Vísir - 15.08.1964, Blaðsíða 5
V 1 S I R . Laugardagur 15. ágúst 1964.
Ókostir sameiningar Kýpurs og
valda áhyggjum / báðum löndum
Viðbúnaður til skotgrafahemaðar á ,Grænu línunni1 í Nicosia á Kýpur.
Lundúnabiöðin telja viðhorf
ríkisstjórna Grikkiands og
Tyrklands verða að breytast
varðandi sameiningu Kýpur og
Grikklands, sem fram að þessu
hefir verið endanlegt mark í
baráttu grískumælandi Kýpur-
búa, með grískan stuðning að
baki sér. Það er að sögn einkum
tvennt, sem veldur breyttu við
horfi:
Pappandreu og ráðherrar sjá
fram á, að sameining gæti verið
hættuleg með mann eins og
Makarios við stýrið, því að hann
kynni jafnvel eftir að samkomu
lagi væri náð um sameiningu,
flækt Grikkland inn í styrjöld
við Tyrki.
En viðhorf Makariosar er einn
ig sagt breytt, vegna þess, að
eftir sameiningu yrðu völd hans
skert, svo að í rauninni yrði
hann aðeins grískur héraðs-
stjóri. Utanríkis- og varnarmál-
um Kýpur yrði stjórnað frá
Aþenu, en ekki frá Nicosia.
Lundúnablöðin segja, að mál
in hafi verið rædd frá þessari
hiið núna í vikunni á fundi í
Chequers bústað forsætisráð-
herra, en auk Sir Alecs tóku
þátt í viðræðum settir utanríkis-
og samveldismálaráðherrar.
En viðræður fóru annars fram
í öllum höfuðborgum, einnig í
Aþenu og Ankara, þar sem
Inonu forsætisráðherra sagði, að
samkomulag ætti að geta náðst
innan mánaðar með samstarfi af
Grikkja hálfu.
En Makarios leikur tveim
skjöldum eða fleiri. Hann hefir
beðið um aðstoð Rússa og
Egypta. Aðeins návist Sjöunda
Bandaríkjaflotans á Miðjarðar-
hafi kann að hafa þau áhrif, að
aðstoð verði ekki veitt. Og hann
er nú sagður hafa áform í huga
um að semja við Tyrki — en
þó svipta þá þeim neitunarvalds
rétti sem þeir nú hafa í lögum.
Og hann vill áreiðanlega koma
því svo fyrir að þau 3 lönd sem
ábyrgðust sjálfstæði Kýpur
haldi ekki íhlutunarrétti sfn-
um. En ef hann kæmi sfnu
fram, hver yrði þá eftirleikur-
inn, spyrja menn.
MÖRGU MÁ UM
KENNA.
í blöðum kemur iðulega og
æ oftar fram sú skoðun, að það
sé margt sem valdi vandræð-
unum, en lang alvarlegast af
öllu, að það var ekki hindrað,
að Kýpur-Grikkir störfuðu
leynt og ljóst að því að búa
sig undir hernað og ráðast á
tyrkneska bæi og hertaka þá.
Palmiro Togliatti
alvarlega veikur
Fréttir frá Moskvu í gær (föstu
dag) ' herma, að kommúnistafor-
sprakkinn Palmiro Togliatti sé al-
varlega veikur. Hann er nú í Sovét-
ríkjunum og hefur veikzt af heila-
blæðingu
Togliatti, framkvæmdastjóri (að
alritari) ítalska kommúnistaflokks
ins er 71 árs. Hann kom sl. mánu
dag til Yalta í boði Kommúnista-
fiokks Sovétríkjanna og var gert
ráð fyrir mikilvægum viðræðum
milli hans og sovézkra ráðherra
og þá fyrst og fremst allt, sem
varðar ágreiningin milli sovézkra
og kínverskra forsprakka og fyrir
hugaðan undirbúningsfund f des-
ember að alþjóðakommúnistafundi
á næsta ári.
