Vísir - 04.11.1964, Side 15
V í S I R . MiSvikudagur 4. nóvember 1964
NICHOLAS MONSARRATl-----
Brúðkaupsferðin
_________________SAKAMÁLASAGA
Helena var farin upp á undan
mér til herbergis okkar þegar
tengdapabbi tók til máls og sagði
það, sem breytti öllu, spillti öllu —
eða kannski leysti allt, en við höfð
um verið að tala um stórhákarlinn
öskubusku.
— Mér þykir vænt um, að þú hef
ir séð hana, sagði hann. Ég hefi
aldrei séð hana úti í sjónum, en
einu sinni sá ég eina, sem þeir
höfðu veitt í Durban. Það eru nokk
ur ár slðan. Hún vóg yfir 2000
pund. Nú, ekkert hægt að gera ef
maður dytti fyrir björg á röngu
augnabliki — nema maður hefði
þetta efnaduft við hendina.
Efnaduft — til þess að fæla frá
hákarlinn. Nú sá ég allt I skýru
ljósi — sá hvernig Martin ætlaði að
forða sér.
Ég hafði minnzt þess, að Martin
hafði borið á sér smábréf með efna
dufti í, sem ætlað var til að fæla
burt hákarla og hann hafði borið
þetta á sér þegar við fórum yfir
Rín 1944.
Martin hafði fengið duftið frá
bandarískum flugmanni, sem hafði
eins mikinn áhuga á oddmjóum
broddi (tiletto), sem nota mátti til
íshöggs eins og Martin fyrir duft-
inu.
Menn geyma hina furðulegustu
hluti frá styrjaldartímanum. Ég
þekki mann, sem geymir kveikju-
útbúnað úr jarðsprengju, og ég á
þýzkan járnkross af þriðju gráðu,
sem ég komst yfir í orrustunni um
Tobruk. Og ég vissi hvaða „minja-
gripi“ Martin geymdi. Og þegar
hann skipti forðum daga og fékk
efna-duftið, fékk hann vafalaust
líka leiðbeiningar um hvernig ætti
að nota það, til varnar gegn há-
karlaárás.
Ég sagði Helenu frá þessu,
— Elskan min, þú leggur kann-
ske ekki meir en svo trúnað á
þetta, en ég bara veit þetta, finn
á mér, að svona er það. Hann
getur synt til lands, þegar varð-
mennirnir eru á burt, — komið upp
I fjörunni, þar sem ekki er sál til
varnar.
— En þeir eru enn á verði. Van
Willigan virðist hafa nóg lið nú.
Er nokkur þörf að þú farir?
— Ég verð að fara
— Af hverju læturðu ekki lög-
regluna eina um þetta?
— Ég verð að gera þetta sjálf-
ur.
— Þegar við trúlofuðumst, sagð-
irðu mér, að þú værir kaupsýslu-
maður.
— Ég var það — og verð það
aftur á morgun.
Aftur var ég í því hugarástandi,
að mér fannst, að ég gæti ekki
hvikað — og eins og áður gat ég
ekki komið með skýringu á þessu,
að minnsta kosti ekki skýringu, sem
aðrir tóku gilda. Aðeins eitt gat
ég sagt. Ég verð að ljúka þvi, sem
ég hafði byrjað á.
— Taktú stóra bílinn, sagði hún
allt I einu, eins og hún hefði tekið
skyndilega ákvörðun. Og — farðu
varlega.
— Ég lofa þér því.
— Pabbi á skammbyssu. Viltu fá
hana?
— Já, ég held það.
Og fimm mínútum síðar var ég
kominn af stað með gömlu Luger-
skammbyssuna hans James For-
syths I vasanum og með anganina
af ilmvatni konu minnar I vitum
mér.
Ég ók austur með ströndinni I
áttina til Robberg til móts mins
við Martin morðingja.
★
Ég slökkti á bílljósunum þegar
ég átti eftir um einn og hálfan
kílómetra til Robberg og I skjóli
sandhólanna þarna lagði ég leið
mlna eftir götuslóða niður í fjör-
urnar. Ég kaus að fara að aust-
anverðu, því að aðeins þeim megin
gat Martin gert sér vonir um að
komast undan. Hinum megin — á
ströndinni gegnt höfðanum — voru
snarbrattir klettar, engin fjara. Eng
inn sundmaður hefði komizt þar
lifandi á land.
Ég var ekki lengi að ganga þenn
an vegarspotta. Á vinstri hönd mér
voru ljósin I Plettenberg-víkinni.
Beint fram undan var þungbúinn
sjór, þar til tunglið kæmi I ljóS' á
himninum. Hver aldan kom á eftir
annarri upp sandinn og lengra upp
I fjöruna en ég stóð, því að aðfall
var Á hægri hönd mér gnæfði
Robberg-höfði eins og skuggalegt
fjall I kvölddimmunni.
Þar uppi var mikið um að vera.
