Vísir


Vísir - 15.08.1964, Qupperneq 1

Vísir - 15.08.1964, Qupperneq 1
I t i i 4 i i i i i i i i i i i i i i i i i i Rúmlega 160 kærur hafa borizt út af ávísanasvikum og fölsunum Viðtal viÓ Magnús Eggertsson lögreglumann Þrátt fyrir ítrekaðar aðgerðir Seðlabankans í þá átt að stemma stigu fyrir útgáfu inni- stæðulausra ávfsana, eru ennþá allnokkur brögð að þessu mis- ferli manna, svo og að falsa á- vísanir. Magnús Eggertsson varð- stjóri hjá rannsóknarlögregl- unni tjáði Vís'i í gær, að frá síðustu áramótum hefðu borizt samtals 162 kæryr út af ávís- Framh. á bls. 6 i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i TILLÖGUR RÍKISSKATTSTJÓRA: Persónufrádráttur verði enn hækkuður Skatt og útsvursstiginn endurskoðaður ú ný Staðgreiðslufyrirkomulag væntanlega 1966 Vísir átti í gær tal við ríkisskattstjóra, Sigur- björn Þorbjörnsson, um þær breytingar á skatta- lögunum, sem honum hefir fyrir nokkru verið falið að undirbúa af hálfu ríkisstjómarinnar. Þær breytingar munu felast í tvennu, sagði ríkisskattstjóri við Vísi. 1) Persónufrádráttur verði hækkaður. 2) Skatt- og útsvars- stigaþrepunum verði breytt í samræmi við launahækkanir á undan- fömum mánuðum, þann ig að menn þurfi ekki að greiða hlutfallslega hærri upphæð af laun- um sínum í skatt og út- svar, þrátt fyrir auknar tekjur. Meiri tekjuaukning í vor, þegar skatta- og út- svarslögin nýju voru samþykkt á Alþingi, var þegar ljóst, segir ríkisskattstjóri, að enn á ný þyrfti að breyta skatt- og út- svarsstiganum vegna þeirra hækkana, sem þá höfðu orðið á kaupgjaldi f Iandinu, m. a. eft- ir desemberverkfallið. í ljós hef- ir nú komið, að tekjuaukning almennings árið 1963 var mun meiri en reiknað hafði verið með og nýju skattalögin voru byggð á. Til þeirrar aukningar verður að taka tillit í sambandi við þær breytingar, sem nú eru fyrirhugaðar. — Hve langan tíma mun end- urskoðun skatta- og útsvarslag- anna, sem hófst i vor, taka? — Starfið er þegar hafið fyr- ir nokkru, en efniviðurinn, þ. e. upplýsingar, sem byggðar eru á framtölum þessa árs, er enn í Skýrsluvélum og kemur ekki þaðan fyrr en í Iok þessa mán- aðar. Breytingarnar munu siðan koma fram f formi nýrra skatt- og útsvarslaga fyrir næsta ár, 1965. Staðgreiðsla skatta — 1 ráði er nú að taka upp staðgreiðslu opinberra gjalda? — Já, að undirbúningi þess hefir verið unnið frá því að emb ætti ríkisskattstjóra var stofn- að, í maí 1962. Kostir stað- greiðslufyrirkomulagsins eru þeir, að þá geta menn nokkurn veginn reiknað með því að það sem kemur til útborgunar af launum sé frjálst ráðstöfunarfé, því þá hafa opinberu gjöldin jjegar verið dregin frá. Er þetta augljóslega mikið hagræði fyrir skattgreiðendur, í stað þess að greiða skatt sinn eftir á eins og nú tíðkast. Á það ekki sizt við, þegar miklar hækkanir verða á tekjum manna eins og nú hefir verið. Ætlunin er að hraða und- irbúningi málsins svo sem fram ast er unnt og standa vonir til þess, að staðgreiðslufyrirkomu- Iagið geti gengið í gildi 1966. Staðgreiðslufyrirkomulagið tíðkast víða um heim, m. a. í Noregi, Svíþjóð, írlandi og Bandaríkjunum. Við undirbún- ing málsins hér á Iandi hefi ég farið til írlands og kynnt mér fyrirkomulag staðgreiðslu skatta þar, og einnig f Noregi 0 Sigurbjörn Þorbjömsson ríkisskattstjóri. og Svfþjóð, bæði í viðræðum hér á landi við erlenda sérfræð- inga í skattamálum og á fund- um OECD stofnunarinnar f Par- ís. Um framkvæmd Bandarfkja- manna f þessu efni ritaði ég skýrslu fyrir Skattamálanefnd j>egar árið 1947. Á grundvelli þessara rannsókna hefir embætt ið athugað hvaða sérfyrirkomu- lagi þarf að koma á hér á landi með hliðsjón af sérstæðum at- vinnuháttum okkar. Einnig væri mjög æskilegt ef unnt væri að fella ýmsa nefskatta inn í jætta kerfi, svo sem almannatrygging argjald, sjúkrasamlagsgjald og kirkjugjöld. Þá tíðkast hér ým- is frádráttur, sem ekki þekkist annars staðar, sem einnig verð- ur að taka tillit til í þessu sam- bandi, svo sem sjómannafrá- dráttur, námsfrádráttur og skattaívilnanir vegna veikinda. Máiið er mjög umfangsmikið og má í því sambandi geta Jjess, að gangur málsins var bannig í Noregi að árið 1952 gerði norska þingið samþykkt um að staðgreiðsluinnheimta skyldi tek in upp þar f Iandi. Síðan voru sett lög 1955 þess efnis, að kerf ið skyldi koma til framkvæmda 1. janúar 1957. Þrátt fyrir þenn- an langa aðdraganda var bó bú- ið að vinna að undirbúningi málsins í 6—7 ár áður en norska þingið gerði fyrstu sam- þykkt sína í málinu 1952. Sýnir þetta, að málið krefst nokkurs undirbúnings af hálfu skattyfir- valda. fslenzkar stúlkur í brezku sjónvarpi Kvikmyndavéiin suðar, og stúlk urnar tala glaðlega saman. BLAÐIÐ í DAG íéls. 3: Myndsjá: Laxveiðar i Elliðaánum. 7: „Robot“-tundur. spillirinn Biddle. 8: Endurreisn Hóla- staðar, viðtal við Guðmund Fpðfinns- son, skáld. 9: Ferðir íslendinga til Grænlands á. 18. öld. — Dísa, kallar leikstjórinn, og önnur stúlkan snýr sér við og star ir stórum brúnum augum beint á vélina Síðan snýr hún sér aftur að vinkonu sinni. - Hekla. í þetta skipti eru augun græn, en ekki síður töfrandi. — Cut, hrópar leikstjórinn. Suðið þagnar, og fólkið þyrpist í allar áttir, nema leikstjórinn, sem gengur til þeirra Heklu og Dísu, og þakkar þeim fyrir. Hann heitir Gavin Miller og er frá BBC. Hann er mjög unglegur, lítur ekki út fyrir að vera mikið yfir tvítugt, og það er mjög lítill aldur fyrir sjónvarpsleikstjóra. Þeir þurfa að vera mjög færir til þess að komast að svo ungir. Og að því er Gfsli Gestsson, aðstoðarmaður. Gavins fullyrðir; þá eru Hæfileikarnir- fyrir Framh. á bls. 6. > ' " i . / ' „ y, ■ ■■■„ ■ '■■■■: '' ' . Sjónvarpsmyndir teknar við hitaveitugeymana á Öskjuhlfð.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.