Vísir - 07.11.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 07.11.1964, Blaðsíða 8
8 V í S IR . Laugardagur 7. nóvember 1964. Útgefandi: BlaðaUtgáfan VÍSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó, Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. ■aa——Ma—w—EaaamtMUHflauMMMBMMHMamb— Vinarhugur Dana \ {[Jndanfarið hafa miklar umræður átt sér stað í Dan- mörku um íslenzku handritin í Ámasafni og í Kon- unglegu bókhlöðunni. Ber þar fyrst að nefna fund danska Stúdentafélagsins um málið, sem haldinn var fyrir tæpum tveimur vikum, og einnig fyrstu umræðu um handritafrumvarpið, sem fram fór í danska þing- inu fyrir rúmri viku. Augljóst er, að dönsku vísinda- mennirnir, sem harðast berjast gegn afhendingu hand- ritíirna, telja að nú sé taflstaða þeirra slík, að unnt muni reynast að drepa handritafrumvarpið og koma í veg fyrir að hinar gömlu skinnbækur hverfi heim iil ættlands Árna Magnússonar. Hernaðaraðferð þeirra er einföld og all áhrifarík. Þeir leggja megináherzlu á að skapa þá fullvissu hjá dönskum almenningi að handritin séu dönsk eign og fráleitt sé að Danmörk afsali sér svo dýrmætum menningarfjársjóðum í hend- ur íslendinga. Sé einnig vafasamt að öll handritin séu rituð á íslandi, eins og Bröndum Nielsen hefir látið hafa eftir sér í blaðaviðtali hér í Vísi. Hins vegar séu það stjórnmálamennimir, sem hafi í fljótfærni lofað Islendingum handritunum, án þess að ráðgast við vís- indamennina. Sé fljótfærni þessi blönduð vafasömum hugmyndum um norræna samvinnu og ef til vill vondri samvizku sökum samskipta Dana og íslendinga fyrr 1 á öldum. Vonast vísindamennirnir til þess að þeim tak- i ist að skapa svo sterkt almenningsálit í landinu, að þingmennirnir treysti sér ekki til þess að samþykkja handritafrumvarpið á ný af ótta við reiði kjósenda. 1 Að þessu marki miðaði m. a. sjónvarpsfundurinn, þar ] sem bæði Bröndum Nielsen og formaður Árnasafns, prófessor Westergaard-Nielsen, geystust fram á völl- inn með herópum og bitu fast í skjaldarrendur. Vart munum við íslendingar þurfa að óttast að her- bragð hinna gömlu dönsku safnamanna takist. Lýð- ræðisþing verður vart fjötrað með slíkum herbrögð- um. Mikill meirihluti samþykkti framvarpið 1961 og engin ástæða er til þess að óttast að þetta þing afgreiði málið öðruvísi. Vel megum við líka skilja afstöðu dönsku safnamannanna. Þeim er vitanlega eftirsjá í handritunum, þótt þeir viti innst í hjarta sínu að sízt mun slakna á rannsóknum og útgáfu þeirra, þótt þau flyttust til Reykjavíkur. Hér er fyrst og fremst á ferð- inni sært stolt manna, sem einhæfni vísindanna hefir gert þröngsýnni en góðu hófi gegnir. Þess vegna er vissulega ekki ástæða fyrir okkur íslendinga að þyrla upp moðreyk um málið eða bera fram ásakanir um óbilgirni á hendur dönsku vísindamönnunum. Meiri- hluti dönsku þjóðarinnar vill að handritin séu geymd bar sem þau voru skrifuð endur fyrir löngu. Fyrir þann vinarhug kunnum við Dönum góðar þakkir. Norræna tónskáldaráðið við styttu af Jean Sibelius í Járvenpaá. Frá vinstri til hægri: Borgarstjórinn í Járvenpáá ásamt frú sinni, norska tnskáidið Johan Kvandal, sænska tónskáldið Gunnar Bucht ásamt sinni frú, finnska tónskáldið Oiavi Pesonen, norska tónskáldið Knut Nystedt, dönsku tónskáldin Poui Rovsing’-OIsen og Vagn Holmboe, sænska tónskáldið Hilding Hallnás og Jón Leifs. ISLENZKA TÖLUÐ Á NORRÆNU MÓTI Jón Leifs, er kjörinn var forseti Norræna tón- skáldaráðsins á aðal- fundi þess í Helsinki ný- lega, tók upp þann sið að mæla á fslenzka tungu á samkomum þar. TVTorræna tónskáldaráðið fól. að afloknum aðalfundi, hin- um nýkjörna forseta sínum Jóni Leifs að leggja blómvönd í þess nafn'i á leiði tónskáldsins Sibeliusar í Járvenpáá (Vatns- enda) 50 km. frá Heisinki