Vísir - 10.11.1964, Side 9

Vísir - 10.11.1964, Side 9
9 V í S IR . Þriðjudagur 10. nóvember 1984. iuð Í5V233 SS5 >f Abnenningur í öllum Norður- löndunum og víðar hefur fylgzt með deilu Loftleiða og SAS um flugfargjöld milli Skandinavír og Norðup-Ameríku. Má segja að deila þessi hafi ógnað norrænni samvinnu, enda heyrðust raddir um að samvinna Norðurlandanna væri aðeins í orði, en þegar á reyndi væri þessi margumtalaða samvinna einskis virði. Má segja að I oftleiðadeilan hafi verið prófsteinn á norræna samvinnu og samstarfshug. Það er vissulega ánægjulegt að deilan hefur verið leyst, með þeim hætti sem raun ber vitni. Hitt er þó enn þýðingarmeira að skilningur og vináttubönd milli frændþjóðanna hafa styrkzt. Samkomulag í Loftleiðadeilunni Almenningur á Norðurlöndum hefur fordæmt afstöðu SAS, sem vinnur gegn því að þeir sem hafa takmörkuð fjárráð njóti lægri fargjalda. Mörg norræn ,blöð hafa tek- ið málstað Loftleiða og látið í ljós á ákveðinn hátt að það væri ósæmilegt fyrir SAS, að leitast við að kaffæra Loftleiðir sem berst fyrir tilveru sinni við miklu verri skilyrði heldur en SAS, sem hefur stuðning þriggi.'i ríkja sem eru hvert um s - margfalt _ fjölmennari en ís- lenzka þjóðin. ALMENNINGSÁLITIÐ VANN MEÐ LOFTLEIÐUM Almenningsálitið hefur risið með Loftleiðum og varð það á- samt velvilja ríkisstjórna við- komandi landa til þess að deil- an leystist með þeim hætti, að Loftleiðir geta vel við unað. Viðræður flugmálastjóra Is- lands og hinna Norðurlandanna um þetta viðkvæma deilumál báru ekki árangur, enda unnu þeir á faglegum grundvelli eins og jafnan í skyldum málum. Til þess að leysa deiluna, varð að taka málið upp á pólitískum grundvelli með þeim hætti að utanríkisráðuneyti viðkomandi landa tóku málið í sínar hendur. Fulltrúar frá utanríkisráðu- neytunum komu saman til fund- ar í Reykjavík, og má fullyrða að þeir hafi frá byrjun verið ákveðnir í að ná samkomulagi og að slíta ekki umræðum fyrr en það hefði tekizt. Það leyndi sér ekki að til samninganna höfðu verið valdir menn með réttu hugarfari og góðum skilningi á málinu. Samkvæmt samkomulaginu munu Loftleiðir um ákveðinn tíma fljúga aðeins með eldri vél- um til SAS-landanna, DC —6B. og mismunur á fargjöldum sem um samdist er miðaður við að eldri gerðir flugvéla verði not- aðar á leiðinni milli þessara landa og íslands. LOFTLEIÐA FARGJÖLD 15% LÆGRI Flugfargjöld Loftleiða verða með þeim hætti 15% lægri mið- að við leiðina Skandinavia — New York heldur en fargjöld með flugvélum SAS. Hinar nýju flugvélar Loftleiða, sem eru miklu hraðfleygari en eldri gerð ir og taka 160 farþega, munu fljúga á leiðinni New York — Reykjavík — Luxemborg og New York — Reykjavík. Flugfarþegar frá Norðurlönd unum og fyrst um sinn frá Bret- landi, munu skipta um vél á fslandi og fljúga milli Reykja- víkur og New York með nýju vélunum. Þótt þetta teljist viðunandi fyrirkomulag fyrst um sinn, hlýtur að því að koma að stærri og hraðfleygari vélarnar fái lend ingarleyfi með eðlilegum skilyrð um í þeim löndum, sem nú tak- marka leyfin við eldri gerðina. Fyrir stuttu var sænskur út- varpsmaður á ferð í Reykjavík og spurðist fyrir um hversu þýð ingarmikið það væri fyrir ís- ienzkan þjóðarbúskap, að Loft- Ieiðir gætu haldið sinum hlut. Hann fékk upplýsingar um að hjá Loftleiðum vinna 456 manns. Reiknað er með að hver maður hefði meðalfjölskyldu og eru þá 1800—1900 manns sem hafa framfæri hjá fyrirtækinu eða um 1 % af íbúum landsins. Til samanburðar var tekið dæmi- um hliðstætt fyrirtæki í Svíþjóð. Þar eru íbúar iiðlega 7 millj- ónir. Fyrirtæki í Svíþjóð, sem jafngildir Loftleiðum í íslenzku atvinnulífi ætti því að hafa um 17.000 manns í vinnu og um 70.000 manns á framfæri fyrir- tækisips. Svíinn hafði fyrirfram samúð með Loftleiðum og skilning á öllum málavöxtum, en þó miklu fremur eftir að hafa gert sér ljósan þennan samanburð. Það er ljóst að fyrirtæki sem hefur um 1% þjóðarinnar á fram færi og greiðir auk þess há gjöld til ríkis og borgar, hefur ' mikla þýðingu í þjóðarbúskapn- um. Loftleiðir ásamt Flugfélagi ís- lands og íslenzku skipafélögun- um hafa unnið íslandi sérstakt gagn með þvf að kynna landið á erlendum vettvangi og vinna þjóðinni álit og traust annarra þjóðá. Fyrr á öldum sigldu Is- lendingar milli landa, önnuðust sjálfir flutninga til og frá land- inu og námu ný lönd. Meðan Islendingar önnuðust siglingarnar sjálfir vegnaði þeim vel og héldu sjálfstæði sínu. Eftir að þeir hættu að sigla sjálfir og treystu á aðra í því efni , kom afturförin og