Vísir - 13.08.1964, Page 8

Vísir - 13.08.1964, Page 8
8 V í SIR . Fimmtudagur 13. ágúst 1964. VISIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði. 1 lausasölu 5 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Ályktun ríkisstjórnarinnar Ríkisstjómin samþykkti á fundi sínum í gær ráð- stafanir sem létta munu mönnum greiðslu skatta sinna á þessu ári. Mun ríkisstjómin beita sér fyrir því að þeir gjaldendur sem greiða opinber gjöld reglu- lega af launum sínum, og þess óska, megi greiða eftir- ] stöðvar gjaldanna nú á sex mánuðum í stað fjögurra, en hin greiddu útsvör verði frádráttarbær engu að síður. í ályktun ríkisstjórnarinnar í gær er að finna svar við erindum Framsóknarflokksins og Sósíalista- fíokksins í skattamálum. Flokkar þessir höfðu farið fram á frest á innheimtu opinberra gjalda. Ríkisstjóm- in bendir á að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að álagning opinberra gjalda á þessu ári hafi ekki farið fram lögum samkvæmt. Tillögur stjómarandstöðunnar hefðu valdið því að flestar verklegar framkvæmdir í landinu hefðu stöðvazt nú um hásumarið vegna skorts á fram- kvæmdafé. Sýnir það hvert ábyrgðarleysi liggur að baki tillögum þessara tveggja stjórnarandstöðuflokka. Kemur hér í ljós að þessir tveir flokkar skeyta ekki hót um það þótt til slíkrar stöðvunar kæmi. Skattalögin endurskoðuð Vegna aukinnar dýrtíðar verða sveitarfélög og ríki að afla aukins fjár til framkvæmda með álagningu opinberra gjalda. Til þess að vega upp á móti þessu var álagningarstiganum breytt á síðasta þingi til þess að skattabyrðamar kæmu tiltölulega léttar niður á fjölskyldum og tekjulitlu fólki. Tekjur manna hafa haldið áfram að vaxa mjög á þessu ári, ekki sízt vegna hins góða sjávarafla. Því hefir ríkisstjórnin nú falið í ríkisskattstjóra að undirbúa nauðsynlegar breytingar j á útsvars- og skattalögunum. Munu þær miða að því að tekjuaukning og verðbólga valdi ekki þeim hækk- unum á sköttum sem koma myndu fram ef skattstig- inn væri óbreyttur. Þá mun ríkisstjómin koma því á svo fljótt sem unnt er að opinber gjöld verði innheimt jafnóðum af launum, svo sem tíðkast t. d. á Norður- löndum. Báðar þessar ráðstafanir eru tvímælalaust í hag skattgreiðenda og framkvæmd þeirra er bæði tímabær og sjálfsögð. Skattsvikin hindruð JJm það munu menn í öllum flokkum sammála að nauðsyn er að koma í veg fyrir skattsvik. Skatt- svikin valda því að þeir sem telja rétt fram verða raunverulega að greiða hærri skatta en réttmætt er. Strangt eftirlit með framtölum kemur í veg fyrir það. Nú hefir verið stofnuð sérstök rannsóknardeild við embætti ríkisskattstjóra til þess að annast slíkt eftir- lit. Er það stærsta átakið sem fram til þessa hefir verið gert á þessu mikilvæga sviði og munu menn fagna því hvar í flokki sem þeir standa. Lögreglumenn og hermenn búa sig undir að hrekja Lumpamenn úr þorpi með táragasi. ELDAR íMIDRI AFRlKU Lumpa: Ótti, hjótrú, hryðjuverk Lundazi-héraðið i Norður- Rhodesiu er mesta — og hefir til skamms tíma verið fr'iðsæl- asta hérað landsins. Jafnvel þegar öldur vaknandi þjóðern- istilfinningar risu sem hæst eftir styrjöldin