Vísir - 12.01.1965, Page 7

Vísir - 12.01.1965, Page 7
VÍSIR . Þriðjiidagur 12. janúar 1965 AÐ KELDUM Sérfræðingum á Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum við Vesturlandsveg hefur tekizt með ýtarlegum rannsóknum að finna örugglega, hvaða veira veldur hinum illræmda sauð- fjársjúkdómi, mæðiveikinni. Þetta var upplýst fyrir helgina og vakti að vonum almenna at- hygli. Mæðiveikin kostaði á sínum tíma óhemju fé. Fund ur mæðiveirunnar gefuf vonir um, að í framtíðinni megi finna böluefni gegn mæðiveikinnj og hindra hana f að gerast sami skaðvaldur og hún var áður. Hins vegar vona sérfræðingar og bændur, að með niðurskurð inum hafi nú endanlega tekizt að útrýma mæðiveikinni, þannig að aldrei þurfi að koma til notkunar slíks bóluefnis. Dagblaðið Vís'ir átti í þessu tilefni tal við Pál A. Pálsson yfirdyralækni og forstöðumann Tilraunastöðvarinnar að Keld- um. — Hvernig byrjaði þetta með mæðiveikina? — Það var sumarið 1933, að flutt var hingað svokallað kara- kúlfé frá Þýzkaland'i i kynbóta- skyni. Þetta fé var fyrst haft í þriggja mánaða einangrun úti í Þerney, en síðan dreift um Iandið. Þá var ekki vitað annað, en hér væri um alheilbrigt fé að ræða. — Hvernig stóð á því, að veikin herjaði svona m'ikið héma? — Islenzka féð hefur haft minna mótstöðuafl gegn þess- um nýja sjúkdómi og löng inni- vist þess í rökum fjárhúsum hefur aukið smithættuna. — Hvenær kom veikin fyrst í ljós? — Það var 1935, sem tekið var eftir votamæðinn'i eða Deildartunguveikinni, eins og hún var kölluð. Það var veiki, sem var stór í sniðum, og fór með kindurnar á skömmum tíma. Fé stráféll af hennar völd um víða um Suðvesturland. En hún gekk fljótt yfir og það reyndist ekki erfitt að gre’ina hana, einkum vegna þess hve sjúkdómseinkennin komu snemma í Ijós. — En það var þurramæðin, sem gerði mesta óleikinn? — Það var 1939, að Guð- mundi Gíslasyni lækni tókst að greina þurramæði eða þing- eyska mæði frá votamæði. Þá var hún byrjuð að herja Ifka, en hún var mun seinvirkari en votamæ"":.., kindurnar gengu með hana í tvö til fjögur ár, áð- ur en einkenni komu í ljós. Það hefur einkum gert hana erfiðari Viðureignar. Að fimm til sex árum liðnum var þurra- mæðin farin að drepa árlega 15-t-20% af sauðfénu á þeim bæjum, sem hún gekk á, og hélzt sú dauðatala. Þetta er sama dauðatala og hefur ríkt f vissum héruðum Hollands. — Og þá var gripið til nið- urskurðarins? — Já, það var tekið mjög róttækt á þessum málum, eins og raunar hafði verið gert hér einu sinni áður f sambandi við kláðann á seinni hluta átjándu aldar. Erlendis hafa vart verið framkvæmdar jafn róttækar að- gerðir í sambandi við búfjársjúk dóma. Samt var ekki hægt að skipa mönnum að skera niður, það var aðeins hægt að gera það með samþykki meirihluta bænda f hverju héraði. En bændur voru yfirleitt mjög samvinnufúsir. Erlendis hefur oftast orðið að framkvæma slíkt með lögregluaðgerðum. — Hvaða ár var níðurskurð- urinn mestur? — Niðurskurðurinn eða fjár- skiptin fóru fram á árunum 1944—1952. Þá var skorið nið- ur allt fé frá Mýrdalssandi vest- ur um land og norður að Jök- ulsá á Fjöllum nema á hluta Vestfjarða. I þessu mikla átaki var skorið niður 3 —400.000 af fullorðnu fé fyrir utan lömb og er þá ekki talið með það fé, sem drapst úr veikinni. — Og skaðinn í pen'ingum? — Mæðiveikin kostaði nokk- ur hundruð milljónir fyrir rík- issjóð á verðlagi þeirra tíma, fyrir utan allt tjón bændanna. En niðurskurðurinn tókst von- um framar og menn voru mjög bjartsýnir á eftir, að komizt hefði verið fyrir veikina. Vota- mæðin hvarf algerlega og hefur ekki sézt síðan — Var þá byrjað að girða? — Það var byrjað á þvf fyrir fjárskiptin. Girðingarnar voru mest reistar á árunum 1935— 1944, en siðan hefur þeim ver- 'ið haldið við og þær auknar. — En þurramæðin var ekki búin að vera? — Vegna ýmissa slysa, sem eiga sér eðlilegar orsakir, skaut Rætt við Pdl A. Pólsson yfirdýrn- lækni og forstöðu- monn Tilrnunn- stöðvurinnur uð Keldum þurramæðinni upp aftur og aft- ur, t.d. f Strandasýslu, Skaga- firði og í Dölunum. En á stór- um svæðum hefur hún ekki sézt síðan. — Var ekkert hugsað um önn ur ráð en niðurskurð? — Rannsóknir á mæð'iveik- inni