Vísir - 07.11.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 07.11.1964, Blaðsíða 6
V í S I R . Laugardagur 7. nóvember 1964. Unnið að æfingum á parodiu Ragnars Jóhannessonar. Talið frá vinstri: Rúrik Ilaraidsson, Ragnar Jóhannesson og Róbert Arnfinnsson. Pressuballið verður á laugardaginn kemur Pressuballið verður á Hótel Borg laugardaginn 14. nóv. Þar verður borðhald, fjórréttaður mat- ur, sem sérstaklega verður til vandað og skemmtiatriði. Veizlu- stjóri verður Vilhjálmur Þ. Gísla- son, sem stjórnaði síðasta Pressu- baiii og þótti vel takast. Gestir Pressuballsins verða forsætisráð- herra og frú hans. Færeyski rithöfundurinn William Heinesen hafði ætlað að vera á ballinu og segja nokkur orð, en vegna erfiðra samgangna við r?æreyjar gat það ekki orðið. Aftur á móti sendi hann blaðamönnum Minningarljóð um Einar Benedikts on, skáld, sem hann orti á fær- ■ysku, en Heinesen er mikill að láandi Einars og hefur verið síðan hann kynntist honum á yngri ár- um. Er mjög gaman að fá þetta ióð frá hinu kunna skáldi, sem mjög var nefndur sem hugsanlegur Hobelsverðlaunahafi í ár og sem talinn er vi^s með að fá Norður- landaverðlaunin næst, Helga Val- 'Vsdóttir, leikkona, mun lesa ljóð Heinesens. Þá mun frú Aðalheiður Guð- mundsdóttir syngja einsöng. Aðal- heiður hefur ekki sungið einsöng í Reykjavík fyrr, en á síðustu ár- um hefur hún verið við nám er- lendis, fyrst á tveimur sumar- námskeiðum á Mozarteum í Salz- burg og síðustu tvö árin meira og minna hjá frú Lingerman í Mtin- cheii. Þaðan kemur hún um helg- ina og verður gaman að heyra til hennar á Pressuballinu. Þá hefur Ragnar Jóhannesson samið fyrir Pressuballið parodíu. Ramminn er Pétur Gautur, en efn- ið er úr nútímanum. Þeir Pétur Gautur og Hnappasmiðurinn ræða málin, og þeir eru leikararnir Rúrik Haraldsson og Róbert Arn- finnsson. Mikið af aðgöngumiðum hefur verið frátekið og eru þeir sem eiga pantanir beðnir um að sækja miðana á Hótel Borg kl. 4—5.30 á þriðjudag, en verði einhverjir miðar eftir verða þeir seldir eftir kl. 5.30. Páll Líndal skipað- ur borgarlögmaður Mörkuð starfssvið borgarituru, borg- arlögmanns og borgarverkfræðings Páll Lindal hrl., sem verið hefir varaborgarritari og skrifstofustjóri borgarstjórans í Reykjavík allmörg undanfarin ár, hefir nú verið skip- aður borgarlögmaður í stað Tóm- asar Jónssonar, sem nýlega er lát- inn eins og kunnugt er. Jafnframt hafa verið settar nýjar yfirlitsregl- ur um verksvið þriggja embættis- j manna borgarinnar, sem ganga næst borgarstjóra, það er borgar- í ritara, borgarlögmanns og borgar- irimti ms 16 verkfræðings. í nýju fríhöfn'inni er ætlunin Samkvæmt þessum nýju reglum að setja upp myndarlegan bar er borgarritari staðgengill borgar- fyrir fluggesti. Hann er ekki i stjóra í fjarveru hans og öðrum Fríhöfn — kominn upp enn, en Þórarinn Ólafsson vinnur að því að smíða hann. Gólf öll eru klæ'dd tepp- um Teiknistofa Gfsla Halldórs- sonar hefur teiknað innréttingar og einkum