Vísir - 07.01.1965, Side 16
>>••••••>• ;i
Íxí--; ;
- :
Að þvi er Sveinn Sæmundsscm
fulltrúi Flugfélagsins tjáði Vfsi
kemur hópurinn hingað frá Stokk-
hólmi. Dvelur hann hérlendis að-
eins á sunnudaginn og fer utan á
mánudaginn aftur. Er þetta ferða
skrifstofufólk frá ýmsum löndum
álfunnar og jafnvel utan hennar.
Á surmudaginn verður farið með
fólkið f nágrenni Rvíkur og auk
þess verður farið með það í söfn
og sýnt annað markvert í Reykja-
vík. Sagði Sveinn að tíminn væri
að þvf leyti ekki vel fallinn til
heimboða erlendra hópa að hvergi
væri leikið á hljóðfæri í samkomu
húsnm þessa dagana og viðbúið
► Ólafur Noregskonungur er
kominn til Teheran f Iran f op
inbera heimsókn.
Togaraafíinn minnkaii enn 1964
Heildarfiskaflinn þó meiri en nokkru sinni fyrr eða 960 þús. lestir
Talið er, að heildarfiskaflinn
á árinu 1964 hafi numið 960
þús. lestum eða 23% meira en
1963. Er þetta mesti ársafli er
fengizt hefur. Það er fyrst og
fremst aukin sildveiði sem
hækkar heildaraflann svo og
annar aukinn afli bátanna en
togaraaflinn hefur enn minnkað
á árinu 1964.
Talið er, að verðmæti sjávar-
afurða hafi numið 4500 milljón
um króna 1964. Ekki liggja enn
fyrir endanlegar tölur miðaðar
við árslok. En í lok september
nam heildaraflinn 824 þús. lest-
um miðað við 687 þús. lestir
á sama tíma í fyrra. Af þessum
afla voru 772 þús. Iestir báta-
afli og 51.798 lestir togaraafli.
Á sama tíma í fyrra nam báta-
aflirm 630 þús. lestum en tog-
Hið nýja skip Eimskipafélagsins
Nýr „Foss" kemur / vor
Þann 10. febrúar n.k. hleypur
af stokkunum nýtt vöruflutn-
ingaskip sem Eimskip á f smfð-
um hjá Alaborg Værft f Ála-
borg í Danmörku. Áætlað er að
smlði skipsins verði lokið i
maf. Skömmu eftir að nýja
„Fossinum" hefur verið hleypt
af stokkunum verður kjölur
lagður að öðru skipi, sem Eim-
skip á í smíðum hjá sömu skipa
smíðastöð, en ráðgert er að
smíði þess skips verði lokið i
janúar 1966. Þessar nýsmfðar
eru liður f endumýjun á skipa-
stól félagsins.
Bæði þessi vöruflutningaskip
verða af sömu gerð og stærð,
opin hliðarþilfarsskip, 2650 D.
W. tonn, með styrkleika til þess
að sigla lokuð. Aðalvél verður
3 þús. hestöfl og ganghraði um
14 sjómílur.
araaflinn 56.685 lestum.
I nýútkomnum Ægi segir svo
um aflatregðu togaranna: „Mik
ið hefur undanfarið verið rætt
um aflarýmun togaranna. En
hversu mikil er hún? Fyrir 10
árum fiskuðu togararnir 42 —
43% af heildaraflg landsmanna
að síld meðtalinni eða 170 þús.
lestir af 400 þús. lestum (sl. m.
h.). Ef sama hlutfall ríkti nú
ætti hlutdeild þeirra í heildar-
aflanum að vera um 330 þús.
