Vísir


Vísir - 04.11.1964, Qupperneq 2

Vísir - 04.11.1964, Qupperneq 2
2 V í S I R . Miðvikudagur 4. nóvember 1964 OLYMPÍUFARARNIR KOMNIR HEIM Rætt við Inga Þorsteinsson, fararstjóra flokksins um glæsilegustu I eika sögunnar „Þetta var eitt ævin- týri frá upphafi til enda“, sagði Ingi Þor- steinsson fararstjóri ís- lenzka íþróttafólksins á Olympíuleikunum í Tok- yo, en íþróttafólkið kom hingað til Reykjavíkur á laugardagskvöldið eftir langa og stranga ferð heim frá hinni fjarlægu milljónaborg, sem er nú að komast í sitt fyrra horf eftir hina miklu Olympíuhátíð, — þá mestu sem nokkru sinni hefur farið fram. „Það er ekkert orð til yfir þessa leika nema „stórkost- Iegt“, sagði Ingi. Við hittum Inga á hinu vist- lega heimili hans að Faxaskjóli 24 og þar h'ittum við fánabera Islands á leikunum, tugþraut- armanninn Valbjörn Þorláks- son Viu sj.'wðwm Valbjörn fyrst af öllu hvað hæft hefði verið í þeim staðhæfingum sænsks blaðs, að íslendingar og Banda- rlkjamenn hafi einir þjóða ekki heilsað Hirahito, Japanskeisara, þegar flokkarnir gengu inn á leikvanginn Við opnunarathöfn- ina. „Það er tilhæfulaust með öllu. Bæði við og Bandaríkja- menn heilsuðum keisaranum. enda var búið að æfa þá athöfn að láta fánana falla fyrir framan keisarastúkuna. Við vorummjög undrandi á þessari einstæðu frétt“, sagði Valbjöm, og Ingi bætti við: „Við erum orðnir vanir ýmsu af þessu tagi frá Svlum og kippum okkur ekki upp við það“. — Og hvernig var keppnin og framkvæmd leikanna? „Þetta fór allt mjög vel fram og íþróttafólkið var margt alveg ótrúlegt í afrekum sín- um,“ segir Ingi. „Framkvæmdin var stórkostleg fyrir það, hvað mikil reglusemi og stundvísi var í öllu“. Og þegar hann seg- ir þetta sjáum við í sjónvarp- inu að fréttamynd er sýnd frá Tokyó, það sér yfir áhorfenda- skarann, og hver er þar I heið- ursstúku nema Benedikt G. Waage? Og nú er sýnt þegar úrslit fóru fram í 100 metra hlaupinu og negrarnir Hayes og Tyus renna I mark vel á und an keppinautum sínum „Já, þetta var stórkostlegt“, segja þeir Ingi og Valbjöm. — Nú, og hvernig var lífið 1 Olympíuþorpinu? „Það var fjölskrúðugt líf eins og gefur að skilja. Þetta var raunar borg með sínum borgar- stjóra og þarna I borginni bjuggu 7000 manns af eitthvað rúmlega 90 þjóðernum. Það vantaði því ekki heimsborgara- braginn á borgina okkar. Þarna var allt borgarlíf afar fullkom- ið, búðir á hverju götuhorni, matstaðir mjög fullkomnir, leik- hús og dansstaðir. Við bjuggum strákarnir og ég I tveim litlum húsum, en Hrafnhildur var I víggirtum búðum kvenfólksins. Á kvöldin var hægt að fara I alþjóðlega-klúbbinn, en þar léku oft hljómsveitir eða dans- að var eftir glymskratta, nú og svo var hægt að bregða sér I kvikmyndahús þarna í Olympíu þorpinu. Morgnarnir hjá okkur byrjuðu með morgunverði, en síðan var æft létt á eftir.