annars staðar í land'inu, var það rétt aðains yfirborðið, sem hreyfing komst á þar nyrðra. Þjóðernismáf sjálfstæðismark, félagslegar um bætur og menningarmál, — ekK ert af þessu hafði náð sterkum tökum á fólkinu í hinum mikla Luangwa-dal, þar sem er heim- kynní tse-tsé-fítignanna, fíla og ijóna. Og fóíkið stendur iika lágt í stiga menningarlegs þroska. Það er hjátrúarfullt mjög og máttur hjátrúar og hindurvitna, ótta og ógnana hafa meiri áhrif en allt annað — en þar sem annars staðar hafa risið upp forsprakkar jafn an, sem kunna rétt tök á fjöld- anum. Þorpin eru smá og dreifð, en ættartengsl eru sterk. Allar til- raunir til þess að mennta fólkið hafa lítinn árangur borið. Það verður að neyða börnin til þess að fara í skóla. Og foreldarnir hjálpa þeim með öllu móti. Þeim er alveg sama þótt krakk arnir læri ekki. Fólkið hefur engan áhuga á skólum og stjórnmálum. Tvær eða þrjár rómversk-kaþólskar trúboðs- stöðvar komust á laggirnar þarna, en það var litið miklum grunsemdaraugum á allt starf, sem þar var unn'ið. En svo kom leiðtogi til sögunnar. En svo kom þarna til sög- unnar trúarleg hreyfing, sem fékk hljómgrunn hjá fólkinu. Og það var spákona, Bemb8- spákona frá Chinsali, sem átti mestan þátt í þessu. Hún varð höfuðleiðtogi hreyfingarinnar, æðsti prestur, seln all'ir dýrk- uðu sem hálfguð ef ekki sem guð. Og það var hin margum- rædda Alice Lenshina, sem tek ið hafði forystuna, og svo mikil var aðdáunin á henni, að marg ir kölluðu hana mömmu, en andstæðingar trúflokksins kðll- uðu hana sendiboða myrkra- höfðingjans og kölluðu hana galdranornina. Guð gaf henni bók, sem hún ein gat lesið. Hún dó og var grafin og hún reis upp á þriðja degi. Og guð gaf henni bók, sem hún ein gat lesið. Og fréttin um hana barst sem eldur í sinu ■ til kynkvísl- anna í Senga- og Chewa-dölun- um, og hreyfingin fékk áhang- endur marga víðar. I þetta skipti var það dalafólkið, sem hafði forystuna. Höfundur greinarinnar, sem hér er farið eft'ir, kveðst hafa áhuga á að komast að því hverju það var fólgið, hve mik- inn seiðandi mátt hún hafði til þess að hæna að sér fjöldann. Hvorki hafði rekið eða gengið áratugum saman að fá menn til þess að byggja sér nýja kofa eða komskemmtir, en hvarvetna þar sem trúin á Alice Lenshina náði að brjótast út, risu upp litlar kirkjur hér og þar, úr t'imbri og leir, vel gerðar og traustar. Kwa Mama. Og ef það fréttist, að Kwa Mama væri að koma, hlupu menn frá sáningarstðrTum á akrinum, eða frá því að bjarga inn uppskerunni — í fám orð- um hvernig sem á stóð. Og menn lögðu líka á sig hópferðir 300—400 km. leið bara til þesí að sjá hana. í dalnum var lít'il trúboð^- stöð. Með^I þeirra sem ba- störfuðu var Lafontaine, aera hafði starfað þarna í hitab^lt- issvækju í 7 ár, unnið fyrir hina innfæddu, hjúkrað þeim, læknað þá og unnið traust þe'irra, en þegar Alice Lenshina var komin til sögunnar, ' var sem múr hefði -risið upp milli hans og fólksins. Útvalin. Margir eru kallað'ir en fálr útvaldir, stendur skrifað. En vitanlega leit Alice á sig sem þá útvöldu. Hvernig fór hún Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.