Vísir


Vísir - 20.08.1964, Qupperneq 1

Vísir - 20.08.1964, Qupperneq 1
-*»V' VlSIR STORAUKID VERDMÆTI ÚTFLUTTS FREÐFISKS — Fimmt ur 20 89. Flutt út fryst fisMlök fyrir 617 milljónir fyrstu 6 múnuði úrsins Útflutningur freðfisks hefui aukizt nokkuð í ár og er verð- mæti útfluttra frystra fiskflaka mun meira á fyrri árshelmingi yfirstandandi árs en á sama tíma í fyrra. Fyrstu 6 mánuði þessa árs voru flutt út 30.987 tonn af frystum fiskflökum fyrir 617.2 millj. kr. en á sama tíma í fyrra voru flutt út 28.- 668 tonn fyrir 522.6 millj. kr. Langmest af frysta fiskinum hefur farið til Bandaríkjanna eða 14.697 lestir fyrir 327.9 millj. kr. Til Sovétríkjanna hafa farið 11.336 lestir fyrir 196.5 millj. kr. Og til Bretlands hafa farið 3222 tonn fyrir 61.7 miilj. kr. Auk þess hefur freðfiskur verið fluttur út til Belgíu, Dan- merkur, Frakklands, Spánar. Tékkóslóvakíu og Ástralíu. Útflutn'ingur á frystum hrogn um hefur einnig aukizt mikið það sem af er árinu. Vora fyrstu 6 mánuði ársins flutt út 1030 tonn fyrir 17.4 m'illj. kr. Framh. á bls 6 Eldur í Bílo- smiðjunni Geir Hallgrímsson borgarstjóri skýrir norsku gestunum frá þróun Reykjavíkur. Ljósm. Pétur Þorst. Samtal við Osióar-mennina á bls. 7. Fulltrúar Osló-borgar kynnast Reykjavík Um þessar mundir dveljast hér í Reykjavík góðir gestir. Eru það nokkrir forustumenn Oslóarborgar sem Reykjavíi; hefur boðið í kynnisferð hingað. Þeir nota tímann vel til að skoða það helzt sem markvert er hér. Myndin sem hér fylgir var tekin, er þeir komu í heim- sókn í skrifstofuhús borgarinn- ar í Skúlatúni 2. Borgarstjóri stendur fyrir enda borðsins Við uppdrátt af Reykjavík og flutti hann þar fyrir hina norsku fulltrúa stutt erindi varðandi þróun og framtíð Reykjavíkur Norðmenn'irnir voru staddir hér á afmæli Reykjavíkur i fyrradag og var þeim þá boðið til kvöldverðar sem mátti kall- ast afmælisveizla borgarinnar. í gær skoðuðu þeir hús Bæj- arútgerðarinnar meðan fiskur var í vinnslu þar, fóru upp að Árbæ til 'að skoða byggðasafn- ið. Þeir sáu gos úr borholu og Framh á bls. 6 í gær kviknaði í hefilspöna- geymslu Bílasmiðjunnar á Lauga- vegi 176 og varð af nokkur eldur. Slökkviliðið var kvatt út um fimm leytið e. h. og áttu slökkviliðsmenn í nokkrum erfiðleikum með að komast að eldinum. Tók það um heila klukkustund að kæfa hann en tjón mun samt hafa orðið næsta lítið. í fyrradag kviknaði í mannlausri fbúð að Álftamýri 24. Þegar slökkviliðsmennirnir komu inn í íbúðina, logaði í sófa og fötum, sem á honum lágu. Öðru varð bjargað þar inni og tjón lítið. HeiBingim tekinn úr kumli til að leggjast í vígða mold BLAÐÍÐ í DAG I- 4 i- 7 BIs. 3 Myndsjá: Sjónvarps- menn frá Frakklandi Verða rafmagnsheil- ar herrar framtíðar- innar? Osló og Reykjavík á metaskálum. Rætt við norska bæjar- fulltrúa. 8 Nú erum við frjálsir. 9 Kláfferjan yfir Tungnaá. Kristján Eldjárn var fyrir nokkru á ferð í Skagafirði og athugaði þar tvo staði, sem hugsanlegt væri að geymdu leif- ar kumla frá heiðni. Annað var í Fljótunum, þar höfðu bein koniið í ljós við bæinn Austara- Hól í Flókadal í Fljótum, þeg- ar jarðýta var að leggja veg heim að bænum. Var þetta á melnefi um 100 m suður og niður af bænum. Þessar leifar voru óvenjuleg- ar að því leyti, að engin manna bein fundust þar en þó er það ljóst, að hér hafði verið fornt kuml. Hafði maður verið heygð ur þar með venjulegum hætti, hestur vij^ fætur hans og ýmsir munir svo sem vopn lögð í hauginn. En það undarlega var að nú fannst ekki eitt einasta mannabein í kumlinu. Hefur maðurinn því verið grafinn upp síðar. Það er algengt að koma að kumlum, sem grafið hefur ver ið í áður, en sá gröftur hefur verið framkvæmdur til að ná einhverjum munum úr gröfinni og Iiggja þá beinin oft tvístruö eftir. En hér hafði verið grafið í öðrum tilgangi, það er til þess beinlínis að taka lík eða beina- grind mannsins upp og telur þjóðminjavörður hugsanlegt að Framh. á bls. 6. Ljósmynd, sem sýnir kumlið • Fljótum. Hrossbein sjást næst. Þau hafa verið lögð við fætur hins látna. En það óvenjulega er — áð það eru engin mannabein í gröfinni, Líkið hafði verið tekið burt.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.