Vísir - 13.10.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 13.10.1964, Blaðsíða 5
V t SIR . Þriðjudagur 13. október 1964. Fjárlagafrumvarpið 1965 - t'ramii ai oib i um breytingum, að undanskildu framlagi til framleiðniaukningar í freðfiskiðnaði og uppbótum á ferskfiskverð. Þær hækkanir á rekstrarút- gjöldum, sem mestu máli skipta eru þessar: Dómgæzla og lögreglustjórn hækkar um 30 millj. kr. Munar þar mestu um aukið framlag til landhelgisgæzlu, svo og annarrar löggæzlu. Toll- og skatteft’irlit hækkar um 14 millj. kr., m. a. verulega aukins starfsliðs við toll eftirlit og nýrrar rannsóknardeild ar við embætti ríkisskattstjóra. Framlög t'il heilbrigðismála auk- ast um 37 millj kr. Veldur þar mestu hækkun rekstrarhalla Land spítala, m. a. vegna nýrra sjúkra deilda, svo og hækkun á rekstrar- styrk og byggingarstyrk til ann- arra sjúkrahúsa en þeirra, sem eru ríkiseign. Kennslumál hækka verulega að vanda eða um 53 millj. kr. Kem- ur þar einkum til árleg kennara- fjölgun, hækkaður rekstrarkostn- aður vegna nemendafjölgunar, auk'in framlög til skólabygginga stofnun tækniskóla o. fl. Landbúnaðarmál hækka einnig verulega eða um 55 millj. kr. Valda þar Iangmestu um stór- hækkuð jarðræktarframlög, auk sérstakra framlaga til landbúnað- r.r, en um þau var samið er verðlagsgrundvöllur landbúnaðar- vara var ákveðinn á þessu hausti. Þá hækka og framlög til sauðfjár veikivarna verulega. Fjárframlög til sjávarútvegsmála hækka stór- lega, ef miðað er við fjárlög yf- irstandandi árs eða um 93 millj. kr. En þá verður að hafa í huga, að þeirri hækkun valda að lang- ýmestu leyti þrir liðir, sem ákveðn ir voru í lögum nr. 1/1964 og áður hafa verið nefndir, sem sé framlag til Fiskveiðasjóðs á móti útflutningsgjaldi af útfluttum sjáv arafurðum, í frv. áætlað 36 m’illj. kr., framlag til Aflatrygginga- sjóðs vegna togara 40 millj. kr. og til fiskileitar fyrir togara 4 millj. kr. Auk þessa hækkar svo framlag til Aflatryggingasjóðs um 7,5 millj. kr. Raforkumál hækka um 39,6 millj. króna, svo til eingöngu j vegna þess að lagt er til, að halli Rafmagnsveitna ríkisins verð’i nú greiddur úr ríkissjóði. Útgjöld til félagsmála hækka um 76 millj. kr. Ber þá að athuga, að 27 millj. kr. hækkun á greiðsl um rík'issjóðs til almannatrygg- inga var ákveðin á þessu ári svo sem fyiT segir. Annars stafar hækkunin einkum af hækkun sjúkratrygginga og á ríkisfram- færslu sjúkra manna, svo og hækkun framlaga til útrýmingar he'ilsuspillandi húsnæðis. Enn fremur er framlag til Atvinnu- bótasjóðs, 10 millj. kr., í frv. flutt af 20. gr. á 17. gr. (félags- mál), en þar þykir það eiga betur heima. Gjöld samkvæmt 19. gr. hækka um 145 millj. kr. Munar þar mest um niðurgreiðslu vöruverðs og út- flutningsuppbætur. Eins og áður segir var ætlunin, er gengið var frá fjárlögum yfirstandandi árs, að draga úr niðurgreiðslum sem svaraði 55 millj. kr., en úr því varð ekki. Þetta verður að hafa í huga, þegar samanburður er gerð- ur við fjárlög. Að öðru leyti vís- ast um niðurgreiðslurnar til grein- argerðar um þann lið. Til útgjalda á 19. gr. kemur einnig nýr liður, launaskattur, samkvæmt bráða- birgðalögum frá -.1. sumri um það efni. Útborganir á 20. gr. hækka eins og fyrr segir um 43 millj. kr. Veldur þar mestu, að framlög til viðbótar húsnæðis ríkisspítalanna eru aukin um hér um bil 25 millj. króna og auk þess ætlaðar 7 millj. kr. til stækkunar Hjúkrunarskól- ans. I' frv. er gert ráð fyrir, að rekstrartekjur og tekjur á 20. gr. verði um 10 millj. kr. hærri en útgjöldin, án þess að hækka þurfi skatta eða tolla frá gildandi lög- um. í