Vísir - 13.10.1964, Page 7
VlSIR . Þriðjudagur 13. október 1964.
7
Með og móti afhendingu handrita
Þó danskur almenningur viti litið um íslenzku handritin f Árna-
safni og láti sig þau litiu skipta, hafa miklar umræður hafizt i
dönskum blöðum um málið siðustu daga. Blöðin birta langar
greinar og myndir og smásaman fara að koma i þeim mörg bréf
frá Iesendum, sem láta skoðanir sinar { ljósi bæði með og móti.
Vísir mun á næstunni kappkosta að lofa lesendum að fylgjasi
með þessum umræðum. Hér birtast á siðunni allmörg lesendabréf.
úr dönskum blöðum, sem gefa hugmyndir um sjónarmiðin f Dan
mörku.
Kaupmannahöfn
var h'ófuóborg Islands
Johannes Terkelsen
fyrrverandi skólastjóri
skrifar:
Er það nú gleymt að það var
íslendingurinn Ámi Magnússon
sem safnaði og skapaði hand-
ritasafn'ið?
Þá var Island nluti af Dan-
mörku og Kaupmannahöfn var
höfuðborg Islands og Khafnarhá
skðli var háskóli lslands. Það
er fjarstæða að tala um að skila
þurfi menningarverðmætum frá
öðrum þjóðum, Ceylon og Tibet
hafa aldrei verið í ríkissam-
bandi við Danmörku.
Hafa menn líka gleymt þvi,
að í Kaupmannahafnarbrunan-
um 1728 var það Árni Magnús-
son og hópur íslendinga, sem
björguðu því sem bjargað varð
af handritasafninu.
Hafa menn ennfremur gleymt
að gera sér grein fyrir þvf, þó
það sé stundum nefnt, að hand-
ritin eru sköpuð á Islandi af !s-
lendingum og fyrir íslendinga.
Og svo má bæta við: — Og þau
fjalla að mestu leyti um ts-
lendinga.
Árið 1950 skrifaði Umboðs-
maðurinn prófessor HurWitz:
„Vandamálið er ekki lögfræði-
legt, heldur fjallar það fyrst og
fremst um það hvað sé sögu-
lega réttlátt og í samræmi við
tilfinningarnar. Ákvörðunin ætt’i
ekki að þurfa að vera svo erfið
af Danmerkur hálfu.“
Ákvörðun þjóðþingsins 1961
var vel yfirveguð og túlkaði
heilbrigða skynsemi, bræðraþel
og mannlega samkennd. Við
erum þess vegna mörg um víða
Danmörku, sem fögnum því að
frumvarpið er nú aftur lagt
fram.
Heldur hólmg'óngu
en þessa þrautleiðin-
legu hlutlægni
Halldór Sigurðsson,
blaðamaður búsettur í
Gentofte skrifar:
ÞaJ er áberandi einkenni
mótmælendatrúarþjóðanna, hve
hlutlægt þær Ifta á málin. Þessi
hlutlægni stuðlaði að stórfelldri
uppreisn gegn Rómarkirkjunni
og hefur síðan fært í kerfi alif.r
mannlegar hvatir og hræringar
allt frá stvrjöldunum, sem
Vesturlönd hafa háð sfn á milli
til þrælahalds og útrýmingar
þjóða hinum megin við hafið.
Við skulum þvi endilega vcrn
hlutl rgir. Þjóðþingsmenn og
'Tófessorar eru byrjaðir að rff-
1 en auðvitað af fullkominni
hlutlægni. Með og móti, stjórn-
arskrá, alþjóðaréttur og algebra
Hver hefur mest rétt fyrir sér?
Á sunnudagskvöldið hlustuðum
við í útvarpinu á ritstjórr
gamalnorrænu orðabókarinna’-
dr. phil. Ole Widding, þar sem
hann fordæmdi hið „tilfinn-
ingasama sjónarmið", sem Is-
lendingar hefðu í handritamái-
inu. Hann sagði að slfkt væri
„múgsjónarmið" og að menn
ættu ekki, — kæru hlustendur
— að binda sig svo við ómerk'i-
legar röksemdir eins og til-
finningar i rnáli sem byggðist
á svo öruggum hlutlægum
grundvelli.
