Vísir - 10.11.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 10.11.1964, Blaðsíða 6
6 V í SIR . Þriðjudagur 10. nóvember 1964. Ný kvikmynd um Öræfin frumsýnd Næstkomandi fimmtudagskvöld frumsýnir Ósvaldur Knudsen kvik- myndatökumaður kvikmynd, sem hann hefur um mörg undanfarin ár unnið að um öræfasveitlna f Austur-Skaftafellssýslu, en lauk !oks við í haust. Kvikmyndin verð- ur frumsýnd á kvöldvöku Ferða- félags Islands í Sjálfstæðishúsinu. Sýningartími kvikmyndarinnar mun vera sem næst % klst. — Ósvaldur byrjaði á henni fyrir nokkurum árum og hefur síðan farið á hverju sumri austur til að bæta við hana og fylla í skörðin. Hann hefur gefið henni heitið: „Sveitin milfi sanda og sýnir hún Iandslag víðsvegar að úr Öræfun- um, en auk þess nokkuð húsa- skipan, atvinnu- og lifnaðarhætti. Þar eru og þættir úr Bæjarstaða- skógi, Morsárdal, Skeiðarárjökl'i og upptökum Skeiðarár. Flestum ferðamönnum, sem um ísland hafa farið ber saman um að Öræfin séu fegurst og tignarlegust allra sveita á íslandi, en um leið andstæðumest þeirra. Þar eru svörtustu sandar á Islandi, hrika- le^astir jökla og einn gróskumesti birkiskógur landsins. Hitt vita einnig velflestir Islend- ingar að Ósvaldur Knudsen er í röð beztu kvikmyndatökumanna landsins og alltaf smekkvfs í vali motíva og meðferð þeirra. Kvikmyndín er með tali og hljómlist. Textann hefur dr. Sig- urður Þórarinsson samið og talað inn á spóluna, en Magnús Blöndal Jóhannsson hefur samið hljómlist við myndina og syngur Elly Vil- hjálms söngkona einsöng. Á kvöldvökunn’i verður enn- fremur myndagetraun og dans. Steypti sér — Aðfaranótt mánudagsins barst slökkviliðinu tilkynning um eld, sem kviknað hafði f húsi nokkru inni í Blesugróf. Níu ára gamall drengur gekk einkum fram í því að kæfa eldinn og gera slökkvilið- inu aðvart. Var hann að mestu eða alveg búinn að slökkva þegar slökkvil’iðið kom á vettvang. Ástandið þama var þannig, að húsbóndinn var fjarverandi, hafði verið fjarlægður áður um nótt- ina af lögreglunni eftir að hann hafði í ölæð'i barið konu sína svo hún hlaut glóðarauga. Sjálf var konan mjög drukkin þegar slökkvi liðið kom á vettvang, og íbúðin algerlega óhæf til dvalar vegna reyks og sóts, sem myndazt hafði við eldinn. Að öðru leyti urðu litlar skemmdir af eldi. Tildrögin til íkviknunarinnar munu hafa verið þau, að konan ætlaði að kveikja sér i vindling og mun hafa farið fram í kyndiklefa til að lífga eldinn í miðstöðinni við. En ein- hverra orsaka vegna varð spreng- ing og blossaði upp eldur. Þrjú börn þeirra hjóna voru í húsinu, e’in telpa og tveir drengir. Eldri drengurinn, 9 ára gamall, brá við fljótt og með snarræði sínu og harðfylgi tókst honum að kæfa eld- inn áður en slökkviliðið kom á staðinn. Konan varð að flytja úr húsinu um nótt'ina, ásamt börnunum. Hafnarfjörður — tramn al ols lb verði að malbika götuna nú í haust. Eins og fyrr segir verð- ur gatán breikkuð frá Skúla- skeiði og niður á Hafnargötu. Reykjavikurvegurinn verður á þessum kafla um 15 m á breidd og verður götunni skipt með iy2 m breiðri eyju. Hér er um allmikið verk að ræða, því verk- takarnir hafa m. a. þurft að sprengja burtu um 1200 rúmm. klöpp. Talið er að f haust verði hægt að ljúka öllum undirbún ingi undir malbikun, þ. e. a. s. leggja allar leiðslur og ganga frá götunni, þannig að hún verði tilbúin undir malbikun næsta vor. Þrjú hús voru fjarlægð. Voru það Reykjavíkurvegur 2 (Gamla hótel Hafnarfjörður), Reykjavík- urvegur 4 og 8. — Henry Henry- son, verkfræðingur hefur haft yfirumsjón með þessum fram- kvæmdum. Framh at bls 16 Tjarnarbrúnn’i og beint niður í kol- svart vatnið. En þá mundi maðurinn allt í einu eftir því