athugasemdum við 2. gr. frum varpsins segir, að tekju- og eigna- skattur sé áætlaður 375 millj kr. í stað 255 millj. á fjárlögum nú. Að óbreyttum Iögum mætti áætla þessa upphæð 480 — 500 millj. króna, en þegar haft sé í huga, að unnið sé að endurskoðun lag- anna með það fyrir augum að hækka persónufrádrátt og gera ýmsar aðrar lagfæringar, sem verka til lækkunar, og svo á hinn bóginn hert eftirlit með framtöl- um, þykir rétt að áætla þennan tekjulið aðeins 375 millj. kr. Gert er ráð fyrir, að frv. komi fljótlega til umræðu á Alþingi, því fjárlög eru venjulega afgreidd fyrir jól. Sæfell — Pramh at bls I allt frá Húnaflóa, Strandir og vestur að Barða. Bátarnir og varðskipið hafa nú fært sig vest- ur fyrir Horn og leita út frá fjörðunum. í dag verða allar Strandirnar Ieitaðar og er þeim skipt niður í þrjú Ieitarsvæði. Leita ísfirð- ingar miðsvæðis eða það, sem er í óbyggð. Sif, flugvél Landhelg- isgæzlunnar, fór aftur til leitar í morgun og einnig Björn Páls- son, en með honum fór Lárus Þorsteinsson, fulltrúi hjá Slysa- varnafélaginu. Rek úr bát fannst út af Arnarfirði, en við nánari athugun reyndist það vera úr! Mumma frá Flateyri, sem fórst s.l. laugardag. Eins og áður hefur komið fram í fréttum, hefur ekkert, heyrzt frá Sæfellinu frá því um miðnætti aðfaranótt laugardags, en þá var báturinn staddur út af Húnaflóa. Á bátnum eru fjór- ir menn, þar af þrír búsettir á Flateyri. Brunaköll —- FramhaiO at bls 16 á fatnaði og skáp og að auki ein- hverjar skemmdir á húsinu af vatni og reyk. Undir morgun aðfaranótt sunnu dagsins varð elds vart í kjallara- herbergi á Óðinsgötu 6. Þar hafði eldur kviknað í gólfteppi og síðan læst sig í rúmföt sófandi manns. Honum varð þó bjarýað í tíma, en var meðvitundarlaus orðinn og fluttur í Slysavarðstofuna, þar sem hann komst til meðvitundar. Mikill reykur hafði myndazt í herberginu og voru íbúar hússins óttaslegnir orðnir að eldurinn læsti sig um allt húsið. Svo varð þó ekki, hann var fljótt kæfður, en nokkrar skemmd'ir urðu af eldi, vatni og reyk, einkum í herberg- inu þar sem kviknaði í. Óvarkárni með eld var talin rrsðk íkviknun- arinnar. í gærmoigun kviknaði í vinnu- skúr að Kaplaskjólsv. 39. Slökkvi- liðið kæfði eldinn strax og urðu j ið upp. ekki teljundi brunaskemmdir. i Brotizt hafði verið inn í veitinga Slökkviliðið í Reykjavík hafði í morgun brunaæfingu í skólum borgarinnar. Myndin var tekin á æfingu við Öldugötu-skólann. Nemendum var „bjargað“ út á segldúk og gekk allt fljótt og greiðlega fyrir sig. (Ljósm. BG) ÁTTA INNBROT Talsverður innbrotafaraldur var í Reykjavík fyrir síðustu helgi, þó náðu þjófarnir hvergi í veruleg verðmæti svo séð yrði. Alls voru fimm innbrot kærð til lögreglunnar, sem framin höfðu ver ið aðfaranótt laugardagsins. Eitt þeirra var í kvenfataverzlun í Aust urstræti. Þar hafði verið brotin rúða í glugga og síðan farið inn. Stolið var um 450 krónum úr pen- ingakassa, en ekki var búið að kanna hvort einhverju hefði verið stolið af fatnaði. Sömu nótt var brotizt inn í skrif stofu verzlunarinnar Kostkjör í Skipholti. Ekki varð séð að nein- um verðmætum hefði verið stolið, en talsverð spjöll unnin, einkum á hurðum, sem sprengdar höfðu ver- örg ný stjórnarfrumvörp Birgir Finnsson. Nokkur ný stjórnarfrv. voru lögð fram á Alþingi í gær, auk fjárlaga, sem getið er um á öðr- um stað í blaðinu. Er þar fyrst og fremst um að ræða staðfest- ingu bráð-birgðalaga svo sem á frv. um launaskatt, sem fylgdi 1 Birgitr Finnsson kosinn forseti sameinaðs þíngs Fundur var í sameinuðu þing: í. gær. Aldursforseti þingsins Ó1 afur Thors stjórnaði honum eða