Vísir - 12.01.1965, Qupperneq 15
VÍSIR . Þriðjudagur 12. janúar 1985
75
RONA RANDALL:
— Ástarsaga frá Hollandi
Hann tók eftir vafanum og beygn
um sem allt í einu kom fram í
andlitssvip Jans, og hann sá Gretu
kreppa hnefana litlu og horfa hvass
lega á bróður sinn. Var ótti í aug-
um beggja systkinanna — eða var
þar hryggð?
— Hvar er Marjet? spurði hann
aftur og reyndi að leyna hugaræs-
ingu sinni... Ég skrifaði henni,
að ég væri að koma heim. Hún
svaraði vitanlega ekki frekar en
vant er, en ég bjóst ekki við svari
.. hún var alltaf svo pennalöt, en
hún vissi þó, að ég var að koma ...
Allt í einu heyrðist grátur. Það
var Willem litli.
— Greta, kallaði hann, Greta!
Og andartaki síðar kom hann
hoppandi niður stigann.
Greta flýtti sér að fylla bolla
með vatni og rétti drengnum. Hún
fann að Dirk horfði á hana athug
andi, undrandi augum.
— Hver á þetta barn? spurði
hann og rödd hans hljómaði ein-
kennilega hátt í litlu stofunni, og
þótt hann hefði fullt vald á sér,
var Gretu, sem elskaði hann, strax
ljóst hvers kyns ótti það var, sem
lá á bak við spurningu hans.
Hún tók Willem litla upp á hand
legg sér, sneri 'sér undan og sagði:
— Hann er drengurinn minn.
Hann horfði á hana sem steini
lostinn.
— Greta iitla ertu gift?
— Nei, Dirk, ég er ekki gift.
Hún fór upp með drenginn og
lagði hann í rúmið. Svo háttaði hún
í myrkrinu, en hún svaf í sama
herbergi og drengurinn, og hún
grét hægt, stillilega.
Fólk reis árla úr rekkju i Lei-
endam, en næsta morgun var Greta
komin á fætur á undan öllum öðr-
um. Hún hafði legið andvaka alla
nóttina.
Hún átti að vera komin f gisti-
húsið klukkan sex til þess að und-
irbúa morgunverð, en hún bjóst til
að fara þangað fyrr en venjulega,
bví að hún vildi fyrir alla muni
komast hjá að hitta Dirk. Jan
hafði skotizt upp til hennar kvöld-
ið áður, setzt á rúmstokkinn hjá
henni og sagt herrni, að Dirk yrði
þar um nóttina. Hann lá á legu-
bekk niðri. Þegar Jan hafði sagt
þetta fór hann, því að hún svaraði
engu, en hann vissi vel, að hún
var ekki sofnuð Hún vissi, að Jan
vildi ræða eitthvað við hana, en
hún lézt sofa ...
Hún kom auga á Dirk þegar hún
kom niður. Hún var í filtskónum
og hún vissi, að hún hafði komið
svo hljóðlega niður, að hann hafði
ekki vaknað. Hann lá á legubekkn-
um fyrir framan gamla ofninn og
virtist sofa værum svefni. Hún
læddist inn og horfði á hann og
rétti fram hönd sína eins og til að
snerta vanga hans, en dró hana til
baka, án þess að gera það, og nú
í birtu morgunsins, sá hún þær
rúnir, sem lífið hafði þegar rist í
andlit hans. Hann var fríður sýn-
um, en hið unglingslega við hann
var horfið. Þegar hún gekk fram
til þess að stíga í tréskóna hljóm-
aði rödd hans allt í einu.
— Greta, hvíslaði hann, og hún
vissi, að hvar í heiminum sem hún
hefði verið stödd, mundi hún hafa
þekkt rödd hans.
Hún stóð kyrr meðan hann reis
á fætur og kom til hennar. Hann
var aðeins klæddur bol og far-
mannsbrókum.
— Hvers vegna skrökvaðirðu að
mér í gærkvöldi, Greta? spurði
hann.
Hún jeit niður fyrir fætur sér og I
svaraði engu.
— Willem er ekki þitt barn.
Jan sagði mér allan sannleikann í
gærkvöldi Hvers vegna skrökvað-
irðu?
— Ég vildi halda þvi leyndu fyr-
ir þér.
