Vísir - 04.11.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 04.11.1964, Blaðsíða 6
6 V I S I R . Miðvikudagur 4. nóvember 1964 Stjórn Sparisjóðs Akraness á fundi með bankastjórum Landsbankans. Talið frá vinstri: Haraldur Jónsson úr stjórn Sparisjóðsins, Jón Axel Pétursson bankastjóri, Svanbjörn Frfmannsson bankastjóri, Pétur Benedikts- son bankastjóri, Ámi Böðvarsson sparisjóðsstjóri, Guðmundur Björnsson úr stjórn sparisjóðsins, Guðmund- ur Sveinbjörnsson úr stjórn sparisjóðsins og Sigurður G. Sigurðsson úr stjórn sparisjóðsins. Forsætisráðherra íslands á biblíuslóðum í dag Forsætisráðherra, dr. Bjarai Benediktsson, er nú staddur i op- inberri heimsókn ásamt konu sinni suður í ísrael. í gær gekk hann á fund forseta fsraels Zal- man Shazars f forsetahöllinni ! Jerúsalem og var forsœtisráðherra ísraels Leví Eshkol viðstaddur fundinn. Hann lagði af stað í ferðina s.l. föstudag og var komið til fsrael að kvöldi sunnudagsins 1. nóv. Hin opinbera heimsókn á að standa í átta daga. Þessa daga, sem forsætisráð- herrahjónin hafa nú dvalizt f ísrael hafa þau viða farið. Þau komu fyrst til Tel Aviv, þar sem forsætisráðherra ísraels bauð þau velkomin. Á mánudaginn voru þau gestir borgarstjórnar Tel Aviv og heimsóttu þá samyrkjubú og borg sem hefur risið upp á áður 6- byggðu svæði á fáum árum. Þá um kvöldið var forsætisráðherra viðstaddur opnun Olympíuskák- mótsins í Tel Aviv. I gær var svo haldið til Jerúsal- em og hefur Vísir þær fregnir eftir fréttaritara rikisútvarpsins sem er með í förinni, að þá hafi Bjarni gengið á fund forseta ísraels, heim sótt Háskóla Gyðinga og lagt blóm sveig að grafhýsj Theodors Herzl, stofnanda Zionistasambandsins. Þar tendraði hann og ljós í minn- ingarsalnum Yad Vashem. sem er minnismerki um Gyðinga, sem létu lífið í síðustu heimsstyrjöld. Þar fluttj fslenzkur stúdent bæn á ís- lenzku. Koitimn frnm Lýst hefur verið eftir manni úr Ytri-Njarðvíkum, Sigmundi Baid- vinssyni frá Höskuldarkoti, en hann er kominn fram heill á húfi. Sigmundur hafði farið heimanað frá sér s.l. laugardag, og þegar ekkert hafði til hans spurzt í gær- dag, þótti hvarf hans dularfult og var Hafnarfjarðarlögreglunni þá tilkynnt um það og hún beðin að iýsa eftir manninum. í morgun tjáði lögreglan Vísi að maðurinn væri fundinn. í gærkvöldi sátu forsætisráð- ungs. Og í dag var fyrirhugað að Landsbanki Islands hefir opnað útibú á Akranesi og yfirtekið starf semi Sparisjóðs Akraness. Mun það fyrst um sinn verða rekið f sömu húsakynnum Og Sparisjóður inn og verða opið til afgreiðslu alla virka daga kl. 10-15, nema laugardaga kl. 10-12. Það mun starfa á svipuðum grundvelli og hin stærri útibú bankans utan Reykjavíkur og annast öll banka- viðskipti innan lands og utan. Sparisjóður Akraness var einn af elztu og stærstu sparisjóðum Iandsins. Hann tók til starfa 8. júní 1918 og hét þá Sparisjóður Borgarfjarðarsýslu. Þegar Akranes fékk kaupstaðarréttindi árið 1942 var nafni hans breytt í Sparisjóð Akraness. I fyrstu stjórn sparisjóðsins voru Pétur Ottesen form., Ólafur B. Björnsson, gjaldkeri og Árni Böðvarsson, bókari. Árnj Böðvarsson hefir starfað við sjóðinn frá byrjun, verið í stjórn hans flest árin og nú um langt skeið sparisjóðsstjóri. Hinu nýja bankaútibúi er ætl- að að veita héraðsbúum sem fyllsta fyrirgreiðslu í öllum við- skiptum banka. Útibússtjóri verð- ur Sveinn Elíasson en aðrir starfr menn flestir hinir sömu er starfað hafa við sparisjóðinn að undan- förnu. Meðfylgjandj mynd, er tekin herrahjónin veizlu Eshkols forsæt- I fara f ferðalag á Biblfuslóðir, til þegar stjórn Sparisjóðs Akreness, isráðherra í Hóteli Davíðs kon- Beersheba og Dauðahafsins. og bankastjórar Landsbankans, „Þorbjörn" hætt kominn — sökk við bryggju í Grindavík Mikill lekj kom i gperkvöldi að bátnum Þorbirni GK 540, þar sem hann var á heimleið af línuveið- um við Hópsnesið. Var báturinn FÉLAGSLÍF Knattspyrnufélagið Þróttur Verarstarf. Æfingar í öllum flokkum f knatt spyrnu verða sem hér segir. Hálogaland: Meistara- og 1. flokk- ur, miðvikudaga kl. 18,50. Laugaraesskóli: Þriðjudaga kl. 22,00, III. flokkur. Miðvikudaga kl. 22,00, II. flokkur. Föstudaga kl. 19,30, 5. flokkur. Föstudaga kl. 20,20. 