Vísir - 26.08.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 26.08.1964, Blaðsíða 2
VÍSIR . Miðvikudafuir 20. á",í:£t I9CÍ Démarinn sagði línuverði upp starfí þegar hann kvartaSU Bikarkeppnin hafin — Hún býður nú sem fyrr upp á góba skemmtun og mikla baráttu sem óvíðo er oð finna annars staðar Bikarkeppni KSÍ er hafin fyrir nokkru og hafa 7 leikir nú farið fram. 1. umferð keppninnar er lokið og 2 leik ir af 4 í annarri umf erð búnir. Bikarkeppnin býður á hverju ári upp á líf og fjör og leik- irnir í keppninni eru oft. þeir leikir, sem lengst eru í minn- uiii hafðir. Pessi keppni verð- ur áreiðanlega engin undan- tekning, það hafa fjörugir leikir að undanförnu sýnt. 10 mörk til að sigra! „Það er orðið heldur hart, þegar maður verður að skora 10 mörk til að vera sigurvegari í leik", sagði gamla kempan Þórður Þórðarson að loknum einum bikarleiknum, líklegast þe'im sögulegasta, leiknum milli Vestmannaeyja og Akraness-b, en í þeim leik vann Vestmanna eyjaliðið með 9 mörkum gegn 8, sem áreiðanlega ' er eins- dæmi, a.m.k. hér á landi. I fáum orðum gekk leikurinn svo til að Vestmannaeyingar komust 2:0 yfir á örfáum mín- útum en ekki l'iðu nema fáar mínútur þar til Skagamenn voru með 3:2 eftir tvö vel- heppnuð víti og óbeina auka- spyrnu. Gekk þannig fram eftir hálfleik að liðin skiptust á skotum, fengu mörk á víxl og voru hnífjöfn i hálfleik, «5:6, sem er allskemmtileg marka- tala og mark á minna en 4 hverja mínútu. Drýgstir í að skora voru þeir Aðalsteinn Sig- urjónsson og Þórður Þórðarson. 1 seinni hálfleik var ekki alveg jafn margt um mörk, en því meiri spenna var í leiknum og stundum voru ópin í áhorf- endum eins og um væri að ræða úrslitaleik í heimsmeistara- keppni. Sjálfsmark færði Ska^a mönnum 7:6 og þeir héldu for- ystunni í 8:7, þegar Þ. Þ. brun- aði í gegn. Sævar Tryggvason skoraði 8:8 fyrir Vestmanna eyjar úr þröngu færi og Sigur- jón Gíslason (áður Hafnar- fjörður) skoraði 9:8, sigui- markið i þessum leik úr víta- spyrnu. „Hættur", sagði línuvörðurinn. Skemmtileg eða öllu heldur spaugilegt atvik átti sér staö rétt fyrir leikslok I þessum leik. Mark hafði verið skorað hjá Akurnesingum. Linuvörð- ur dæmdi a.m.k. boltann inni, en dómar'i var ekki á sömu skoðun og dæmdi hér útspark 1 stað 10. marksins. Þetta fékk svo á línuvörð að hann veifaði þar til dómarinn kom hlaupand; til hans. Sagðist Hnuvörður ekki vilja starfa með dómara, sem ekki tæki mark á sér og kvaðst hætta ef mark yrði ekk'i dæmt. Tók dómarinn þá veif- una af honum og fleygði út fyr- ir hinn nýja og glæsilega gras- völl þeirra Eyjaskeggja. Vakti þetta atvik talsverða kátínu. Jafnir leikir. í öðrum leikjum hefur hark- an ver'ið alls ráðandi og sigur- mörkin alltaf verið dýrkeypt. Við getum séð þetta af úrslitum leikjanna sem eru þessi: Keflavík-b-Valur-b 1—2. Þróttur-b — Fram-b. Þróttut mætti ekki til leiks. Vestm.eyjar—Akranes-b 9:8. ísafjörður-KR-b 2:3. Víkingur—Haukar 2:1. 1 2. umferð hafa farið fram tveir leik'ir. FH og Breiðablik sem þurftu ekki að keppa f 1. umferð háðu geysiharða bar- áttu sem Kópavogspiltarnir unnu með 3:2. Breiðablik fer því í 3. umferð ásamt 3 liðum öðrum, Fram-b ogrlíklega Akur- eyringum og Vestetannaeying- um, en dregið er um Ieikina 1 3. umferð. Þau tvö l'ið sem sigra í 3. umferð fara í aðalkeppn- ina, 4. umferð ásamt I. deild- arliðunum. Úr leik Vals og Fram í gærkvöldi í bikarkeppninni, en honum lauk 2:1 fyrir Fram eftir framlengdan leik. Aftur landsleikir vii anmörku í knattspyrnu Danir vilja nú aftur leika lands- leiki í knattspyrnu við íslendin^a. Það var haft fyrir satt, að peir land i landsleik i knattspyrnu og því kom afturkippur á þaB sam- starf sem verið hafði f nokkur ár, teldu sig ekki eiga erindi við ís- — samt hafði ísland nær tekið Olympíusilfur frá Dönum með frammistöðunni í síðasta lands- leiknum gegn þeim, 1:1 i Kaup- mannahöfn, þar sem Danirnir skoruðu jöfnunarmarkið aðeins nokkrurri mfnútum fyrir leikslok. Stjórn DBU tólí þessa ákvörOun nú eftir helgina og mun nú stinga upp á leik í júlí næsta ár í Reykja vik, og annan f Dantnörku 1966 eða 1967. Veiðileyfi í MiBfjarbará Vegna forfalla eru 2 stangir til sölu dagana 28.-30. ágúst. Símar 18649 og 38280. Frægt fólk / /Jbróffum: Clay (Mohammed AH) giftur og geymir konuna í baðherberginu meðan hann heldur blaðamannafund — „Ilmvatu betra vopn en spjót", segir Dor en — Golf eftirlætisíþrótt Goldwaters. • Casslus Clay tók á móti nokkrum hávrðasömurr. frétta- mönnum á dögunum, er hann hafði kvænzt ungri negrastúlku, 27 ára gömlu módelt, Sonji Roi. „Þið rregið ekki kalla mig Cassi- us, — ég heiti Mohammed Ali", sagði hann. Ekkj er vfst að unga eiginkonan heimsmeistarans hafi haft mikið um ráðahaginn að segja, en eltt er vfst, að henni gafst enginn kostur á þvi, — meistarina hafði lokað hana inni á baðherberginu meðan hann talaði. „Eiginkonur Musl- ima", sagði Mohammed Ali, „eiga að falla f skuggann af okkur karlmönnunum". 0 Mamie Van Doren, talin í afar „góðu formi" með tölurnar 36—24—35 er ekki sögð á móti keppni i neinu íormi. Hún segir þó, að það sé endaleysa af kven- manni að keppa i venjulegum fþróttum. „Ilmvatn er betra vopn en spjót, þess vegna stunda ég t. d. ekki spjótkast", segir hún. Barry Goldwater kemur viSa við og myndin, sem hér fylgir af honum er tekln á golfvelli f Aiizona. Golf virðist hafa verlð eftirlætisfþrótt margra forseta Bandaríkjanna og ekki er ðvfst nema svo verði fyrst um sinn, — a. m. k. ef Barry Goldwater verSur kjörinn forseti Banda- rfkjanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.