Vísir - 26.08.1964, Síða 15
V1SIR . Miðvikudagur 26. ágúst 1964
75
THOMASINA WIBER:
Konan á eynni
- Allt gerðist svo fljótt. Ég
gat ekki hugsað. Ég hafði á-
hyggjur af frænda og hræðslan
hvarf mér. Og það var ekki fyrr
en ég var komin út úr her-
berginu, að allt stóð ljóst fyrir
hugskotssjónum mínum. Og ég
fékk móðursýkiskast, eða hvað
ég á að kalla það, missti kjark-
inn og hljóp hingað til þín, eins
og krakki, sem er dauðskelkað-
ur.
Hann hallaði höfði hennar að
barmi sínum og strauk hár henn
ar.
. — Þú hefðir átt að kalla á
mig. Hann hefði kannski ...
Ró virtist smám saman fær-
ast yfir hana og nú taldi hann
óhætt að búa hanc undir það,
að hann aðhefðist eitthvað, sem
þau bæði óskuðu eftir undir
niðri, — fara leiðina, sem hann
hafði óbeint vikið að
— Það verður eitthvað að
gerast í þessu, vina mín, sagði
hann.
Hann fann, að hún hristi höf-
uðið.
- Sjáðu til. Þú segir, að hann
sé meðvitundarlaus. Ef ég nú
bæri hann út í bátinn og sigldi
með hann kippkorn frá landi,
það gerist á hverjum degi, að
menn detta útbyrðis og drukkna
Svona óhöpp vilja alltaf til endr
um og eins.
Hún hélt áfram að hrista höf
uðið. - Heyrðu nú, Stella mín,
vertu nú skynsöm. Þú getur
ekki sóað lífi þínu þannig til
einskis. Vegna gamals manns,
sem mætti verða hvíldinni feg-
inn. Þú verður að hugsa um
sjálfa þ:g.
Hún reyndi að losa sig úr
fangi hans, en hí.nn sleppti
henni ekki. Hann renndi hend-
inni eftir baki hennar hvað eftir
annað. Loks leit hún upp, og
það vottaði ekki fyrir tárum í
augum hennar.
- Hann gæti komið til með-
vitundar í bátnum, sagði hún
rólega. Hann er lítill en sterkur
og rammefldur, þegar hann reið
ist. Ég vil ekki að neitt komi
fyrir þig, Ed.
Hann reyndi að leyna fögnuði
sínum.
- Ég verð á verði, sagði
hann.
- Mér dettur betra ráð í hug,
sagði hún. Hann liggur meðvit-
undarlaus þarna í rúminu og
þú ert handsterkur. Það væri
betra ... svo geturðu borið líkið
um borð og ekkert kemur fyrir
þig-
- Ágætt, Stella, fyrirtak. Ég
geri eins og þú segir. Viltu bíða
hérna?
- Nei, ég fer með þér, ég
verð að fara í einhver föt.
- Ég vildi helzt, að þú værir
hér kyrr.
— Nei, ég vil fara með þér.
Ég þori ekki að vera hér ein. Ég
er ekki ein þeirra, sem geta set
ið og beðið ...
★
Meðan Stella fó.' upp til að
klæða sig, nálgaðist Ed Piper
dyr frænda. Harn opnaði hijóð-
lega og var við öllu búinn. Það
logaði á náttlampa og allt var
kyrrt. Ed Piper horfði á rúmið.
Það var ekki mikil fyrirferð á
litla, sterka frænda, þar sem
hann lá undir teppinu, sem
Stella hafði breitt yfir hann.
Ed Piper læddist að rúminu á
tánum. Hann ætiaði ekki að
hætta á neitt. Frændi var ekki
sá fyrsti, sem sofnað hafði
draumasvefni án þess að hafa
hugmync’. um, rð hann mundi
ekki -'akna aftur til lífsins. And
ardrátturinn var reglulegur. Ed
Piper horfði á litla fræiijda.
Hann var hvítur á hörund, kslín-
beinin há, þunnhærður, svo að
skein á milli í bleikan skallann.