hófust strax 1939, þegar Guðmundur læknir greindi fyrst þurramæðina. Þær fóru í fyrstu fram í rannsóknastofunni við Barónsstíg, þar sem mörg merkj leg afrek hafa verið unnin í sam bandi við búfjársjúkdóma. En mæðiveikin reyndist erfið við- fangs. Guðmundur læknir reyndi t.d. bólusetningu og dreifingu kynja, sem sýnt höfðu Páll A. Pálsson heldur á tilraunaglasi, þar sem mæðiveikiveirur eru ræktaðar á lifandi frumum. Glös in eru geymd í hjólum, sem snúast án afláts til að koma hreyfingu á vökvann í glösunum. (Ljósm. BG) mikinn viðnámsþrótt gegn veik- inni, með sæðingu. En niður- skurður reynd'ist óhjákvæmileg- ur. ■— Og eftir niðurskurðinn héldu menn, að allt væri af- staðið? — Það var hlé í nokkur ár, en þá fór veikinni að skjóta upp á takmörkuðum svæðum, og hefur haldið því áfram fram á síðustu ár. En alltaf hefur verið gripið mjög snemma í taumana og hún hefur ekki náð neinni útbre'iðslu. Síðast var skorið niður í Suður-Dölum haustið 1963 og eftir þann niðurskurð eru sérfræðingar vongóðir um, að tekizt hafi verið að útrýma mæðiveikinni hér á landi. Að vísu er Mýrahólfið enn und’ir grun, en þar eru 70.000 fjár, og haft er vakandi auga með því. En áframhald rannsókn- anna? — Þegar tilraunastöðin að Keldum var stofnuð 1948, fékkst fullkomnari aðstaða til rannsókna, svo sem einangrun- arklefar svo hægt var að fram- kvasma dýratilraunir af meira öryggi. Það tókst snemma að flytja mæðiveikina m'illi dýra og sanna, að veikin var ekki af völdum baktería. Snemma voru leiddar líkur að því, að hér væri um veirusjúkdóm að ræða. Síðar varð hlé á rannsóknum eftir fjárskiptin, en þegar veik- in tók að láta bera á sér á ný, var þráðurinn tekinn upp aftur, og var þá komin aðstaða til að rækta veirur í lifandi frumum I glösum, en það hefur ,mikið gildi fyrir slíkar rannsóknir. — Hvenær var svo veiran einöngruð? — Það var árið 1958, að dr. Birni Sigurðssyni lækni tókst að einangra veiru úr mæðu- lungum, en þá vissu menn ekki, hvort það var mæðiveiran. Rannsóknunum var haldið á- fram og smám saman hlóðust upp sönnunargögnin gegn þess- ari veiru. Árið 1960 skrifa þau Halldór Þormar lífeðlisfræðing- ur og Bergþóra S'igurðardóttir læknir greinargerð um rann- sóknirnar. Var það fyrsta grein- argerðin um mæðiveikina. Þá hafði komið 1 ljós, að þessi sama veira fannst alltaf í mæði- veikilungum. Mótefni voru fundin og benti það einnig í sömu átt, því þau fundust aldrei í heilbrigðum kindum. Þtssi greinargerð var prentuð í febrúar í fyrra í Journal of Infectious Diseases. Þegar veir- an hafði verið einöngruð var hægt að setja hana í kindur og fylgjast með kindunum. Allt hefur þetta tekið langan tíma, vegna þess hve hægfara veikin er. En það kom að þvi, að kindurnar fóru að sýna sjúk- dóm, sem ekki var hægt að að- greina frá mæðiveiki. Það eru tvö til þrjú ár sfðan veikin fór að koma fram og núna eru til- fellin orðin nokkur. — Og hvað vitið þið um mæðiveikina núna? — Síðastliðin fjögur ár hafa safnazt heilmiklar upplýsingar um mæð'iveikina og margvísleg ar tilraunir hafa verið fram- kvæmdar til að kanna einstök atriði í sambandi við hana, svo sem mótefnamyndun, smitleiðir og samanburður við mæðiveilri erlendis. Aðalatriðið er að finna upp bóluefni gegn mæðiveikinni og nú höfum við þær upplýsingar, að við höfum ástæðu til að það takist með tíma og þolin- mæði, en það getur orðið erfið leið. Mæðiveikin er tiltölulega lítið brot af starfseminni hér á Keldum, enda er mæðiveikin löngu hætt að vera sá skað- valdur, sem hún var, og aðrir sjúkdómar hafa tekið forustuna á því sviði. Meðal annars hef- ur visna verið rannsökuð mjög nákvæmlega og hefur Halldór Þormar sýnt fram á skyldleika hennar við mæðive'iki. Visn- unni hefur nú verið útrýmt, að því er talið er. — Hverjir hafa starfað mest að mæðiveikirannsóknunum? — Guðmundur Gíslason lækn ir veit manna mest um hana. Hann hefur fylgzt með henni frá upphafi og langmest allra unnið að baráttunni gegn henn'i. Ég hef áður minnzt á dr. Bjöm Sigurðsson og Bergþóru Sigurð ardóttur og í seinnt tíð hafa einkum starfað að þessum rannsóknum þau Halldór Þorm- ar og Margrét Guðnadóttir læknir. ☆

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.