Vísir - 04.01.1965, Page 15
V1 S I R . Mánudagur 4. janúar 1965
PHYLLIS BOTTOME:
\
GLÖSIN VORU TÓLF
— Hver skrattinn — hvílíkt ó-
bragð, sagði hann. Á þessum
fjanda bragði ég ekki oftar.
Kona hans svaraði engu, tók
glasið úr hendi hans og fór fram
með það. í>ar tók hún annað glas,
fyllti það af líkjör og drakk til
botns eins og maður hennar hafði
gert.
Hinu glasinu stakk hún í vasann
og svo fór hún út í garðinn til
sonar sfns.
— Loksins kemurðu, mamma,
sagði Paul. Mig langar svo til að
tala við þig. Ég er orðinn svo leið
ur á öllu, og ef áframhald verður
á þessu geri ég eitthvað í örvænt
ingu minni. Ég veit að þetta hlýtur
að enda með skelfingu. Stundum
finnst mér að ég gæti jafnvel drep
ið...
Frú Watkins dró andann léttar.
Það hafði flögrað að henni stund
um er hún sat í kirkjunni og hug
leiddi málin. að sá dagur gæti
runnið upp, að Paul missti stjórn
á sér og réðist á föður sinn. En nú
var þeirri hættu afstýrt.
Þetta máttu ekki segja, drengur-
inn minn, sagði hún. Faðir þinn
getur víst ekki gert að því hvernig
framkoma hans er. Og það er
ekki nema eðlilegt, að hann setj'i
það ofar öllu, að þið fáið nóga
peninga - ekkert skiptir eins
miklu máli í hans augum og pening
ar.
— Þetta er ekki rétt hjá þér
mamma, hann hefir alls engan á-
huga fyrir, að við fáum nóga pen-
inga, sagði Paul æstur, — honum
er hins vegar nautn í því að halda
okkur í greip sinni, af því við
höfum ekkert fé handa milli, og
þess vegna getur hann ráðið því
hvert við förum og hvað við ger-
um. Hvenær hefir hann látið þig
fá nokkra peninga svo um munaði,
sem þú gazt gert við það, sem þú
vildir — eða látið okkur Hetty
fá meira en óverulega vasapeninga?
Sylvia sóð upp og leit í kring-
um sig, á skrauthýsið og vel hirtan
garðinn. Það var eins og hún væri
að hlusta eftir einhverju.
— Mér fellur ekki, þegar þú tal
ar svona Paul, sagði hún. Þú ættir
heldur að fara upp til Hetty og
sækja hana. Hún hefði gott af að
fá sér frískt loft hérna í garðinum.
Og það er ekki langt þangað til
fer að skyggja.
— Pabbi fer bara að kvelja hana
á ný, ef hún kemur niður.
— Ég held ekki, ’ að það
komi til þess, sagði Sylvia Watkins.
Hún sá son sinn fara inn í hús-
ið og svo gekk hún að runna-
þykkni neðst f garðinum. Þar tók
hún lfkjörsglasið upp úr vasa sín
um og knosaði það á múrveggnum
og dreifði lausri mold yfir brotin.
Hún hafði rétt Iokið þessu, er
hún heyrði kallað skelfingarröddu
inni í húsinu:
— Mamma, ó mamma.
Hún flýtti sér heim að húsinu og
miðja vegu milli matjurtagarðsins
sem var neðst í garðinum og húss-
ins, tautaði hún fyrir munni sér:
— Ég hefi gert það ein, sem ég
gat gert, Þetta var eina leiðin.
