Vísir - 07.01.1965, Side 6
■jgaspwp' ... ' ^ • - v-,^,-5^3
VISIR . Fimmtu^^^nir 7. jaiiúar
HERABSV&TN OG DALSA
FLÆDA YFIR BAKKA
og teppn umferðinra itorður
Ófært er bifreiðum ennþá til Ak-
ureyrar og er einn aðalfarartálm-
inn Héraðsvötn og Dalsá í Blöndu-
hlíð. Þær hafa báðar stíflazt og
undanfarna daga flætt yfir bakka
sína og um leið yfir þjóðveginn.
Nú hefur flóðið í ánum sízt
minnkað, og heldur aukizt og ekki
viðlit nema fyrir alira stærstu
trukka að brjótast gegnum vatns-
elginn, því svo djúpur er hann
orðinn. Er árnar fá rutt sig ætti
leiðin norður til Akureyrar að
verða fær strax og dagurinn í dag
líður, því unnið er nú að því að
ryðja bæði Öxnadalinn og Öxna.
dalsheiðina.
Annars er enn mjög mikill snjór
ÆRSL UNGLINGA
í HAFNARFIRÐI
í gærkvöldi hópaðist fólk, og þá
einkum unglingar í Hafnarfirði sam
an á Strandgötunni, truflaði þar
nokkuð umferð um tfma, auk þess
sem bílar voru færðir úr stað og
sprengjum og flugeldum skotið.
Að því er Kristinn Hákonarson
yfirlögregluþjónn tjáði Vísi í morg-
un voru, þrátt fyrir þessi ærsl eng-
in spjöll unnin, og þaS sem ungling
arnir færðu um stundarsakir úr
lagi, færði lögreglan jafnharðan á
sinn stað aftur.
Kristinn sagði ,að tildrögin til
þessa samdráttarunglinganna hefðu
verið þau, að skátar og önnur sam-
tök æskulýðsfélaga hefði í gær-
kvöldi hafið lúðrablástur á Póst-
torgi við Strandgötu, og síðan var
flugeldum skotið. Að þessu söfn-
uðust síðan aðrir unglingar og
höfðu nokkur ærsl í frammi, auk
þess sem þeir trufluðu umferð imi
Strandgötuna. Sagði Kristinn, að
ekki hefði verið unnt að velja ó-
heppilegri stað í bænum, enda lög-
reglan ekki beðin um leyfi fyrir
honum.
Lögreglan tók nokkra unglinga,
sem staðnir voru að því að varpa
óleyfilegum sprengjum, og gerði
hún jafnframt talsvert magn af
þeim upptækt.
Þá brann í gærkvöldi skúr á
Hvaleyrarholtinu með talsverðu af
veiðarfærum. Um eldsupptök var
lögreglunni ókunnugt í morgun.
Sinfóníutónleikar i kvöld
I kvöld verða 7 tónleikar Sinfóníu
hljómsveitarinnar á þessu starfsári
en þeir fyrstu á árinu 1965. Hljóm-
leikarnir verða haldnir eins og að
vanda í Háskólabíói, stjórnandi er
Igor Buketoff, sem er nýkominn
til íslands eftir að hafa eytt jóla-
leyfi sínu í Bandaríkjunum þar sem
hann stjórnaði nokkrum tónleikum
við ágæta dóma. Á efnisskránni
eru þessi verk: Chaconne eftir
Buxtehude/Chavez, Sinfónía nr. 4
op. 60 eftir Beethoven og Píanó-
konsert nr. 1, e-moll eftir Chopin.
Einleikarj með hljómsveitinni verð-
ur' Nadia Stankovitch, sem er af
'úgóslavneskum ættum, fædd í
Belgrad en núna búsett í Mexíkó.
