Vísir - 23.01.1965, Síða 6
V í S IR . Laugardagur 23. janúar 1965.
m
Stöðugt reynt að útvega olíuskipin
— Skip BCIettsverksmiðjunnar kostur
14 milljónir króna. Lónsóbyrgðir
eru þegar fengnur
Fimm sildar- og fiskimjölsverk-
smiðjur á Suðvesturlandi eru að fá
sér sameiginlega á leigu allt að
fjórum olíuskipum til sildarflutn-
inga, eins og Vísir skýrði frá fyrir
stuttu. Er m'ðað við, að skip þessi
verði komin hingað fyrir síldarver-
tíðina f sumar.
Vísir fékk þær upplýsingar í
gær, að ekki hefði enn verið geng-
ið frá léigu á neinu skipi í þessu
skyni, en umleitanir fara stöðugt
fram. Erlendis eru mörg ónotuð
olíuskip af stærðinni 3500—5000
tonn, sem eru ósamkeppnisfær 1
olíuflutningum, en henta vel til
síldarflutninga hér, þegar gerðar
hafa verið á þeim nauðsynlegar
breytingar. Þær breytingar eru
Borgarráð hefur fallizt á upp-
drætti að iþróttasvæði KFUM og K
við Holtaveg. Hið nýja íþrótta-
svæði er fyrirhugað austarlega í
Laugardal, á homi Holtavegar og
Sunnuvegar rétt við Langholtsskól
ann.
Tónlistorfélag
fyrst og fremst dæluútbúnaðurinn,
en fyrirhugað er að dæla síldinni í
tankana og úr þeim á svipaðan
hátt og gert var á Þyrli í sumar og
gafst vel.
Þá hefur borgarráð samþykkt að
taka sinn hluta af ábyrgð á Iáni,
sem Landsbankinn veitir Síldar-
og fiskimjölsverksmiðjunni á Kletti
til kaupa á 3500 lesta olíuskipi frá
Noregi til sömu nota. Skip þetta
tekur um 20 þúsund mál síldar og
kostar um 14 milljónir króna. Þá
er eftir að útbúa skipið með dælum
og öðru til síldarflutninga og er
áætlað, að það kosti um 10 mill-
jónir króna. Alls kostar skipið sem
síldarflutningaskip því um 24 mill-
jónir króna. Aðaleigendur að
Þetta er svæði, sem UMFR átti
og byggði félagsheimili á. Á
íþróttasvæðinu eru áætlaðir knatt
spyrnuvöllur, handbolta- og körfu
boltavöllur og tveir tennisvellir.
KFUM starfar nú á fjórum stöð
um í borginni, við Amtmannsstíg,
þar sem gamla félagsheimilið - er,
við Kirkjuteig 33, við Langagerði,
þar sem verið er að byggja fé-
lagshús, og við Holtaveg. Svæðið
Klettsverksmiðjunni eru fjórir og
hafa þeir nú hver um sig gengið í
einfalda ábyrgð fyrir allt að
tveimur milljónum króna. Skipið
hefur þegar verið keypt og er nú
verið að undirbúa breytingarnar,
sem verða framkvæmdar í Noregi.
Jón Kristjánsson er efstur eftir
8. umferðina á Skákþingi Reykjavík
ur sem fram fór í fyrrad. Hann hef
ur sy2 vinning, en Jón ,Iitli“ Háif
dánarson, sem að vísu er nú orð
inn 17 ára, er annar nieð 6 vinn
við Holtaveg fékk KFUM og K í
hendur árið 1962 og hefur húsið
verið notað til fundahalda. Einnig
tók borgin þar á leigu sl. ár hús-
næði til þriggja ára fyrir barna-
heimili Sumargjafar. Húsið var
ekki fullgert þegar KFUM og K
keyptu það, en er nú búið að
fullgera fyrri áfangann í fyrirhug-
aðri byggingu. Síðar er í ráði að
byggja íþróttahús við. Engar áætl
ánir hafa þó ébfið pérSSr^’énnþá,
en megináherzlán lö'gð á ■ það að
ganga frá svæðinu sjálfu, svo
hægt verði að taka það í notkun
á næsta sumri.
Þá stendur Einar Guðfinnsson,
útgerðarmaður í Bolungarvík, enn
f samningum um kaup eða leigu á
olíuskipi til síldarflutninga, en það
var Einar, sem stóð fyrir hinum
vel heppnuðu síldarflutningum með
olíuskipinu Þyrli í sumar.
inga. Þrjú næstu sæti skipa Bjorn
Þorsteinsson, Magnús Sólmundar-
son og Bragi Björnsson, aliir með
5yz vinning og biðskák. Björn og
Bragi eiga biðskák saman, en
Magnús á biðskák á mofi Benóný
Benónýssyni og verða þær tefldnr
í dag. en 9. umferð á sunnu-
daginn kl. 2 í MÍR-salnum.
