Vísir - 23.01.1965, Síða 8

Vísir - 23.01.1965, Síða 8
23. ianúar 1965. P f. i , _r -»fr VISIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VtSIR Ritstjóri: Gunnar G Schrarn Aðstoðarritstjöri: Axel Thorsteinson Fréttastjöran Þorsteinn O Thorarensen Björgvin Guðrnundsson Ritstjömarskrifstofui Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði I lausasölu 5 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Visis - Edda h.f Enn eitt afrek Framsóknar Tíniinn var nú í vikunni að hælast um af því, að Framsóknarmenn hefðu komið í veg fyrir það á síð- asta Alþýðusambandsþingi, að samstjórn allra flokka kæmist á í Alþýðusambandinu. Og svo hreykinn er ■nminn af þessu, að hann vill þakka það Framsókn einni og bregður kommúnistum um að þeir hafi verið tvístígandi í málinu og jafnvel hallast að samstjórn. Segir blaðið að fulltrúar Framsóknar hafi ekki farið dult með það, að þeir vildu ekki gera heildarsamtök vinnustéttanna þannig dráttarhest fyrir vagni núver- andi stjómarstefnu“. Þetta verður tæplega skilið á annan veg en þann, að hefðu fylgismenn stjórnarflokkanna fengið sæti í stjóminni, þá hefðu þeir ráðið þar lögum og lofum. Þetta er að sönnu vafasamt hrós fyrir stjórnarand- stæðinga, því að eftir kenningu Tímans hljóta þeir að vera svo ósjálfstæðir í samstarfi við stjómarsinna, að þeir láti þá öllu ráða. Vafalaust hefir blaðið fyrir sér einhver dæmi um þetta, enda engan veginn ótrúlegt að til séu svo skynsamir menn í flokkum stjómarand- stöðunnar, að þeir komist að raun um það í slíku samstarfi, að viðhorf stjórnarsinna í kjaramálunum eru ólíkt viturlegri en forustumanna þeirra sjálfra. Þeir sem hafa fylgzt með vinnubrögðum Fram- sóknarleiðtoganna í núverandi stjómarandstöðu, þurfa ekki að fara í grafgötur um hvað olli andstöðu þeirra gegn samstjórn allra flokka í Alþýðusamband- inu. Með slíkri samstjórn voru líkur til að draga mætti úr þeirri hættu, að „heildarsamtök vinnustétt- anna“ yrðu notuð til pólitískra skemmdarverka gegn viðreisnarstefnunni, til tjóns fyrir þjóðina, en ef til vill tímabundins ávinnings í valdastreitu stjórnar- andstöðunnar. Slíkt ábyrgðarleysi hefur Framsóknar- flokkurinn marg oft sýnt í stjórnarandstöðu, þótt segja megi að hann hafi gengið þar hvað lengst nú. Og hann hefur líka sýnt það í stjórnarsamstarfi, þeg- ar hann hefur ekki hikað við að slíta árekstralítilli samvinnu með tilbúnum ástæðum, ef hann hefur eygt einhvern möguleika til þess að vinna á því stund- ar fylgi. Sannarlega má segja að Framsókn hafi nú orðið fátt til að hæla sér af, þegar aðalmálgagn hennar gríp- ur til þess ráðs, að miklast af því, að fulltrúar flokks- ins á Alþýðusambandsþingi hafi beitt sér fyrir úlfúð og sundrungu innan samtakanna. Hver hugsandi maður hlýtur að sjá og skilja, að þau vinnubrögð hafa ekki verið miðuð við þjóðarheill né hagsmuni þeirra stétta, sem þessir fulltrúar áttu að gæta. Þessi játning Tímans ætti að geí.a opnað augu einhverra fylgismanna Framsóknarflokksins fyrir því, hvers foringjamir í Reykjavík krefjast af fylgismönn- um sínum utan af landsbyggðinni, sem hingað koma til funda, og hvílíkt þjóðþrifastarf er unnið á mið- stjórnarskrifstofu flokksins! 