Vísir - 12.01.1965, Qupperneq 16
stjóra og spurðist fyrir um málið.
„Það eru Jarðboranir ríkisins, sem
um framhald borana, og veitur
allt á því hvort þessi fyrsta til-
raunaborun ber einhvem árangur,
sagði Sigurgeir.
A UTSOLU
Ljósmyndari blaðsins átti leið um Hafnarstræti i gærdag og
sá þar mannsöfnuð mikinn. Fyrst af öllu datt honum í hug að
þarna hefði orðið s ys, en þegar hann kom nær, sá hann spjald
þar sem á stóð Útsala og skildi hann þá hvernig í pottinn var
búið. Til þess að verða ekki af góðum kaupum raða konumar
sér upp í röð og bíða þess þolinmóðar að þeim sé hleypt inn. Ekki
er þeim sérlega vel við að Iáta taka ?f sér mynd, þegar þær eru
í þessum erindagjörðum en taka því samt með góðlátlegu gamni,
því hver er ekki sæmdur af því að hreppa einhverja flík fyrir
sama sem ekki neitt.
Þriðjudagur 12. janúar 1965
Varðar-
félagar
SPILAKVÖLDIÐ, sem átti að
vera f kvöld fellur niður.
Nýhafin er borun eftir heitu
vatni á Seltjarnarnesi. Hér er ein-
göngu um að ræða tilraunaborun,
enda sú fyrsta sem gerð er í
þessu skyni á Seltjarnarnesi. Bor-
unin er framkvæmd f landi Bakka
lands, sem hreppurinn hefur
keypt.
Vísir átti í morgun stutt samtal
við Sigurgeir Sigurðsson, sveitar-
sjá um framkvæmd verksins og
ráðgert er að bvora um eitt hundr-
SÍS byggir nýja fískiSnaðar-
verksmiSju í USA
Samband íslenzkra samvinnu-
félaga hefur nú ákveðið að
byggja nýja fiskiðnaðarverk-
smiðju í Bandaríkjunum, að því
er skýrt er frá í bandarísku
blaði fyrir skömmu. Verður hin
nýja verksmiðja f Harrisburg i
Pensylvania en þar er núverandi
verksmiðja SÍS f gömlu húsi.
SÍS hefur mörg undanfarin
ár rekið verksmiðju í Bandaríkj
unum, Iceland Product Inc. Hef-
ur hún unnið fiskrétti, svo sem
fiskstengur úr freðfiskblokkum
frá frystihúsum SÍS. Framleiðsla
þessarar verksmiðju hefur ekki
verið nærri því eins mikil
og framleiðsla verksmiðju SH f
Nanticoke, Coldwater Seafood
Corp. en hún hefur aukizt undan
farin ár. Mun SÍS því telja
tímabært nú að reisa nýja verk-
smiðju.
Árið 1963 framleiddi verk-
smiðjan í Harrisburg 2.429.537
Framh. á bls. 6.
Flug upp á líf og dauSa
meS fárveikt bam
Súrefnid þraut og barnió virtist i andarslitrunum
Síðastliðinn laugardag átti
flugvél og flugmaður frá Birni
Pálssyni í miklum erfiðleikum
við að koma lifandi fársjúku
barni til Reykjavíkur og má
segja að þar hafi verið um bar
áttu um sekúndur að ræða.
Flugvélin í þessari ferð var
Vorið, en flugmaðurinn ,Guð-
jón Guðjónsson, harðduglegur
flugmaður, djarfur og úrræða-
góður.
Guðjón hafði farið í leiguflug
til Hornafjarðar á Vorinu áð-
ur um daginn, en orðið að
snúa við vegna veðurskilyrða.
En áður en hann lenti höfðu
Birni Pálssyni borizt tvær
hjálparbeiðnir nær samtímis
frá Vestfjörðum, um að sækja
fárveik börn, annað til Önund-
arfjarðar, hitt til Þingeyrar.
Hann lenti í Reykjavík rétt til
að skila af sér farþegunum úr
Hornafjarðarferðinni, en hélt að
þvl búnu samstundis áleiðis til
Önundarfjarðar.
Yfir Önundarfirði var mikið
misvindi og flugskilyrði þar
svo erfið að ólendandi mátti
teljast. Þó tókst Guðjóni það
með harðfylgi og hann kvaðst
meta flugvélina meir á eftir að
hún skyldi þola það sem þá
var á hana lagt.
Barnið, sem sótt var til Ön-
undarfjarðar, var aðeins mán-
aðargamalt og fárveikt. Þvi
fylgdi kona suður. Strax og
barnið var komið í flugvélina
Framh. á bls. 6.
Verið að bora á Seltjamarnesi.
Rætt um framkvæmdabanka og
menningarsjóS á fundi NorSurl.ráSs
I næsta mánuði verður hald-
inn í Reykjavik fundur Norð-
urlandaráðs. Verður það ein
stærsta ráðstefna sem haldin
hefur verið hér á landi, Mun
hún standa i nærri viku og
sækja hana um 200 fulltrúar, en
auk þess kemur margs konar
starfslið og blaðamenn frá hin-
um Norðurlandarikjunum hing-
að, svo ekkj mun ofmælt, að
um 300 manns komi hingað til
lands í sambandi við fundinn.
Það verður því nóg að gera
hjá íslenzku flugfélögunum að
flytja allan Jænnan sæg fulltrúa.
Engar sérstakar aukaferðir
verða farnar, heldur koma full-
trúarnir með áætlunarferðum
flugfélaganna bæði Flugfélags-
ins og Loftíeiða.
Þá verða öll hótel i Reykja-
vfk yfirfull vegna ráðstefnunn-
ar og er búið að panta pláss i
þeim fyrir löngu til að hýsa
hinn mikla fjölda erlendra
gesta. Er það ekki meira en svo
að gistihúsin hér geti hýst þann
mikla fjölda.
Helztu mál sem vitað er að
verða tekin fyrir á fundi Norð-
urlandaráðs eru þessi:
I upphafi fundarins verður
hinum árlegu bókmenntaverð-
launum ráðsins sem eru um 350
þús. kr. að upphæð úthlutað.
Þá verður nú úthlutað í fyrsta
skipti norrænum tónlistarverð-
launum einnig að upphæð um
350 þús. kr.
Tillaga er fyrir ráðinu um að
skora á Noreg og Svíþjóð að
gerast aðiljar að Mannréttinda-
dómstóli Evrópu en þá væru
öll Norðurlandaríkin aðiljar að
honum.
Tillaga iiggur frammi um að
taka upp norræn háskólanám-
skeið í sögu með líkum hætti
og námskeið hafa verið haldin
í tungumálum. En vonazt til að
það gæti orðið til að draga úr
einhliða sögukennslu og andúð
milli þjóðanna, sem á rætur
sínar að rekja til liðinna at-
burða sögunnar.
Rædd verður tillaga um að
bæta skipulag norrænna skóla-
ferðalaga, sem tilraunir hafa
verið gerðar með á undanförn-
um árum Tillöguflytjandi held-
ur því fram að úr þeim hafi
orðið hreinar skemmtiferðir, þar
sem öll fræðsla hefur farið
fyrir ofan garð og neðan.
Merkileg tillaga, sem líkur
eru á að nái samþykkifjallarum
arkitektanám. Fjöldi norrænna
stúdenta fer til annarra landa,
svo sem Þýzkalands og Banda-
ríkjanna til framhaldsnáms í
húsagerðarlist. Ef námið væri
byggt á breiðum norrænum
Framh -á h|s 6