Vísir - 15.08.1964, Page 3
VlSIR . Laugardagur 15. ágúst 1964.
VID LAXVCIDARIELUDAÁHUM
„Munurinn á atvinnuveiði-
manni og laxveiðimanni er sá,
að atvinnuveiðimaðurinn veiðir
til þess að geta lifað, en lax-
veiðimaðurinn lifir til þess að
geta veitt“, segir Hrafn Einars-
son stórkaupmaður, um leið og
hann kastar í neðra „koffíninu“
í EUiðaánum. „Nei, hann er
hálf tregur í dag“, bætir Hrafn
við, um leið og hann dregur lín
una inn og býr sig undir að
kasta flugunni aftur.
„Er Iaxinn hér í Eiliðaánum
sérstaklega striðinn, hann er að
stökkva hér allt í kringum þig?“
spyrjum við.
„Nei, ég hugsa, að laxinn
hér í Elliðaánunr sé ekkert
stríðnari en viðast hvar annars
'•'• •••■ ' ■ ..............................................................................................................■••••• •■.•;• ••• ••• ■
Hrafn Einarsson var búinn að
fá einn 6 punda Iax.
•V ^ ^SX Y>s SS --
staðar, nema hvað hann tekur
hér illa“.
„Hvað ertu búinn að fá marga
í dag?“
„Ég veiddi áðan ,einn sex
punda hér ofar f ánni“.
„Og hvað borgarðu svo fyrir
veiðileyfið?“
„Mig minnir að það sé eitt-
hvað um sjö hundruð krónur“.
„Hann er þá nokkuð dýr
þessi sex punda lax, ef þú veíð
ir ekki meira í dag“.
„O, þeir hafa nú kostað
meira“.
„Ertu búinn að veiða lengi
hér í Elliðaánum?“
„Nei, ekki get ég sagt það,
ég er búinn að veiða hér f 4
ár, en það eru nokkur ár, siðan
ég byrjaði. Ég kann ákaflega
vel við mig hér í EHiðaánum,
og strax og maður er kominn
svolítið upp í ána, vaknar sú
tilfinning, að maður sé kominn
upp f sveit“.
„Hefurðu veitt vel hér í F.ll-
iðaánum?"
„Ég veit ekki, hvað er hægt
að segja um það, en ég hef
oftast farið heim með lax. Jæja,
þetta kjaftæði dugir ekki, það
er bezt að færa sig ofar“, segir
Hrafn, um Ieið og hann dregur
inn línuna.
Á árbakkanum skammt fyrir
neðan Borgarstjóraholuna stéð
Þórarinn Kristjánsson, sfmritari,
og fékk sér hraustlega í nefið,
á meðan félagi hans, Jón Magn
ússon loftskeytamaður, beið
vongóður eftir að 20 punda lax,
sem hann sá, biti á. Þórarinn
er meðal þeirra, sem lengst hafa
stundað laxveiðar í Elliðaánum,
og hefur þvf dregið allmarga
laxa úr ánum. Þórarinn var með
mjög margar flugur f húfinni,
og þegar við höfðum orð á því,
hvers vegna harin geymdi flug-
urnar þar, svaraði hann:
„Já, þetta er bara vinnuhag-
ræðing. Ef ég er með flugurnar
í dósum, þá á ég það alltaf á
hættu að týna þeim, en ef þær
eru festar í húfuna, fara þær
hafa fyrir þessu, er að taka ofan
f hvert skipti, sem skipt er um
flugu“.
Þórarinn Kristjánsson leitar í maðkaboxinu. Flugurnar geymir
hann í húfunni.
Jón Magnússon bíður eftir þvf að 20 punda Iax bíti á hjá honum. (Ljósm. Vísis, B. G.)
„Hvernig stóð á því að þú
fékkst laxveiði-bakteríuna?"
„Sennilega hef ég fengið
bakteríuna frá þeim Emil Thor-
oddsen og Indriða Waage, en
ég fór með þeim fyrst á lax-
veiðar hingað í Elliðaár skömmu
eftir 1930“.
„Hvað kostaði veiðileyfið
þá?“
„Þegar ég keypti veiðileyfi
fyrst hér í Elliðaánum, kostaði
það 33 krónur, og ef maður
krækti kannski aðeins f cinn
lax, þótti mörgum það dýr fisk-
ur“.
„Hvað veiðirðu marga daga á
sumrinu?“
„Mörg undanfarin ár hef ég
veitt svona 12—14 daga á
hverju sumri, en nú er ég að
hugsa um að fækka þeim og
stunda silunginn meira. Ég hef
oftast haft hér 6 daga í Elliða-
ánum á sumri, annars hef ég
veitt í flestum ám á landinu,
nema Laxá f Þingeyjarsýslu".
„Ekki borðarðu sjálfur allan
þann Iax, sem þú veiðir?“
„Nei, ekki geri ég það, en ég
hef það fyrir fasta venju að
borða sjálfur fyrsta laxinn, og
svo fer ég að gefa“.
„Finnst ykkur veiðimönnum
það ekki hálf Ieiðinlegt að þurfa
að kaupa lax, ef þið hafið ekk
ert veitt, til þess að koma msð
heim?“
„Ha, hvað segirðu? Kaupa lax,
nei, svo Iangt Ieiddur hef ég
aldrei verið“.
„Ertu ekki alltaf voðalega
spenntur, þegar þú ert að
veiða?“
„Nei, ekki þegar ég er byrjað
ur að veiða, en áður fyrr þurfti
maður að taka svefnpillur kvöld
ið áður, og svo dreymdi mig,
að hann væri á, já, ég var stund
um búinn að fá marga, áður en
ég vaknaði“.
„Og þú missir auðvitað þá
stærstu?“
„Já, hvaða laxveiðimaður
missir ekki þá stærstu?"
THUNDERVOLT"
kerti
REGULATOR
TRANSISTOR
ÚTBÚNAÐUR
FYRIR RAFKVEIKJUR
/ BIFREIÐIR
KVEIKJUÞRÁÐASETT
ALTERNATOR
NEOPRENE KVEIKJUÞRÆÐIR
Á 50 FETA SPÓLUM
GiSLI JÓNSSON & CO. HF.
SKÚLAGÖTU 26 S'lMÍ 11740
A prestoiite}