Vísir - 07.11.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 07.11.1964, Blaðsíða 15
V1S IR . Laugardagur 7. nóveim^. Í964. 15 EFTIR: WILLIAM HEUMAN HEIMA YAR BEZT I Hann hafði sagt henni, að hann gæti ekki farið í þriðja bekk gagn- fræðaskólans, vegna þess að hann yrði að hjáipa til að sjá fyrir heim ilinu, hann átti svo mörg yngri systkini, og faðir hans hafði ekki stöðug^ vinnu, en aldrei hafði A1 kvartað. Það var eins og mamma hennar hafði sagt eitt sinn: — Hönum er treystandi, Fran. Hvers meira getur ung stúlka ósk- að sér £ þessu lífi en að eignast pilt, sem er góður í sér, vinnusam- ur og hægt er að treysta. En Fran Halloran vissi hvað hún vildi. Hún þráði Kíamivhi-vatn, og allt það, sem þar var hægt að njóta. Hún vildi kynnast fólki, sem var eins og Donald Norton, hugsaði eins, hafði sömu áhugamál, og hafði meira en til hnífs og skeiðar. For- eldrar Donalds áttu tólf herbergja hús nálægt Ithaca og tvo bíla. — — — Því fór fjarri, að henni geðjaðist ekki að AI. Hann var indæll piltur, hann var elskulegasti pilturinn í hverfinu og hann var ekki reikull eins og flestir hinna. Hann var búinn að láta skrásetja sig til náms í prentiðn — það var hægt að fara á slík námskeið á kvöldin, og eftir nokkur ár yrði hann kannski búinn að ljúka slíku námi, og hefði þá gott kaup, og gæti kvongazt og stofn&ð heimili £ skemmtilegra hverfi, já, og vafa- laust fengið sumarleyfi, og unað vel llfinu en það var bara þetta, að A1 var A1 og nú hafði hún kynnzt Donald Norton. Þegar þau stóðu við tröppurnar á húsinu hennar sagði hann: — Þú ert víst þreytt £ kvöld, Fran. Við hittumst kannski á morg- un? — Ég ætla að koma út aftur, sagði hún. Það er ekki orðið svo framorðið. Ég ætla bara að skreppa inn og heilsa pabba og mömmu. — O, sagði Al, hissa og glaður, næstum fagnandi. Ég ætla að biða, þú getur verið viss um, að ég bíð, Fran. Hún sá hve glaður hann var og hugsaði sem svo, að þetta yrði kannski erfiðara fyrir þau bæði en hún hafði búizt við, en hún gat ekki látið hann' lifa £ þeirri trú stundinni lengur, að hann héldi að allt væri óbreytt og þau gætu hald- ið áfram að vera saman eins og áður. Þótt hún væri þreytt og yrði að taka upp úr töskunni og dunda eitthvað við fatnað sinn og fleira, og búa sig undir að fara i vinnuna næsta morgun, gat þetta ekki beðið. — Ég blð, sit hérna á tröppun- um Fran, sagði Al. Fran fór inn með töskuna sfna, og þegar hún kom inn sátu for- eldrar hennar fyrir framan sjón- varpsviðtækið. Mamma hennar reis á fætur, kyssti hana og sagði: — Velkomin heim, Fran mín. Skemmtirðu þér vel? En faðir hennar sagði: — Mér þykir þú vera orðin brún, telpa mfn. 'Veðrið hlýtur að hafa verið gott. Þau voru bæði fegin að hún var komin heim. Þau gátu ekki látið það £ ljós öðru vísi en með svona einföldum orðum, en þau komu frá hjartanu. Hún var eina barnið þeirra, þau höfðu lifað fyrir hana og gert fyrir hana það, sem þau gátu. Hún hafði farið i framhalds- skóla og svo í verzlunarskóla og þær voru ekki margar stúlkurnar i hverfinu, sem höfðu verið í verzl- unarskóla, flestar orðið að fá sér vinnu, þegar framhaldsskóla lauk, og sumar fyrr. Hún sagði þeim dálitið frá hve skemmtilegt'hefði verið við vatnið, að dansað hefði verið á kvöldin, róið á vatninu og þar fram eftir götunum, og mamma hennar vildi fá að heyra hvernig maturinn hefði verið. Og þau sögðu henni frá Al, eink- um mamma hennar. — Hann hefur setið og hímt öll kvöld, ekkLhaft. gamap af peinu. Og mamma hans segir mér, að hann hafi verið alveg lystarlaus. Það er ekki gott, segi ég, þegar ungt fólk missir lystina. — Ég sagði honum, að ég ætlaði að koma út snöggvast, sagði Fran, ég ætla út til hans smástund. — Hann er góður piltur, sagði mamma hennar. Hvað heldurðu, að aðrir hefðu verið að sýta eins og hann, hinir piltarnir hérna í ná- grenninu, sem eru með einni í dag og annarri