lestir ósl. en er aðeins um 72
þús. lestir miðað við 1963. Að
visu hefur bátaflotinn aukizt
mun meira en togaraflotinn, en
vart hefur bátum fjölgað heldur
eru þeir miklu stærri og betur
útbúnir en áður og því öflugri
veiðitæki en fyrrum. Hins veg-
ar hafa togaraflotanum lika
bætzt nokkur ný afkastamikil
skip á sama tíma en jafnframt
hafa nokkuð margir togarar
helzt úr lestinni. Þrátt fyrir
þetta er augljóst hversu afla-
brögðum togaranna hefur hrak
að stórkostlega á þessu tíma-
bili. Jafnvel þó við miðuðum
við að togaraflotinn ætti aðeins
að veiða helming af sinni fyrri
hlutdeild yrði það um 165 þús.
lestir - en raunverulegur afli
þeirra er aðeins um 70 þús. lest
Drengir á
glapstigum
Lögreglan handsamaði tvo unga
drengi, annan 10 ára og hinn árinu
eldri, þar sem þeir voru að brjótast
inn f Hlíðarbakarí við Miklubraut.
Sézt hafði til þeirra og lögreglan
látin vita. Við yfirheyrslu kom á
daginn, að þeir höfðu sitthvað fleira
á samvizkunni, m. a. innbrot í
Sveinabakarí í Hamrahlíð tveimur
nóttum áður og auk þess nokkra
þjófnaði.
Af alhug þakka ég þann margvíslega heiður og sóma
sem minningu mannsins míns
ÓLAFS THORS
fyrrverandi forsætisráðherra, hefir verið sýndur.
Ég og öll fjölskyldan höfum undanfama daga fundið
streyma til okkar hvaðanæva yl og hjartahlýju, sem
við munum aldrei gleyma.
Ingibjörg Thors
Vinnuslys d
Fnxugurði
í gær varð vinnuslys á Faxa-
garði, er unnið var að þvi að flytja
færiband milli staða.
Var vöruflutningabifreið notuð
til flutninganna og var henni ekið
afturábak til að slaka á taug. En
maður að nafni Eyjólfur Gíslason,
Njálsgötu 82, festist af einhverjum
ástæðum milli færibandsins og bif-
reiðarinnar og meiddist eitthvað.
Kvartaði Eyjólfur einkum undan
þrautum f baki og var fluttur í
slysavarðstofuna til athugunar.
Guðmundur Þorsteinsson
listmálari látinn
í gær andaðist á Landakotsspít-
ala Guðmundur Þorsteinsson list-
málari. Hafði hann þjáðst af hjarta
sjúkdómi og lézt af völdum hans,
aðeins fímmtugur að aldri.
Erl. ferðaskrífstofu
TÍMI JÓLABALLANNA
menn til íslands
Hingað til Iands er væntanlegur
hópur ferðaskrifstofufólks n. k.
laugardagskvöld. Kemur hann
hingað og dvelur f boði Flugfélags
íslands.
að veitingaþjónaverkfall yrði skoll
ið á. En heimboðið var ráðið löngu
áður en um þetta yrði vitað, og
þvf varð ekki breytt.
Það er nrildð um dýrðir þessa
dagana því þetta er tfmi jóla-
ballanna. Á hverjum degi eru
haldin jólaböll í samkomuhúsum
borgarinnar, þar sem yngstu
borgaramir koma og dansa
kringum jólatréð, syngja jóla-
söngva og fá eitthvað f poka-
homið.
Vísir heimsótti á þrettándan-
um, f gær, eitt jóli>allið. Það
var Iialdið f Sjálfstæðishúsinu á
vegum brezk-íslenzka félagsins
Angliu. Þar var líf og fjör í
tuskunum, samankomin á þriðja
hundrað böm, sum brezk, en
flest íslenzk. Verkfall hljóðfæra-
Ieikaranna gerði auðvitað svo-
lítið strik í reikninginn, en ekki
megnaði Það þó að hindra að
þartia væri hin bezta gleði, enda
tónlistin leikin af segulbandi. —
Jólasveinn kom í heimsókn og
Leo Munroe Iék hinn skringileg-
asta karl, með stórt ,rautt nef,
börnunum til mikillar skemmt-
unar. — (Ljósm. Vfsis, I. M.).