hnign- unin sem þjóðin bjó við um margar aldir. Eyþjóð verður að sigla, hún þarf að eiga fullkomnustu sam- göngutæki sem völ er á. Það er því ánægjuefni að skipastóllinn og flugflotinn fer stöðugt vaxandi. Er það vottur um framfarir og efnalega uppbyggingu þjóðar innar. Siglingar í lofti og á legi er nú þýðingarmikil atvinnugrein í landinu og verður að teljast hornsteinn sjálfstæðis þjóðar- innar. Eftir Ingótf Jönsson flugmálaráðherra kvik,. mynair Lengstur dagur /''inemascope-mynd frá 20th ^ Century Fox, gerð af Darryl F. Zanuck eftir bók Corneliusar Ryans, „The Longest Day“. Við hér á landi erum sam mála um að styrjaldir séu brjál æði. ísigi að síður höfum við, sem betur fer, litla hugmynd um hve hryllilegt brjálæði þær eru. Kynni okkar afþvíbyggjast annars vegar á þurrum niður- stöðutölum, svo og svo margii fallnir, mannvirki og verðmæti, metin á svo og svo marga millj arða sprengd í loft upp eða jöfn uð við jörðu — hins vegar á fréttum og frásögnum, frétta- kvikmyndum og heimildarkvik myndum. Loks eru svo skáld- sögur, sumar að minnsta kosti byggðar að einhverju leyti á raunverulegum styrjaldarat- burðum og kvikmyndir, gerðar með svipuðu móti og þó oft eftir skáldsögunum. En yfirleitt er afstaða okkar til alls þessa eins og söm, það er okkur yfir leitt allt óraunverulegt, allt skáldskapur í orðum eða mynd um. þvf að þó að við vitum að styrjaldir eru brjálæði og viður kennum það, harðneitum við að trúa því að þær séu svo ómann legt og viðurstyggilegt brjál- æði, sem þar er frá skýrt. Okk ur verður það ósjálfrátt að bera skjöld fyrir manninn, og þá eðli lega fyrst og fremst manninn í okkur sjálfum, með því að tauta „áróður“ og geispa. /Átrúlegt er það samt að nokk ur geispi á meðan hann horfir á þessa mikilúðlegu styrj aldarmynd Darryl F. Zanuck. Þar gerast þeir atburðir fyrir augum manna, að ekkert þýðir að tauta ,,áróður“ í von um að það orð leysi mann frá allri af stöðu. Þar segir frá úrslitaátök um brjálæðisins gegn brjálæð inu, þar sem úr því skyldi skor ið, hvort mannkynið skyldj enn fá nokkurn frest til að vitkast eða tortímast fyrir brjálæði sitt. Það lætur í eyrum eins og þver sögn, en eigi að síður var það einmitt þetta, sem gerðist þann 6. júnf fyrir tuttugu árum. Og það er einmitt þetta, sem höfundar kvikmyndarinnar leggja áherzlu á og fyrir það verður hún í senn ákæra á hendur manninum og málsvörn fyrir manninn. Og einmitt fyrir það má enginn, sem kominn er til vits og ára, láta undir höfuð leggjast að sjá þessa mynd — sjá hvílíku verði okkur var keyptur þessi frestur og hve litlu munaði að hann fengist. Og hvað mundi hafa beðið mannkynsins, hefði hann ekki fengizt. Það má kannski flokka það undir viss afbrigði brjálsemi að freista að gera slíka kvikmynd. Það kemur og heim við það, sem haldið er fram, að öll snilli sé angi af vitfirringu. Snilli Zanucks leynir sér að minnsta kosti ekki. Ég geri ráð fyrir að hártogarar geti eitthvað að með ferð þessa tröllaukna viðfangs efnis fundið í einstökum smá- atriðum, tæknilegum eða list- rænum. Stórbrotin túlkun og smásmuguleg gljáfágun fer sjaldnast saman. En benda má á það, að erlendir gagnrýnend- ur telja hana beztu kvikmynd ársins 1962, og að það kemur fram í blaðaumsögnum manna, sem sjálfir tóku þátt 1 hinni örlagaríku innrás í Normandí, að endursögn kvikmyndarinnar sé ótrúlega sönn og raunveru- leg, ef litið er á hapa sem heim ildarverk. Hvað hún vitanlega þó ekki er nema öðrum þræði, heldur fyrst og fremst rismikið, áhrifasterkt skáldverk, byggt á raunverulegum atburðum. T eikaramir, sem fram koma í þessari mynd, skipta tug- um og er engin leið að telja þá upp, enda þýðingarlítið í sjálfu sér. Þó má nefna nöfn eins og Richard Burton, Paul Anka, Sean Connery, Richard Todd, Kenneth More, Peter Lawford, Robert Mitchum, Henry Fonda, Arletty, Irina Dimich, Jean- Louis Barrault af handahófi, til þess að sýna að þar hefur ekk ert verið til sparað. Og á list- anum yfir þá, sem fengnir voru ráðgefendur við töku og gerð kvikmyndarinnar má sjá nöfn ýmissa frægustu foringjanna, sem þátt tóku í innrásinni eða fyrir voru til varnar. Það er alkunna, að áður haia verið gerðar fleiri kvikmyndir en nokkur veit tölu á, þar sem efnið er sótt I síðari heimsífyr j öldina og áreiðanlega á fjðldi þeirra eftir að margfaldast. En síðaristyrjaldarkvikmynd a borð við „Lengstur dagur“ hef ur ekki verið gerð áður — og verður sennilega ekki gerð, eða þess verður áreiðanlega langt að bíða. lg. B5EEP3 A

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.