þar til þingforseti hafði verið kjörinn. Tveir nýir þingmenn bætt ust nú í hópinn, þeir Óskar Jóns son (F) í stað !rMörns Fr. Biörns- sonar og Arnór Sigurjónsson (Ab) 1 stað Björns Jónssonar. Þá fór fram forsetakjör og hlaut kosn- ingu Birgir Finnsson, þingmaður Vestfirðinga, með 32 atkv. Karl Iíristjánsson hlaut 18 atkv. og Hannibal Valdimarsson 8 atkv. Tók þá Birgir Finnsson við fund- arstjórn og þakkaði sér sýnt aust. Varafors°tar voru kosnir þeir Sigurður Ágústsson og Sig- urður Ingimundarson. kjölfar samkomulagsins við Al- þýðusamband íslands 5. júní s. 1. Þá er einnig um að ræða breyt- ingar á lögum um framleiðsluráð Iandbúnaðarins og síldarverk- smiðjur ríkis'ins. Ennfremur er gert ráð fyrir breyttum þingsköp- um Alþingis, þ. e. að hámarks- tala nefndarmanna í hverri nefnd þingdeilda skuli framveg'is vera 7 í stað 5 áður. í athugasemdum við frv. segii, að hámarkstala í fastanefndum deilda hafi verið ákveðin 1915 og haldizt óbreytt síðan. Þess vegna sé eðlilegt, að hér sé rýmkað um, enda hafi verið höfð samráð við fulltrúa þingflokks, sem ekki hafði hlotið menn í nefndir, um nokkur meiri háttar mál. Þá var e'innig lagt fram frv. um verðtryggingu launa, sem e- ein afleiðing sam- komulagsins við A. S. I. í sumar Segir þar að verðlagsuppbót skal nema sem s- arar 0,61% af grunn launum fyrir hvert s'tig, sem kaup greiðsluvís’itala hvers þriggja mán aða tímabils kann að vera hærri en framfærsluvísitala 163 stig. Að lokum er alllangur laga- bálkur um vernd barna og ungl- inga, sem byggt er á athpgunum nefndar, er menntamálaráðherra skipaði árið 1961. Bilv@lfa Framh at ols 16. einum degi jafn góð ökuskil- yrði og voru í gær. Um helgina tók lögreglan öivað an ökumann á Fríkirkjuvegi, sem ekið hafði þar upp á gangstétt og ekið á og skemmt tvo kyrrstæða bíla Lögreglar sá til mannsins og handtók hann á stíúium. stofuna í Austurstræti 4 og stolið smávegis af skiptimynt og vindl- ingum. Þá hafði þessa nótt verið farið inn í mannlausa íbúð á Laugavegi 10. Þar hafði maðurinn tekið sér náttból og lagzt til hvílu og sofn- að. En þegar hann vaknaði aftur, tók hann tösku ásamt éinhverju fleiru Iauslegu, sem í íbúðinni var o_, hafði á brott með sér. Með þennan farangur fór hann til kunn ingja sinna, en nokkru seinna hand tók lögreglan hann og flutti í fanga geymsluna. Langmesti stuldur í sambandi við innbrot þessa nótt var í Úra- og skartgripaverzlun Magnúsar E. Baldvinssonar á Laugavegi, þar sem 60 úrum var stolið og verðmæti þeirra lauslega áætlað um 100 þús. krónur Aðfaranótt sunnudagsins hand- tók lögreglan tvo menn sem brot- izt höfðu inn í Gildaskálann og höfðu farið inn um glugga á bak- hlið hússins. Lögreglumaður, sem ! var á varðgöngu, veitti hreyfingu athygli inni í húsinu um leið og hann gekk framhjá þvl. Fór hanr þá inn í húsið og handsamaði anr an þjófinn, hinn komst undan á flótta í bili, en náðist seinna uni nóttina. Þeir voru fluttir í fanga gej'msluna. Eins og Vír'i skýrði frá í gær höfðu inrbrot verið framin til við- bótar, sem tilkynnt voru í gær morgun til rannsóknarlögreglunn ar, þannig að átta innbrot hafa verið framin um helgina, sem vitað er um. I morgun var svo kært yfir einu innbroti til lögreglunnar. Það hafð> verið framið í nótt í Herrafatabúo ina á Laugavegi 87. Þjófurinn hafði brotr t inn með því að brjóta rúðu í húsinu, en hafði skorizt eitthvað á glerjum því blóðferill hans lá um verzlunina Peninga hafði hann enga fundið en ekki var búið að kanna í morg un hvort eitthvað hafði horfið a{ fatnaði eða öðrum varning'i.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.