KR-ingar búast við metaðsókn
í Laugardol þegar UVERPOOL og KR leika
Á morgun koma til Reykjavfkur
góðir gestir, ensku deildarmeistar-
arnir LIVERPOOL, en verkefni
þeirra hér er að sigra ísiandsmeist-
ara KR í knattspyrnukappleik á
mánudagskvöldið fyrsta leik 9.
Evrópubikarkeppninnar. Þess má
geta að hvorugt liðið hefur áður
tekið þátt f Evrópubikarnum. Held
ur eru iitlar líkur til að Vestu'-
bæjarfélaginu takist að standast
snúning þessum frægu atvinnu-
mönnum, sem fá hver um sig 100
pund fyrir ieikinn, en samt verður
gaman að sjá svo gott lið leika og
er hér um einstakt tækifæri að
ræða, enda búast KR-ingar við
metaðsókn í Laugardai á mánudae-
inn.
Lið KR er óþarft að kynna nán-
ar, enda flestum kunnugt hér, en
það verður skipað þannig: Heimir
Guðjónsson, Hreiðar Ársælsson,
Bjarni Felixson, Þórður Jónssoi
Hörður Felixson, Þorgeir Guð
mundsson, Gunnar Guðmannsson
Sveinn Jónsson, Gunnar Felixson.
Ellert Schram (fyrirliði), Sigurbór
lakobsson.
Liverpool-liðið er ekki óþekkt
hér á landi og margir þeirra Ie:k-
manna sem hingað koma eru
gamlir „kunningjar" þeirra fiö'
mörgu sem undanfarin ár hafa
fylgzt með enskri knattspyrnu.
Liðsmenn Liverpooi verða nú
kynntir með örfáum orðum og
byrjum við þá kynningu:
Tommy Lawrence, markvörður,
| skozkur landsliðsmarkvörður s.l. 2
I ár. Hann var varaliðsmarkvörður
i Liverpool, er aðalmarkvörður liðs-
j ins varð að fara á sjúkrahús. Eftir
I 7 le'iki í aðalliðinu var hann vai-
j inn í skozka landsliðið undir 23
ára og 4 mánuðum síðar lék hann
I í skozka landsliðinu. Hann cr
fæddur í Ayrshire f Skotlandi, en
kom ti! Liverpool frá Warrington.
Gerry Byrno, hægri bakvörður,
1 fæddur í Liverpool, varð atvinnu-
: maður 1955, og fastur leikmaður i
aðalliðinu 1960. Hefur leikið bæði
í „undir 23 ára“-Iiði Englands og
• landsliðinu.
Konnie Moran, vinstri bakvörð-
; ur, hefur verið atvinnumaður f 12
i ár og leikið 350 leiki með aðal'.ið-
I inu. Hefur leikið með úrvali deilda-
: keppninnar og skorar mikið af
j mörkum úr vítaspyrnum og auka-
, spyrnum.
Gordon Milne, hægri framvörður
var keyptur frá Preston North
End fyrir 4 árum, og voru það
hagstæð kaup. Faðir hans, frægur
landsliðsmaður fyrr á árum, var
þá framkvæmdastjóri Preston, og
vildi ekki að sér yrði kennt un
að hygla syninum með því að
halda honum : liðinu. Eftir að
hann tók að leika með Liverpool
hefur hann leikið um 200 leiki með
aðalliðinu og verið fastur í enska
landsliðinu síðan vorið 1963.
Framh. á bls. 6.
Á myndinni eru þeir ieik- J
menn LIVERPOOL, sem hér /
munu leika gegn KR á J
mánudaginn. Myndin var i
tekin eftir sigur LIVERPOOL J
í deiidakeppninni í Énglandi, i
en þar hlutu þeir 56 stig, J
næsta lið, Manch. United, »
hlaut 52 stig, þannig að sig- J
ur Liverpool var mjög ör- i
uggur. J