Vísir - 12.01.1965, Page 5

Vísir - 12.01.1965, Page 5
V í S I R . Þriðjudagur 12. janúar 1965 utlönd í morgun útlönd í mörgun útlönd í morgun útlönd í morgun Ræðst Kíim á Indland á ný til óbeinnar hiálnar við Indonesiu? Ófriðarhætta út af áformum Indónesa í garð Malajsíu er talin hraðvaxandi og samtímis rætt um að Kína kunni að ráðast á Ind- land á ný. Brezka blaðið Daily Express birtir frétt um, að brezka stjórnin sé fús til þess að vera þátttakandi í kjamorkuvopnaviðbúnaði, til þess að draga úr þeirri hættu, að Kína ráðist á Indland, og viðbúin að senda nokkrar sveitir úr brezka flughernum til Indlandshafs og Kyrrahafs. Eru þetta sprengju- flugvélasveitir, sem hefðu kjarna- yddar sprengjur til afnota, ef til ófriðar kæmi. Blaðið segir, að þetta sé höfuð- ástæðan fyrir þvf, að Wilson vilji ekki tiltaka hve margar V- sprengjuþotur hann vilji láta Norð ur-Atlantshafsbandalagið fá sam- kvæmt tiilögum hans um kjarn- orkuvarnarbandalag. Shastri forsætisráðherra Ind- lands hefir að undanförnu leitað til kjarnorkuveldanna, að þau veiti | aðstoð til þess að girða fyrir, að i Kína ráðist á Indland að nýju. I MALAJSÍA. Hættan á nýrri árás Kínverja á Indland er sízt minni vegna á- forma Súkamós um að ráðast á Malajsíu þar sem það yrði honum óbeinn stuðningur, ef vinaþjóðir Malajsíu fengju verkefni annars- staðar. Harold Wilson forsætisráð herra Bretlands tók af skarið um afstöðu Bretlands vegna hættunn- ar, sem Malajsía er í frá Indónesíu. Hann sagði: í brezka samveldinu mun eng- inn efast um það, að vér erum staðráðnir í að standa við hlið samveldisfélaga vors, Malajsíu, með þvl að spyrna gegn innrásar- hættunni og öðrum hættum, sem hún er í. Að því er þessar hættur varðar höfum vér brugðið við skjótt og örugglega. Vér höfum þar nú 50.000 manna her, o.s.frv. Það var við sama tækifæri, sem Wilson boðaði, að hann myndi kveðja saman ráðstefnu forsætis- ráðherra Brezka samveldisins hið fyrsta. EAGLE, flugvélaskipið, stærsta herskip Breta, kemur til Singa- i pore á morgun. Gullverð hefur aftur lækkað i á markaðinum í London, svo ,og ' gullnámuhlutabréf sem hækk- < að höfðu óeðlilega, og staða < sterlingspunds hefir styrkzt á J ný- Hvorttveggja er þakkað að- < vörunum bandaríska f jármála- J ráðuneytisins gegn spákaup- < mennsku með gull og ráðstöf- < unum sem gerðar voru. EinnigJ koma hér til greina ráðstafan- ir, sem Englandsbanki gerði eft< ir miðbik fyrri viku til stuðn- J ings pundinu. Hafnarverk- fallið í USA Hafnarverkfallið á austurströnd Bandaríkjanna nær nú til allra hafnarbæja þar. Tjón New York- borgar einar af verkfallinu nemur I milljón dollara á dag. Óskað hefir verið eftir að ný atkvæðagreiðsla fari fram um kjarasamninga þá, sem í boði eru, en þeir voru felldir með mjög naumum. meirihluta atkvæða. Ólafur Noregskonungur er í heimsókn í Iran (Bersíu) og hefir verið tekið þar af mikilli viðhöfn. Hann fór þangað flugleiðis í flugvélinni Olaf Viking og kom við í Libanon (veðurs vegna). Hér ræðir konungur við forseta Libanon Charles Helon. Aðeins stríð granda fíeiri mannslífum en sigarettan í nýbirtri skýrslu heilbrigð- isstjórnarinnar bandarísku seg ; ir, að einn af hverjum fjórum ! reykingamönnum í Bandaríkj- ' unum hafi sinnt viðvörunum! um hættuna sem stafar af síg- ■ arettureykingum, en enn bíði; að minnsta kosti 125.000 menn bana af völdum Iungnakrabba í, Bandaríkjunum, en ef til vill i Svona líta út hraðlestirnar, sem eru í förum á járnbrautarleiðinni París-Brussel-Amsterdam. Þær eru viðkunnanlegar og nýtízku 'egar í útliti og í ágætu samræmi við gerð farþegavagnanna. Þær eru framleiddar í Frakklandi. í hraðlestum þessum er farið milli Parísar og Amsterdam á 5 klst. og 20 minútum, en Iestirnar