unnið við það Ólaf- ur Júlíusson, en Aðalverktakar bafa séð um verkið. Meiri umferð — Framh. af bls. 16 fiörðum er milli Egilsstaða og flug vallarins um hann fóru daglega 630 bifreiðir. Sunnan Búðareyrar f Reyðarfirði fóru 300, milli Búðar- eyrar og Eskifjarðar 250, um Odds skarð 140 og veginn sunnan Nes- kaupstaðar fóru um 300 bifreiðir. Suður undir Höfn í Hornafirði er umferðin á Suðurlandsvegj um 1R0 bifreiðir á dag. forföllum og gegnir einnig störfum borgarlögmanns í fjarveru hans. Borgarritari hefir með höndum eða fer í umboði borgarstjóra með 13 tiltekin málefni, meðal þeirra fjár- mál borgarinnar, fjármál borgar- stofnana, fasteignamál, félags- og framfærslumál, innkaupastofnun borgarinnar, Strætisvagnana og j Bæjarútgerðina. Borgarlögmaður er ráðunautur borgarinnar um lögfræðileg málefni og gegnir störfum borgarritara í for föllum hans. Borgarlögmaður hefir með höndum eða fer í umboði borg- arstjóra með 15 tiltekin málefni, þeirra meðal lögfræðileg málefni borgarinnar og málflutning, skrif- stofu borgarstjóra, ritarastörf á fundum borgarstjórnar og borgar- ráðs, málefni húsatrygginga, skipu- lagsnefndar og byggingarnefndar, hagfræðideild, fræðslumál, slökkvilið og brunavarnir, barna- verndarmál, íþrótta- og æskulýðs- mál og söfn og listir. Borgarverkfræðingur er ráðunaut um borgarinnar um öll tæknileg málefni og fer með yfirstjórn allra tæknideilda hennar og allra verk- legra framkvæmda. Undir hann heyra t. d. vélamiðstöð borgarinn- ar, Hitaveitan, Vatnsveitan, Raf- magnsveitan, skrifstofa bygginga fulltrúa og Reykjavíkurhöfn. Allir gegna þessir embættismenn borg- arinnar formennsku í ýmsum opin- berum nefndum á vegum borgar- innar. Laxveiðilög —■ Framh at ols I lútandi, hið fyrsta til Landbúnað- arráðherra. Leggur aðalfundur L. 1. S. jafnframt áherzlu á, að til- lögur til laga um nauðsynlegar breytingar á lax- og silungsveiði- löggjöfinni verði lagðar fram á alþingi þvi, er nú situr". „Aðalfundur Landssamb. fsl. stangveiðimanna 1964, vill beina þeim tilmælum til forráðamanna klak- og eldisstöðva. í landinu, að á meðan ekki er hægt að fullnægja eftirspurn um vatnafiskaseiði, að þeir láti þau aðeins af hendi til þeirra, sem hafa umráð yfir vatna svæði, sem að dómi Veiðimála- stjóra, hafa viðhlítandi skilyrði til fiskræktar með sæmilegum ár- angri“ „Aðalfundur L.Í.S. 1964, felur stjórninni að vinna að því, að nefndarmönnum Veiðimálanefndar verði fjölgað úr 3 í 5 og að Lands samband -isl. stangveiðimanna fái rétt til að tilnefna einn mann í nefndina“. Stjórn L.