Vísir - 12.01.1965, Síða 6

Vísir - 12.01.1965, Síða 6
6 V1S IR . Þriðjudagur 12. janúar 1965 11 i iii Thor Thors látinn Framhald at bis. I diktsson ritaði hér í blaðið sagði hann: „Það er skemmst að segja að hið nýja ævistarf sem Thor kaus sér rösklega hálf fertugur hefir hann rækt með þeirri prýði sem bezt mátti verða. Hann hefir verið þátt takandi í ýmissi hinni örlaga ríkustu pólitísku samninga- gerð fyrir landið, hann hefir leyst flókna hnúta í efnahags- og fjármálum fyrir riki og fyrirtæki, hann hefir ferðazt fram og aftur um Vesturálfu og víðar fyrir ísland og talað máli þess — og máli réttar og sátta — hjá Sameinuðu þjóðunum. Samt á þessi maður aldrei of annríkt til að leysa vandræði þeirra ein- staklinga sem til hans leita“. Thor Thors, sendiherra, var æddur 26. nóv. 1903 í Reykja- vík, sonur hinna merku hjóna Thors Jensens stórkaupmanns og útgerðarmanns og Margrétar Þorbjargar Kristjánsd. Hann varð stúdent 1922 og lauk lög- fræðiprófi við Háskóla íslands 1926, en stundaði síðan fram- haldsnám í hagfræði í Cam- bridge og París og um skeið á Spáni og í Portúgal. Hann var framkvæmdastjóri hjá Kveldúlfi h.f. 1927 —1934, forstjóri í Sölu- sambandi íslenzkra fiskframleið- enda 1934 — 1940, en skipaður aðalræðismaður í New York 1940. Hinn 23. okt. 1941 var hann skipaður sendiherra í Bandaríkjunum og ambassador þar 1955. Hafði hann gegn,t sendiherrastörfum næstlengst sendiherra þar í borg. Hann hafði einnig á hendi sendiherra störf í ýmsum öðrum löndum vestan hafs. Thor Thors var alþingismaður Snæfellinga 1933 — 1941 og gegndi ýmsum öðrum trúnaðar störfum, sem hér verða ekki rakin. Hann naut mikils trausts hjá SÞ, þar sem honum var sýnd ur ýmiskonar trúnaður, hann var t. d. framsögumaður stjómmála nefndarinnar 1950 — 1953, form. hinar sérstöku pólitfsku nefndar 1954, formaður kjörbréfanefndar 1958 og 1961 og einn af vara- forsetum Allsherjarþingsins var hann haustið 1952. Thor Thors var kvæntur Ágústu Ingólfsdóttur og lifir hún mann sinn Þau eignuðust þrjú þörn, Margréti Þorþjörgu, sem lézt 1954, Ingólf og Thor Harald. Thor Thors verður síðar minnzt hér í blaðinu,, \' Bþróttir — i-ramhald at bls. 2 kennara í hátíðasal. Þar var leik in þjóðlagaplata Savannah-triós ins, sem við færðum skólanum, og sýnd kvikmynd „This is Ice- Iand“ við góðar undirtektir. Mjög áberandi var bæði hér og j annars staðar, hve margir komu I til mín og hrósuðu prúðmann-! legri framkomu piltanna bæði j innan leikvallar og utan. Stigin í leiknum skoruðu: Ein- ar 19, Þorsteinn 18, Guttormur 17, Kolbeinn 7, Kristinn 6, Gunn ar 4. Meðan landsliðið dvaldi í j Washington, var liðsmönnum boðið að skoða Hvíta húsið, þinghúsið Capitol, Arlington kirkjugarðinn, höfuðstöðvar FBI, alríkislögreglunnar og fleiri merka staði Ambassador ís- lands, Thor Thors hafði móttöku fyrir liðið á gamlársdag. Viðtöl voru við Boga Þorsteinsson í út- i varpi og sjónvarpi, og blaða- menn voru honum erfiðir. Bogi kveður allan hópinn við jóða heilsu, nema hvað Jón hafi fengið snert af hálsbólgu, og biðja allir fyrir kveðju heim. Barnið — Framhald af bls. 16. Þegar flugvélin var komin suður yfir Stylckishólm var súrefnið þrotjð og um Iéið blánaði bariiið i framan og.ekki var annað sjáanlegt en það gæfi upp andann á hvaða augna- bliki sem var. Þá var annars yegar gripið til þess ráðs að flugmaðurinn „spýtti í“ jók hraða flugvélarinnar eins og hún framast þoldi, og hins veg ar notaði konan munnblásturs- aðferð Við barnið til að reyna að halda í því lífinu. Jafnframt voru ráðstafanir gerðar til þess að fá sjúkrabifreið með súrefni til að vera til taks á Reykjavíkurflugvelli þegar vél- in kæmi. Þegar flugvélin kom til Reykjavíkur var barnið enn lif andi og sjúkrabifreið til stað- ar með súrefniskút. En þegar til átti að taka var hann tóm- ur. Var þá önnur sjúkrabifreið fengin með súrefni og kom hún í loftköstum út á flugvöll. Með þessum hætti komst barnið lifandi inn í Landspitala og' þar samstundis framiþ að- gerð á barninu. í gær spurðist Björn Pálsson fyrir um líðan þess og fékk það svar að því liði orðið betur. Flugsýn — var lagt af stað suður og jafn- framt tekið til við að gefa því súrefni. Yfir Dýrafirði var veður betra, ekki eins misvinda og ekki neinum erfiðleikum bund- ið að lenda þar. Er þar kom annað strik í reikninginn. Það hafði ekki verið komið með sjúklinginn út á flugvöll, held- ur beðið eftir flugvélinni til að