Er Island viðkomustaður hennar á
hl jómleikaferðalagi um Evrópulönd,
en héðan mun hún fara til Þýzka-
lands og þaðan til Frakklands,
Júgóslavíu, Spánar og Portúgal. —
Auk tónleikanna með Sinfóníu-
hljómsveitinni mun hún leika á
tvennum tónleikum Tónlistarfélags-
'ins. Frú Stankovitch fór snemma
að leika á opinberum tónleikum og
vann verðlaun í alþjóðasamkeppni
ungra píanóleikara í Vínarborg þeg-
ar í upphafi ferils síns sem lista-
kona.
Á vegum Ríkisútvarpsins er hér
staddur fiðluleikarinn Granat, sem
mun leika nokkur verk fyrir út-
varpið. Granat er ’af ungverskum
ættum og flúði Ungverjaland nítján
ára gamali eftir ungversku uppreisn
ina. Hefur hann dvalizt mest í
Bandaríkjunum síðan en haldið tón-
leika víða. Nú sem stendur er hann
konsertmeistari Sinfóníuhijómsveit-
ar Gautaborgar.
t
Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir
GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON listmálari
Holtsgötu 37
andaðist að Landakotsspítala 6. janúar.
Alda Pétursdóttir
börn og tengdabörn.
Maðurinn minn
FINNBOGI KJARTANSSON, stórkaupmaður
Hverfisgötu 108
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. þ. m.
kl. 1.30. Þeim sem vildu minnast hans, er bent á Krabba-
meinsfélag íslands.
Þorgerður Elíasdóttir.
á vegum nyrðra. En í dag verður
vegurinn um Langadal ruddur.
Hann hefur verið ófær undanfarið
og bílar orðið að fara Svfnvetn-
ingabraut. Þá verður f dag væntan-
lega ruddur vegurinn frá Akureyri
til Dalvíkur.
Að öðru leyti eru vegasamgöng-
ur iítið sem ekki breyttar frá því
í gær. Hér sunnanlands eru vegir
orðnir vel færir og hvergi frétzt
um meiriháttar tjón af völdum úr
rennslis eða vatnsflóða.
Olíuskip
Framh. af bls. 1
ins nýtist vel á næstu sumar-
síld. Verksmiðjurnar vestan-
lands hafa gert ráðstafariir um
útvegun olíuskipa og Síldar-
verksmiðjur ríkisins munu
halda áfram þeim síldarflutn-
ingum til Norðurlandsverksm'iðj
anna, sem þær hafa haldið uppi
með farmskipum undanfarin
sumur.
Símon, eigandi verzlunarinnar, skýrir Magnúsi Eggertssyni, Varðstjóra
í rannsóknarlögreglunni frá skemmdum.
BRUNI —
Framh. af bls U
ið við salerni, sem er á milli
verzlunarinnar og benzínaf-
greiðslu.
í benzínafgreiðslunni er jafn-
framt rekin sælgætis- og blaða-
sala. Miklar skemmdir urðu á
benzínafgreiðslunni og þeim
vörum sem þar voru geymdar.
Þá urðu og miklar skemmdir á
þakinu, en verzlunin sjálf virð
ist hafa orðið fyrir litlum
skemmdum. Eftir að eldurinn
hafði verið slökktur voru tjyeir
slökkviliðsmenn látnir vakta
staðinn í nótt. Ásbúð rekur feím
on Sellaan.
RIFU NÆTURNAR í
ÞÉTTUM SÍLDARTORFUM
Agæf síldveiði fyrjr Ausfurlraradi
Talsverð sildveiði var í nótt
70 mflur SA af Norðfjarðar-
horni. Á þessu svæði voru milli
Loftleiðir —
Framhald af bls. 1 ^
Jíví auk gífurlega mikils áætlun ■
arflugs, bætist við í sumar mik j
ið af leiguflugi.
Talað hefur verið um að Loft [
leiðir fengju lendingarleyfi í |
Beirut eil fari svo er ekki ólík- I
legt að þörf yrði á nýrri flug- i
véJ. — Ekki tókst að fá frétt- j
ina um kaupin á þriðju RR-vél- j
inni staðfesta f morgun, en
ljóst þykir að för Loftleiða-1
mahna utan standi í sambandi í
við þessi mál.
