Vísir - 10.11.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 10.11.1964, Blaðsíða 8
o V í SIR . Þriðjudagur 10. nóvember 1984. Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði f lausasölu 5 kr. eint. - Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Mikilvægt björgunartæki ^lysavarnarfélag íslands og björgunarsveitir þess vinna ómetanlegt starf á hverju ári. Oft er það unnið í samvinnu við skip landhelgisgæzlunnar. Nú hefir dómsmálaráðuneytið veitt landhelgisgæzlunni heimild til kaupa á þyrilvængju til björgunarstarfs og mun Slysavarnarfélagið standa jafnframt rekstri hennar. Það er full ástæða til þess að gleðjast yfir þessum á- fanga í starfi 'félagsins. Þyrilvængjan er hið mikilvæg- asta tæki til björgunar, eins og reynslan sýnir, en oft hefir Varnarliðið á Keflavíkurvelli léð þyrlur sínar til björgunarstarfa. Megi hin nýja flugvél mörgum mannslífum bjarga úr sjávarháska og gæfa fylgja henni á ferðum sínum. Herskálarnir hverfa 411ar borgir eiga sín skuggahverfi. Hér á landi hafa þau hverfi verið braggahverfin. Flestar eru þær íbúðir heilsuspillandi og allir hafa verið sammála um nauðsyn hess að þeim yrði útrýmt sem allra fyrst. Á undan- 'örnum misserum hefir verið markvisst unnið að þeirri herferð. Er þess skemmst að minnast að borgin festi kaup á tveimur stórum sambýlishúsum við Kapla- skjólsveg í sumar, sem hún nú leigir fólki úr þessum búðum, auk tuga íbúða sem borgin hefir byggt að undanförnu og selt með hagkvæmum kjörum. Ráðgert var að rýma Pólana svonefndu þann 1. október. Ellefu íbúðir þar hafa nú verið rýmdar en búið er enn- þá í fjórum. Braggarnir eru einnig sem óðast að hverfa og búa þar nú ekki nema rúmlega 200 manns. Er það vel að nú er svo komið að sjá má fyrir endenn á notkun þessa bráðabirgðahúsnæðis frá styrjaldarárunum. Togararnir og landhelgin genn kemur að því að taka verður ákvörðun um það hvort ekki skuli leyfa íslenzku togurunum frekari veið- ar innan 12 mílna landhelginnar en nú á sér stað. Þeir voru sviptir mörgum sinna beztu veiðisvæða er land- helgin var færð út og áætlað hefði verið að aflatjón þeirra hafi numið allt að 30% vegna þess. Fiskifræðing- ar telja að ekki sé hætta á ofveiði þó togararnir fái að fiska innan 12 mílnanna. Hinir miklu fjárhagsörðug- leikar þeirra valda því að með fullum rökum má spyrja hví ekki ætti að leyfa aftur veiðar á þessum slóðum. Landhelgisútfærzlan var bæði gerð til fiskiverndar og til þess að auka veiðimöguleika íslenzkra skipa. Þess vegna virðist sjálfsagt að leyfa togurunum frekari veiðar innan 12 mílnanna, en jafnframt verði þess gætt að það hamli ekki veiðum bátanna á þessum slóðum, né valdi tjóni á veiðarfærum þeirra. Bretar stofna fram- tíð EFTA í hættu Mikil ólga í EFTA- ríkjunum vegna 15% uuku- tolls Wilsons ú innfluttur iðnuðurvörur Mikil óánægja ríkir nú i EFTA-ríkjunum með tolla- hækkun þá, er Wilson forsæt- isráðherra Breta hefur látið koma til framkvæmda á öllum innfluttum iðnaðarvörum. Stjórn Wilsons telur nauðsyn- legt að hækka innflutnings- tolla í þvi skyni að draga úr eftirspum eftir innfluttum vör- um en mikill halli er nú á utanríkisviðskiptum Breta. En ríki þáu, sem eru með Bretlandi í EFTA-fríverzlunarbandalagi sjöveldanna segja að tollahækk un Breta brjóti algerlega 1 bága við sáttmála EFTA um að lækka innbyrðis tolla aðild- arríkjanna. Wilson forsætisráðherra Breta boðaði ráðstafanir sínar í efnahagsmálum 26. október 1964. Aðalatriði þeirra skyldi vera 15 prs. hækkun tolls á öllum innfluttum iðnaðarvörum öðrum en tóbaki og hráefnum. Hins vegar skyldi tollahækkun- in ekki ná til Iandbúnaðarvara Kom tollahækkun’in þegar til framkvæmda. Rástafanir þær er Wilson boðaði voru i 8 tiðum eða þessar: 1. Tímabundin 15 prs. hækk- un innflutningstolJa, á, ijðpgðaþ- vörum, 2. Skattalækkanir á útflutn- ingsfyrirtækjum, aukin lán til útflytjenda, og stofnun útflutn- ingsráðs fyrir verzlunina við samveldisríkin. 3. Samráð við vinnuveitendur og verkalýðsfélög um ráðstaf- an’ir í því skyni að auka fram- leiðni og tekjur launþega. Stofn un ráðs til þess að fylgjast með verðlagsþróuninni. 4. Ráðstafanir í því skyni að auðvelda meiri tilfærslur á v’innumarkaðinum. 5. Aukin aðstoð við þau svæði er búa við atvinnuleysi. 6. Nákvæm athugun á öllum opinberum útgjöldum og niður- skurð þeirra í því skyni að draga úr eftirspurn eftir gjald- eyri og fá aukið fjármagn til arðvænlegra hluta í framleiðsl- unni. 7. Ný félagsmálalöggjöf. 