Ótrúlegt að þessi litli maður
hefði krafta í kögglum. En það
var ekki eftir neinu að bíða. Ed
Piper g-eip um mjóan hálsinn
sterklegum höndum og þrýsti
að ...
Hann kippti upp líki frænda
og lagði á öxl sér. Stella kom
fram í ganginn í sömu svifum,
klædd svörtum brókum og
svartri peysu. Hún var að hag-
ræða hárinu. „Hvað konur eru
alltaf lengi að búa sig“, hugsaði
Ed.
Þau gengu samhliða niður að
skemmtíbátnum. Ed lagði líkið
á þilfarið, en Stella reyndi að
ræsa hreyfilinn, en kom honum
ekki í gapg.
- Hvað er að? spurði hann.
Eitthvað að kveikjunni?
— Ég veit það ekki.
— Reyndu aftur.
Ed Piper var allt í einu allur
í svitakófi. Fyrir örstuttri stund
hafði hann verið kaldur, ákveð-
inn, án þess að finna til votts
samvizkubits yfir að hafa myrt
gamlan mann í svefni, en nú
gat hann ekki, fannst honum,
horft lengur á lík hans.
— Það var allt í lagi með
hann, þegar við fórum út sein-
ast, sagði Stella.
— Ég veit það, því skyldi þá
ekki vera allt í lagi með hann
núna?
— Ég geri það, sem ég get,
kannski þú ...
- Færðu þig. Hann ýtti henni
frá, en honum gekk ekki betur.
Stella færði sig fram í.
— Það er víst bezt, að ég sé
ekki að þvælast fyrir þér.
Ed Piper beit á jaxlinn, bölv-
aði og reyndi aftur og aftur,
bullsveittur en ekkert gekk.
Hann var með allan hugann
við hreyfilinn, svo að hann varð
ekki var við vélbát, sem nálg-
aðist, fyrr en ljósgeisla var beint
að honum og vélbáturinn renndi
að skemmtibátnum.
— Hreyfið ykkur ekki, var
kallað skipandi röddu.
★
Ed Piper sá lögregluforingja
og annan lögreglumann til
stökkva upp á þilfar skemmti-
bátsins, báðir með skammbyssu
í höndum. Þegar handjárnunum
hafði verið smellt á Ed Piper,
sneri lögregluforinginn sér að
Stellu og sagði:
— Við komum eins fljótt og
við gátum, ungfrú Stella. Yður
hefur sannarlega tekizt vel með
hreyfilinn. Við brugðum við, er
þér hringduð. Ef þér hefðuð
hringt dálítið seinna, hefðum
við verið farnir.
- Hringduð, endurtók Ed
Piper og leit á Stellu.
Hún brosti og svaraði engu,
en lögreglpmaðurinn hélt áfram:
- Já, ungfrúin hringdi fyrir
stundarfjórðungi og sagði, að
þér hefðuð drepið frænda henn-
ar og ætluðuð að henda líkinu
úr bátnum.
Ed Piper sneri sér að Stellu
og æpti:
— Hann lýgur.
Brosið hvarf af vörum Stellu.
Hún var föl. Og nú komu tár
fram í augu hennar:
— Vesalings frændi, hann hef
ur engri vöm getað við komið.
Hann kyrkti hann þar sem hann
lá í rúminu, sofandi.
Ed Piper byrjaði að skilja.
- Já, ég gerði það, sagði
hann, en það er ekki öll sagan.
Gamli maðurinn réðst á Stellu,
og hún æpti á hjálp, og ég kom
hlaupandi. Hann var bandóður.
Hann hefði drepið mig, ef ég
hefði ekki ...
Lögreglumaðurinn sneri sér
að Stellu:
— Ég vissi ekki að frændi
yðar væri orðinn svona hress.
Þegar þér sögðuð inni í bænum,
að lömunin væri dvínandi og
hann væri sem óðast að fá
krafta, datt engum í hug, að
hann væri orðinn svona spræk-
ur ... Afsakið, þetta var víst
mislukkað spaug.
