Vísir - 07.01.1965, Page 9
V1 S I R . Fimmtudagnr 7. janúar 1965.
bV.V.V.V.V.V
i ■ a'j ■ ■ i
i r'J ■ d ■ ■ ni
LASTU
5
Það er alkunna, að aðalvertíð í íslenzkri bókaútgáfu
☆ og bókasölu er síðustu vikurnar fyrir jól, og byggist
það fyrirbæri á því, að bækur eru mikið keyptar til
jólagjafa. Sennilega er leitun á því mannsbarni hér á
landi, sem ekki fær bók i jólagjöf, strax þegar það
er farið að stauta og jafnvei áður og síðan að minnsta kosti eina
bók um hver jól á meðan það sér staf. Þetta er að öllum líkindum
algert einsdæmi, og þó að það eitt réttlæti ekki að við köllum
okkur einhverja mestu bókmenntaþjóð í heimi, hefur það óneitan-
lega sína sögu að segja um mat okkar á bókum og bókmenntum
sem hentugum jólagjöfum — en sannar lítið að öðru leyti. Lesa
menn yfirleitt þær bækur, sem berast þeim um jólin, eða lesa
menn yfirleitt bækur um jólin? Og hvers konar bækur lesa þeir
þá helzt? Vísir hefur snúið sér til nokkurra góðborgara og Iagt
fyrir þá framanskráða spumingu, og fara svör þeirra hér á eftir...
á bandarískri bók, „God, Christ
and Pagan“, sem nefnist á
sænskunni „Hedendom i krist-
endommen". Höfundurinn er
amerískur læknir, en auk þess
doktor í heimspeki og hefur
bersýnilega kynnt sér rannsókn-
ir og rannsóknaraðferðir nútíma
háskólag..ðfræðinga, glöggur
maður og ailróttækur, en að
mínum dómi helzt til einhliða.
Annars er það athyglisvert,
hve b'ilið er orðið breitt á milli
háskólaguðfræðinganna og al-
mennings á síðari árum; þeir
hafa komizt að mörgum merki-
Iegum niðurstöðum, sem fólk
almennt hefur l'itla eða enga
hugmynd um
SÉRA JAKOB JÓNSSON:
Vofur í bæjargöngum —
englar við vögguna ...
Eins og þú getur skilið þá
hafði ég ekki mik'inn tíma af-
lögu til bóklesturs um hátíðirn-
ar Þó las ég einar þrjár bæk-
ur, kannski ekki spjaldanna á
milli, en mikið til — hafði allt-
af éina liggjand á náttborðinu
og aðra á skrifborðinu og greip
hverja stund
Meðal þessara þriggja var
lítil bók á dönsku, „Aktuel
Poesi fra det Gamle Testa-
mente“, eða ljóð úr gamla
testamentinu, sem Herluf Ander
sen hefur valið og sett upp sem
nútímakveðskap. Ljóðin eru úr
Prédikaranum, Ljóðaljóðunum,
Jobsbók og Sálmunum og 'fer
þessi uppsetning þeirra einkar
vel við efnið og undirstrikar,
að þarna sé í raunnni um kveð-
skap að ræða, sem lesandinn
gerir sér ekki grein fyrir ann-
ars. Þannig er þetta lfka í
Nýja Testameninu — Kristur
.nælti margt í ljóðum, og er í
rauninni undarlegt hve farið
hefur fram hjá mönnum hvílíkr
skáld hann var. Önnur bókin,
sem ég las er stór í sniðum —
gamlatestamentisljóðin eru ekki
nema um fimmtíu blaðsíðui —
og nefnist hún „The Course of
Modern Jewis History" eftir
H F. M. Sachar, gefin út 1958
i tilefni af tíu ára afmæli ísra-
elsríkis. Efnismikil bók — og
loll' lesning kristnum mönnum,
rð þeir ofmetnist ekki; með-
srðin, rem Gyðingar haft sætt
if þeirra hálfu hefur ekki alltai
verið samkvæmt anda kristin-
dómsins, svo mikið er víst.
Þriðja bókin var sænsk býðing
En nú mátt þii éklti láta'f
það skína, segir séra Jakob að
lokum, að ég hafi legið í bókum
um hátíðarnar og ekki sinnt
embættisstörfum. Við prestarn-
ir eigum yfirleitt aldrei annrík-
ara en þá — en það er merki-
legt hvað maður kemst yfir að
lesa, þegar viljinn er fyrir
hendi, og maður hefur vanið sig
á að grípa til þess hverja stund
sem gefst.
*
skáldsögur. Læknareyfari — —
nei, ekki frekar, en ég las eina
skáldsögu eftir þennan sama
höfund um jólin í fyrra, og mér
fannst hún góð; þessi öllu lak-
ari Nei, ég las ekkert eftir ís-
lenzka kvenrithöfunda um þessi
jól, en um jólin í fyrra las ég
bók eftir Hrönn Kristjánsdótt-
ur. En sem sagt ég les lítið
yfirleitt . . .
