Vísir - 10.11.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 10.11.1964, Blaðsíða 2
V1SIR . ÞriBjudagur 10. növember 1964 AJAX-heimsóknm reynir fyrst á þolrif íslenzks hondknattleiks Þetta góða handknattleikslið heimsækir Reykjavík i lok vikunnar — keppir 4 leiki markhæsti leikmaður liðslns. Hann hefur leikið 6 landsleiki, 5 unglingalandsleiki og 4 sinn- um verið valinn 1 Kaupmanna- Handboltínn fer fyrir alvöru að rúlla á sunnu- daginn. Til þessa hefur lítið gerzt, handknattleiks- mennimir hafa verið að búa sig undir átök vetrar- ins og farið rólega gegnum Reykjavíkurmótið, sem mörgum finnst orðin úrelt keppni, keppt við þýzkt háskólalið, sem var ágætt handknattleikslið, en fékk ekki þá mótstöðu, sem hefði mátt vænta af Hðunum hér, sem vora því miður ekki í of góðri atfingu. Nú segjum við sem sagt að handknattleik- urinn fari af stað fyrir alvöra, því um næstu helgi keppa Evrópubikarlið íslendinga og Dana, en lið Dananna er Kaupmannahafnarliðið Ajax, sem fyr- ir síðustu helgi vann finnsku meistarana Union í Helsingfors með 34:18 og átti mjög létt með að sigra í þeim leik. Nú reynir á þolrifin hjá Fram, — sem leikur við sænska meistaraliðið Redbergs- lid 8. desember n.k. Það eru Valsmenn, sem taka á móti AJAX og hafa veg og vanda af heimsókninn'i hér, sem stendur eina viku. Alls koma 14 menn hingað, 13 leikmenn og fararstjóri. Leikmenn AJAX eru mjög jafnir og góðir leikmenn. Félag- íð á ekki marga landsliðsmenn, en liðið í heild er stórsnjallt handknattleiksliS. Eftirtaldir leikmenn eru í liðinu: Morten Petersen (1), aðal- markvörður liðsins, reyndur leikmaður. Hefur leikið 16 landsleik og verið 43 sinnum í Kaupmannahafnarúrvali. Var í liði Dana á síðustu HM. Peter Nielsen (5) er einn marksælasti maður liðs'ins og hefur undanfarin 3 keppnis- tímabil verið meðal þriggja BILL TIL SÖLU Góður Dodge Pickup ’52 með aluminium- húsi, hentugur fyrir iðnaðarmenn eða fisk- sala til sölu og sýnis í Hvassaleiti 51 í kvöld og á morgun. Sími 36407. Bíll til sölu Til sölu strax: (notaður) Rambler Classic ’63. Skoðunarskýrsla fylgir. Vökvastýri og loft- bremsur. Útvarp ásamt venjulegum „Classic" fylgihlutum. Hagstætt verð og kjör. Til sýnis í Rambler-búðinni. JÓN LOFTSSON H/F . Hringbraut 121 Málfundaklúbbur Heimdallar FUS Magnús Jónssor alþm. Nýr málfundaklúbbur tekur til starfa í Valhöll í kvöld kl. 8.30. nf Klúbburinn stofnaður. Magnús Jónsson alþm. ræðir um „MÆLSKULIST“. Kaffi-veitingar. Félagar, fjölmennið Ove Eilertsen (iengst til hægri) skýtur að marki finnsku meistar- anna Union um síðustu helgi. markhæstu leikmanna í 1. deildinni dönsku. S.l. keppnis- tímabil varð hann nr. 2 og 'skoraði alls 112 mörk. Hann SKIPAFRÚTTIR SKIPAUTGCRÐ RIKISINS Ms. Esja fer frá Reykjavík 14. þ.m. vest- ur um land til Akureyrar. Vöru- móttaka til Patreksfjarðar, Sveinseyrar, Bíldudals, Þingeyr- ar, Flateyrar, Suðureyrar, Isa- fjarðar, Siglufjarðar og Akureyr- ar á morgun og fimmtudaginn. j Farseðlar seldir á föstudaginn. ! FÉLAGSLÍF Ferðaféiag íslands heldur kvöldvöku í Sigtúni fimmtudaginn 12. nóv, — Húsið opnað kl. 8. Fundarefni: 1. Frumsýnd litkvikmynd „Sveitin milli sanda“ tekin af Ósvaldi Knudsen. 2. Myndagetraun, verðlaun veitt. 