— Já, því að hann var enn
lamaður. Hann hefur legið rúm-
fastur síðan slysið varð.
- En þér sögðuð f bænum,
að ...
— Það var Ed, sem fékk mig
til þess. Hann hafði frétt um
húsa- og lóðabraskarann í Mi-
ami, sem vildi kaupa eyna til
þess að koma hér upp skemmti-
stað, baðstað ... og svo réði
hann sig hingað, og opinberaði
brátt, í hvaða tilgangi það var.
og eins og nú er komið í ljós,
með áform um að losna við
frænda og komast yfir eignina
með minni aðstoð - á einn eða
annan hátt.
Fæturnir báru Ed ekki leng-
ur. Hann var til neyddur að
setjast. Allt hafði mistekizt.
Hún hafði notað hann sem verk
færi, og hún hafði sagt, að
stundum langaði sig til að eiga
heima í borginni. Sannleikurinn
var víst sá, að hana langaði svo
mikið til þess, að hún var til
í allt til þess að komast burt
- jafnvel myrða, en var nógu
slungin til þess að láta annan
gera það og taka út hegninguna
fyrir það. Nú gæti hún lifað
hátt í borginni - lifað hátt og
lengi fyrir alla peningana, sem
hún nú mundi fá.
★
Lögregluundirforinginn var að
hjálpa Stellu niður í lögreglu-
bátinn. Meðan hann var að því,
sagði hinn við Ed Piper, ungur
lögreglumaður og heldur væsk-
ilslegur af lögreglumanni að
vera:
- Ungfrú Hutchins hefur ekki
verið lieppin með ykkur —
vinnumennina, sem hún aug-
lýsti eftir sem eins konar „þús-
und þjala smiðum“.
— Hinn? sagði Ed Piper eins
og í leiðslu.
— Já, hann var í bátnum, þeg
ar hann sprakk í loft upp, og
fórst ásamt frænku ungfrú
Stellu. Það varð frænda hennar
til lífs þá, að fiskimann bar að.
Það hafði þá verið annar ung-
ur maður, hugsaði Ed Piper.
Hann hafði verið í bátnum, þeg-
ar „slysið“ varð.
Piper horfði á eyna, sem nú
var eins og dökk þúst, þegar
lögreglubáturinn ■ fjarlægðist
hana - eyna fögru, sem hafði
verið umgirt blikandi hafi, og
fögur kona hafði heillað hann
þar — en nú voru allir draumar
að baki.
.V.V.V.V.V.V.V.V.V.WMJ
i
DÚN- OG
FIÐURHREEVSUN
vatnsstíg 3. Síml 18740
SÆNGUR
I:
REST BEZT-koddar.
Endurnýjum gömlu
sængurnar, eigum
dún- og fiðurheld ver.
Seljum æðardúns- og
gæsadúnssængur —
og kodda af ýmsum
stærðum.
I
.V.V.V.VA\W.V.VAVAV
Volkswagen 58, ’62, ’63
Comet 63
Opel Kadet ’63 og ’64
SA4B ’63.
Rússajeppi ’62, lúxus hús.
Simca ’63.
Skipti ð Diesel.
Taunus M 17 '63.
freiter vörubfli '61
an sig undir að bjarga Leolu. full, að flestir aðrir myndu á-
Björgunaraðferðin er svo dirfsku líta hana óframkvæmanlega.
Meðan hinir tuttugu Wa unga
hermenn háma í sig Ijónskjötið,
og höfðingjadóttirin ge'-'ur ux)f;
alla von um að sleppa, oýr Tarz
(lu.
Eilitór
JcmJ
CI\AM0
...AM7 CHIE?
AMABUSI'S
rAUSHTER
UO LOMGEK.
HAS HOFE OF
ESCAPlMG...
VINNUFAT ABÚÐIN
Laugavegi 76
Blómabúbin
Hrisateig 1
simar 38420 & 34174