Vísir - 07.01.1965, Page 1

Vísir - 07.01.1965, Page 1
VÍSIR Kaupa Loftleiðir þriðju Rolls-Royce flugvélina? Allir stjórnarmenn og framkvæmdastjóri vestur um haf til viðræðna Frétzt hefur að Loftleiðir hafi í huga kaup á þriðju vél sinni af Rolls-Royce 40 gerð frá Canadair-verksmiðjunum í Kanada. Er öll stjóm Loftleiða ásamt framkvæmdastjóra félags ins vestra og mun ferð stjórnar innar standa i sambandi við þessi væntanlegu kaup. Aldrei hefur jafn mikið verið að gerast i starfsemi Loftleiða, Framh. á bls. 6. SEX OLIUSKIP I SILDARFLUTNINGUM TIL VESTURLANDS Á NÆSTA SUMRI? mmm sjö verksmíðjur eru uð semju um kuup eðu leigu á olíuskipum Allar horfur eru á því, að naesta sumar verði kominn hing að talsverður floti oh'uskipa til sddarflutninga. Tilraun Einars Guðfinnssonar f Bolungarvík í sumar með oliuskipið Þyril gekk svo vel, að sjö aðilar á vestur- hluta landsins eru að hugsa um að fá olíuskip með sfldardælum til sildarflutninga i heimaverk- smiðjurnar á vertíðinni í sum- ar. Visir hefur áður sagt frá samningum Síldar- og fiskimjöls verksmiðjunnar á Kletti um kaup á 3500 tonna oliuskipi, en þeir samningar eru langt komn- ir. Þá hefur Einar Guðfinnsson i Bolungarvík Ieitað tilboða um kaup á oliuskipi i sama skyni, en einnig getur verið, að hann taki olíuskip á leigu, Þá hafa fimm verksmiðjur á Suðvestur- landi slegið sig saman um leigu á allt að fjórum oliuskipum. Eru þetta verksmiðjumar á Akranesi, Hafnarfirði, Njarðvík- um, Keflavík og Sandgerði. — Samningar um þessa Ieigu em þegar hafnir, og era miklar lík- ur fyrir því, að næsta sumar sigli sex olíuskip með sild frá Austfjarðamiðum til Vestur- lands. Einar Guðfinnsson í Bolungar vík sagði Vísi í morgun, að til- raunin með Þyril í sumar hefði gefizt afar vel, þótt hvork'i skip- ið né dæluútbúnaðurinn hefði verið ákjósanlegur. En við ,Eina lifsvonin fyrir verksmiðjurnar' fengum þá reynslu í sumar, sagði E’inar, sem þarf til að velja rétt olíuskip og útbúnað í næsta skipti. — 1 sumar, sem leið, fengum við sildina ekki ódýrar en við löndun, en ég reikna með því, að það breytist næsta sumar, því bátamir spara sér óhemju mikinn tíma með þvi að Iosa beint úti á miðunum. Við höfum verið að leita til- boða um kaup á olíuskipi, en það getur verið, að við fönrm heldur út í leigu vegna fjár- skorts. Það eru því allar horfur á því, að síldarverksmiðjur lands- Framh. á bls. 6. ................ I..m - segir Guðmundur á Rafnkelsstóðum um sildarflutninga með oliuskipum Vísir hafði í þessu sambandi tal af Guðmundi Jónssyni á Rafnkelsstöðum, sem á eina af verksmiðjunum fimm,' er hafa gert með sér félag, og spurðist fyrir um gang þessara mála. — Við höfum slegið okkur saman, síldarbræðslueigendurnir á Suðvesturlandi aðrir en Jónas í Kletti, sem ætlar að kaupa sjálfur olíuskip. Við erum fimm, verksmiðjan í Sandgerði, 'Fisk- iðjan í Keflavík, verksmiðjan í Njarðvfkum, Lýsi og mjöl í Hafnarfirði og verksmiðjan á Akranesi. Og það er áætlun okkar að fá leigð helzt fjögur olíuskip til síldarflutninga — Við höfum haldið nokkra fundi, skipað nefnd í málið og Hjörtur Hjartar forstjóri Skipa- deildar SfS, hefur tekið að sér að ganga í milli um útvegun á hentugum olíuskipum. Þessi stærð, sem Við erum að hugsa um, 3500—5000 tonn, eru skip, sem eru hætt að vera samkeppn isfær í olíuflutningunum úti og em sögð Hggja aðgerðarlaus i hrönnum erlendis. Við reiknum með, að það sé hægt að fá skip leigð fyrir lítinn pening. — Þetta er e'ina lífsvonin fyr ir verksmiðjurnar hérna suðvest anlands. Það hefur komið í Ijós, BLAÐIÐ I DAG Bls. 2 íþróttir. 3 Jólatrésskemmtanir bama f Myndsjá Vísis. 8 Ný heyrnartæki. 9 Hvað lastu um jólin? Viðtöl við fólk um lestur jólabóka. að ekkert er hægt að treysta á sildina hér við þennan lands- hluta, og við verðum þá að gera svo vel að sækja hana þang að, senvihúrt ~er- i það og það sinnið Verksmiðjan hjá mér hefur ekki brætt eitt einasta mál síðan í maf. — Tilraunin hjá Einari Guð- finnssyni með olfuskipið Þyril i sumar gekk vel og með ýmsum nauðsynlegum endurbótum, er þetta framtíðin í síldveiðunum. Síldarflutningar Þyrils mörkuðu tímamót. — Einn af bátunum mínum losaði einu- sinni í sumar full- fermi af síld yfir í Þyril.. Það tók fjóra tíma að losa og eftir aðra fjóra tíma var báturinn kominn aftur með fullfermi. Hann sparaði sér tólf tíma sigl ingu í land, ianga löndunarbið, seinlega losun og aðra tólf tima siglingu út á miðin. Með því að losa með dælum úr bátunum yfir í olíuskip úti á miðunum, spara bátarnir séí'-mikinn tíma og geta fyllt sig tvisvar til þrisvar fyrir hverja eina ferð áður. — Sjáðu til, þá geta litlu bát arnir, 70—100 tonna, líka látið til sín taka á síldveiðunum Þeir bera svo lítið, að þeir hafa ekki getað verið með, þegar siglingin í land er orðin 80—100 mílur. Með því að dæla síldinni i flutningaskip úti á miðunum, er hægt að gera litiu bátana út á síld, þannig að sjómenn fáist á þá. — Við tilkomu oiiuskipanna í síldarflutningana og þátttöku sildarverksmiðja utan Austur- Framh. á bls. 5 Guðmundur á Rafnkelsstöðum. BRUNI í SELÁSI Ásbúð Selási er mikið skemmd eftir eldsvoða í nótt. Það var kl. 1,28 í nótt sem hringt var á slökkvistöðina og tilkynnt um að eldur væri laus í Ásbúð, sem áður hét verzlunin Selás. Slökkviliðið fór strax á , stað- inn og var þá mikill eldur i benzínafgreiðsluskúr, sem er á- fastur verzluninni og einnig logað; upp úr þakinu. Til þess að komast að eldin- um þurfti slökkviliðið að rifa nokkurn hluta af þakinu, en að öðru leyti gekk greiðlega að slökkva eldinn. Eldurinn virðist hafa komið upp í benzín- afgreiðsluskúrnum, nánar tiltek- Framh. á bls. 6. Ásbúð er mikið skemmd eftir brunann, m. a. varð að rifa allstóran hluta þaksins til þess að komast að eldinum. — Ljósmynd Vísis, I. M,

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.