Þar sáust leitarljós á iði, borin af
mönnum, sem undir stjórn Van Will
igens leituðu Martins morðingja.
Sums staðar brunnu varðeldar.
Þarna hafði varðlið hans tekið sér
næturvarðstöðu.
Ég settist I skjóli kletts, nokkru
ofar þangs og rekaviðs, sem sjór-
inn hafði skolað á land. Við og við
horfði ég I áttina til höfðans og út
á sjóinn með sjónauka mínum.
Þetta var köld bið, en ég mundi
hafa skolfið af taugaæsingu, þótt
mér væri ekki kalt.
Og allt I einu heyrði ég rödd
Helenar utan úr dimmunni:
— Ég elska þig.
Ég hugsaði eftir á, að ekki væri
unnt að gera mann dauðskelkaðan
á elskulegri hátt en þennan. Og
þó skammaði ég hana fyrir að hafa
farið að heiman I óleyfi mínu. Hún
hafði lofað mér hátíðlega að fara
ekki út. Svo kyssti ég hana og
þakkaði henni fyrir að koma. Eig-
inmenn verða að gæta þess, að
ekki hallist á hjá þeim.
— En hvernig gaztu fundið mig?
spurði ég.
— Ég tók stefnu frá bílnum, þar
sem þú skildir við hann, svo sá
ég til þín þar sem þú stóðst I fjör-
unni, þegar ég var á leiðinni. Það
er lfka að byrja að koma birta af
tunglinu.
Það var líka eins og hún sagði.
Og brátt mundi verða bjart af
tunglinu.
— Þú skelfur, sagði Helena,
— Það er dálítið kalt hérna við
sjóinn að næturlagi.
— Ég er með kaffi í brúsa.
Og kaffið yljaði og hressti. Og
góð tilbreyting að fá það á varð-
nóttu, þegar þögnin er manni til
byrði og leyndar hættur kannske
nærri. Við töluðum saman I hvísl-
ingum, en það róaði ekki æstar
taugarnar. Og eftir þvl sem birti
meira af tunglinu, því lengra sást
niður eftir höfðanum. Ég lyfti sjón-
aukanum og ég gat séð staðina,
þar sem Martin gæti reynt að kasta
sér til sunds, eða staðina þar sem
stallar voru.
Ég fór að hugsa um hvíllkar járn-
taugar sá hlyti að hafa I líkama
slnum, sem freistaði að stökkva
þarna fram af, og niður I hið dökka
djúp, þar sem svartir hákarlar voru
sí og æ á sveimi fram og aftur.
Og sá er það gerði gat aðeins treyst
á nokkur bréf með efnadufti, sem
gat verið farið að dofna, reynt að
synda og synda, kannske með há-
karla allt I kringum sig. Hann yrði
að kasta duftinu fram fyrir sig
smátt og smátt ... Ég var aftur
farinn að skjálfa, og Helena, sem
hafði hallað sér að öxl minni, leit
upp.
- Kalt?
— Nei, ég var bara að hugsa.
Mér fannst að ég gæti ekki út-
skýrt neitt.
— Þegar hann gengur á land,
sagði hún, verðurðu að fara ákaf-
lega varlega. Hann mun ekki svlfast
neins.
— Ég verð að vera I hæfilegri
fjarlægð — og þú l(ka. Hann getur
ekki verið með þurra skammbyssu,
nema hann hafi vafið hana I eitt-
hvert vatnshelt efni, og hann get-
ur ekki náð henni úr slíkum um-
búðum I einni svipan.
— Farðu samt sem allra varleg-
ast.
Það var komið fram yfir mið-
nætti. Klukkan varð eitt. Á Rob-
bergs-höfða voru varðeldarnir
slokknaðir, en þeir voru líka með
flóðljós, sem enn loguðu glatt og
klufu myrkraveggina, og við sáum
enn menn á verði.
★
Ég var nú með sjónaukann I
stöðugri notkun, og athugaði klett-
ana, sem gljáði á I tunglskininu, at-
hugaði hvern bjartan blett, og
hvern skugga milli þeirra. Um það
bil mílu neðar virtist skuggi hreyf-
ast og eins og renna inn I annan
stærri. Ég horfði I áttina þangað,
þar til mig verkjaði I augun. En
svo voru skuggarnir aftur tveir og
annar, sá stærri, hreyfðist, fram á
bjargbrún. Ég sá mann, hann var
eins og dvergur að sjá úr fjar-
lægðinni, innan um þessa háu
kletta. Hann stóð þarna frammi
á klettastallinum og teygði úr sér.
Og svo hvarf hann niður og var
horfinn á augabragði.
Mér rann eins og kalt vatn milli
skinns og hörunds.
— Þetta var Martin, sagði ég.
Hann var lagður af stað.