Úrslitin í fyrrakvöld urðu þessi:
Jön Kristjánsson vann Hauk Hioð
versson, Haukur Angantýsson
vann Helga Hauksson, Jón Hálf-
dánarson vann Gylfa Magnússon,
Jóhann Sigurjónsson vann Sigurð
Kristjánsson en tvær skákir ícru
í bið sem fyrr segir.
biír —
Framhald af bls 16.
aðarins, sem nýbúið er að stofna,
en Bæjarútgerðinnj hefur verið
boðin aðild að því. Samþykkt var
að tilkynna stéttarsambandinu, að
BÚR óskaði ekki eftir að gerast
þátttakandi í því.
Efjálpa —
Framhald af bls. 16.
verið fyrirmyndarbörn, sem
þeir hafa lent á.
I sambandi við kennsluna
vilja þeir geta þess, að þeir
gera ekki samning upp á lang-
an tíma. Yfirleitt hafa þeir unn
ið eftir hádegi og á kvöldín
og um helgar, en eru reiðubún
ir til vinnu hvenær sem er, ef
það rekst ekki á tímana hjá
þeim. Fólk er strax farið að
kunna að notfæra sér þá þjón
ustu, sem þeir veita, t. d. var
beðið um einn sem kavalera á
árshátíð, og eins hefur verið
hringt og pantað uppvask eftir
partí, og veita þeir alla slfka
þjónustu með glöðu geði, hins
vegar eru þeir ekki eins hrifnir
af því þegar þeir eru gabbaðir
út í bæ, jafnvel þegar um veik
ara kynið er að ræða — ann-
ars springa þær oftast f sím-
anum, segja þeir með vorkwnn-
semi. En aðalatriðið er: fólk
á að upphugsa ídeurnar, við
framkvæmum þær.
Samningafunclur—
Framhald af bls. I
fundum í gær hálfan annan
sólarhring. Stóð þessi fundur
enn yfir, síðast er blaðið vissi
í gærkveldi.
Verkfallið hefur nú staðið
yfir á bátaflotanum suðvest
anlands í rúmar þrjár vikur
og tjónið af völdum þess er
farið að skipta hundruðum
milljóna króna. Má m. a.
nefna, að Suðurlandssíldveið-
in hefur að mestu farið for-
görðum vegna þess.
Þessa vikuna hefur verið
setið stíft við samningaborð-
ið, en árangur hafði ekki orð
ið í þeirri lotu.
KFUM fær
í Lnugarda!
TVÍSÝN KEPPNI
Á SKÁKÞINGINU
í Garðahreppi
Laugardaginn 16. janúar 1965
var stofnað tónlistarfélag í Garða
hreppi og hlaut það nafnið Tón-
listarfélag Garðahrepps.
Formaður skólanefndar Garða-
hrepps, séra Bragi Friðriksson,
stýrði fundinum, en honum ásamt
Vilbergi Júlíussyni, skólastjóra,
hafði verið falið að annast undir-
búning að stofnun félagsins. Fund
arritari var kjörinn Árni Gunnars-
son, kennari.
Guðmundur Norðdahl, söngkenn
ari, gerði grein fyrir lögum félags
ins, sem síðan voru samþykkt.
Kosin var fyrsta stjórn félags-
íns, en hún er þannig skipuð: For
maður: Helgi K. Hjálmsson, fram
kvæmdastjóri. Gjaldkeri: Kittý Val
týsdóttir, frú. Ritari: Árni Gunn-
arsson, kennari. Meðstjórnendur: i
Hörður Rögnvaldsson, kennari.,
James H. Wright, gjaldkeri.
Tónlistarfélag / Garðahrepps |
hyggst gangast fyrir að minnsta
kosti einum tónleikum á þessum
vetri fyrir félagsmenn.
Allir íbúar Garðahrepps geta I
gerzt félagar tónlistarfélagsins og
samþykkti fundurinn að allir þeir,
sem gerast félagar fyrir 1. júrxí n.
k., skuli teljast stofnendur.
Þeir, sem óska eftir að gerast
stofnfélagar, geta snúið sér til ein
hvers stjórnarmanna eða skóla-
stjóra Tónlistarskóla Garðahrepps
Guðmundar Norðdahl, Ránargrund
5, sími 50845.
Tónlistarskóli Garðaihrepps var
stofnaður síðastliðið haust af Guð
mundi Norðdahl, en hið nýstofn-
aða tónlistarfélag mun annast um
rekstur hans f framtíðinni.
