Vísir - 07.11.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 07.11.1964, Blaðsíða 16
/«' Frihöfnin á Keflavlkurflugvelli I nýjum og swmandi húsakynnum aeaattaag Fríhöfnin á Keflavíkurflug- velli hefur nú flutt í nýtt hús- næði í flugvallarhótelinu sem er rúnigott og ef svo má segja sæmandi að bjóða erlendum gestum inn í. Fréttamaður Vís- is sem var þar á ferð segir, að þetta sé allur munur frá því áður var og sé þetta til mikilla þæginda fyrir ferðafólk, sem áður hafi þurft að standa upp á endann í hinni gömlu þröngu frihöfn, nú eru þar m. a. sæti til þæginda, rúmgott við af- greiðsluborð og jafnvel eru gluggar á þessu nýja húsnæði út að flugvellinum, en gamla frihafnarkompan var glugga- laus. Nýja fríhöfn'in er nú í pláss- inu miili farþegasalarins og af- greiðslu Loftleiða, þar sem áð- ur var pósthús og skrifstofa flugvallarstjóra. Við flotadng hennar rýriikast og um í far- þegasalnum. Gamla frihöfnin hefði verið sett í salmn miðjan og skipti honum sundur i tvennt. Nú fær hann aftur fulla stærð og Flugvallarhótelið verð ur á allan hátt miklu vistlegra en áður. Breytingum og við- gerðum er þó fjarri þvi lokið t.d. í farþegasalnum, Mjög miklar anriir hafe verið í Frihöfninni á þessu ári og veldur því einkum hinn mikli fjöldi farþega sem kemur til Keflavíkur með hinum nýju flugvélum Loftleiða, en út úr hverri flugvél stiga í einu 160 manns. Verður salan af frívör- um miklu meiri á þessu ári en undanfarin ár þó tölur séu ekki enn til um það. Framh. ð bis. 6 „VIÐ GÆTUM BÆTT SENDINN MIKIÐ FYR- Erlendir farþegar líta islenzku ullarvöruna hýru auga í frihöfninni. : Meiri umferS á þjóðvegum / sumar en reiknað varmeð Afgreiðslumennirnir í myndavéladeildinni í frihöfninni. Við umferðartalningu, sem vega málastjómin lét gera víðs vegar á vegum landsins i sumar, kom f Ijós að umferðin var töluvert meiri en álitið hefur verið til þessa. Umferðartalningar hafa verið gerðar á undanförnum árum, en aldrei eins umfangsmikl og í sum- ar. Ástæðan til þess er margþætt, en fyrst og fremst vegna nýju vegalaganna, þar sem kveðið er á um, að sá vegur skuli teljast hraðbraiít, sem 1000 bifreiðir fari um á dag yfir sumarmánuðina næstu 10 árin. Og þar sem hrað- brautir verða byggðar öðruvfsi en aðrir þjóðvegir er nauðsynlegt að afla vitneskju um hvaða vegir koma þar til greina. í öðru og þriðja lagi er um- ferðartalningin talin nauðsynleg vegna vaxandi slysahættu og vax- andi viðhaldskostnaðar vega. Snæbjörn Jónasson verkfræðing ur hjá Vegagerð ríkisins hefur lát ið Vfsi i té upplýsingar um helz’tu niðurstöður umferðartalningarinn- ar í sumar, en alls var talið á 113 stöðum á landinu. Á flestum stöðunum var talið í heila viku samfellt og víða var talið tvisvar. Sem dæmi um hve mikil sumar- umferðin er má nefna eftirfarandi tölur: Um Fossvogslæk fara dáglega um 15000 bifreiðir en um Kópa- vogslæk 7000 og um Reykjanes- braut I Hvassahrauni fara 1100. Um Elliðaárbrú fara daglega um 9000 bifreiðir. Sú umferð skiptist milli Vesturlandsvegar og Suður- landsvegar. Á Vesturlandsvegi fara 3000 bifr. á dag um Jörfa, en 1100 um Köldukvíslarbrú. 800 bifreiðir fara Þingvallaveg næst Vestur- landsvegi. Undir Þyrli um Leirársveit og allt að vegamótum Borgarness- brautar er umferðin um eða yfir 500 bifreiðir en fer úr því minnk- andj og er við Dalsmynni komin niður í 100. Úm umferðina á Suðurlandsvegi er það að segja, að á Selási er hún um 2500 bifreiðir, á Hellis- heiði um 1100, undir Ingólfsfjalli sunnan vegamóta Biskupstungna- brautar 1100, á Þjórsárbrú 280, á Rangárvöllum 350 og austan Þver árbrúar 200. Eftir því sem austar dregur, minnkar svo umferðin og t. d. komin niður fyrir 100 í Mýr- dalnum. í Ámessýslu er viða mik il umferð. Um Biskupstungnabraut neðst fara t. d. um tæplega 300 bifreiðir daglega. Á Norðurlandi er umferðin að sjálfsögðu mest I nágrennj Akur- eyrar, þannig fóm daglega um 1400 bifreiðir um veginn suður að vegamótum flugvallarvegarins, en sunnan hans um 1000 og yfir Eyja fjarðarárbrýr um 700. 1 Mývatnssveit reyndist umferð in um 350 bifreiðir daglega meðan talið var en sunnan Húsavíkur 300. Um Lónsbrú norðan Akureyrar fóru daglega 630 bifreiðir, um brekkuna sunnan Varmahlíðar í Skagafirði 300 og um Sauðárkróks braut 200 bifreiðir. Sitt hvors veg ar Blönduóss var umferðin milli 2 og 300 bifreiðir, en um Blöndu brúna 1000. Fjölfarnasti vegarkaflinn á Aust Framhald á bls. 6. að mælt skuli með sendinum okkar í tilkynningu Slysavarna- félagsins. Við vissum, að hann er mjög gagnlegur, en líka það, að það er hægt að endurbæta hann og gera mun hentugri til riotkunar I gúmmíbjörgunarbát- um", sagði Rlkharður Sumar- liðason, deildarstjóri radíótækni deildar Landssímans, en hann hefur manna mest unnið að gerð þessa tækis og teikningu. Rfkharður sagði, að talsvert hefði verið smiðað af þessum tækjum og hefði Slysavamafé- lagið keypt 25 slíka neyðarsenda og 35 til viðbótar væru í smíð- um fyrir félagið og Flugbjörg- unarsveitina og hjálparsveit Framhald á bls. 6. Fikharður Sumarliðason með sendlnn, sem Slysavarnafélagið mælti með í gúmbjörgunarbáta. „Við getum gert betur í smíði neyðar- senda fyrir gúmbáta“. IR GÚMBJÖRGUNARBÁTA —segir Ríkharður Sumarliðason, deildarstjóri i radiótæknideild Landssimans íslenzk neyðarsendistöð, teikn uð og smiðuð af starfsmönnum hjá radíótæknideild Landssíma Islands reyndist bezt beirra f jög urra neyðarsenda, sem reyndir voru af Slysavarnafélaginu um síðustu helgi í Faxaflóa, en þá reyndu nokkrir félagar SVFÍ tæki þessi til að komast að raun um notagildi þeirra og afkasta- getu. „Við erum dálítið undrandi / »> - •r«\ *> * >• v /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.