Ég horfði I sjónaukanum á sjó-
inn, ekki þar sem birtu bar á
nærri höfðanum, heldur lengra út,
þar sem sjórinn minnti á dökkan
hyl Þangað mundi Martin reyna
að komast, ef til vill I kafi, til þess
að varðmennirnir á höfðanum sæju
ekki til hans.
Og svo sá ég hann, sá á höfuð
hans á bylgjutoppi. Það minnti á
selshaus. Svo hvarf hann aftur, en
enn skaut honum upp. Og hann
synti i áttina til okkar, og stund-
um virtist honum ekkert miða.
Kannske tróð hann marvaða á sund
inu, kannske var hann að strá
duftinu. Ég hugsaði um hvort há-
karlarnir væru I raun og veru ná-
lægt honum, og ef svo væri, hvort
þeir væru búnir að „þefa“ af hon-
um.
Brátt gátum við bæði séð til
hans, hvernig hann blés frá sér á
sundinu. Ef hann héldi stefnunni,
mundi hann ganga á land nærri
beint fyrir framan okkur.
— Vertu fyrir aftan mig, hvlsl-
aði ég til konu minnar, hvað sem
gerist verðurðu að gæta þess, að
verða ekki á milli mln og hans.
Martin hafði nú stigið fótum á
sjávarbotninn. Sjórinn náði honum
enn I geirvörtur. Hann streittist við
að komast á þurrt land. Og þótt
furðulegt væri, létti mér, að hann
var kominn þangað, sem svo grunnt
var, að sjórinn náði honum aðeins
I miðja kálfa. Hann þurfti nú eng-
ann fjandmann að óttast, nema
mig. Við gátum heyrt hve móður
hann var. Hann hlaut að vera næst
um örmagna. Hann stritaði við að
komast seinustu skrefin og á þurrt
og er hann var þangað kominn,
stóð hann þar, gegnblautur, með
æði I augum. Og hann starði I
kringum sig eins og hann byggist
við árásum úr öllum áttum.
Ég steig fram með skammbyss-
una I hendi og sagði eins og þegar
ég heilsaði honum fyrst:
— Halló, „morðingi".
Ofan á þá þrekraun, sem Martin
hafði innt af hendi og var dasaður
eftir, hlýtur það að hafa verið ægi-
legt áfall fyrir hann að komið var
að honum þannig, er hann taldi sig
hafa gabbað leitarmenn og geta
komizt undan.
Tarzan reynir að vekja Tshuju,
vaknaðu, þú þarft að hjálpa mér,
segir hann. Tarza, stamar Tshulu,
hvað kom fyrir? Við gátum naum
lega komizt hjá því að vera grafn
ir f skóginum, segir Tarzan. Villi-
geltir flæmdu glæpalýðinn frá gröf
inn sem þeir voru að grafa fyrir
okkur. En Tarzan, hvers vegna ætl
uðu þeir að drepa okkur og g rafa?
Þeir geta alls ekki vitað hverjir
við erum. Við höfum ekki komizt
að líkt því ölju, sem er á seyði
hér. Við verðum að vera I felum
þar til Mombuzzi sendir okkur |
hjálp.
15
,v.v.v.v.v.v.v.,.v.,.v.,.v.
SÆNGUR
!■ REST-BEZT-koddar
Endurnýjum gömlu
sængurnar, eigum
dún- og fiðurheld ver,
Seljum æðardúns- og
gæsadúnssængur —
og kodda af ýmsum
stærðum.
DÚN- OG
FIÐURHREINSUN
Vatnsstíg 3. Sími 18740.
.V.V.V.WV.’.WAWW
Bílasala
Matthíasar
Simar 24540 - 24541
Mercedes Benz 180 190 og 220
1955-’64.
Chevrolet Chewelle ’64 lítið eklnn.
Ford Comet '62, '63 og ’64 góðir
bílar.
Consul Cortina ’62 og ’64, lftið
keyrðir.
Opel Rekord ’58—’64.
Opej Caravan ’55—’64.
Volvo station ’55 ’59 '62
Volvo Amason '58 ’61 ’64
Saab '62 '63 ’64
Moskowitch '57—''64
Volkswagen '56—’64
Austin Gipsy ’62 ’63 benzín og
diesel bílar
Land Rover ’61 ’62 ’63.
Volkswagen 1500 ’62 ’63 fólksbif-
reiðir og station.
Hillman Imp '64, ókeyrður
Taunus 17 M ’62 '63 ’64
Skoda Octavia ’59 ’60 ’61 '62
Skoda 1202 station ’62
WiIIýs jeppar i miklu úrvali
Rambler Classic ’62 ’63
Ford fairline 500 '60 '64
Chevrolet ’58 I 1. fl. standL
Höfum einnig mikið úrval af vöru-
bifreiðum. sendiferðabifreiðum
langferðabifreiðum og Dodge
Weaponum, allir árgangar.
Bílasala
Matthíasar
_ icacit
Qdhner
verkslæðið
jBé^f/sfnónsíVíCli J - fíimi IQÖjI
B