Vísir


Vísir - 15.08.1964, Qupperneq 7

Vísir - 15.08.1964, Qupperneq 7
V í S IR . Laugardagur 15. ágúst 1964. t Fjórir sjóliðanna á Biddle: Hans Galle, V.-Þ. (situr). William Kelly, Breti, F. J. Reeg, bandarískur, Rolf Martens, V-Þ. Nýlega var haldinn. aðalfund- ur Leikfélags Reykjavíkur. For maður, Helgi Skúlason, setti fundinn, en Sveinn Einarssoa leikhússtjóri flutti síðan skýrsiu um starfsemi leikhússins í vet- ur. Það var góðæri hjá Leikfélagi Reykjavíkur í vetur eins og leikárið áður. Sýnd voru sam- tals 6 Ieikrit, tvö þeirra íslanzk og leikið samtals 150 sinnum < Iðnó, en jafnmargar hafa sýn- ingar félagsins aldrei verið á einu leikári. 1 fyrra voru þær 120. Það bar við á útmánuðum að fjögur leikrit voru t sýningu samttmis, en það mun ekki hafi gerzt í Iðnó áður. Höfuðástæð- an var sú, að í vetur voru bætt nokkuð skilyrði til leiktjalda- geymslu. Auk sýninganna Reykjavík, voru þrjár sýningar utanbæjar og í vor efn£ ti! leikfarar til Færeyja með Rart í bak. Sú ferð var hin mesta sigurför og var leikið 5 sinnum í Havnar Sjónleikarhúsi. Um 30 leikarar komu fram t sýningum félagsins í vetur, en alls um 40 manns að nern- endum og aukaleikurum með- töldum. Leikstjórar voru fjórir, einn þeirra erlendur, Thomas Mac Anna, sem var fyrsti gesta leikstjóri Le'ikfélagsins f fimmt- án ár. Auk leiksýninganna stóð Leik félagið fyrir kvikmyndasýning- um, umræðufundi og fyrír- lestrahaldi á leikárinu. Það starfrækti leiklistarskóla; ken í- arar við skólann voru 9, en nemendur nálega 30 t tveimur flokkum. byrjendaflokki og framhaldsflokki. Fjórir nemend- ur luku £ vor burtfararprófi eft- ir þriggja ára nám. Á leikárinu lét hússtjórn Iðnð gera miklar breytingar á fata- geymslu og aðgöngumiðasölu, og skrifstofa leikhússins fluttist I ný húsakynni. Sýningar félagsins hlutu f heild góða dóma og undirtektir áhorfenda, enda var aðsókn mjög mikil, sætanýting 82%. Að lokinni skýrslu leikhús- stjóra voru umræður um hús- byggingarmál félagsins og mál- inu vtsað til leikhúsráðs. Stjórn félagsins skipa nú Helgi Skúlason formaður, Stein- dór Hjörleifsson ritari og Guð- mundur Pálsson meðstjórnanch' I varastjórn Karl Sigurðsson og Gissur Pálsson, en frestað var kosningu varaformanns td framhaldsaðalfundar í haust. Biddle á siglingu. ,Robot-tundurspillirinn Biddie lætur úr höfn í haust Bandaríski tundurspillirinn Biddle liggur sem stendur fyrir akkerum f flotahöfninni Norfolk, Virginiu — aðalflotastöð Norður-Atlants- hafsflota Bandaríkjanna og höfuð- setri sjóhernaðarlegs samstarfs NATO. —• Biddle er sem kunnugt er fyrsta herskipið í kjarnorku- fiotadeild NATO, sem áformað er að stofna, en áhafnir herskipanna í þessari flotadeild verða frá 7 lönd um NATO. Hér er um tilraun að ræða, sem ekkert fordæmi er fyrir — og getur orðið prófsteinn á sam starfið í bandalaginu. Og það er þegar búið að velja áhöfnina á Biddle. Á herskipinu verður 336 manna áhöfn og eru sjóliðarnir frá þess- um löndum: Bandaríkjunum, Bret- landi, Vestur-Þýzkalandi, Italíu, Grikklandi og Tyrklandi. — Frakk- ar eru ekki með. Sjóliðarnir frá löndunum 7 verða að sætta sig við bandarískar venj- r •• AHOFN 336 MENN FRÁ 7 NATO-LÖNDUM ur og reglur. Brezku sjóliðarnir fá til dæmis ekki sitt daglega romm- staup eins og í brezka flotanum, því að í birgðum bandarískra her- skipa má ekki vera dropi af á- fengi. ítölsku sjóliðarnir eru heppn ir að einu leyti, þeir fá sinn ítalska matsvein, sem getur matreitt handa þeim „ekta ítalska spaghettirétti og tyrknesku hermennirnir fá að hafa knjámottur meðferðis til bænagjörða sinna. En mergurinn málsins er þessi: Hvemig tekst að þjálfa sjóliðana eins vel til samstarfs og meðferðar á vélum og tækjum og á herskipi, þar sem eru menn einnar og sömu þjóðar? Og á Biddle eru nýjustu „radar-, robot- og elektronisk tæki“. Ekki þarf að taka fram, að hvert land um sig hefir sent úr- valsmenn, sem allir hafa undir- stöðuþekkingu að minnsta kosti í ensku. Gefist tilraunin vel, er í ráði, að