á morgun? Fran Halloran óskaði þess, að A1 hefði ekki verið að sýta — að hann hefði farið út með einhverri annarri. Þá hefði allt verið miklu auðveldará. Hún fór út og sá, að A1 sat á handriðinu og horfði niður götuna. — Þú þurftir ekki að koma, Fran, ef þú ert þreytt, sagði hann. — Mig langaði til að tala við þig AI, sagði hún og settist á efsta þrepið f tröppunum. - Ó! Það var kannski vegna þess, að hann fann þegar, að hún hafði sagt þetta i annarlegum tón, að hann var þegar eins og á verði. — Ég skemmti mér dásamlega uppi við vatnið, Al, sagði hún og svo fór hún að hugsa um hve oft hún notaði þetta lýsingarorð síðan hún kom, en hún vissi ekki af neinu orði, sem lýsti betur hvern- ig allt hafði verið og hvemig henni leið. — Ég kynntist pilti þarna við vatnið, Al, sagði hún. A1 hreyfðist ekki, þar sem hann sat á handriðinu, en hún hafði á tilfinningunni, að honum hefði þrengt að hjarta. — Það var skemmtilegt fyrir þig, Fran, sagði hann svo, hljómlausri röddu. Hann sagði það ekki hátt eða hörkulega, en án tilfinningar. — Hann stundar nám f Cornell, sagði Fran, hann ætlar að verða vél- eða verkfræðingur eða eitthvað þess háttar. Hann er ekki alveg viss sjálfur, ennþá. Hann er af góðu fólki og hann á föðursystur, sem á hús við Park Avenue. Þegar hann kemur að heimsækja mig um aðra hlegi verður hann hjá henni. — Hver skyldi trúa? sagði Al, föðursystur á Park Avenue? En það versta var ókomið og Fran kom því frá sem bezt hún gat: — Mér finnst, Al, að það væri ekki rétt gagnvart Donald, að ég væri með neinum hérna meðan hann væri við nám. Þú skilur hvað ég á við. — Það væri víst ekki rétt, sagði Al.. . ... ★ Hann talaði mjög lágt, en hann var. ekki að fara neinn bónarveg. Hann ætlaði ekki að biðja um neitt. Hann var ekki reiður, heldur hrygg- ur, undrandi, að allt skyldi undir eins orðið gerbreytt. i — Það eru svo margar ungar stúlkur hérna f hverfinu, hélt Fran áfram. Það verða vfst engin vand- ræði fyrir þig að fá einhverja til þess að fara út með þér. — Ætli það, sagði Al. Og svo var ekki mikið meira sagt. A1 gaf f skyn aftur, að hún hlyti að vera þreytt eftir ferðalag- ið. Hún sagði honum dálítið frek- ar frá hvernig allt hafði gengið til uppi við vatnið og hann hlustaði og skaut inn orði endrum og eins og svo buðu þau hvort öðru góða nótt og svo var þessu lokið. Fran fór inn og tók upp úr tösk- unni. Einhvern veginn hafði þetta farið allt öðru vfsi en hún hafði búizt við, er hún talaði við Al. Það hefði verið miklu betra ef þetta hefði hleypt í hann dálitlum T A R Z AT THE JUNSLE PIT WHEZE THEy WATCHE? THE COWSPIKATOKS SUKÝ MYSTEKIOUS SOXES, TAK.ZAH TOESW'T SUSPECT THATASECEET. KAÞIO MOWITOS HAS INF0KME7 THE FAHE TKAPIWS R5ST A50UT SEWERALYEATS' PAKATKOOP AIKUFT... eásj- ClMlO v SUTSEESO'S MEKI HAVEW'T RETUEWEP SULVO— FKOM BUKVIWS MOMSUZZI’S AGEKITS! ZUP'S KAPIO EQUIPMENT - ANP KECORPS APE ri VHI7PEKI, K3IK.VCO! ■ - "/A Copr. IHI. U|ll R!(« Burroujti, lnc —Tm Rl| o. B. m OB |Dntr. by United Feature Syndicate, Inc. Staddir í skógarrjóðrinu, þar sem þeir sáu samsærismennina grafa þessa leyndardómsfullu kassa grunar Tarzan ekki að leynilegur útvarpssendir hefur lát ið .verzlunarstöðina vita að fall hlffahersveitir Yeats hershöfð- ingja séu komnar á loft. Nikko, það er búið að grafa niður út varpstæki Zuds. En Bulvo-menn Sergo eru ekki komnir til baka frá því að grafa sendimenn Momb .! 