Vísir - 20.11.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 20.11.1964, Blaðsíða 4
■' sz&zm'tvwaamstsBBsmit Fornbókaverzlunin Bókin á Skólavörðustíg. Fornbókaverzlun í glæsi- legum húsakynnum Fornbókaverzlunin Bókin h.f. opnaði nýlega í stórum og mikl- um húsakynnum að Skólavörðu- stíg 6. Munu það vera einhver hin rýmstu og beztu húsakynni, sem nokkur fornbókaverzlun hef- ur átt vfð að búa fram til þessa. í tilefni af þessu sneri Vísir sér til forstöðumanns og aðaleig- anda verzlunarinnar, Guðmundar Egilssonar, og spurði hann hve- nær hann hafi fyrst byrjað að fást við fornbókasölu. — Það var fyrir tveimur ár- um, sagði Guðmundur, að ég stofn aði fornbókaverzlun á Klappar- stfg 26 og þar hef ég svo verið framundir þann tíma, sem ég opn- aði hér á Skólavörðustígnum. — Hvað kom þér til að fara út í fornbókasölu? — Einfaldlega það, að mig hef- ur um langt skeið langað til þess. Ég fékk smjörþefinn af þessu á bókamörkuðum, sem Helgi Tryggvason bókbindari hélt stundum á haustin. Hann fékk\ mig til að aðstoða sig og þar komst ég í kynni við gamlar bæk- ur, bóksölu og bókamenn. Þar vaknaði líka áhugi minn á þvf að stofna fornbókasölu sjálfur. — Ert þú sjálfur bókasafnari? — Ég safnaði lftillega á tfma- bili einkum tímaritum og þjóð- sögum. En ég er þeirrar skoðun- ar að bókasöfnun og bóksala fari ekki saman og þess vegna tók ég ákvörðun um að steinhætta allri söfnun og jafnframt að farga því litla, sem ég hafði safnað um dagana. — Sérhæfir þú þig í sölu ein- stakra bókaflokka? — Nei, þvert á móti geri ég mér far um að hafa sem fjöl- breytilegast úrval og við sem flestra hæfi. Það er lfka naum- ast hægt í jafn lítilli borg og Keykjavík er að sérhafa sig í á- kveðnum greinum. — Selurðu bæði innlendar og erlendar bækur? — Já, ég bæði kaupi og sel jafnt erlendar bækur sem innlend ar. Aðalverðið hlýtur þó ævin- lega að vera f innlendu bókunum. — Kaupirðu líka heil bóka- söfn, ef þau bjóðast? — Já, ég hef gert það, þegar svo ber undir, og mér þykja bæk- urnar vera útgengilegar. Ýmsir, sem hafa selt hafa verið fegnir því að geta losnað við söfnin í heilu lagi. Það hefur verið þægi- lœt fyrir þá og sparað þeim bæði tima og fyrirhöfn. — Hefurðu verið með mikið af fágætum og dýrmætum bókum? — Já, þeim skýtur upp kollin- um alltaf annað veifið. Nú síðast um leið og ég opnaði á Skóla- vörðustígnum hafði ég einkum mikið af fágætum blöðum og tíma ritum, auk annarra fágætra bóka. Megnið af þvi fágætasta seldist strax. Fágætar bækur staldra sjaldan við. — Hvaða bók hefurðu selt fá- gætasta eða dýrmætasta? — Það er alltaf erfitt að segja um það hvað sé fágætast af þvi sem tmaður i hefur^selfc. Stundiim veit maður alls ekki hvað fágæt- ast er af því sem maður selur. - Maður veit það eitt, að sumar bækur eru mjög fágætar — ekki til nema í fáeinum eintökum, en hve mörgum — veit sennilega enginn. Annars ef ég ætti að telja eitt- hvert einstakt rit eða bók öðrum fremur, sem er öðrum verðmæt- ara eða fágætara, af þeim, sem ég hef haft til sölu, myndi ég freistast til að nefna Skólaskýrsl- ur Menntaskólans frá upphafi, og þar með hina frægu pereat- skýrslu, sem naumast er nokkurs staðar til, hvorki í söfnum né hjá einstaklingum. — Geturðu nefnt mér fjölda þeirra bóka, sem þú hefur til sölu í augnablikinu? — Nei, ég hef ekki kastað tölu á þær. Hins vegar er mér óhætt að fullyrða að titlarnir skipta nokkrum þúsundum. — Keppirðu að nokkru sér- stöku markmiði í fornbókasölu þinni? — Ekki öðru en því að hafa bækur við sem flestra hæfi, jafnt bókasafnara sem almennings og geta orðið sem flestum að liði. En ég hef líka stefnt að því að hafa fornbókaverzlun mína sem snyrtilegásta og notalegasta í alla staði. þannig að fólk kunni vel við sig og sé eins og heima hjá sér þá stund sem það dvelur inni í verzluninni við að skoða bækur. Og ég vil að fólk hafi á tilfinningunni að þangað sé það ævinlega velkomið hvort sem það kaupir nokkuð eða ekki. ► Nyerere forseti Tanganyika kom til Daar-es- Salearn nýlega eftir nokkra fjarveru og var hylltur af miklum mannfjölda, sem hanh ávarpaði. Hann vék stuttlega að ákærum á hendur Bretum og Bandaríkjamönnum fyrir samsæri um að kollvarpa stjórn landsins, en utanríkisráð herrann birti gögn þessu til sönnunar viku áður. Ríkisstjórn ir Bretlands og Bandaríkjanna segja skjölin fölsuð. Nyerere kvað'st mundu Ieggja þau fyrir bandaríska fulltrúa. „Ég vona til guðs, að rétt reynist, að þau séu fölsuð“, sagði hann. HUSQVARNA 2000 SÝNI- kennsia Vegna mikillar aðsóknar verður sýnikennsla fyrir Husqvama-saumavélar alla þessa viku í húsakynnum vorum sem hér segir: Miðviku- dag, fimmtudag, föstudag kl. La\igardag kl. 2—6 e. h. V í S IR . Föstudagur 20. nóvember 1964 Opið í kvöld HÖrilM OPIB TIL KL.10 í KVÖLD HIÍSGAGNAHÖLLIN LAUGAVEG 26. Max Factor Allar tegundir af MAX FACTOR snyrtivörur. Nýkomið: Senseraður varalitur, hreinsikrem, næringar- krem. Andlitsvötn, make og púður. Steinkvötn og ilmvötn frá MAX FACTOR SNYRTIVÖRUBÚÐIN Laugavegi 76 Sími 12275 NYTT! Ný sending amerískir barnakjólar. Enskir og amerískir náttkjólar — Amerískir brjósta- haldarar í glæsilegu úrvali. Snyrtivörudeild Skemmugluggans: Helen Rubinsfeín og YurdBey Lítið i Skemmugluggann, LAUGAVEGI 66 — SÍMI 13488 Ödýrt nýkomið Ódýrt nýkomið, barnakjólar úr nælon, kr. 220.00. Barnakjólar úr flaueli kr. 135.00. Barnakjólar, langerma, kr. 165.00. með fafriaðinn á fjölskylduna Laugaveg 99, Snorrabrautar megin - Sími 24975

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.