4. flokkur, Þar sem ákveðið hefur verið að félagið flytji starfsemi sfna á hið nýskipulagða íþróttasvæði við Njörvasund, hefur verið ákveðið að hefja námskeið fyrir byrjendur í 4. og 5. flokki, á eftirtöldum stöðum. Laugarnesskóli: Fimmtudaga kl. 19,30, 4. flokkur. Laugardalur: Föstudagur kl. 18,00, 5. flokkur. Mætið vel og stundvíslega og verið með frá byrjun. Stjórnin. ÍWrstun ? prentsmföja t, gúmmfstimplagerA Efnholti 2 - Sfmf 20960 hætt kominn og réðu skipverjar ekki við lekann og í sömu svifum skall á svört þoka. Ákvað skip- stjórinn, Dagbjartur Einarsson, því að biðja skip um aðstoð. Það var Höfrungur frá Akra- nesi sem var næstur og fór hann þegar til hjálpar. Gekk ferðin vel til Grindavikur, en þegar þokunni létti ákváðu skipverjar á Þorbirni að taka land á eigin spýtur, en þegar að bryggjunni kom var bát- urinn orðinn fullur af sjó og sökk við bryggjuna, eftir að vélin hætti að vinna. í morgun var unnið við að þétta bátinn á fjöru og átti að reyna að dæla úr honum sjó og ná honum | upp. Ekki er talið að báturinn sé I mikið skemmdur. I Þorbjörn er 74 lestir að stærð, | mikill happabátur og oft meðal i hæstu síldarbátanna á vertíðum. Ódýr fargjöld Flugfélags Islands undirrituðu samning um yfirtöku Landsbanka íslands á sparisjóðn- Flugfélag íslands hefir ákveðið að taka upp sérstök fjölskyldufar- gjöld á flugleiðum félagsins innan- lands, er gildi frá og með 1. nóv. Fjölskyldufargjöldin, eru þannig, að forsvarsmaður fjölskyldu í ferð inni (eiginmaður eða eiginkona) greiðir fullt gjald, en aðrir fjöl- skyldumeðlimir aðeins hálft gjald. Fjölskylda telst í þessu tilfelli foreldrar með börn sín að 21 árs aldri. Skilyrði fyrir fjölskyldufargjaldi er, að keyptir séu tvímiðar og nótaðir báðar leiðir og að fjöl- skyldan hefji ferðina saman Mið arnir gilda í 14 daga frá þvi ferð- in er hafin, en hamli veikindi ferð til baka, framlengist gildistíminn. Einnig er ferð er viðkomandi hef-ir in aðeins kr. 3.395. — í stað kr. þá framlengist gildistími farmið- anna til næstu áætlunarferðar. Fjölskyldufargjöldin gilda á öll- um flugleiðum Flugfélags íslands innanlands. Sem dæmi um hve miklu afslátt- urinn nemur, má taka fjögurra manna fjölskyldu sem ferðast frá Akureyri til Reykjavíkur og aftur til baka. Samkvæmt hinum nýju fjölskyldufargjöldum kostar ferð- in aðeins kr. 3.95,— í stað kr. 5.432,— áður. Þegar slökkviliðið kom í staðinn skömmu fyrir sex í morgun, var byrjað á því að brjóta rúðu i framdyrunum. EEdsvoði — Framh. at 1. síðu: vefnaðarvöru geymt. Á fjórðu hæð, eru einkum byggingavörur og hreinlætistæki. „Síló“, sem notað er til kornblöndunar, nær frá neðstu hæð og upp á þá efstu, brann í sundur, en á neðstu hæð húsins er allmiklar kornbirgðir. „Það er ekki hægt að segja ákveðið um hve skemmdirnar eru miklar, en húsið er allt fullt af vörum og segja má að vatn hafi komizt um nær allt húsið, sagði einn af aðalverkstjórum Sambandsins við fréttamann Vísis i morgun. Nær allt slökkvilið borgarinn ar var kallað út, og voru margir slökkviliðsmenn ennþá að störf- um, þegar Visir fór í prentun skömmu fyrir hádegi í dag. Slökkviliðið flutti m. a. þrjár vatnsdælur á staðinn og dældi með þeim vatni úr höfninni, auk þess sem slökkviliðið notaði flesta sína bíla. Um kl. 8,30 í morgun vildi það óhapp til að Esja, sem ætlaði að leggjast að hafnarbakkanum, fyrir framan vöruskemmuna, þar sem slökkvi liðið tók vatnið, rakst á eina slönguna og skemmdi barka í dælunni, þannig að dælan var óvirk um stundarsakir. Slökkvistarfið var nokkuð erfitt, þæði vegna þess að eldur- inn var einkum á fimmtu hæð hússins og svo vegna þess hve mikill reykurinn var. Gekk þvi erfiðlegá að komast að eldinum, en búið var að slökkva hann um tíu leitið í morgun, að mestu. Þá var mikið verk eftir m. a. að ganga frá slöngum og tækjum. Allur varningur er fluttur upp á hæðirnar með rafmagnslyftu og er erfitt að bjarga nokkru fljótlega úr húsinu. — Benda all ar líkur til þess að hér hafi verið um milljóna tjón að ræða. LANDSBANKAÚTI BÚ Á AKRANESI k.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.