'i. Fallhlífarlið Mombuzzi hita og hann reynt að fá hana ofan af þessu. Hann hafði fekið þessu með of miklu jafnaðargeði fannst henni. Hún fann til með hon- um, henni geðjaðist í raun og veru ágætlega að honum, en það hafði verið allt öðru vfsi er hún kynnt- ist Donald. Þá sannfærðist hún um hver munur var á því að geðjast ! að pilti eða elska hann. Og áður en hún fór að hátta um kvöldið tók hún sig til og skrifaði Don- ald, sagði honum frá heimferðinni og frá Al, piltinum, sem hafði verið félagi hennar og hún farið út með. Hún ætlaði sér að setja bréfið í póst um morguninn um leið og hún færi í vinnuna, og þá mundi hann verða búinn að fá það á mið- vikudag, og vita hvernig allt hafði farið. Hún hafði sagt honum frá A1 og að hún ætlaði að tala við hann þegar hún kæmi heim. Henni til nokkurrar undrunar hafði Donald sagt, að hún ætti ekki að snúa baki við öllum vinum sínum hans vegna, en svona var Donald, hann var svo góður f sér. Um morguninn byrjaði hún að vinna aftur. Það var sami gangur á öllu. Span á morgnana, að vera tilbúin í tæka tíð og komast í neð- anjarðarlestina til Manhattan, en allt fór vel, hún vaknaði eldsnemma og áður en vinnan byrjaði gat hún masað dálítið við hinar stúlkurnar og sagt þeim frá Kiamichi-vatni. Það var að vissu leyti spennandi að koma aftur og byrja að vinna, og hún var að hugsa um það, er hún settist niður til þess að skrifa nokkur bréf fyrir Hammersley, yf- irmann fyrirtækisins, hve hræði- legt það hefði verið, ef fundum hennar og Donalds hefði ekki borið saman. Nú var að minnsta kosti svo komið, að hún gat hlakkað til þess, sem framundan var. Stundum, þennan dag, hvarfl- aði hugurinn til Al, og hún hugs- aði um hvernig hann mundi taka vonbrigðunum, nú, er hann var bú- inn að átta sig, að hann gat enga von gert sér lengur. Þetta kvöld eftir kvöldverð, þegar hún fór út á tröppurnar, til þess að sitja þar með blokkina á kné sér, til þess að skrifa Donald nýtt bréf, sá hún A1 bregða fyrir á næsta horni. Hann var i hópi pilta þarna úr hverfinu. Hann leit í áttina til hennar og hann kinkaði kolli til hennar og hún veifaði til hans. Það var enn bjart og piltarn- ir fóru að leika sér með bolta á bletti þarna nálægt. A1 var með í leiknum og eitt sinn rann boltinn næstum að tröppunum, þar sem Fran sat, og A1 elti boltann, og honum tókst að knýja fram bros til hennar, er hann tók hann upp. Það fór ekki framhjá henni, að hann hvorki talaði eða hló f leikn- um, en hinir piltarnir léku á.als oddi. Hún hafði líka veitt því at- hygli, er hann kom eftir boltanunv hve fölur hann var á svipinn og eins og honum liði illa. Hún var búin að segja Donald ýmislegt, sem gerzt hafði þá um daginn, frá komu sinni í skrifstof- na og starfinu þar, að nú væri MOMBUZZI'S PAKATKQOPEKS CAN BE HEKE..V IN A AÖÍ'MIKIUTES! I BETTEK SET SER.GO'5 MEN OUT.OFTHE JUKISLE vQUICKL.y...TO IkITEKCEPT THE vasabukiizos! —~y-------------------------- getur verið hér innan fárra mín útna. Það væri betra að ég næði mönnum Sergos fljótt út úr skóg inum til þess að stöðva Vagabund ana. .V.V.V.V.VAV.V.V.V.V. -------------i SÆNGUR í REST-BEZT-koddar Endurnýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver, Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. DÚN- OG FIÐURHREINSUN Vatnsstfg 3. Sími 18740. .V.V.V.V.V.V.V.V.V, m is mu fen'dns&color FILMA iébsfiSei --•U/i-.: • •' * Mafthsoscir Slmai 24540 - 24541 Mercedes Benz 180 190 og 220 1955-’64. Chevrolet Chewelle ’64 Iftið ekinn. Ford Comet ’62, '63 og ’64 góðir bflar. Consul Cortina '62 og ’64, iftið keyrðir. Opel Rekord ’58—’64. Ope| Caravan ’55—’64. Volvo station ’55 ’59 ’62 Volvo Amason ’58 ’61 ’64 Saab ’62 ’63 ’64 Moskowitch '57—’64 Volkswagen '56—’64 Austin Gipsy ’62 ’63 benzfn og dieseJ bílar Land Rover ’61 ’62 ’63. Volkswagen 1500 '62 ’63 fólksbíf- reiðir og station. HiIIman Imp ’64, ókeyrður Taunus 17 M ’62 '63 ’64 Skoda Octavia ’59 ’60 ’61 ’62 •Skoda 1202 station ’62 WiIIýs jeppar I miklu úrvali Rambler Classic '62 ’63 Ford fairtine 500 '60 '64 ■ Chevrolet '58 í 1 fl. standi. j Höfum einnig mikið úrt'al af vöru- ! bifreiðum sendiferðabifreiðum í langferðabifreiðum og Dodge | Weaponum, atlir árgangar. Bílasolo Matthíasar verksfoóðið jÖetvjstnóristvœti 3 - Síttti IQÓ5I Gzxs&sssaftía

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.