Vísir - 23.01.1965, Síða 10
Iðnnemasambandið 20 ára
Um þessar mundir eru liðin 20
ár frá stofun Iðnsambands íslands.
I lögum sambandsins se'gir, að til-
'íangur þeirra sé: a) að gangast
fyrir stofnun iðnnemafélaga, b)
að styðja iðnnemafélögin og efla
starfsemi þeirra og hagsmunabar-
áttu og tryggja að þau séu 1 sam-
bandinu. Þegar litið er til fyrri
ára, með hliðsjón af veg sam-
bandsins í dag, kemur í ljós að
slaklega hefur verið unnið.
Þegí. n...m ár voru liðin frá
stofnun sambandsins voru tuttugu
og þrjú iðnnemafélög í landinu,
bar af fjórtán í Reykjavík. Þegar
lúverandi stjórn tók við, voru hins
'egar aðeins 2 félög í Reykjavík og
3 M á landi sem eitthvað störf-
uðu að ráði. Á þessum fimmtán
írum höfðu því 16 félög lagt nið-
ur starfsemi sína og um sum þeirra
eru til næsta litlar heimildir. Efa-
'aust eru margar orsakir fyrir, að
'annig fór, en nefr.f mætti skort
■ fjármagni og áhuga, éinnig hef-
ur hin mikla eftirspurn á vinnuafli
baft sitt að segjal
Á fyrsta fundi þeirrar stjórnar
sem nú situr við völd, var sam-
bykkt að beita öllum þeim ráðum
sem tiltækileg væru til þess að
stofna ný félög og endurvekja eldri.
\thugað var með stofnun félags
bárgreiðslunema og kom í Ijós að
brýn nauðsyn var á stofnun þess,
ekki sízt vegna þess að ekkert
sveinafélag er til i iðninni. Hár-
greiðslunemar sýndu málinu mik-
inn áhuga og stofnuðu félagsskap
sinn 9. des. s.l. á fjölmennum
fundi. Unnið er nú að endurvakn-
ingu annarra félaga, og verður
væntanlega hægt að kynna þau
síðar á þessu ári í málgagni Iðn-
nemasambandsins Iðnnemanum
Starfsleysi stjórna Iðnnemasam-
bandsins hefur ekki sízt komið
niður á Iðnnemanum og kom ekki
nema eitt tölublað út af honum á
síðasta ári, ir það útgefið af
Iðnnemafélagi Akureyrar, en sam-
bandsstjórnin kom þar hvergi
nálægt. Nú þegar er búið að gefa
út eitt tölublað á vegum sam-
bandsins, og er áætlað að tvö í
viðbót verði gefin út áður en
starfstímabili þessarar stjórnar lýk
ur.
Meðal nýjunga sem stjórn Iðn-
nemasambandsins hyggst beita sér
fyrir, er málfundanámskeið fyrir
iðnnema og verður það væntanlega
til þess að fleiri taka til máls og
komi skoðunum sínum á framfæri,
en gert hafa á síðustu þingum.
Föstudaginn 22. jan., f gær, var
afmælishátíð Iðnnemasambandsins
haldin í Glojmbæ og stóðu að
henni Iðnnemasamband Islands, Fé
iag hárgreiðslunema, Félag húsa-
smíðanema, Prentnemafélagið og
Iðnskólinn í Reykjavík.
Fjárhagur sambandsins hefur ver
ið þröngur, enda aðaltekjurnar
skattur félagsmanna. Styrki fær
Sámbandið frá ríkisvaldinu og ASÍ.
I fyrra voru þeir 30 þús. frá ríki
og 3.500,00 frá ASl. Sótt var um
hærri styrk til fjárveitinganefndar
Alþingis og var hann hækkaður
upp í 50 þúsund.
Ákveðið var á síðasta þingi
INSÍ, að ráða starfsmann. Svo um-
fangsmikil sem starfsemi sam-
bandsins þarf að vera, krefst hún
það mikillar vinnu, að vart er hugs
anlegt að það geti allt verið sjálf-
boðavinna. Ráðning starfsmanns-
ins mun stórauka starfsemina og
gefa meiri möguleika til að ná nær
þvf takmarki sem að er stefnt.
