Vísir - 17.09.1964, Page 16
Fimmtudagur 17. sept. 1964
ÓEINKENNISKLÆDDIR LÖGREGLU
MENNIUMFERÐAREFTIRUTI
Hafa il fjórum dögum gefið skýrslu a um 70 ökumenn
„Já, en það eru engin biðskyldumerki fyrir norðan“
Um leið og bílstjórinn var að
ganga frá bflnum, gengu tveir
óeinkennisklæddir Iögreglu-
menn til hans, sýndu lögreglu-
merki og sögðu siðan: „Góð-
an daginn, við erum frá lög-
reglunni og höfum fylgzt með
akstri yðar, nokkra stund“.
„Ha, fylgzt með mér, hvað
hef ég gert?“ spurði ökumaður-
inn undrandi. Og þá kom svar
ið: „Já, þér byrjuðuð á þvf að
aka fram hjá biðskyldumerki
beint inn á Hringbrautina, án
þess svo mikið sem að hægja
ferðina, siðan fóruð þér beint
yfir á hægri akrein. Þegar að
hringnum kom skiptuð þér yfir
á vinstri akrein án þess að gefa
stefnumerki og ókuð siðan út
úr hringnum á hægri akrein“.
Ökumaðurinn virtist nú verða
enn meira undrandi og sagði
siðan: „Nú, gerði ég það, já,
það getur verið, ég var að flýta
mér“.
Þannig svaraði fyrsti ökumað
urinn sem þeir lögregluþjónarn
ir Hilmar Þorbjörnsson og Arn
þór Ingólfsson, stöðvuðu, eftir
að við settumst upp I bílinn
til þeirra í gær, í því skyni að
fara í stutta eftirlitsferð með
þeim. — Lögreglan í Reykjavík
hefur að undanförnu haft tvo
óeinkennisklædda lögreglum.
í umferðinni á bifreið, sem ber
þess engin einkenni að hún sé
frá lögreglunni Aðal ástæðan
fyrir þessu er sú, að lögreglan
hefur gert skýrslu, þar sem
fram kemur tala árekstra á
tuttugu og tveimur árekstra-
hæstu gatnamótum borgarinn-
ar. — ,,Og til þess að geta
fylgzt sem bezt með umferðinni
á þessum gatnamótum, verðum
við að hafa óeinkennisklædda
lögreglumenn á bfl sem ekki er
merktur sem lögreglubíll, sagði
Óskar Ólason, varðstjóri, við
Framh. á bls. 6.
Stjóm SR mesmælt verk-
smiðju Jóns Gunnarssonar
Stjóm Sfldarverksmiðja ríkis-
ins hefur mælt með því að rfk-
isábyrgð verði veitt fyrir láni
til sfldarverksmiðju, sem Jón
Gunnarsson ætlar að reisa á
Raufarhöfn. Lán það, sem hér
um ræðir, er að upphæð 55 millj
ónir króna.
Meðmælin voru samþykkt f ar, Eysteins Jónssonar. Á móti
stjórn verksmiðjanna með var eitt atkvæði, fulltrúa Al-
tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálf þýðuflokksins, Jóhanns Möliers.
stæðismanna, þeirra Jónasar Framh. á bls. 6.
Rafnar og Eyþórs Hallssonar, <$------------------------------------
einu atkvæði fulltrúa Sósíalista,
Þórodds Guðmundssonar, og
einu atkvæði fuiltrúa Framsókn
,;Já, það er víst rétt hjá ykkur, það verður víst að stöðva þama
við biðskyldumerkið".
á í bezta veðri
„Þegar áreksturinn skeði, var
bezta veður og engin þoka,“
sagði loftskeytamaðurinn á tog-
aranum Ask frá Reykjavík, þeg-
ar fréttamaður Vfsis hafði sam-
band við togarann í morgun. —
Askur og Vfldngur frá Akranesi
rákust saman á Jónsmiðum við
Austur-Grænland um tíu-leytið
í gærmorgun. Engin slys urðu á
mönnum, en skemmdir urðu all-
miklar.
„Hér er allt í lagi hvað allt
öryggi snertir og vart hægt að
segja að leki hafi komið að skip-
inu, þvf það rétt vætlar inn,“
sagði loftskeytamaðurinn. —
Skemmdir á Ask urðu á brú og
Iunningu togarans, en Víkingur
skemmdist nokkuð á bógnum.
Askur fór frá Reykjavfk 10.
þ. m., og var búinn að fiska
fremur Iftið. Eftir að áreksturinn
varð, héldu togararnir báðir þeg
ar áleiðis til Reykjavíkur og er
búizt við að þeir komi inn til
Reykjavfkur um miðnætti í
kvöld. Þegar áreksturinn skeði
var Askur að toga, en Víkingur
á stími.