— Dettur þér í hug, að ég hefði
ekki komizt að þessu undir eins, í
smábæ eins og þessum, þar sem
hver þekkir annan? Og þar að auki
þykir Jan bróður þínum vænt um
þig og vill ekki, að þú takir á þig
það, sem öðrum hefur orðið á.
— Nú verð ég að fara, sagði hún,
annars kem ég of seint í vinnuna.
Hann rétti fram sterklega hönd
sína, svo að hún komst hvergi.
— Þú verður að segja mér sann-
leikann, — hvers vegna þú vildir
hlífa mér?
Hann mælti ákveðinni röddu.
En hún beygði sig allt i einu nið-
ur og skauzt undir handlegg hans
og var á brott, og hann horfði á
hana trítlandi á tréskónum hnull-
ung af hnullungi í áttina til gisti-
hússins.
Þegar Jan kom niður af loftinu
sneri Dirk sér að honum og brosti.
— Ég verð að koma mér af stað
til hússins, sem frænka mín erfði
mie að. Það hefur alltaf einhver
af Kerstholt-ættinni búið í þessu
húsi og nú er röðin komin að mér.
Jan vissi, að Dirk hafði dreymt
S^.vallagötu 12
Simi 18615
,W.V.V.,AW«,AV.V.W.
um að leiða Marjet inn í þetta hús
sem brúði sína, og hann var glað-
ur af tilhugsuninni um, að vinur
hans hafði þrek til að flytja inn í
það, — án hennar.
Edith Bagley var ekki vön að
gefast upp, ef hún tók eitthvað í
sig, og hún var alveg ákveðin f,
að Gretu skyldi hún fá með sér
til Englands, en Greta var aug-
sýnilega harðánægð með lífskjör
sín, og það mundi ekki verða auð-
velt að fá hana til þess að fara frá
Leiendam. Og nú, hugsaði Edith
Bagiey, var greinilega kominn mað-
ur fram á sjónarsviðið, sem gat
orðið henni hættulegur keppinaut-
ur.
Edith Bagley hafði ekki augun
af Gretu meðan hún bar morgun-
matinn á borð. Og henni fannst
Greta minna sig á blóm, sem er
í þann veginn að breiða út krónu-
blöð sfn.
— Hafið þér hugleitt tilboð mitt,
Greta, sagði hún — að koma með
mér til Englands?
Greta horfði á hana eins og hún
væri búin að steingleyma viðræðu
þeirra daginn áður.
— Hafið þér nokkurn tíma kom-
ið í kvikmyndahús, Greta, eða leik-
hús?
— Nei, auðvitað ekki, ungfrú,
við höfum hvorki kvikmyndahús
eða leikhús í Leidam.
— En það eru slík hús í Rotter-
dam, Amsterdam og Haarlem.
— Ég hef aðeins einu sinni kom-
ið til Haarlem, aldrei til Amster-
dam eða Rotterdam. Ég á frænku
í Delft og hana hef ég heimsótt,
en ég var fegin, þegar ég var kom-
in aftur til Leiendam.
— Þér gætuð annars gert mér
greiða, Greta. Þér munið ... litlu
brauðsnúðana, sem þér þykja svo
góðir.
— Já, ungfrú.
— Mig langar til að biðja yður
að búa til talsvert af þessum brauð
snúðum. Ég ætla að hafa teboð í
„Dansskónum“ í Rotterdam í næstu
viku og vil hafa allt sem full-
komnast. . .
— Ég hef heyrt Dansskóinn
nefndan, ungfrú.
— Þá mun yður ljóst, að það er
heiður fyrir yður, að leggja fram
j vðar skerf við þetta tækifæri...
— Ef gistihússtjórinn hefur ekk-
ert á móti því. . .
— Látið mig um það.
Þegar Greta fór frá borði hennar
horfði Edith Bagley á eftir henni
ánægjuleg á svip. Hún var viss
um, að þegar Greta hefði séð Rott-
erdam myndi henni finnast Leien-
dam leiðinlegur afkimi. Og svo
næsta skrefið: Til London . . .
Hefði Edith Bagley getað litið
framan í Gretu þegar hún kom
fram í eldhúsið hefði hún kannski
ekki verið alveg eins viss, því að
úti stóð Dirk og hafði teygt sig
inn um gluggann.