15 — 20 skip og fengu öll stór
köst. Nokkur kuldi og rok var
á miðunum og áttu skipin erfitt
með að taka inn hin stóru köst
sín. Rifnuðu nætur hjá nokkrum j
bátanna, en þau skip, sem ekki
urðu fyrir óhappi voru með j
góðan afla. ^ t í
í morguri voru skfpin ekki
erin búin að tilícynna um afla
sinn, en vitað var urri Ólaf Frið
bertsson með 1500 tunnur, Súl-
una með 1100 og Margréti með
1000. Margir bátar eru með svip
aðan afla. Aflanum landa skip-
in á Fáskrúðsfirði,. Eskifirði,
Norðfirði og Reyðarfirði.
Dönsk blöð minn-
ast Ólafs
Einra lífsvonin —
Framhald aí bls. 1
lands í sumarsíldarbræðslunni,
eykst afkastageta flotans mjög j
mikið. Þeir geta fyllt s’ig tvisvar j
til iþrisvar fyrir hvert eitt sinn j
áður og smærri bátar en áður I
geta tekið þátt í veiðunum. Og
síld’in er nóg þarna fyrir austan.
— Við höfum ekki endanlega
ákveðið að taka fjögur olíuskip
á Ieigu og þetta er enn allt á
undirbúningsst'igi. En ég geri
ráð fyrir að áætlun okkar gangi
vel og vona að við höfum fjögur
olíuskip á okkar höndum á
næstu sumarvertíð.
► Hafnarverkamenn í Ant-
werpen hófu vinnu aftur í morg
un að skipun Belgíustjórnar. —
Samkomulagstilraunum um
kaup og kjör er haldið áfram.
Dönsku blöðin minntust Ól-
afs Thors fyrrverandi forsætis-
ráðherra strax á nýársdag. Birtu
þau um hann greinar og myndir
og röktu starfsferil hans og
stjórnmáiaafskipti.
I „Politiken" ritar Johannes
Lindskov Hansen grein undir
fyrirsögn: „Islands store hövd-
ing död“. Segir í fyrirsögn og
að hinn aldraði stjórnmálamaður
hafi ekki einungis stýrt landi
sínu með heilanum heldur og
með hjartanu. í greininni rekur
Hansen ættir Ólafs og minnist á
feril Thors Jensens, hins unga
fátæka danska drengs, . sem afl-
aði sér fjár og frama á íslandi.
Rifjar hann síðan upp per-
sónulegar minningar sínar um
Ólaf og fer um hann miklum
viðurkenningarorðum.
„Berlingske Tidende“ ritar einn
ig um Ólaf Thors á nýársdag.
Skrifar Poul Petersen greinina.
Segir blaðið í fyrirsögn, að Ól-
afur Thors hafi ritað hluta fs-
landssögunnar. í greininrii ef
sagt, að nú sé sorg á íslandfí
Landið hafi misst mesta peiý
sónuleika sinn. Um allan heiná
hafi Ólafur Thors átt fjölda vina
en þó ekki sízt á Norðurlöndum’.
Þar þekktu allir stjórnmálamenri
hann, ekki sízt sem hinn' glæsi-
lega fulltrúa á fundurn, Norður-
landaráðs. Minnist blaðið á, að,
nú er Norðurlandaráð Heldur
fund sinn í Reykjavík í næstá
mánuði hafi Ólafur hlakkáð til
að hitta vini sína frá Norður^,
löndum við það tækifæfi; En
nú sakni þeir vinar í stað.
Stjórnarblaðið „Aktueltt1 bygg
ir frásögn sína um fráfall Ólafs
á skeyti frá .fréttaritara United
Préss International í Reykjavík.
Er þar æviferill Ólafs stuttlega,
rakinn. Meinlegar villur eru í
skeyti þessu, rangt bæði farið
með það hve oft Ólafur Thors
myndaði ráðuneyti og hvaða ár
hann fór með stjórnarforystu.
Jæ