EINAR MAGNÚSSON,
MENNTASKÓLAKENNARI:
Andrés Önd —
líka bókmenntir
Hvaða bækur las ég um þesdi
j&1? Fljdfsagt — engar. Þar med
er ekk'i sagt, að ég hafi ekkertj
lesið; ég las eitt eða tvö hefti j
af Andrési Önd, og þó ekki fyr-
ir sjálfan mig, Krulla í Alþýðu-i
blaðinu og svo skoðaði , égj
myndir í þýzkri bók, sem mér|
barst. Nei, ég sef ekki og hvílif
mig, þegar ég á frí — þá vakna
ég snemma. því að ég Vil finnaj
að ég sé frjáls að því hvernigj
ég eyði tímanum og eyðil
honum þá gjarnan í annað ens
bókalestur. En þetta máttu hafaj
eftir mér, að um þessi jól lasj
ég Andrés Önd og KruIIa —|
eru það ekki líka bókmenntir?|
konar skyldu að fylgjast með
nýjum rithöfundum og lesa all-
ar, eða svo til allar skáldsögur,
sem koma út eftir islenzka höf-
unda. Að vísu hef ég ekki enn
kpmizt yfir allar slíkar bækur,
sem út komu fyrir jólin, en
nógu margar þó, að ég held, til
þess að telja mig hafa orðið
fyrir vonbrigðum með uppsker-
una. Jú — ég er búinn að lesa
eitthvað af þessum svokölluðu
„kerlingabókum", og ekki fann
ég þar neitt, sem bar öðru
hærra. Þó eru smásögur Jako-
bínu, „Punktur á skökkum
stað“, ekki sem lakastar Þjóð-
legan fróðleik las ég talsvert
áður, ævisögur og þess háttar,
en einhverra hluta vegna hef
ég misst áhuga á þeim. Margar
af eldrj ævisögum voru góðar
bókmenntir að mínum dómi en
ég held að sjálfsævisaga Ara
Arnalds og sjálfsævisaga dr.
Jóns Stefánssonar hafi verið
þær síðustu, sem falla undir
þann dóm. Undanfarin ár hefur
verið um að ræða eins konar
.offramleiðslu í þe'irri bókmennta
grein, en nóg um það. Ég varð,
sem sagt, fyrir nokkrum von-
brigðum með jólabækurnar í
ár, það voru betri bækur innan
um og saman við í fyrra og þar
áður og við skulum vona að
nú hafi lágmarkinu verið náð,
og þær verði betri að ári.
T<
öiav rbafirio • jjöd
UNNUR HARALDSDÓTTIR
SKRIFSTOFUSTÚLKA:
Gríp í bók einungis
til afþreyingar
Ég las eina bók skáidsögu
eftir Ib Hendriksen, „Einkarit-
ari læknisins". Nei, ég les ekki
mikið, grip í bók éinungismértil
afþreyingar, og þá oftast léttar
ÁRNI GUÐJÓNSSON,
LÖGFRÆÐINGUR:
Við skulum vona að
þetta sé lágmarkið..
Ég hef gert mér það að eins
GUNNFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
MYNDHÖGGVARI:
Því að jafnvel
í fomöld...
I þetta skiptið las ég ekki
Sturlungu, en hana þarf maður
helzt að lesa einu sinni á vetri,
ef vel á að vera Nei, ég las
sögu Rómaveldi um jólin, en
Forn-Rómverja dái ég mest
allra þjóða, fyrr og síðar, fyrir
menningt, þeirra og vizku. Að
vísu dái ég líka margt í grískri
menningu, en það var ekki við-
líka festa í henni. Sókrates
komst líka þannig að orði, að sú
þjóð, sem legði alla áherzlu á
verzlun, yrði ekki lengi við lýði,
og átti þar við landa sína —
en mættu kannski fleiri taka tii
sln. Sá sem les sögu Rómverja,
kemst ekki hjá því að ljóðlínur
Stefáns G. „því jafnvel í fom-
ö!d sveif hugur eins hátt, og
hvort er þá nokkuð, sem
vinnst", ryfjist upp fyrir hon-
um Já, hvort er þá nokkuð sem
vinnst, er ekki von að maður
spyrji. Líka leit ég talsvert í
„Merka íslendinga"; las ævi-
söguþátt Konráðs Gíslasonar og
kannaðist við margt og marga,
sem þar var getið norður í
Skagafirði. Nútíma skáldsögur
og þess háttar? Nei, les það
ekki; lít ekki við slíkri þynnku
— og það máttu gjarnan hafa
eftir mér .
-K
EINAR Þ. MATHIESEN,
STÓRKAUPMAÐUR:
Dáðist að Kennedy —
hafði ánægju af bókinni
Það er orðin föst venja að ég
gefi tengdaforeldrum mínum til
kynna á fínan máta hvaða bók
m'ig langi til að fá í jólagjöf. í
þetta skiptið var það ævisaga
Kennedys Bandaríkjaforseta
eftir Thorolf Smith. É'g dáðist
að Kennedy. og ég hafði ánægju
af að Iesa bókina Við Iestur
hennar skýrðist margt fyrir
mér I sambandi við líf og starf
þessa unga og mikilhæfa for-
ystumanns á svið'i heimsmál-
anna, sem féll fyrir aldur fram.
Til dæmis hafði ég ekki getað
gert mér grein fyrir því hve
alls konar fundir, ráðstefnur og
málavafningar tefja mikilvægt
starf slíkra manna og gera þeim
örðugara fyrir að koma áhuga-
málum sínum í framkvæmd.
E’ins kemur greinilega fram í
ævisögunni, að áhrif gamla
Kennedys á soninn, eftir að
hann tók sæti á Þjóðþingi
Bandaríkjanna og upp frá því,
voru ekki nándar nærri eins rík
og margir héldu fram, því að oft
kom það fyrir að Kennedy yngri
greiddi atkvæði gagnstætt
þeirri skoðun, sem sá eldri
hafði látið í ljós við blaðamenn.
Forvitnilegt er og að kynnast
þvf hve vandlega Kennedy for-
seti kynnti sér öll mikilvægari
mál, og eyddi oft í það löngum
tíma, áður en hann tók afstöðu
eða iikvörðun . .
T<
WAV.V.V.V.V.V.Y.V.V.V.V.V.V.V.V.VVV.V.ftV.V.V.V.V
■ ■ ■ ■ K I
,v.vv.vr.'
■.V.V.V.V.V.V.V.V.W.VV