Nokkrum dögum seinna fór fram
yfirheyrsla að líkskoðun lokinni og
frú Watkins, klædd fallegum, svört-
um kjól, skýrði frá því, sem gerzt
hafði í einstökum atriðum á eftir-
farandi hátt:
Manninum hennar hafði liðið
prýðilega áður en setzt var að mið-
degisverði. Undir borðum hafði
hann komizt dálítið úr jafnvægi í
deilum við börnin, en það var
ekkert stórvægilegt, sem um var
deilt. Hann hafði verið dálítið hvass
yrtur. Að miðdegisverði loknum
hafði hann setzt í setustofunni, lát-
ið fara vel um sig í hægindastóln
um sínum, og að beiðni hans hafði
hún fært honum glas með heima-
tilbúnum Iíkjör, sem bróðir hans
hafði sent honum. Þegar hann hafði
tæmt úr glasinu hafði hún farið
með það fram. Og eftir það hafði
hún ekki séð hann lifandi. Þernurn-
ar höfðu ekki verið niðri þegar
þetta bar til. Dóttir hennar hafði
verið uppi og Paul farið til henn-
ar, en sjálf hafði hún farið út í garð
Seinna þegar líkjörglasið hafði ver
ið athugað og öllu umturnað í hús
inu og stofuþernan fengið móður-
sýkiskast, en eldabuskan móðgázjt
af spurningum Iögreglunnar og sagt
upp. Lögreglan hafði spurt hana
hvort hún væri vön að halda öllu
svona hreinu, áhöldum og slíku.
Það varð að lokum niðurstaðan,
að hann hefði látizt af slysförum,
þótt lögreglan væri ekki í vafa um,
að hann hefði látizt af völdum eit-
urs, en á því var enga skýringu að
fá aðra en þá, að Henry hefði sjálf
ur útvegað sér eitrið og framið
sjálfsmorð. Að vísu virtist hann
ekki hafa haft neina ástæðu til
að stytta sér aldur, en líkurnar fyr-
ir að hann hefði verið myrtur voru
enn minni. Enginn virtist bera
brennandi óskir í brjósti um, að
Henry yrði ellidauður en á hinn bóg
inn var ekkert sem benti til, að
nokkur hagnaðist á, að hann var
ekki lengur í lifanda tölu það er
að segja, enginn utan hans nánustu,
sem högnuðust á hinu sviplega og
dularfulla andláti hans þannig, að
þeir fengu yfirráð eignanna fyrr en
ella. Ekki flögraði að neinum að
nokkur í virtri fjölskyldu færi að
myrða húsbóndann á heimilinu bara
til þess að komast yfir eignir, sem
fyrir þeim lá að hlotnast síðar meir.
Sylvíu tókst að láta sem ekkert
væri og það flögraði ekki að henni
að játa á sig að hafa byrlað manni
sínum eitur. Hún hélt áfram að
horfa á Pétur postula og smáfisk-
ana hans, í hvert skipti, sem hún
fór í kirkju á sunnudögum, en það
voru allt aðrar hugsanir en forðum,
sem nú voru efstar í huga hennar.
Það var daginn fyrir brullaup
Hettyar og unga arkitektsins, sem
andlát Henry bar aftur á góma —
í síðasta sinn.
— Veiztu það, elsku mamma,
sagði Hetty, að það voru 12 líkjörs
glös hérna í glasaskápnum. Ég rað
aði þeim þar ávallt mjög nákvæm-
lega, til þess að vera laus við
allt jag í pabba. Ég veit, að glasið
sem var lagt fram við líkskoðunina,
var sent aftur, en samt eru ekki
nema 11 glös í skápnum.
— Sylvia Watkins horfði fast og
einkennilega á dóttur sína og
spurði svo-
— Ertu hamingjusöm, dóttir mín?
Hetty kinkaði kolli og brosti sínu
fegursta sólskinsbrosi til móður
sinnar.
— Og Paul, hélt Sylvia áfram
hugsi á svip, hann virðist innilega
glaður af tilhugsuninni um, að kom
ast þangað sem hann getur við bezt
skilyrði búið sig undir að helga
sig málaralistinni. Og hann vill, að
ég komi með honum til Parísar. Það
hefir ávallt verið hans æðsta ósk
að verða listmálari í París,
— Paul getur áreiðanlega ekki
verið eins hamingjusamur og ég,
sagði Hetty með stolti og sigur-
hreim í röddinni, en það er engu
líkara en að við Paul bæði höfum
á dásamlegan hátt fengið okkar
beztu óskir uppfylltar. Ert þú ekki
á sama máli, mamma?