í flotadeildinni verði 25 herskip, er hvert um sig hefir meðferðis 8 Polaris-skeyti. Stofnun þessarar flotadeildar hef ir verið mi'kið deilumál innan NATO og verður það ekki rakið í þessari grein — og Rússar vilja þessi áform feig, sem að líkum lætur. Eramkvæmd MFL-áformanna (MFL — Multilateral Force) mun hafa í för með sér kostnað, sem nemur 400 milljónum dollara ár- lega á næstu 5 árum, en Banda- ríkin hafa tekið á sig ]/3 kostnað- arins, en Bretland 10 af hundraði, en það sem eftir skiptist jafnt á hin. Enn meira vandamál en hið efnahagslega er yfirstjórn, og hver á að hafa valdið til að „þrýsta á hnappinn“, þ. e. ráða, hvort beita skuli kjarnorkuvopnum. Rætt hefir verið um sérstaka MFL-nefnd, en í henni munu Bandaríkjamenn vafa laust geta beitt neitunarvaldi. Ann- að atriði er að halda leyndum viss- um kjarnorkuleyndarmálum, en til breytinga að því er þau varðar þarf samþykki bandaríska þjóð- þingsins. Það hefir verið gefið I skyn, að ef stofnuð yrði MFL-nefndj kynnu Bandaríkjamenn að sætta sig við meirihlutaákvörðun, en það mun verða nauðsynlegt, ef Bretar fall- ast á fyrirkomulagið — en þeir hafa ekki skuldbundið sig fyrir framtíðina — og vilja bíða átekta og sjá hvernig Biddle-tilraunin gefst. í grein í Norðurlandablaði, sem hér er stuðzt við, segir: MFL er stofnað framar öllu öðru til þess að láta Vestur-Þýzkaland fá aðgöngu að kjarnorkuvopnum — án þess að láta það fá kjarn- orkuvopn til umráða. Vestur-Þýzka land er hlynnt áforminu vegna þess að það fær jafnan rétt og banda- menn þeirra, sem ekki ráða yfir kjarnorkuvopnum og tryggir því meðákvörðunarréttindi, en MFL er orðið deiluefni í V.Þ. Strauss og þeir, sem honum fylgja, nota sér málið til árása á Erhard kanslara fyrir stefnu hans hér að lútandi. Italía féllst á þátttöku, ef Bretar væru með, og Hollendingar, Grikkir og Tyrkir tóku svipaða afstöðu, Belgíumenn munu sennilega verða með, ef stofnun kjarnorkuflota- deildarinnar verður staðreynd. Afstaða Verkalýðsflokksins brezka er óviss, en ef til vill ekki fjandsamleg, ef hann fær völd, svo fremi að girt verði fyrir að Vestur- Þýzkaland fái yfirráð kjarnorku- vopna. Johnson forseti er sagður vilja hraða málum og helzt, að sáttmáli verði undirritaður fyrir áramót. Biddle lætur úr höfn nú í haust. • _ • ■ ■ Þýzka skólaseglskipið „Gorch Fock“ mun koma til Hafnarfjarðar dagana 16.-19. ágúst. Þetta er þriðja heimsókn skólaseglskipsins til íslands. Sumarið 1961 kom „Gorch Fock“ til Reykjavíkur og sl. sumar til Akureyrar. Um borð í „Gorch Fock“ eru alls 170 sjóliðsforingjaefni í 15. og 16. námsförinrii. Skipið tók þá'tt í 8. International Sail Training Con- course við Bermuda í júní 1964 og sigldi síðan til New York. Eft ir heimsóknina til Hafnarfjarðar mun skólaskipið ennfremur sigla til Dublin áður en það snýr aftur til heimahafnarinnar Kiel. Skipherrann á „Gorch Fock“ er, eins og í fyrri heimsóknum, Hans Engel. Skipið hlaut nafn sitt eftir skáld inu Johann Kienau, en skáldanafn hans var „Gorch Fock“. Verk sín reit hann að mestu á lágþýzku. Þetta er annað skipið, sem heiðr ar hann með þessari nafngift, Jo- hann Kienau féll í orrustunni við Skagerak Siðan „Gorch Fock“ var tekið í notkun, hefir það siglt til flestra landa Vestur-Evrópu, Miðjarðar- hafsins og meginlands Ameríku. Skólaseglskipið „Gorch Fock“ hljóp af stokkunum þ. 23.8 1958 í skipasmíðastöð Blohm og Voss í Hamborg. Var það smíðað sem kennsluskip sjóhersins fyrir iiðs- foringja- og undirliðsforingjaefni sjóhers Sambandslýðveldisins Þýzkalands. Með hinum 23 seglum sínum nær skipið allt að 16 hnúta há- markshraðá. 890 ha. vél getur gert skipinu kleift að ná allt að því 10 hnúta hraða á klst. án segla. Þýzk sjómannasamtök og „Ger- manische Lloyd“ hafa sett (klass að) skipið í hæsta öryggisflokk. Sérhvert liðsforingja- og undir- liðsforingjaefni verður að Ijúka námsferli á skólaskipinu. Árlega ljúka um það bil 500 manns þessu námi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.