fara með 102 km. hraða á klst. ★ Vegna þess að hafnarverka- menn í Antwerpen hafa tekið upp þá baráttuaðferð að fara sér hægt við vinnuna, unz þeir fá kröfum sínum framgengt, hafa um 80 skip verið send til annarra hafna til afgreiðslu. Belgíska stjórnin batt endi á hafnarverkfallið í landinu með því að hervæða hafnarverka- menn. og skylda þá til vinnu, og réttlæti það með því, að efna hag landsins væri teflt í voða. Stjórn hafnarverkamanna ákvað þá, að þeir skyldu'fara sér hægt vifi vinnuna, þar til dcilan um yfirvinnukaup væri leyst. sé þó sú tala miklu hærri, eða nær 300.000. Þannig séu það aðeins styrj- aldir sem verði fleiri mönnum að bana en sígaretturnar. Kosygin til London — Wílson til Moskvu Það er nú fastmælum bundi'ð, að Kosygin forsætisráðherra Sovét ríkjanna kemur til Bretlands í op- inbera heimsókn í vor, og að Har- old Wilson endurgeldur heimsókn ina nokkru sfðar. I.íklegt er, að Kosygin komi fljót lega eftir að Gromiko utanríkis- ráðh. Sovétríkjanna hefir heimsótt Bretland í marz í boði Patricks Gordon Walkers utanríkisráðherra í STUTTU MÁLI ► Forseti Suður- Kóreu segir, að S.-K. hafi tekið ákvörðun um að senda 2000 manna lið til Suður-Vietnam til þess að „hjálpa til í baráttunni gegn kommúnismanum". ► Stúdentar í Hue i Suður- Vietnam hófu tveggja sólar- hringa allsherjarverkfall I gær (mánudag) til þess að mót- mæla stefnu stjómarinnar. Buddhistar í S.-V. hafa nú að- alsetur sitt f Hue og vonast eftir að allsherjarverkfallið breiðist út allt til landamæra Laos og N.-V. ► í frétt frá Elisabethville segir, að uppreistarmenn í Kongo séu nú klofnir í tvær fylkingar. Er þetta haft eftir flóttafólki, sem kom til Elisa- bethville frá Uganda, þar sem það leitaði hæjis. Sumar sveitir uppreistarmanna em tregar orðnar til þess að berjast gegn sambandshernum og jaðrar við, að þær hætti ailri mótspymu gegn honum. Önnur fylkingin styður Christophe Gbenye og Gaston Soumaliot, en hin Thomas Kanza. Gbenye er sak- aður um að hafa tekið fé upp- reistarmanna til eigin nota í stað þess að borga hermönnun- um. Tveir hinir fyrrnefndu hafa hafnað öllu samstarfi við Kanza, sem fór til Nairobi og hefir verið þar síðan í nóvem- ber, er byrjað var að reyna að ná samkomulagi um að sleppa hvítum gíslum í Stanleyville. ► Efnahagsleg þróun í Vestur- Þýzkalandi jókst um 6%, en efnahagsstofnunin OEEC hafði gert ráð fyrir 4.25% aukningu. í öldungadeild Bandaríkja- þings hefir verið lagt fram frumvarp um að hætta efna- hagslegri aðstoð við Egyptaland og Indonesiu. — í Bandaríkjun- um eru menn að komast æ meira á þá skoðun, að Inonesia sé að verða kfnverskt áhrifa- svæði, og Kfna er eina landið, sem opinberlega hefir fagnað úrsögn Indonesiu úr samtökum Sameinuðu þjóðanna. Indonesia er fimmta mesta land heims með óhemju auðlindir. Áður- greinda þróun harma menn í Bandaríkjunum, þvf að hún dregur úr lfkunum fyrir, að hægt verði að varðveita friðinn í Suðaustur-Asíu. ► Einn af iðnaðarkóngum Bandaríkjanna Anthony de Ab- gelis játaði í fyrri viku á sig tilraunir til risavaxinnar svika- starfscmi upp á 100 millj. doll- ara. Hann er ákærður fyrir ...argt, meðal annars fyrir að senda falskar ávísanir milli rikja fyrir samtals 65 milljónir doll- ara, en alls hafði hann og fimm aðrir fengið dóm fyrir falsaðar kvittanir upp á 100 milljónir' dollara, en sá dómur var upp kveðinn i fyrra. ► Bandarisk tolíyfirvöld lögðu hald á eiturlyf að verðmæti sem svarar til 17—18 millj. fsl. króna, er hafskipið France kom til New York fyrir nokkrum dögum. Eiturlyfið var heroin og falið í tveimur handtöskum. — Skipið var að koma úr 12 daga skemmtisiglingu til Karíbahafs, er þetta gerðist.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.