Frú Watkins svaraði engu strax.
Hún sneri sér að glasaskápnum og
það var eins og hún væri að telja
glösin enn einu sinni.
— Mér finnst nú, sagði hún, að
ekki skipti neinu um þessi glös. I
þeim efnum er ég ekki eins smá-
munasöm oe hann pabbi þinn var.
S Ö G U L O K .
FILMUR QG VÉLAR S.F.
5
Margar gerðir af
sýningart j öldum
Sýningarlampar
Flestar gerðir
af litfilmum
35 mm—8 mm
svart-hvítar
allar stáerðir
8 mm filmuskoðarar,
límarar — lím
ARS ÁBYRGÐ
Margar gerðir
af ljósmyndavélum
8 mm tökuvélum
8 mm — 16 mm — 35 mm
70 mm sýningarvélum
fyrir heimili, skóla,
félagsheimili og
kvikmyndahús. .
••Transistoii -feiðaÍHíkk og
víðgerðaþ j ónusta
Leiðbeinum meðhöndlun
á sýninga- og
tökuvélum
8—16 mm filmuleiga
Viðgerðir- og
var ahlutaþ j ónusta
Fullkomnasta
litskuggamynda-
sýningavélin
með innbyggðu
bendiljósi.
EINKA UMBOÐ
FILMUR OG VÉLAR S.F.
Hárgreiðsíu ,ig snyrtistofa
STEINU og DÓDÓ
Laugave- 18 3 hæð Oytta)
Simi >461«
Hárgreiðslustofan PERMA
Garðsenda 21. simi 33968
Hargreíðslustofa Ólafar Bjöms |
dóttui
HATUNl 6. slmt 15493.
Hargreiðslustofan
P I R O l
Grettisgötu 31 slmt 14787.
Hargreiðslustofa
VESTURRÆJAR
Grenimel 9. im' 19218.
Hargreiðsluslota
AUSTURBÆJAR
CMari!- Tuðmuridsdóttir)
Laugavee 13 sim> 14656
Nuddstofa a sama stað
Domuhargreiðsla við allra hæf,
T I4RM4RSTOFAN
Tiarnargött. 11 Vonarstrætls
megin slmi 14662 ____
Hargreiðslustofan Asgarði 22.
Slmi 35610
HARGREIÐSLU
STOFAN
ÁSTHILDUR KÆRNESTEDi
GUÐLEIF SVEINSDÓTTIR
SIMI 12614 (
HÁALEITISBRAUT 20
\ wmKamauammaammmm
VENUS
Grundarstlg 2a
Sími 21777
Hárgreiðslustofan
S^.vaílagötu
Sími 18615
Omar glæpamennirnir fjórir eru
mjög undrandi þar sem þeir
bruna niður^eftir fljótinu eftir að
hafa undirbúið árásarferðir á
Uru-Uru ættflokkinn við að sjá
hjúkrunarfánann yfir verzlunar-
stöðinni og skiltið, sem hefur ver-
ið málað upp aftur. Glæpamenn
Bulvos eru komnir aftur og það
með bát segir Tshulu. Inn fljótt,
þeir mega ekki sjá okkur segir
Tarzan, fáninn okkar og skiltið
gefur þeim til kynna að eitthvað
hefur breytzt meðan þeir voru
burtu. Óhepp’''- "'Hr okkur segir
Tshulu, ef þeir hefðu komið nær
þá hefði ég getað náð færi á þeim
og drepið þá þar sem þeir voru
um borð í bátnum.
■.■.V.'.'.V.V.V.V.V.V.W.V
SÆNGUR
REST-BEZT-koddat
Endumýjum gömlu
sængumar eigum
dún- og fiðurheld ver
Selium æðardúns- og
gæsadúnssængur —
og kodda af ýmsutn
stærðum
OCTN- OG
FIÐURIIREINSUN
Vatnsstlg 3 Síml 18740.
.■•V.VAV.S'.V