1 1 >:• með börnum sínum á sunnudög- um og eina viku 1 sumarleyfi. * Tack Bouvier notfærði sér Mka " þennan rétt. Hann kom til að sækja telpumar tvaer á hverjum einasta sunnudegi. Þessir sunnu- dagar með föður sínum or6u mestu gleði- og gamanstundir telpnanna og bætti það nokkuð úr því hugarangri, sem þær urðu að þola, er ósætti foreldranna var mest. Þegar hann kom á sunnudögum til að sækja dæt- ur sínar, var hann í bifreið og þeyttj bílflautuna, sem gaf frá sér sérkennileg og auðþekkt hljóð. Það var „Bouvier-merk- ið“. Svo óku þau saman f Centr- al Park eða í dýragarðinn. Jack spanaði þær upp í að klifra upp í trén, eða hann fékk reiðhjól lánuð handa þeim í skemmti- garðinum og sagði þeim að hjóla án þess að halda um stýrið. Og stundum fór hann með þær í göngutúr um Wall Street Bezt af öllu fannst Jecqueline að fá rjómaís með hnetum. Þegar hún var með pabba gat hún borðað eins mikið og haha lysti af þessu eftirlætissælgæti sínu. Báðar telpurnar, Jacqueline og Lee elskuðu dýrin. En í íbúð- inni á Manhattan, þar sem þær bjuggu með móður sinni, mátti ekki halda hunda. En pabbi þeirra náði samkomulági við hundahaldara einn í borginni, að hann geymdi hund fyrir þær. Svo máttu þær koma hvenær sem þær vildu að sækja hund- inn og fara með hann í Central Park og skila honum aftur að kvöldi. Þær systurnar dáðust mjög að föður sínum. Hánn lifði allt fram til 1957 eða f \J ár eftir hjónaskilnaðinn og kvænt- ist aldrei aftur. Tanet Lee ætlaði heldur ekki að " giftast aftur Eftir hjónaskiln aðinn hugðist hún helga sig upp- eldi dætranna og ekki leita eftir nýju gjaforð'i. En hún skipti brátt um skoðun, tveimur árum Skilnaður foreldr Jacqueline var tíu ára gömul, þegar það gerðist allt í einu, að heimur hennar, heimil'i foreldra hennar, hrundi í rúst. Jack Bouvier og Janet Lee gátu ekki haldi sam- búð sinni áfram af ýmsum á- stæðum sem gefnar voru upp. En aðalástæðan var þessi: „Arab fskj sjeikinn" eins og hann var kallaður var tal'inn fyrir hjóna- bandið ólæknandi piparsveinn. Og þannig hélt þetta áfram líka eftir hjónabandið. Jack hélt á- fram að sækja íþróttakappleiki, dansleiki og elta aðrar konur og margar þeirra fundu eftir sem áður aðdráttarafl þessa myndarlega manns. Til úrslita dró í þessu árið 1939, þá flutti frú Janet úr íbúð- innj í Park Lane og fór með dæturnar í aðra ibúð við East S'ide, skammt frá Chapin-skól- anum. f skilnaðarumsókn, sem hún sendi um þessar mundir, úrskurðaði hún það, að Jack vanrækti heimili sitt til þess að forðast vandamál þess og deil- ur enda leitaði hann í staðinn sambúðar við aðrar konur. — Skýrði hún þar m. a. frá því, að hann hefðj verið með einni vinkonu sinni sumarið 1936 í húsi þeirra í East Hampton. Hann hafði þannig framið hjú- skaparbrot. Jack neitaði þessum sakargiftum. Skilnaður var svo veittur 1940, en í röksemdum skilnaðardóms er ekki minnzt á hjúskaparbrot. í dómnum er hins vegar tekið fram, að hinn fráskildi hafi rétt til að vera síðar giftist hún Hugh Auchin- loss. f hvert skipti sem Jacqueline fór í heimsókn til East Hampton hitti hún þar fjölda frændsyst- kina sinna. Þar var m. a. frændi hennar, Michael sem hafði hald- ið henni undir skím og var sér- staklega kært mill'i þeirra. Hann gegndi hlutverki líkt og stóri bróðir. Annar frændi, sem henni líkaði vel við, var Scotty. Hann var svo skemmtilegur, uppfinn- ingasamur, kenjóttur og stríð- inn. Annars var Jacqueline á þess- um tíma ákaflega feimin stúlka. Til þess að sigrast á feimninni fór hún í danstíma tvisvar í viku. Þá fékk hún líka mikinn áhuga á ballett, sótti allar ball- ettsýningar, sem hún gat komizt Jacqueline Bouvier á unglingsárunum. Hér er hún klædd eins og Zigaunastúlka, er hún var að fara á grímudansleik. En þrátt fyrir hann hélt faðir Jacqueline áfram að heimsækja dætur sínar á hverjum sunnudegi

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.