Vísir - 20.11.1964, Síða 8

Vísir - 20.11.1964, Síða 8
8 V í S I R . Föstudagur 20. nóvember 1964 VÍSIR Otgefandi: Blaðaatgáfan VISIK Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstóðarritstjórí: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjórnarskrifstofur Laugavegj 178 Auglýsingar óg afgreiðsla Irigólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr á mánuði t lausasölu 5 kr. eint. - Simi 11660 (5 linur) Prentsmiðja Vísis — Edda h.t Krafa S.Í.S. Qrein forstjóra Skipadeildar S. í. S., sem birtist í Tím- anum í fyrradag, hefur vakið mikla furðu vegna ein- sýns málflutnings. Var í greininni kvartað um það að í nýgerðum olíusamningum við Sovétríkin skuli þeim faldir olíuflutningarnir, en skip S. í. S., Hamrafell, ekki látið sitja fyrir þeim. Segir hann að flutningatil- boð Rússa séu „dumping“ (óraunhæf undirboð) og þartnig ekki í samræmi við raunverulegan kostnað flutninganna Vegna þessara rangfærslna hefur við- skiptamálaráðuneyt.ið séð sig tilneytt til að gefa út yf- irlýsingu um málið í gær. Kemur þar fram að S. í. S. krafðist miklu hærra farmgjalds fyrir olíuflutningana með Hamrafellinu en Rússar buðu og íslenzku olíufé- lögin töldu sig geta samþykkt. Er þess vegna erfitt að sjá hvers vegna skylda hefði átt olíufélögin til þess að Hytja olíu og benzín til landsins fyrir miklu hærra verð en fáaniegt var — verð, sem liggur verulega yfir heims- markaðsverði olíufarmgjalda. S. í. S. stóð til boða að iáta Hamrafellið annast flutningana nú eins og á ár- unum 1958—1963 fyrir samkeppnishæft verð, og reynd ar vóru olíufélögin fús til þess;að gr.eið^.igokkr^ hærra v erð vegna þess öryggis, sem í því felst að láta íslenzkt skip annast flutningana. En tilboð S. I. S. var svo langt- um hærrá en markaðsverð, að fráleitt hefði verið að taka því. Þess vegna er grein skipaforstjóra S. í. S. torskilin í ljósi þessara staðreynda. Að öðru jöfnu er rétt og sjálfsagt að íslenzk skip annist flutninga til landsins. En þjóðin getur ekki gengið að neinum afar- kostum í því efni. Það væru sannarlega annarlegir verzlunarhættir. Þórbergur Þórðarson pyrir nokkrum dögum ritaði dr. Benjamín Eiríksson opið bréf til alþingismanna, sem birtist hér í blaðinu. í bréfinu lagði hann til að þar sem alþingi hefði nú heiðrað þrjá listamenn þjóðarinnar með sérstökum listamannslaunum, væri full ástæða til þess að sá heið- ur ræði einnig til Þórbergs Þórðarsonar. í grein sinni sagði dr. Benjamín m. a.: „Dómbærum mönnum ber saman um að Þórbergur sé ágætur málfræðingur og mikill ritsnillingur, sem hefur endurnýjað og stórlega auðgað þá list. Um myndauðgi stílsins og orðkynngi eru fáir hans jafningjar. Allir sem nú rita íslenzku að marki eru meiri eða minni lærisveinar hans“. Þessi grein hefur orðið tilefni til harðvítugra mót mæla gegn tillögu dr. Benjamíns. Vísir vill hins vegar gera orð hans að sínum. Þótt stjórnmálaskoðanir Þór- b'ergs samræmist ekki stefnu þessa blaðs, breytir það ekki þeirri staðreynd, að hann er einn af mestu rit- höfundum þjóðarinnar. Það á alþingi að virða og meta uð verðleikum, er það deilir út heiðri til beztu lista- 'iunna vorra. . ^ a- VOPNAHLÉ í YEMEN Fyrir nokkru var styrjöld til lykta leidd — tveggja ára og tveggja mánaða styrjöld — eða styrjöldin í Yemen, sem var meira en venjuleg borgarastyrj öld, því að tvö erlend ríki voru „með I spilinu", — Saudi-Ara bía, sem studdi konungssinna — og Egyptaland, sem studdi lýðræðissinna — og sendi hvorki meira né minna en 40 þús. manna lið til landsins. Samkomulag náðist um vopna hlé skömmu eftir að Faizal prins tók við konungdómi í Saudi Arablu af Saud konungi, bróður sínum, en hann þótti ekki fær um að fara með kon- ungsvaldið lengur vegna elli og veikinda, en veigamesta ástæð an var, að ekki varð Iengur un- að við afturhaldssemi hans, enda varð það fyrsta verk Faiz als sem konungs, að boða „nýja fratnttð fyrir Saudi-Arabíu" Það var í september 1962 sem styrjöld brauzt út í eyðimerkur- landinu Yemen á Arabluskaga, þegar Mohammed-el-Bahr kom til valda sem imam eða konung ur eftir föður sinn, en þá var gerð bylting og var aðalfor- sprakki Abdullah Sallal ofursti — sem nú er forseti Yemen — án þess að hafa á valdi sínu nema helming landsins. Al-Badr slapp nauðulega frá Saana, höfuðborginni, en kon- unghollir f jallabúar hófu styrjöld gegn lýðræðisstjórninrii, en hún hefði án efa beðið herfilegan ó- sigur, ef Nasser forseti Egypta lands hefði ekki brugðið skjótt við til hjálpar. Sendi hann lið þangað og hinir egypzku herrar gátu húið um sig í höfuðborg inril og strandbæjum', en náðu ekki valdi á samgönguleiðum þeirra milli, hvorki fyrr né síð ar. En þegar Nasser kom Sallal til hjálpar kom Saudi-Arabía konungssinnum til hjálpar, að- allega þó með því að láta þeim í té vopn. Það er ekki fjarri því rétta, sem sagt var í yfirlitsgrein í erlendu blaði um þessa styrjöld að hún hafi verið „styrjöld milli Saudi-Arabíu og Egypta lands, sem háð var á yem- enskri grund“. Það fer ekki milli mála, að Faizal, hinn nýi konungur Saudi-Arabíu v það hefir kostað Nasser mikið fé að hafa 40,000 manna lið I Yemen — það hefir kostað hann milljónir á milljónir ofan, auk hins gífurlega manntjóns, sem orðið hefir I styrjöldinni, en þús- undir Yemenmanna hafa fallið I henrii, og þúsuridir egypzkra hermanna — og hefir helmingur þess fallið, eftir sumum fréttum að dæma. Þjóðhöfðingjaskiptin í Saudi Arablu munu hafa haft sln áhr'f að samkomuiag náðist, en ekki síður hver þróunin hefir orðið I báðum löndunum og heimin- um mætti við bæta, á þeim tíma, sem styrjöldin hefir staðið. Fundurinn um vopnahlé var haldinn I Sudan og þar varð samkomulag um: l.Að vopnahlé kæmi til frani- kvæmda s.I. sunnudag — sem og varð. 2.23. nóvember skal fundur haldinn í bæ nálægt landa- mærum Yemen og Saudi-Ara- bíu. Sitja hann ful’trúar hinna konunghollu og fulltrúar þeirra, sem stutt hafa Sallal. 3. Þátttakendur I ráðstefnunni verða 169 — beirra meðal „ul- emar“ — trúarlegir leiðtogar. 