8. Samningar við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn um að Bretar fái að nota fjármagnskvóta s’inn hjá sjóðnum. Sem sjá má, er höfuðtilgang- ur ráðstafana Wilsons sá, að binda endi á hallann í viðskipt- um Breta við önnur lönd. En það sem af er ársins nemur hallinn í viðsk'iptum Breta við önnur ríki um 100 milljörðum íslenzkra króna. GÓÐAR UNDIR- TEKTIR MAUDLINGS. Ráðstafanir Wilsons fengu góðar undirtektir hjá Maudling fyrrv. fjármálaráðherra Breta. Hann sagði, að rlk’isstjórn Verkamannaflokksins hefði fengið vanda efnahagsmálanna í arf frá stjórn íhaldsmanna en svo virtist sem hún ætlaði einnig að fá lausn vandans í arf frá íhaldsmönnum. Með þessum ummælum gaf Maudl- ing í skyn að rík'isstjórn Ihalds- flokksins mundi hafa brugðxzt eins við vandanum eins og Wilson. Er því ekki búizt við, að íhaldsmern muni greiða atkvæði gegn ráðstöfunum Wilsons. Ráðstafanir Wilsons höfðu þegar góð áhrif í kauphölhnni í London. Gengi iðnaðarhluta- bréfa reis þegar og sterlings- pundið hækkaði í verði. ÓLGA INNAN EFTA. En félagar Breta í EFTA urðu þegar reiðir, er þe’ir heyrðu tíðindin um ráðstafanir Wilsons í efnahagsmálum. Per Hække- rup utanríkisráðherra Dana sagði í viðtali Við Politiken að sú ráðstöfun Breta að hækka tolla bryti algerlega í bága við sáttmála EFTA-ríkjanna. Harold Wilson Hækkerup sagði: EFTA-sáttmál- inn heimilar aðildarríki sem á í efnahagsvanda að stríða að setja innflutningshöft á vissar vörur en skilyrði slíkra ráð- stafana er að vandamálið hafi áður verið rætt við önnur ríki EFTA. England hefur ekki farið þá leið, heldur lagt fyrirvara- laust toll á vörur ríkja sem það á að eiga samvinnu við í markaðsbandalagi. Vegna sam- vinnunnar innan EFTA hefði verið eðilegt að England hefði gert ráðstafanir, sem kom'ið hefðu jafnt niður á enska fram- leiðendur sem aðra innan EFTA. England hefði getað lagt á söluskatt eins og við höfum gert hér í Danmörku. Það eru fyrst og fremst dönsk húsgögn og danskur bjór er Frá fréttaritara Vísis í Kaupmannahöfn. f fyrradag var haldinn í félagi stúdenta er fylgja radi- kala flokknum í Danmörku og var þar m. a, tekið til umræðu liandritamálið. I ályktun fund- arins er sagt að afhenda beri verða fyrir barðinu á hinum nýja brezka toll'i, þ. e. af dönsk um vörum. Annars sleppa Danir tiltölulega vel, þar eð þeir selja fyrst og fremst land- búnaðarvörur f Bretlandi en iðnrekendur í Sviss, Sviþjóð og Austurríki verða mjög illa úti. Ráðstafanir brezku stjórnarinn- ar verða ræddar á ráðherra- fundi EFTA í Genf 19. og 20. nóvember n.k. Fastaráð EFTA hefur þegar komið saman og rætt málið. BJÓÐA LÆKKUN UM ÁRAMÓT. Er Bretar urðu varir við hin miklu mótmæli EFTA-rfkjanna gegn 15 prs. tollinum gerðu þe’ir félögum sínum í EFTA gagntilboð. Kváðust þeir ef til vill geta lækkað grunntollinn gagnvart öðrum EFTA-rfkjum meira um næstu áramót en ráðgert hefði verið. EFTA-rík- in hafa nú þegar lækkað inn- byrð'is tolla sína niður í 40 prs. þess er þeir voru við stofnun EFTA. Um næstu áramót eiga þeir að lækka í 30 prs. Tilboð Breta er fólgið f því, að þeir bjóðast til þess að fara niður í 20 prs. Ekki hefur þetta til- boð þó vakið mikla hrifningu enda vegur það Iítið upp á móti hinum nýja 15 prs. tolli. Sem dæmi má nefna, að tollur, sem var 20 prs. við stofnun EFTA er nú 12 prs. vegna þeirrar Iækkunar, er þegar hef- ur komið til framkvæmda. Sá tollur á að lækka í 6 prs. toll um næstu áramót en Bretar bjóðast nú til þess að lækka hann f 4 prs. en þeir hafa um Ieið lagt 15 prs. aukatoll á hinar sömu vörur þannig að lítið mun muna um þá auknu lækkun er þeir bjóðast til þess að framkvæma. Að vfsu er aukatollurinn tfmabundinn og á ekki að standa lengi. Þjóðverjar hafa einnig látið f ljós mikla óánægju með hinn nýja toll Breta, Þjóðverjar, sem eru f Efnahagsbandalagfi Evrópu segja það gagnstætt öllum hefðbundnum vinnubrögðum eftir strfð að skella slfkum tolli á fyrirvaralaust. Mesta hætta fyrir Breta í sam bandi við hinn nýja toll er sú, að önnur ríki grípi t’il mótmæla aðgerða og setji á sams konar innflutningstoll. Standi hinn nýi brezki tollur lengi er mikil hætta á slíkum ráðstðfunum og þá yrði hagræðið af brezka toll inum úr sögunni. íslendingum handritin og meðal röksemda fyrir því er talið að afhending þeirra muni stuðla að þvf að draga úr þjóðernis- legri öfgastsfnu á íslandi sem setur svip sinn á öll ung ríki og tengja ísland nánar hinu norræna samstarfi. Radikalir stúdentar vilja afhendingu handritanna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.