Í.S. skipa: Guðmundur J. Kristjánsson, Rvík formaður, Alexander Guðjónsson, Hafnarf., Guðni Þ. Guðmundsson, Rvík., Friðrik Þórðarson, Borgarnesi, Há- kon Jóhannsson, Rvlk. Varastjórn: Bragi Eiríksson, R- vik, Helgi Júliusson, Akranesi, Hjalti Gunnlaugsson, Rvík. Hramh at bls I Á Hellissandi er nokkur að- staða til vinnslu fiskafurða, en sú aðstaða er þó engan veginn nógu góð, til þess að geta tek- ið við þessum bátafjölda, hvað þá þegar höfnin hefur verið stækkuð ennþá meira, en það er tiltölulega auðvelt verk. Þá hefur verið gerð skissa að skipulagsuppdrætti fyrir 5 þús. manna bæ á Rifi. Nú eru . á staðnum nokkur hús, flest öll nýbyggð og nokkur hús eru í byggingu. Leggja verður á- herzlu á, að fá vinnutæki til staðarins, bæði báta og stöðv- ar í iandi. Þegar hefur ein ver- búð verið byggð og er nú hús fyrir saltfiskverkun í byggingu. Svæði hafnarinnar er mjög stórt og gott, og sem dæmi má nefna að gert er ráð fyrir, að fiskvinnslustöðvarnar séu byggðar frammi á sjálfri hafn- arbryggjunni. Óvíða er þvf betri aðstaða, þar sem hægt væri að taka fiskinn beint inn í fiskvinnslustöðina öðru meg- in, en afskipun færi fram hin- um megin. Stjóm hafnarinnar óskar því eftir, að athafna- menn á sviði fiskiðnaðar kynni sér aðstöðuna á Rifí og mun stjórnin fúslega veita alla þá aðstoð, sem í hennar valdi stendur, þeim sem vildu byggja fiskiðjuver þar. M.á. er á staðn um hús, sem til greina kemur að lána einhvérn hluta af. — Gert er ráð fyrir að frágangi hafnarinnar verði lokið á næsta ári, svo sem að ganga frá end- um beggja hafnargarðanna, en síðan er dýpkun hafnarinnar og bygging bátakvía framtfðar- verkefni, eftir því sem á þarf að halda og fjárhagur leyfir. Neyðarsendir -■ Hramn -fi uib skáta og fleiri aðila. „Annars eru sendarnir hentugastir í trillubáta og opna báta, enda smíðaðir aðallega með það fyr- ir augum að notast í þeim og mjög handhægt að taka 1- með í land eftir róður. Enn sem komið er hefur ekki mikið verið pantað af sendunum í trillu báta, en í nokkrum eru þeir þó“. Kall bátverja á gúmbjörgunar- bát SVFÍ-manna á innanverðum Faxaflóa á þessum sendí heyrð- ist víða. Séra Stefán Eggerts- son, sem er formaður björgunar- sveitarinnar Vörn á Þingeyri, heyrði kallið og einnig heyrðist það á Egilsstöðum hjá RARIK í talstöð Rafveitnanna. Þýðing- armest var þó, að það var mót- tekið á Selfossi hjá radíó, sem lögreglan ræður yfir. Má telja, að þar sé um að ræða jarð- bylgju, sem gefur meira til kynna útbreiðslumöguleika eða styrkleika stöðvarinnar. Hamra- fellið tilkynnti, að það hefði heyrt í fsíenzku stöðinni þar sem það var statt skammt suð- vestan við landið. Miklar truflanir voru á neyð- arbylgjunni á sunnudaginn með- an á tilraunum þessum stóð, en það var á tímanum frá 13 til 15. Voru þetta mest uppköll frá skipum fjær og nær. Er sýnilegt, að hin veiku senditæki gúm- björgunarbátanna mega sín lítið sem öryggistæki, ef neyðarbylgj an er notuð í þjónustu sem þess- ari. Þarf hún skilyrðislaust að vera eingöngu notuð sem neyðar bylgja. SVFÍ telur einnig. að nauð- synlegt sé að stórbæta hlust- unarskilyrði með skylduhlustun og sjálfvirkum hlustunartækjum bæði á sjó og landi. Má þar geta þess, að radíótæknideildin fram- leiddi fyrir nokkrum árum mót- tök'^æki til hlustunar á þessari bylgju en þá virtist lít'ill áhugi á tækjunum, hvað sem verður ■BK5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.