3. Dans til kl. 24. Aðgöngumiðar seldir í bóka- verzlunum Sigfúsar Eymundssonar og Isafoldar. Verð kr. 40.00. Glímufélagið Ármann. Róðrardeild. Æfingar hefjast i kvöld kl. 8 í Miðbæjarskólanum — Yngri og eldri ræðarar eru hvattir til að fjölmenna. Nýliðar velkomn- ir. — Stjórnin. K.F.U.K. — K.F.UM AIþjóðabær’’vika félaganna er þessa viku Sameiginleg samkoma í kvöld kl. 8,30. Gunnar Sigur- jónsson, guðfræðingur, hefur hug- leiðingu. hefur leikið 8 landsleiki og 23 sinnum verið valinn í Kaup- ■ rnannahafnarúrvalsleiki. Ove Ejlertsen (4) er annar hafnarúrval. Hann var með landsliði Dana gegn Norð- mönnum nú í nóvemberbyrjun. Ove Anderson (6) er einnig meðal sterkustu leikmanna l’iðs- ins. Hann hefur leikið 2 lands- leiki og verið 19 sinnum í úrvali Kaupmannahafnar. Aðrir leikmenn: Erik Rasmussen (11). Vagn Olsen (2). Kurt Christiansen (3). Jorgen Eriksen (7). Jan Wichmann (8). Bjarne Nissen (9). Claus Sorensen (10). Ole Hartung (12). Bent Andersen (13). AJAX—FRAM. Fyrsti leikur Ajax hérlendis verður sunnudaginn 15. nóvem- ber kl. 16:00 og fer sá leikur fram f fþróttahúsi varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli. Það eru Islandsmeistararnir úr Fram, sem mæta Danmerkur- meisturunum í þessum fyrsta leik þeirra hérlendis. Fyrir Fram verður þetta nokkurs konar lokaprófraun undir leik þeirra f Evrópubikarkeppninni gegn Svíþjóðarmeisturunum Redbergslid í Gautaborg 8. des. n.k. Verður le’ikur þessi án efa mjög spennandi og tvfsýnn. FORLEIKUR: Á undan leiknum leika A. og B. unglingalandslið er Ung- lingalandsliðsnefnd H.S.l. hefur valið. AJAX—VALUR. Næsti leikur verður svo f íþróttahúsinu að Hálogalandi þriðjudaginn 17. nóv. kl. 20.15. Þá mun lið gestgjafanna VAL- UR leika gegn Ajax. Verður fróðlegt að sjá hvernig hinu unga efnilega liði VALS tekst upp gegn Danmerkurmeistur- unum. FORLEIKUR: Áður en leikurinn hefst, mun III. aldursflokkur frá Val og Víking leika. AJAX—F.H. Þriðji leikur Ajax verður svo fimmtudaginn 19. nóv. í fþrótta húsinu að Hálogalandi kl. 20.15. Mæta þeir þá Islandsmeisturun- um (utanhúss) F.H. Verður sá leikur vafalítið tvísýnn og spennandi. F.H. hefur ágætu liði á að skipa og hafa þeir verið f forystusveit íslenzkra hand- knattleiksliða mörg undanfarin ár. FORLEIKUR: Þetta leikkvöld hefst með baráttu milli mjög efnilegra liða frá VaJ og K.R. í öðrum aldurs- flokki. AJAX—ÚRVAL H.S.Í. Síðasti leikur Ajax verður laugardaginn 21. nóv. kl. 17.00 í íþróttahúsi Varnarl’iðsins á Keflavfkurflugvelli. Mæta Dan- ir þá úrvali, sem landsliðsnefnd Handknattleikssambands Is- lands hefur valið. Þessi leikur verður lokaprófraun væntanlegs landsliðs gegn Spánverjum. FORLEIKUR: Meistaraflokkar kvenna frá Val og F.H. leika forleik þenn- an dag og verður án efa skemmtileg og fjörug barátta milli þessara kvennaliða. Valur teflir fram íslandsmeisturum kvenna, bæði utanhúss og inn- an. Kvennalið frá F.H. hefur undanfarin ár annað hvort haft Islandsmeistarabikarinn undir höndum eða verið mjög í náinni snertingu við hann. SKEMMUGLUGGINN Amerísk brjóstahöld nýkomin í miklu úrvali Amerískur dömu- undirfatnaður og náttkjólar í öllum stærð- um. Hollenzkur barnafatnaður í miklu úrvali SKEMMUGLUGGINN LAUGAVEGI 66 — SÍMI 13488

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.