4. Ráðstefnan á — ásamt Saudi- Arabíu og Egyptalandi — að koma sér saman um, að frið- arsamningar verði gerðir — og haldnir. Það eru enn taldir vera 20.000 egypzkir hermenn I Yemen. Það kann að vera deiluefni hvort leyft skuli að einhver hluti þess liðs verði áfram I landinu, en margir ætla að Sallal missi allt úr höndum sér, sem hann hefir, ef egypzka liðið fer. HVAÐ VERÐUR UM KONUNGINN? Hann mun vart geta gert sér vonir um endurreisn konungs- dæmis. Heyrzt hefir að honum standi til boða að fá væna fúlgu fjár — hvorki meira né minna en sem svarar til 1400 milljónum islenzkra króna, — en þá á hann líka að fara úr Iandi með' allt sitt skyldulið. En um af- stöðu hans og undirtektir er raunar ekki vitað. Næst eining á ráðstefnunni? Á því leikur mikill vafi. En verði friður saminn mun það hafa vlðtæk áhrif og til góðs I hinum arabiska heimi. BÓK Á ÞÝZKU UM ÍSLAND Ný bók um Island er væntan- leg á þýzku um n.k. áramót. Höf- undur hennar er Dr. Haye W. Hausen, fornleifafræðingur, sem dvalizt hefur langdvölum á ís- landi á undanförnum árum og ferðast mikið um landið. Bók sína hefur dr. Hausen haft lengi I undirbúningi og vandað til hennar eftir föngum. Hún verður um 200 slður að stærð, auk mynda, en myndskreyting verð- ur mikil og með næsta óvenju- legum hætti. Þar ber fyrst og fremst að geta 60 teikninga höf- undarins, en auk þess 16 lit- myndasíður m.a. myndir af ollu málverkum höfundar af Isl. þjóð búr.ingum, torfbæjum o. fl. Auk þess eitthvað af litljósmyndum af landslagi o.fl. Loks verða 8 myndaslður með svart-hvítum ljósmyndum. Bókinni er ætlað að fjalla al- hliða um Island, sögulega, jarð- og laridfræðilegt ýfirlit og um siðu og menningu þjóðarinnar. Verður henni skipt niður I 8 kafla og hafa sérfróðir menn, hver á sínu sviði, lesið handritið yfir. I bókarlok verður skrá yfir bækur, sem komið hafa út um ísland á ýmsum tungumálum. Sú skrá ein nær yfir 12 blaðsíður. Það er bókaforlag Cate und Kaiser Frankfurt a. Main, sem gefur bók dr. Hausens út og hefur ákveðið að vanda til hennar I hví- vetna. Bókin verður gefin út i 5 þús. eintökum til að byrja með, en seinna hugsað að gefa hana út á ensku og sænsku. Þegar út- gefendurnir höfðu lesið handrit- ið að bókinni komu þeir sjálfir til íslands til að kynnast þessu undarlega landi, sem bókarhöf- unidur lýsti með aðdáun og hrifn ingu. Þeir voru hér i sumar, ferð uðust nokkuð um landið og telja sig ekki hafa orðið fyrir von- brigðufn. ■ . i.æi am I STUTTU MÁLI s. ► Yfir 300 landgönguliðar hafa nú verið settir á land á 2 eyjum úti fyrir ströndum Malakka- skaga. Fluttu þyrlur þá frá flugvélaskipinu Victorious. Hlut verk landgönguliðanna er að Ieita að indonesiskum skæru- Iiðum, sem kunna að hafa kom- ið sér upp bækistöðvum á eyj- unum til innrásar á meginland- Ið. ► Rhodesiuþing hefir verið kvatt saman til aukafundar 1. des., en áður hafði þvl verið frestað til 1. febr. næsta árs. Nú kemur það saman til nauð- synlegrar Iagasetningar, en ekkert látið uppskátt nánara. ► Brezka þingið hefir sam- þykkt lög um sjálfstæði Vestur- Afríkusmáríkisins GAMBIA. Fær það sjálfstæði 1. febr. 1965 og verður áfram f sam- veidinu. ► Réttarhöld eru hafiti ð Spáni yfir 30 námumönnum og einni konu fyrir að dreifa á- róðursritum I seinasta námu- mannaverkfalli í Asturias. Þau neita sakargiftum og segjast aðeins hafa fært svöngum verkfalismönnum mat. 'SH

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.