Það virðist enn ekki vera
orðið ljóst fyrir mörgum lærð-
um og le'ikum, að þjóðþingið
stendur í þeirri óvenjulegu að-
stöðu, að það getur ekk'i rætt
um framiagt frumvarp á hlut-
lægnisgrundvelli. Handritamálið
byggist ekki á hlutlægum grund
velli og getur ekki gert það.
Það sem hér er um að ræða er
einfaldlega deila um það,
hvort Við eigum að færa gjöf
eða ekki. Eða er nú svo komið
að fórnfýsi og gjafmildi og allt
það mannlega sem eftir er bæði
í aðli og almúga verði aðeins
rökstutt á hlutlægan hátt?
Það vær'i betra en þessi óþol-
andi hlutlægni, að við færum
bara í einfalda hólmgöngu, eða
það sem væri ennþá betra að
við gerðum strandhögg á strönd
um hvors annars. Það væri
að minnsta kosti miklu skemmti
legra og miklu mannlegra. Ef
það færi nú svo, að Danirnir
gengju með sigur af hólmi, þar
sem þeir hafa ofureffi bæði að
liði og vopnum, þá gerir það
ekki svo mikið til. Það væri
hægt að leysa það á norrænan
hátt eins og íslendingasögurn-
ar lýsa því: greiða mannbætur.
Ekki í lausafé eða kúm, heldur
f handritum og mætti þá ákveða
á hlutlægan hátt, hvað greiða
skyldi mörg handrit fyrir hvern
fallinn mann.
Hvi ekki skipta-
verzlun?
Erik Iversen glersali
í Söborg skrifar:
— Afhending fslenzku hand-
ritanna er ólögleg og það er
ekki hægt með lögum að ræna
menn lögle^ri eign sem þeir
hafa eignazt með réttum hætti.
Á hinn bóginn halda Svfar
miklum verðmætum sem þeir
hafa stolið í Danmörku. Hvers
vegna þá að koma ekki á skipta
verzlun. Það yrðu norræn
skipti, þannig að við fengjum
aftur frá Svíum það sem er
réttmæt eign okkar. Og þá
gætum við alltaf komizt að
samkomulagi, sem mvndi gera
Islendinga ánægða. En að við
eigum að afhenda Islendingum
Awm ro* oin«»eös
01« IYKK(, 8
;HIO MfO Mlt 'tiitism*i«
oiv Mir, otr Htu
......i'im-i-
-
Hér birtist ein skopmyndin úr dönsku blaði: Hinn fslenzki vfkingur kemur að danska safnverðinum
og segir: Þú verður að iðrast synda þinna bróðir. Komdu með handritið mitt, Iáttu mig fá það allt
saman. (Úr Politiken).
það sem við eigum með fullum
rétti, meðan Svíarnir halda
þýfi sfnu, það er ekki hægt að
fallast á. Það er alltof norrænt
fyrir okkur.
Fyrst sjónvarpsþátt —
siðan þjóðaratkvæði
Karen Margrethe Jesper
sen, í Tomby á Vendli í
Norður Jótlandi skrifar:
— Nú þegar aftur er byrjað
að ræða um íslenzku handritin.
þá vonar maður, að danska
sjónvarp'ið fylgdi eftir útvarps-
þættinum og fái þá sem kunn-
ugir eru málinu bæði vfsinda-
menn og stjórnmálamenn til að
koma fram og skýra málið.
Þegar þær útskýringar eru
fram komnar, þá væri ekki
nema eðlilegt, að efnt væri til
þjóðaratkvæðagreiðslu um mál-
ið.
Handritin eru þjóðareign okk
ar Dana og því er ekki hægt
svona upp úr þurru að gefa
þau frá sér. Til þess hefur sú
rfkisstjórn og þing, sem situr
f augnablikinu enga heimild. Og
þetta eina orð „gjöf“ sýnir, að
Island getur engar kröfur gert.
Hvers vegna þá að vera með
þetta göfuga örlæti af danskr’i
hálfu. Mér virðist það miklu
frekar heimskulegt en göfugt,
þvf að enginn hefur rétt'til að
sóa menningarverðmætum
landsins.