Undirbúin smíði ú 2 síldveiðiskip■
um með sjókælingarkerfí
- Ný tækni að halda innreið sína i islenzkan sjávarútveg
AHar horfur eru á því, að
tvö síldveiðiskip með sjókæl-
ingarkerfi muni bætast við ís-
Ienzka fiskiskipaflotann eftir
ár. Tveir útgerðarmenn, Jón
Á. Héðinsson í Hafnarfirði og
Sturlaugur Böðvarsson í HB&
Co á Akranesi, eru búnir að
láta teikna fyrir sig í Noregi
skip með þessari tækni, Þeir
eru nú að afla nauðsynlegra
lána og mun smíði tveggja
skipa eftir þessari teikningu
hefjast, strax og því er lok-
ið. Þetta verða 350 lesta skip
með saltvantstanka í stað
lesta og dæluútbúnað í stað
háfs og löndunartækja.
Jón Á. Héðinsson sagði í
viðtali við Vísi í gær, að hann
væri sannfærður um, að þetta
væru skip framtíðarinnar,
einkum þar sem sameinað er
hvort tveggja sjókælingin og
dæluútbúnaðurinn. Með því
móti væri hægt að flytja síld
ina óskemmda til hvaða hafn
ar sem væri við landið og
koma allri síldinni í vinnslu,
söltun eðafrystingu.Þettastór
yki útflutningsverðmæti síld-
arinnar og skapaði jafn-
'ari og tryggari afkomu fyrir
vinnslustöðvar um allt land,
án tillits til þess, hvar síldinni
þóknaðist að vera í það og
það sinnið.
Jón sagði að þeir Sturlaug
urhefðu haft þetta lengi í und
irbúningi og athugað vand-
lega reynsluna, sem komin
væri erlendis. Væri málið nú
komið svo langt, að teikning
ar væru tilbúnar og þeir von
uðust eftir, að innan fárra
daga fengju þeir úrskurð um
fjárhagslega fyrirgreiðslu. -
Þessi skip kosta um 5 milljón
krónum meira en venjuleg
fiskiskip sömu stærðar.
Jón sagði, að það hefði
raunar verið íslendingurinn
dr. Jakob Sigurðsson, sem
einna fyrst hefði bent á sjó
kælingartæknina í doktorsrit
gerð sinni. Síðan hefur tækni
þessi þróazt talsvert vestan
hafs en er nú að halda innreið
sína í Evrópu. Dr. Þórður Þor-
bjamarson í rannsóknastofu
Fiskifélagsins hefur gert ýms
ar tilraunir með sjókælingu
og hafa þær gefið jákvæða
raun.
Hjalti Einarsson, verkfræð-
ingur Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna, skrifar grein
um þessa aðferð í nýútkomið
hefti af Frosti. Þar rekur
hann ýmsar tegundir kæling
ar og hlutverk íss, sjókælingu
og sögulegt yfirlit um hana,
ýmsa kosti sjókælingar og
rekur síðan ýtarlega niður-
stöður rannsókna, sem gerðar
hafaVerið á því sviði víðs veg
ar um heiminn.
Við sjókælingu er ferskur
fiskur geymdur í tönkum
marandi í kældum sjó, sem
hringrásar um fiskinn. Er þá
kælt með frystivélum eða ís
en alla vega niður í frost-
mark. Er það einn kostur sjó
kælingar, að þá er hægt að
halda fiskinum við þann
kulda án þess að hann frjósi.
Þá er sú kæling jafnari og
fljótari en önnur og þá hvílir
minna farg á fiskinum, þar
sem fiskurinn marar í salt-
vatninu. Þá er mikill vinnu-
spamaður að hafa ekki ískæl
ingu og einnig er vinnuspam
aður að notkun dæla í stað
krabba eða annarra löndunar
tækja. Tilraunir benda til
þess, að sjókældur fiskur
geymist betur en ísaður fisk
ur.
Síðan 1957 hefur notkun
tanka aukizt mjög á fiskiskip
um og þykir orðið sjálfsagt á
ýmsum veiðum við vestur-
strönd Norður-Ameríku. Um
almenna útbreiðslu sjókæling
ar er samt ekki að raeða enn
sem komið er
Hjalti segir, að sjókæling
sé einkum hagnýt á þremur
sviðum í íslenzkum sjávarút-
vegi. í fyrsta lagi við sfldveið
ar og þorskveiðar með nót,
þar sem erfitt er að koma við
ísun. Þá kemur einnig til
greina að nota þessa aðferð í
olíuskipum eins og þeim, sem
ráðgert er að fá hingað í
síldarflutninga. — I öðm
lagi við rækju- og hum-
arveiðar. í þriðja lagi í fisk-
vinnslustöðvum í landi. því
á vissum tímum berst meiri
afli að landi en hægt er að
vinna úr og liggur þá fiskm-
inn undir skemmdum.