Vísir - 07.11.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 07.11.1964, Blaðsíða 5
V í S i R . Laugardagur 7. nóvember 1964. 2 S 60 tonn af oiíu brunnu í miklu báli á Keflav.flugvelli Tiónið í vöruskemmu Sölunefndur- innnr tnlið fremur lítið Ljósmynd tekin brunanóttina úr nokkurri fjarlægð, eidbjarminn og í nærsýn einn olíugeymirinn, sem stóð á næstu grösum. Rústir skemmunnar, sem olíubirgðimar voru geymdar L Hiuti bílanna. r,em geymdir voru í skemniunum. Þeir eru sótugir að ofan, lítt skemmdir að neðan. HEILDARÚTGÁFA VERKA STEINS Vísir birtir hér nokkrar mynd ir af stórbruna sem varð á Kefla víkurflugvelli nú á dögunum þegar prenta verkfallið stóð yfir og fylgja hér nokkrar upp- lýsingar, sem fengnar eru hjá siökkviliðinu þar suður frá um brunann. Ekki mun tjón þó hafa orðið eins mikið af þessu, sem ætla hefði mátt Það var um kl. 2 aðfaranótt 28. október, sem slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli var gert viðvart um það, að eldur væri uppi I gömlum birgðaskemmum sem standa innan girðingar vall arins, en rétt niður undir Ytri- Njarðvík. Hafði hervörður sem þar var á gang'i orðið eldsins var. Þegar komið var á staðinn virtist Ijóst, að eldurinn hefði verið búinn að loga þar um sinn og hófust þegar slökkvi- störf, en þetta reyndist með erf- iðari eldsvoðum. Var það ekki fyrr en um 7-leytið um morg- uninn, sem búið var að ráða við eldinn og ekki fyrr en um kl. 4 síðdegis sem slökkViliðið gat farið á braut af eldstað. Þennan tíma var dælt á eldinn um 315 þúsund gallonum af vatni, eða um 1,2 milljónum lítra. Voru notaðar við þetta þrjár dælur. Birgðaskemmur þessar eru fimm skálar eða braggar, sem Iiggja hlið við hlið og er sam- gangur milli þeirra. Notaði Sölu nefnd setuliðseigna þá til að gej . a ýmiss konar varning. Til dæmis taldist slökkviliðsmönn- um svo til að þar hefðu verið f skálanum 48 vörubílar og önn ur flutningatæki eða vélar á hjólum. En annars ægði þar saman alls kyns vörutegund- im og má m. a. nefna mikið magn af einföldum símavír. Það var mjög misjafnt hve eldurinn lék vöruskemmurnar illa. Verst fór skemma, þar sem geymd munu hafa verið um 60 tonn af smurningsolíum, bæði á tunnum og brúsum. Eldur komst í olíuna og brann hún öll og varð af því geysilegt bál. í þessum olíubruna urðu nokkr- ar sprengingar, þar sem eld- tungurnar loguðu hátt upp. Gerði það slökkv'istarfið all- erfitt. Þess má og geta, að í grennd við birgðaskemmurnar eða - um 200 m. fjarlægð eru stærri olíugeymar, sem hætta hefði stafað frá ef vindstaða hefði verið slík. En nú f þessu tilfell'i var vindstaðan þannig, að hætta var ekki á ferðum frá því. A .ar skemmur skemmdust minna, þó er talið að ein þeirra sé það illa farin, að örðugt verði að gera við hana. í hin- um skemmunum færðist eldur- inn aðallega til f rjáfrunum og var það t. d. athyglisvert, að flestir bflarnir sem þar voru geymdir eru með alveg ó- skemmda hjólbarða og loftið í þe'im, en sótugir að ofanverðu og með brotnar og jafnvel bráðnaðar rúður. Bílarnir, sem þarna voru geymdir, voru gamlir og aflóga bílar, margir þeirra vélarlaus ræksni og var fyrirhugað að rífa þá og selja hluti úr þeim sem varahluti. Vegna þessa er verðmæt'ið sem skemmdist í brunanum álitið tiltölulega miög lítils virði eða um 400—500 þús und krónur þegar allt er talið, enda hægt að nota ýmsa hluti úr bílunum eftir sem áður; Má þykja gott að tjónið skyldi ekki verða meira jafn gífurlegt og bál þetta var um tíma. Heildarútgáfa af verkum Steins Steinarr, 370 bls. að stærð, er komin út í bókinni eru allar sex Ijóðabækur skáldsins er út hafa komið, Rauður Ioginn brann, Ljóð, Spor í sandi, Ferð án fyrirheits, Tfminn og vatnið og Tindátarnir. Enn fremur eru í bókinni 40 kvæði, sem ekki hafa áður komið út f bókum skáldsins, þar á meðal hið þjóðfræga kvæði, Söngur lýðræðis- flokkanna á Þingvöllum 17. júní 1944, sem mestri hneykslun olli á sínum tíma, þó aðeins fáir hefðu þá lesið það í heild. Enn fremur eru i bókinni heilar rímur, 37 er- indi, Hlíðar-Jóns rímur, sem aldrei áður hafa komizt á prent. Þá er f þessari bók það sem máli var talið skipta, og vitað var um, af því er eftir Ste'in liggur í óbundnu máli, 35 greinar, bréf og ræður, og loks eru 7 samtöl við Stein, er ýmsir menn hafa átt og á ýmsum tfmum. Kristján Karlsson bókmennta- fræðingur hefur annazt útgáfuna og ritar hann allýtarlega grein um skáldið, manninn og verk hans, ásamt formála. Þeir Steinn og Kristján voru nákunnugir um margra ára skeið. Þá komu í' fyrradag einnig út hjá Helgafelli þrjár aðrar bækur, „Ferð og förunautar", 30 greinar, aðallega ferðaþætth og mannlýs- ingar, eftir dr. Einar ÓI. Sveinsson, prófessor, „Og enn spretta lauk- ar“, ný skáldsaga eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Þá er ein bók, ætluð unglingum, Blindi tónsnillingurinn eft'ir Wladimir Korolenko f þýð- ingu Guðmundar heitins skóla- skálds. Ódýr — Framh. af bls. 8. þvf ferð er hafin, en hamli veik indi ferð til baka, framlengist gild'istíminn. Einnig ef ferð sem viðkomandi hefur ætlað með til baka er fullbókuð. Þá framleng- ist gildistfmi farmiðanna til næstu áætlunarferðar. Fjölskyldufargjöld'in gilda á öllum flugleiðum Flugfélags ís- lands innanlands. Sem dæmi um hve miklu af- slátturinn nemur má taka fjög- urra pianna fjölskyldu sem ferð ast frá Akureyri til Reykjavfkur og aftur til baka. Samkvæmt hinum nýju fjölskyldufargjöld- um kostar ferðin aðe'ins kr. 3.395,00 f stað kr. 5.432,00 áður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.