Nýju kuupfélagi veitt slát-
urleyfí með bráðebJögum
f sumar var stofnað nýtt kaup-
félag, Kaupféiagið Höfn á Selfossi,
félagsmenn eru hátt á þriðja hundr-
að að tölu úr öllum hreppum Ár-
nessýslu. Félag þetta keypti verzl-
! un S. Ó. Ólafssonar á Selfossi og
: sláturhús hennar, sem rekið hefur
: verið undanfarin ár og er hið full-
| komnasta í alla staði. En nú gerð-
; ist það nýlega, er félagið sótti um | framkvæmdin hefði lengi verið sú,
' sláturleyfi til framleiðsluráðs land- j að fleiru en einu samvinnufélagi
búnaðarins, að synjað var um það á sama stað hefði verið veitt slát-
j leyfi með tilvísun til þess, að í urieyfi, og eru ýmsir staðir nefndir
gildandi lögum frá 1947 (og sá
kafli, sem •. ísað er til, mun vera
að mestu óbreyttur frá gömlu
afurðasölulögunum) sé kveðið á um
það, að ekki megi veita tveimur
samvinnufélögum sláturleyfi á
sama stað.
Við þessa synjun vildi Kaupfé-
lagið Höfn ekki una, og benti á að
Síldveiðimesm bíðu þmetseigir ú
AustfjMfnum eftir uð veður lægi
Síldveiðiflotinn sýnir hina
mestu þrautseigju á Austfjörð-
um um þessar mundir. Þrátt
fyrir stöðug rok i lengri tíma
og Iandlegu sem þeim fylgir er
sama og enginn flótti brostinn
I liðið enn. Bátarnir bíða enn á
Austfjarðahöfnum, reiðubúnir
að leggja út til veiða strax og
veður lægir eitthvað. Er kunn
ugt um að mikið sfldarmagn
er .1 sjónum út af Austfjörð-
um, aðeins ef gæfi á sjó og
gæti viðbótarafli þá orðið mjög
mikill. Á þetta treysta sjómenn
irnir og sýna hina mestu þraut
seigju og festu.
Það eru aðeins minni skip-
in sem eru að hætta, skip þetta
upp í 100 tonn. Skrifstofa síld
arverksmiðjanna á Siglufirði
upplýsir Vísi um það, að enn
verði þess litt vart að bátar
séu að hætta. Það voru t.d. að-
eins tveir bátar sem báðu um
uppgjör í gær.
Aflahæstu síldveiðiskipin eru
nú Jörundur III. með nærri 37
þúsund tunnur og mál, Jón
Kjartansson með 35,4 þúsund
og Snæfell með 32,6 þúsund
tunnur og mál. Stærri skip eru
ákveðin í að halda síldveiðun-
um áfram fram í október og
styðjast þar við hvatningar
Jakobs Jakobssonar fiskifræð-
ings, sem telur að góðir mögu
leikar eigi að vera á sildveiði
fram eftir haustinu. Þó veldur
það e.t.v. nokkrum erfiðleikum,
að um næstu mánaðamót hefj-
ast skólar og þá verða sumir
af beztu aflamönnum okkar,
sem stjórna nú stórum skipum
að setjast á skólabekk. Má vera
að það trufli nokkuð framhald
veiðanna um mánaðamótin.
í því sambandi, svo sem Ólafsvík,
Vík í Mýrdal, Egilsstaðir og Sauð-
árkrókur. Á öllum þessum stöðum
hafa tvö samvinnufélög látið slátra
hjá sér óátalið. Kaupfélagið Höfn
á Selfossi sneri sér nú til landbún-
aðarráðherra og lagði mál sitt fyrir
hann með þeim árangri, að hinn
10. þessa mánaðar voru gefin út
bráðabirgðalög, sem gera hinu nýja
kaupfélagi kleift að nota eign sína,
sláturhúsið á Selfossi, sem annars
hefði orðið verðlaus og gagnslaus
tii stórtjóns fyrir félagsmenn á
samá tíma og fyrrnefnt ákvæði í
lögum frá 1947 er ekki látið koma
Framh. á bls. 6.
Lagðist undir olíu-
geyma og dó
í gærniorgun fannst roskinn mað
ur látinn við olíugeyma Elliðaár-
stöðvarinnar. Þykir lfklegt að hann
hafi lagzt fyrir þar kvöldið áður,
en síðan hafi hjartað bilað og það
var talin dánarorsök mannsins.
Maður þessi hét Sigursteinn Guð
mundur Þórðarson. Hann var ein-
stæðingur, sem hvergi átti höfði
sínu að að halla og engan sama-
stað. Hann mun hafa verið nálægt
sextugu.