Danmörk hefur getu til þess
fyrir hönd Norðurlandanna að
halda áfram hinni sagnfræði-
legu rannsókn á fullnægjandi
hátt. Það starf má ekki stöðva
Bætur fyrir hina
hræðilegu meðferð
W. Petersson, Elbagade
35, 2. hæð. til vinstri,
Kaupmannahöfn skrifar:
Hver er ástæðan fyrir þvf að
handritunum var safnað til
Kaupmannahafnar en ekki á
Islandi?
Ástæðan er sú, að neyðin á
Islandi var svo ægileg kringum
1600 og 1700 að það er varla
hægt að ímynda sér það. Eng-
inn íslendingum mátti reka
verzlun við önnur lönd Dönsku
kaupmennirnir sendu til íslands
h'inar verstu vörur, sem þeir
seldu á hæsta verði og keyptu
fslenzku framleiðsluna á lægsta
verði. Elestar vörurnar voru ó-
nýtar og rotnaðar þegar þær
komu til Islands og fólk hafði
ekki einu sinni pen'inga til að
kaupa þær, I-Ieilar sóknir kom-
ust á vergang með prestinn f
broddi fylkingar. Ég álít, að við
verðum að hugsa um allt þetta
og að við eigum að bæta fyrir
þessa hræðilegu meðferð með
þvf að senda handritin til Is-
lands.
Er það yfir höfuð
pólitiskt mál?
Eyvind Finsen, Solvæng
et 9, Köbenhavn Öst
skrifar:
I útvarpsþættinum á.sunnu-
daginn um íslenzku handritin
var það heldur leiðinlegt, að
reynt var r." gera þetta að pól’i-
tísku máli.
Fulltrúi Jafnaðarmanna f þætt
inum hóf mál sitt með því að
tala um stefnu „mfns flokks“
og sama gerðu tveir aðrir ræðu-
menn. En er þetta yfirhöfuð
pólitfskt mál?
Danska rík'ið á ýmsa menn-
ingarfjársjóði, t.d. byggingar,
listasöfn, já jafnvel náttúru-
verðmæti og það hlýtur að vera
skylda þeirrar ríkisstjórnar og
þings, sem situr hverju sinni
að verja og viðhalda þessum
verðmætum fyrir komandi kyn-
slóðir.
I þessu máli er. um " ræða
menningarverðmæti, þar sem
Danmörk á nokkuð, sem engin
önnur lönd eiga neitt þvflíkt.
Við höfum eignazt þetta á lög-
legan og heiðarlegan hátt. Við
höfum varðveitt það og unnið
vísindastörf við það, sem v'ið
höfum hlotið viðurkenningu
fyrir. 1 dag er Kaupmannahöfn
miðstöð jressara rannsókna.
Hér er um að ræða mjög
verðmæta danska eign sem á að
taka og gefa burt og samtímis
á að stöðva danskt vísindastarf,
sem hefur staðið í 200 ár og
gefið Danmörku forustuhlut-
verk.
Næst heimta Norðmenn senni
lega að fá gömlu konungasög-
urnar, sem „pólitískan vinar-
greiða“ og þar með væri kon-
unglega bókasafnið rænt nokkr-
um af verðmætustu eignum sfn-
um.
Það er fráleitt, að rfkisstjórn,
sem situr af tilviljun við völd
geti farið eins og henni sýnist
með danska þjóðareign og gefið
hana eða selt hana burt út frá
pólitfskum sjónarmiðum.
Tillaga mfn er þvf: Leggið
málið undir þjóðaratkvæða-
greiðslu. Það væri einasta eðli-
lega og réttláta lausnin.
Hér er um að ræða mjög við-
kvæmt mál, sem snertir ekkert
pólitík.
Spyrjið almúgamanninn:
1) Á danska rfkið að afsala
sér nokkrum af dýrmætustu og
sjaldgæfustu menningarverð-
mætum sem v'ið eigum.
2) Á að stöðva vísindalegt
starf, sem hefur fært Dan-
mörku heiður.
Látið fólkið svara þessum
spurningum.
Og svo er það að lokum ein
spurning frá eigin brjósti: Hvers
vegna á ísland líka að fá
„Eldri Edduna og Flateyjarbók-
ina“, báðar þessar bækur eru
fast tengdar allri sögu Norður-
landanna og hafa fyrir utan það
að þær eru skrifaðar á íslandi,
engin sérstök tengsl við Island
☆
v aam