fá úr henni sjúkrakörfu og síð- an farið með hana inn í þorpið til að sækja bamið. Þetta olli talsverðri töf og á meðan eydd ist súrefnisforði flugvélarinnar sem óðast, sem ætlaður var litla baminu til flugsins. Framh. af bls. 1 Heron-flugvélin er mjög lík De | Havilland Dove, en Björn Pálsson á eina slíka vél. Heron-flugvélin er j þó talsvert stærri og búin fjórum hreyflum, en „Dúfa" Björns Páls- sonar er með tveim hreyflum. Her- j on-flugvélarnar hafa reynzt mjög , vel undanfarin ár. Braathen, útgerð ; armaður og flugvélaeigandi, átt' flota af Heronflugvélum og líkað t mjög vel við vélarnar, og enn þann | dag í dag rekur BÉA, eitt öflugasta j flugfélag Evrópu, 5 flugvélar af þessari tegund, en vélarnar fljúga aðallega innan Skotlands og eins út á éyjarnar við Skotland. Heron-flugvélin þarf svipaða flug braut og Beechraftinn sem Flugsýn notar nú I Norðfjarðarflugið, flug- tíminn er svipaður, þ. e. 1 tími og 20 mínútur. Er ekki vafi á að flugvél þessi á eftir að verða vin- sæl, bæði af farþegum og ekki hvað sízt af þeim fjölda sjómanna sem hafa notið flugferða þessara, en varahlutasendingar handa bátaflot anum voru mjög margar síðasta sumar og em raunar enn Norðurlandœráð — rramhaid af bls. 16. grundvelli yrði það óþarfi. Tillaga er fyrir fundinum um stofnun norrænnar rannsóknar- stofnunar í fiskirækt í vötnum. Yrði hún staðsett í Uppsölum. Sérkennilegt skattamál liggur fyrir Norðurlandaráð’i um skött un sjómanna. Það er algengt að færeyskir og norskir sjómenn vinni á skipum annarra ríkja, __ þar á meðal á skipum annarra Norðurlandaþjóða. Samkvæmt núgildandi reglum eru þeir skattlagðir af heimaríki skip- anna, en nú er lagt t’il að út- svar þeirra falli til heimahéraðs þeirra Á fundi Norðurlandaráðs verður rædd* hugmyndin um stofnun framkvæmdabanka Norðrlanda og tillaga um að reyna að samræma lög og fram- kvæmd varðandi óbeina skatta á Norðurlöndum. Samdar hafa verið ýtarlegar greinargerðir um framkvæmdabankann. Skipt ar skoðanir eru um það hvort stofna beri slíkan banka. Hann yrði Finnum og íslendingum í hag, en hinar norrænu þjóðirn- ar telja vafasamt, að hann kæmi þeim að teljandi gagni. Hugmyndir um stofnun nor- ræns menningarsjóðs hafa verið á döfinni í Norðurlandaráði síð- an 1955. Er hugmyndin að stofna sjóð til kerfisbundinnar ,siyrfctar norramni. .s.irnvinnu f' menningarmálum. Norrænu félögin hafa gert þá tillögu að stofnaður verði Nor- rænn menningarsjóður að fjár- hæð um 300 milljónir króna. F'ramlag hverrar þjóðar miðist við fólksfjölda og verði framlag veitt á fjárlögum hvers árs. Er lagt til að stjórn hans verði skipuð 15 mönnum, 5 tilnefndir af Norðurlandaráði, 5 af nor- rænu menningarmálanefndinni og 5 af norrænu félögunum. Það er danska stjórnin sem nú leggur fram tillögu um stofnun slíks sjóðs. Þá mun verða rætt um. brú yfir Eyrarsund. Það má nú telj- ast fullvíst, að brú verði byggð yfir sundið á næstu fimm árum. Þar er um að ræða svo þýð- ingarmikinn tengilið, að fátt mun verða til að styrkja eins norræna samvinnu. — Verður málið rætt á fundinum. sís — Framh. af bls 16 lbs. og var það talsverð aukning á framleiðslunni frá árinu áður. Viðskipti félagsins á fiskflökum og blokkum námu þá 16.364.942 lbs. Vísir hefur ekki tölu frá árinu 1964. Blaðið sneri sér í morgun til Bjarna V. Magnús- sonar framkvæmdastjóra sjávar afurðadeildar SÍS og leitaði upp lýsinga hjá honum um hina nýju verksmiðju Kvað hann fréttatil kynningu verða senda til blað- anna í dag og mun því verða unnt að skýra nánar frá þessu á morgun. i Síldin — Framhald af bls. 1 1500 tn. Gullfaxi NK 1200, Oddgeir ÞH 1000 Helgi Flóventsson 900, Bergur 600 og Gulltoppur 600. Nokkur hluti þeirrar síldar, sem borizt hefir til Vestmannaeyja, hef- ir verið saltaður, en meiri hlutinn þó farið í bræðslu Ferð í Jésefsdal Ferð verður í kvöld kl. 19 frá BSR í Jósefsdal. Þar bjóða Ár- menningar upp á ágætt skíðafæri í hinu fallega skíðalandi þeirra. Aðalskíðabrekkan verður upplýst og togbraut verður í gangi. Járnsmiðír, rafsuðumenn og aðstoðarmenn óskast STMSMIÐJAN HF. sími 24400 ÚTSALA - ÚTSALA MIKIL VERÐLÆKKUN Drengjaskyrtur Gallabuxur Dömuundirföt Náttkjólar Blússur Peysur og margt fleira. Laugavegi 42. — Sími 13662. ÚTSALA - ÚTSALA Á kvenfólk: NÆRFÖT SLOPPAR BLÚSSUR NÁTTKJÓLAR UNDIRFATNAÐUR MILLIPILS Mikil verðlækkun. Austurstræti 7. — Sími 17201.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.