að hann var syndur — og fyrir synda menn virðist það ógern ingur að drekkja sér. Svo mikið er víst að vitandi eða óafvitandi greip maðurinn sund- tökin og synti nú af miklum móði langleiðina eftir Tjörninni. Þegar hann var kominn á móts við Glaumbæ var honum farið að kólna svo mjög að hann taldi allra hluta vegna bezt að taka land, sem hann og gerði. Slökkviliðið —ii Framh. af bls. 16 kviknaði í bíl á Miklatorgi. Hafði bremsuskál á vinstra afturhjóli of- hitnað og síðan kveikt í olíu undlr bílnum. Eingandinn slökkti sjálfur með frakka sínum og var búinn að þvi þegar slökkviliðið kom á vett- vang. Einhverjar skemmdir urðu á bílnum því . eigandinn varð að skilja hann eftir á staðnum. Weikin — NEYÐARÓP -ramn at bls I Blaðið spurði B.L.J. hvort þetta væri eins konar inflúenza, en hann kvað ekki mega rugla þessu saman, — hér væri um annan vír- us að ræða, en stundum væri erfitt að greina þetta sundur, B.L. J. kvað háan hita fylgja kvilla þessum og talsverða verki og var- lega bæri að fara til að forðast fylgikvilla. B.L.J. sagði að á grundvelli skýrslna sem borizt hefðu frá læknum (en þær væru aö "vísu ekki alveg nýjar) og beiðnum til kvöld- og næturlækna, mætti á- lykta, að veikin hefði verið í rén- un síðasta hálfan mánuð, en náð mestri útbreiðslu hér frá miðjum sept. og fram eftir október. B.L.J. kvað stofnunina ekki vita um þá sjúklinga, sem lagðir kynnu að vera í sjúkrahús, fyrr 1 en þá síðar, og gæti því ekki sagt i um þetta. j B.L.J. Iagði áherzlu á, að fólk, sem veiktist gætti varúðar, meðan það hefir hita einkanlega, til þess að bægja frá hættunni af fylgi- kvillum. Vélsetjari óskast strax. Sími 14219 o$ 10626. HATTAR ODYRT Nankinsbuxur drengja verð frá kr. 145,00 Nankinsbuxur fyrir herra. Verð kr. 185,00 EQjEffi með fatriaðirm á fjöískylduna laugaveg 99, Snorrafarautar megin - Sími 24975 Seljum í dag og á morg- un miki ðúrval af hött- um með lækkuðu verði. Hattabúðin HULD Kirkjuhvoli. TEPPAHREINSUN og húsgagna. Vönduð vinna. Simi 18283. ATVINNA : ATVINNA ATHUGIÐ — HÚSAVIÐGERÐIR lökum að okkur alls konar húsaviðgerðir utan sem innan, t. d. þök, glerisetningar, þéttum sprungur með nýju efni, dúkleggjum gólf. Vpnir menn, vönduð vinna. Sími 23032. TEPPA-HRAÐHREINSUN Hreinsa teppi og húsgögn fljótt og vel. Fullkomnustu vélar. Teppa- hraðhreinsun, sími 38072, DÆLULEIGAN AUGLÝSIR Vanti yður mótorvatnsdælu til að dæla upp úr húsgrunni eða öðrum stöðum þar sem vatn tefur framkvæmdir leigir Dæluleigan yður dæluna. Sími 16884 Mjóuhlíð 12 HÚSAVIÐGERÐIR Tökum að okkur viðgerðir á húsum utan sem innan. Járnklæðum þök, þéttum rennur og sprungur með viðurkenndum nylonefnum o. m. fl. Höfum einnig vapa nienn, sem setja upp sjónvarps- og útvarps- loftnet. Sími 20614. STÚLKA — ÓSKAST Stúlka óskast nú þegar til eldhússtarfa. Sími 36094. ÍBÚÐ óskast Óskum eftir að taka á leigu 2—3 herbergja íbúð fyrir starfsmann hjá okkur. GÍSLI JÓNSSON & CO H/F Skúlagötu 26 . Sími 11740 Kona óskast til eldhússtarfa. VEITINGAHÚSIÐ LAUGAVEGI 28 B TIL LEIGU er um 110 ferm. húsnæði fyrir léttan iðnað og/eða skrifstöfur. Uppl. í síma 19150 eða 21065. FASTEIGNIR Ef þér viljið selja íbúð yðar þá snúið yður til okkar. — Við höfum kaupendur að öllum stærðum og gerðum íbúða — háar útborg- ^ anir. MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA JÓHANN RAGNARSSON HDL. Vonarstræti 4 Simi 19672 — Heimasimi 16132 • Opið til kl. 22.C3 alla daga KRÓNAN . Mávahlíð 25 . Sími 10733 Verkamenn Verkamenn óskast strax. Langur vinnutími. Upplýsingar hjá verkstjóra. JÓN LOFTSSON H/F Hringbraut 121 . Sími 10600 asrsEsssasBSE. taas Bgrrg.ftLirea&Jdi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.