?
— Ég hef ferðazt nokkuð
viða já. Við heimsækjum stunú-
um lönd sem hafa upp á sér-
kennilegt landslag að bjóða.
Þar veljum við fallega og ó-
Sr. Martin og sr. Robert Jack á skrifstofu biskups með biskupsrit-
ara sr. Ingólfi Ásmarssyni.
Robert Jock hefur presta-
kallaskipti við Skota
venjulega bakgrunna fyrir
myndirnar. Eins ög til dæmis
hér á íslandi. Við fórum að
GuIIfossi, og tókum nokkrar
myndir þar, einnig að Geysi, og
að Þingvöllum. Og við éigum
eftir að heimsækja fleiri staði.
1 dag erum við að fara að
Laugarvatni.
Hvað seinni spurningunni við
vlkur þá er svarið afdráttar-
laust nei. Þetta er alls ekki auð
velt. Ég veit það kann að virð-
ast svo fyrir þann sem ekki
þekkir til, en í raun og veru er
þetta mjög erfitt og þreytandi.
— En vel borgað?
— En vel borgað, samþykkii
hún hlæjandi.
Sjúkrarými —
Framh. at bls. 1.
næstu áramót. 110 rúm
fást þá til viðbótar en
það samsvarar allt að
50% aukningu. sjúkra-
húsrúms hjá Landspítal
anum.
Hér er um að ræða vestur-
álmuna, sem er fjórar hæðir, í
kjallara verður æfingadeild fyrir
lamaða og fatlaða, á 1. hæð
sjúkradeild taugasjúklinga, á 2.
og 3. hæð verður barnaspítali,
sem kallaður er barnaspítali
Hringsins, því sá hluti er að
mestu byggður fyrir framlag
þeirra samtaka. Á 4. hæð er síð-
an ráðgert að hafa lyflæknis-
deildina, sem verður viðbótar-
sjúkradeild.
Vesturálman verður væntan-
lega tilbúin til notkunar um ára
mótin, en í haust verður hins
vegar svokölluð tengiálma full-
gerð en þar verða m. a. skurð-
stofur spftalans til húsa. Bæt-
ist þar við mikið rúm .fyrir
skurðaðgerðirnar, sem einnig
verða áfram á sama stað og nú.
Austurálman, sem er svipuð
að stærð og vesturálman, verð-
ur ekki fullgerð fyrr en eftir 2
— 3 ár, en þó verður kjallari
þeirrar álmu notaður strax í
byrjun næsta árs, en þar verður
sótthreinsunardeildin staðsett.
Þá er ráðgert að það húsnæði,
sem barnadeildin flytur úr,
verði notað um óákveðinn tíma
fyrir lungnadeildina.
Þessar upplýsingar fékk Vísir
hjá Georg Lúðvlkssyni framkv.
stjóra ríkisspítalanna. Georg
kvað viss vandamál koma upp,
þegar svo miklu sjúkrahúsrými
væri bætt við eins og raun er á,
en hann kvaðst hins vegar bjart
sýnn á, að úr þeim leystist. —
Vænti hann þess, að hjúkrunar
konur og annað starfslið fengist
þegar til þyrfti að taka.
Fleiri framkvæmdir eru ráð-
gerðar á Landspítalalóðinni eða
tvær nýjar byggingar til viðbót
ar. Eru það þvottahús fyrir spít
alann og eldhúsbygging með
mötuneyti, og vinnustofum. Síð
arnefnda byggingin er mjög stór
um 11 þús. rúmmetrar. Byrjað
er að grafa fyrir þessum húsum
og er þess vænzt, að þvottahúsið
verði að mestu leyti byggt á
þessu ári.
Þá er I undirbúningi bygging
aðalinngangs Landspítalans,
sem verður hringlaga bygging
milli nýju og gömlu vesturálm-
anna.. Verður þeirri byggingu
lokið á mjög skömmum tíma,
og verður henni ætlað I og með
að tengja gamla og nýja spítaÞ
ann.
Séra Robert Jack sóknarprest
ur á Tjörn á VatnsnesT hefur nú
féngið leyfi hjá biskupi Islands
til að hafa brauðaskipti I eitt ár
við skozkan prest. Voru þeir
staddir I morgun á skrifstofu
biskups, þessir tveir starfsbræð
ur, þegar Vísir hitti þá.
Sr. Robert Jack er sjálfur
skozkrar ættar en hefur dvalizt
svo lengi hér, að íslenzkan er
orðin eins og hans móðurmál og
kvaðst hann aðallega vera kvíð
inn fyrir þvl hvort honum tæk-
ist nú aftur að breyta yfir I
enskuna, það gæti farið svo fyr
ir honum, er hann væri að
prédika að íslenzkan fengi allt I
einu yfirhöndina.
Hinn skozki prestur sem tek-
ur við kalli hans heitir sr. Hugh
Martin og er prestakall hans I
Strathbango I Glasgow. Hann
er Presbyterian, þar er öldunga-
kirkja Skota. Sr. Martin er bú
inn að læra íslenzku og hefur
áður komið hingað I heimsókn.
Hann mun þjóna auk Tjarnar,
sóknum Vesturhópshóla, Breiða
bólstaðar og Víðidalstungu.
Sr. Robert Jack flýgur út til
Skotlands á morgun og hinn nýi
prestur þeirra Vatnsnesinga
mun fara heim I kallið I næstu
viku.
m 18 DIN
ferran/ðeo/or
Siglufjörður
Framh. af bls. 16. ,
son, framkv.stj., 56.200, Agnar
Þór Haraldsson, vélstjóri, 45.400
Vigfús Friðjónsson, framkv. stj.
42.800, Guðbrandur Magnússon,
kennari, 41.00, — Ólafur
Þorsteinsson, sjúkrahúslæknir,
40.100, Björn Karlsson, vélstjóri,
40.100, Ragnar Lárusson, prest-
ur, 39.500, Anton Jóhannesson,
kennari 30.200, Vilhj. Guð-
mundsson, framkv.stj. 37.900.
Hæstu fyrirtæki:
Njörður h.f. 71.500, Þormóður
Eyjólfsson h.f. 54.300, Fiskverk
un Ólafs Óskarssonar 26.500,
Sunna h.f. 21.800, Söltunarstöð
lafs Hinriksen 21.400.
Aðstöðugjöld:
Kaupfélag Siglfirðinga 279.800
Kjötbúð Siglufjarðar 144.600,
Söltunarstöðin Nöf 74.100, Hrað
frystihús S. R. 73.600, Pólstjarn
an, söltunarstöð, 68.800.
FILMA
SKIPAFRÉTTlll
SKIPAÚTGCRÐ RIKISINS
Ms. Baldur
fer til Rifshafnar, Ólafsvíkur,
Grundarfjarðar, Stykkishólms,
Skarðstöðvar, Króksfjarðarness,
Flateyjar. Hjallaness og Búðar-
dals á föstudag. Vörumóttaka I dag
Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa
SVEINS GUÐMUNDSSONAR
rafvirkjameistara, Akranesi.
Málfríður Stefánsdóttir
,var Sveinsson Kristín Sveinsdóttir
.Jldur Guðbrandsdóttir Gunnar Gíslason
og bamabðm
atMtfC «aa .rœ.zvsn*