— Hvenær ertu búin hérna,
Greta litla? spurði hann.
— Að miðdegisverði loknum.
— Ég bíð eftir þér niðri á hafn-
argarðinum.
Og þar fóru þau að hittast á
hverju kvöldi. Þau töluðu ekki mik-
ið saman, en gengu veginn með-
fram bátaskurðinum, og eitt kvöld-
ið tók Dirk í hönd hennar og
sleppti henni ekki aftur. Hann
horfði iðulega á hana, og hann
var ekki enn búinn að átta sig
fyllilega á þeirri breytingu, sem
orðið hafði á henni fjarvistarár
hans. Hún minnti hann stöðugt á
Marjet, en smám saman fór hann
að hugsa um hana án þess að mynd
in af Marjet gægðist fram, og hann
kallaði hana alltaf Gretu litlu, en
svo hafði hann kallað hana frá
bernsku hennar og eir.hvern veg-
Afgreiðsla VÍSIS er í
Ingólfsstræti 3
ÁSKRIFTARSÍMI
blaðsins er ▼
Hargreiðsiu- ug snyrtistofa
STEÍND og DODÖ
Laugavep 18 3 hæð (lyfta)
•iími 24616
Hárgreiðslustofan PERMA
Garðsenda 21. stmi 33968
Hárgreiðslustofa Ölafar Björns
dóttui
HATÚNl 6, slmi 15493._________
Hargreiðslustofan
P I R O L
Grettisgötu 31 stmi 14787.
Hárgreiðslustofa
VESTURBÆJAR
Grenimel 9. sim( 19218.
Hargreiðslustofa
AUSTURBÆJAB
fMarta Guðmuridsdóttir)
Laugaveg 13. simi 14656.
Nuddstofa á sama stað
Dömuhargreiðsla við allra hæf |
T.JARNARSTOFAN
Tjamargötu 11 Vonarstraetis-
megm. slmi 14662
Hárgreiðslustofan Asgarði 22.
Simi 35610
HÁ.RGREIÐSLU
STOFAN
■ m
9 /
ASTHILDUR KÆRNES'fEDl
GUÐLEIF SVEINSDÓTTIR
SIMI 12614
HÁALEITISBRAUT 20
VENUS
Grundarstlg 2a
Stmi 21777.
Hárgreiðslustofan
31
P5* ■
T
A
R
Z
A
mnuBPjjH
Copf. IMI. B4|.r Slf. Rjn»o«h». Iflc,—Tm. R*« O. • P»i O*.
Distr. by United Feature Syndicate, Inc.
THE JET JAAV FIM7 THEJA FOR.US,TSHULU^ BUT
THE SUHJAEN WILL USE NAOAM FOft THEIK.
ftstí SHIELF- 1F ATTACKEP...
WITHOUT HAKJATO NAO/AL THOSE MEN ’
CAN BE CAFTUREf! OR IÚLLEF\ ONLV
FEOM A 'COPTER... 1F GOV HELPS US 70 !T
I HEAR THE JET PILOTJARZAN! HEiSS
TELLINS WOWiSUZZI HE'S REACHEP THE
UPPER. RIVER- SEGINNINS HIS SEARCH
iamfflL FOE THE SPEEFBOAT!
Etnoir
Jotöl
C:tAR 90
Ég heyri í þotuflugmanninum
Tarzan. Hann er að segja Mom
buzzi að hann sé kominn að
efri ánni og að leitin að hrað
bátnum sé hafin. Það getur ver-
ið að þotan finni þá Tshulu seg
ir Tarzan, en glæpamennirnir
munu hafa Naomi fyrir skjöld
ef ráðist er á þá. Það er aðeins
hægt að ná þessum mönnum
föngunum eða drepa þá frá þyrl-’
unni, ef guð hjálpar okkur, segí
ir Tarzan. *
S ENGUR
RESf-BEZT-koddai
Endumýjum gömlu
sængumat. eigum
dún- og fiðurheld ver
Selfum æðardúns- og
zæsadúnssængu? —
og kodda af ýmsum
stærðum
DÚN- OG
FTÐURHREINSUN
Vatnsstlg 3 Sími 18740.
;.V.V.V.V.".W.V.NW.NV