við bústað Sibeliusar. Um leið og Jón Leifs lagði blóm'in á gröf- ina, ávarpaði hann norrænu tón skáldin og aðra gesti á íslenzku eingöngu. í lokahófi hins norræna tón- listarmóts var Jón’i Leifs aftur falið að ávarpa menn f nafni Norræna tónskáldaráðsins. Hann mælti þá bæði á íslenzku, finnsku og sænsku. Ræða hans fer hér á eftir: Mælt á íslenzku: „Hæstvirti ráðherra! Dömur og herrar! Kæru vinir! Það er gleðileg . kylda mín sem forseta Norræna tónskálda ráðsins að flytja hér hjartan-, legar þakkir þessa ráðs til Tón skáldafélags Finnlands og allra sem hjálpað hafa til að gera þessa norrænu tónlistardaga svo ánægjulega og árangurs- ríka. (Ávarp þetta endurtók Jón Leifs síðan á finnsku og sænsku. Þá hélt hann áfram á sænsku með eftirfarand'i orðum þýddum á íslenzku): Ég biðst afsökunar á því að tala nú ekki finnsku, en mér vannst ekki tími til að læra þá ræðu alla, sem ég lét í dag þýða fyrir mig á finnsku, — en ég lofa því að halda he’ila ræðu á finnsku þegar ég kem næst. Hins vegar biðst ég ekki af- sökunar á þvi að hafa byrjað ræðu mfna hér á fslenzku, hinu þúsund ára gamla tungumáli, sem áður fyrr var talað eða skilið í allri Norður. og Vest- ur-Evrópu,- sem er h'ið eina forn klassiska tungumál, sem ennþá er lifandi í heiminum. Það hefur nefnilega komið í ljós að það er nauðsynlegt að minna á það aftur og aftur, hve mikil fórn það er af hálfu okk- ar íslend'inga að læra án hagn- aðar og af hrein .m hugsjóna- ástæðum hin skandinavísku tungumál og halda uppi sam- böndum við hina norrænu sam- vinnu. í þessu tilliti er Finnland ein mitt í sömu aðstöðu og ísland. Hin tvö norrænu lýðveldi slá hring um Skandinavíu. — Vér viljum ekki e'ingöngu gefa. Vér gerum líka kröfur, — um að hin norrænu löndin reyni að læra vort mál, — og ekki eingöngu tungumálið, — heldur líka mál sálarinnar, — og að þau tapi ekki samhengi við sinn uppruna og að þau fylgi lögmálum síns uppruna, — einnig í listum.. Finnland er einasta norræna landið, sem hefur tónlistina til forystu og tónskáld sem fremsta þjóðern'istákn. Vér finnum til dýpsta þakk- lætis fyrir þetta. Flugfélag Islands hefur ákveð ið að taka upp sérstök fjöl- skyldufargjöld á flugleiðum fé- iagsins innanlands, er gildi frá og með 1. rióvember. Fjölskyldufa-gjöldin eru þann ig, að forsvarsmaður fjölskyldu í ferð'inni (eiginmaður eða eig- inkona) greiðir fullt gjald, en aðrir fjölskyldumeðlimir aðeins Vér þökkiun Tónskáldafélagi Finnlands. Vér þökkum finnska „Stefinu" Þökk Finnlandi! Sjá- umst aftur á ísland'i!“ Seinustu setningamar endur- tók Jón Leifs á finnsku, og ræðu hans var tekið með mikl- um fögnuði, einkum af hálfu Finna. Vér hittum Jón Leifs að máli hér eftir heimkomuna og spurð- um hann hvers vegna hann hefði nú tekið upp þann sið að mæla á íslenzku á erlendum fundum og hátiðum. Hann sagði: „Það kom í ljós á alþjóða- fundi í London í sumar í hópi norrænna vina m'inna, sem ég hef þekkt í 20 ár, að sumir þeirra vissu ekki enn að við tölum íslenzku á íslandi og hvers konar tungumál íslenzka er. Þess vegna gekk það upp fyrir mér að við íslendingar verðum að taka upp þann s'ið að byrja á norrænum samkom- um allar okkar ræður að minnsta kosti með nokkrum orð um á íslenzku. Það er lítill vandi að velja islenzk orð, sem skandinavar, a. m. k. Svíar, geta skilifS — enda skildist megnið af þVí, sem ég sagð'i á íslenzku ,í Helsinki". háift gjald. Fjölskylda telst í þessu til- felli foreldrar með börn sín að 21 árs aldri. Skilyrði fyrir fjölskyldufar- gjaldi er, að keyptir séu tvimið- ar og notaðir báðar leiðir og að fjölskyldan hefji ferðina sam an. Miðarnir g'ilda í 14 daga frá Framhald á bls. 5. Odýr fjölskyldu- fargjöld FJ. saæ:sr.iC: , "~ aa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.