“ — Þið hafið auðvitað skoðað fjölmarga merka staði í Tokyo? „Því miður gátum við lítið gert að slíku. Meðan á leikunum stóð var ekki nokkur möguleiki á að gera það, og líklega væru hugmyndir okkar um Japan lítið skýrari ef við hefðum ekki verið svo ljónheppin, að ís- lenzk fjölskylda hafði samband- við okkur I þorpinu, og hafði meira að segja mikið fyrir að ná I okkur. Það er fjölskylda Vestur-íslendingsins Frankl’ins Ásmundssonar og frú Ernu Gunnarsdóttur. Þetta ágæta fólk sýndi okkur fádæma gest- risni og það er þeim að þakka að við fengum að sjá ýmislegt sem ella hefði ekki verið mögu- leiki á, t.d. Koka-sai, frægt leikhús þar sem konur fara með öll hlutverkin, fræg matsölu- hús, þar sem japanskar erfða- venjur eru enn við Iýði. Við heimsóttum þau hjónin og böm þeirra og höfðum mikið sam- band við þau og Hrafnhildur varð eftir hjá þeim og verður þar I hálfan mánuð. Franklin vinnur sem ráðgjafi við jap- anska flotann, en hann er for- ingi í bandaríska flotanum og hafa þau hjón búið I 2 ár rúm I Tokyo.“ — Þannig að þið hafið ekki þurft að kvarta yfir lélegum móttökum? „Nei, þvert á móti. Það var leikið við okkur hvar sem við fórum. Okasaki, konsúll Islands I Japan tók á móti okkur á flugvellinum og hafði þá beðið lengi eftir okkur, því flugvél- inni seinkaði mikið. Hann var okkur einnig mjög hjálplegur I hvívetna meðan við vorum I Tokyo og heimsóttum við hann einu sinni. Nú og Japanir sjálf- ir eru mjög skemmtilega kurt- eisir og gestrisnir eins og kunn ugt er og maður gat ekki annað en hrifizt af þeim. Við fengum fjölmörg bréf frá japönskum börnum og ungmennum, og fengum þau jafnóðum þýdd af hinum ágæta túlki okkar, sem jafnan var til reiðu. Bréfin voru öll á þá leið að við skyldum herða okkur, og gera okkar bezta, að kennararnir hefðu sagt þe’im frá íslandi og þau væru mjög forvitin að fá að vita meira um þetta fjarlæga land. Einn bekkur I unglinga- skóla sendi okkur heilan stranga af málverkum að gjöf, mörg bráðfalleg." — Og hvernig var verzlunar- lífið I þessari miklu borg? „Það var fjörugt og marg- breytilegt. Við skoðuðum það með þeim Franklin og frú Ernu og keyptum okkur ýmisjegt smá vegis, margt á ótrúlega lágu verði miðað við verðlag hér. Mjög vinsælt var að kaupa klæðnað japanskra kvenna, svokallaðan Kimono, og nú sækir Ingi konu sína og hún sýnir okkur einn slíkan sem Ingi keypti í Tokyo, mjög skrautlegur búningur. „Ég var að máta hann áðan,“ segir frú- Framhald á bls. 7. íslenzki flokkurinn gengur inn á Olympiuleikvanginn við opnun ieikanna SPANVHUAR LCIKA HCR TV0IANDSICIKI Island leikur tvo landslelki við Spán eftir 3 vikur á Kefla- víkurflugvelli. Þetta fékkst á hreint með sí:nsl:eyti, sem stjórn Handknattleikssambands- ins fékk i gærdag. „Ég ræddi vlð fulltrúa Spán- verja á aiþjóðaþinginu í Búda- pest, sem fram f^r 19. og 20. september í haust“, sagði Ás- bjtírn Sigurjónsson i viðtali i gær, „og þar voru drög gerð að landsieikjum landanna hér en nú má segja ð fuilvíst sé að leikimir fari fram. Ásbjörn kvað Spánverjana koma hingað frá Oslo, en þar leika þeir iandsiei.. við Norð- menn áður en hingað verður haldið. Hingað koma hinir suð- rænu gestir 23. nóv. en leik- irnir fara f ram laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. nóvember, báðir, því miður á Kefiavíkurflugvelli, því enn er ekkert hús til hér þar sem lands leikur getur farið fram í þess- ari einu íþróttagrein, sem við erum einhvers megnugir. ísland lék landslelk við Spán í Barcelona í fyrra eins og kunnugt er, — en Spánn vann þann ieik með nokkrum mun, en aðstæðurnar til að leika voru heldur slæmar fyrir okkar menn og má búast við að hér verði jafnari leikur, en bæði liðin ættu að geta sýnt góðan handknattleik. WWKiiRDBa E3

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.