Á því, sem sagt hefur verið hér
á undan, má glögglega sjá, að tak-
mark stjórnarinnar er að fá sem
allra flesta iðnnema til samstarfs.
Fyrst innan síns félags, síðan sem
eina heild undir merki Iðnnema-
sambands Islands.
Stjórn INSÍ skipa nú: Gylfi Magn
ússon formaður, Kristján Kristjáns
son varaform., Hafsteinn Hjalta-
son gjaldkeri Örlygur Sigurðsson
ritari og Ólafur Emilsson með-
stjórnandi. I varastjórn eiga sæti:
Pétur Gunnarsson, Sigurður Jóns-
son, Árni Markússon og Hjalti Sig-
urbergsson.
•fc ÝMIS VINNA — ÝMIS VINNA ^
Píanóflutningar.
Tek að mér að flytja pianó og aðra þunga
hluti. Uppl. I sima 13728 og Nýju Sendi-
bílastöðinni, Miklatorgi Símar 24090-20990.
Sverrir Aðalbjörnsson
Handrið.
Tökum að okkur handriðasmíði úti og inm
Smíðum einnig hliðgrindur og framkvæm-
um alls konar rafsuðuvinnu ásamt fl.
Fljót og góð afgreiðsla.
Uppl. í síma 51421 og 36334.
Brúðuviðgerðir.
Tökum að okkur alls konar brúðuviðgerðirí
Opið kl. 3-6 daglega nema laugardaga.
Brúðuviðgerðin,
Skólavörðustíg 13 (bakhús).
Píanóstillingar og viðgerðir.
Guðmundur Stefánsson,
hljóðfærasmiður, Langholtsvegi 51.
Sími 36081 kl. 10-12 f. h.
Húsbyggjendur!
Tökum að okkur smíði á skápum og inn-
réttingum úr plasti og harðviði,
Trésmiðjan Víðistöðum,
Hafnarfirði . Simi 51960._____________
Bifreiðaeigendur, athugið.
Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir fólks-
og vörubfla-hjólbörðum Gerum við keðjur og
setjum þær undir et óskað er Höfum opið alla
daga vikunnar frá 8 árd. ti) 11 síðdegis.
Hjólbarðaviðgerðin Múla
viB Suðurlandsbraut, Simi 32960.
Bifreiðaeigendur!
Tökum að okkur smærri og stærri verk,
fyrir ákveðið verð. Framkvæmum flestar
tegundir vinnu. Sækjum. Sendum.
Rétting s.f.
við Vífilsstaðaveg Sími 51496.
Nokkrir læknastúdentar
óska eftir að taka að sér ýmiss konar smáþjón-
ustu á heimilum, t. d. bamagæzlu á kvöldin svo
og m. m. fl gegn hóflegu gjaldi. Uppl. i simum !
14034, 37895 og 20080.
Húsaviðgerðir
Tökum að okkur húsaviðgerðir úti sem
inni. Otvegum einnig menn i mosaik og
flisalagnir.
Jóhannes Scheving, sími 21604
Málaravinna
Annast alla innan- og utan húss málun.
Steinþór M. Gunnarsson, málarameistari.
Sími 34779.
Hreingemingar.
Hreingemingar, gluggahreinsun. Vanir
menn. Fljót og góð vinna.
Sími 13549
Hreingemingar.
Hreingemingar, Vanir menn. Vönduð
vinna. Fljót afgreiðsla.
Bjarni, sími 12158
Saumavélaviðgerðir
Saumavélaviðgerðir, ljósmyndavélaviðgerðir
Fljót afgreiðsla.
Sylgja, Laufásvegi 25, sími 12656
Hreingerningar
Hreingerningar. Vanir menn. fljót af
greiðsla.
Hólmbræður, símar 35067—23071.
Stjórn Iðnemasambands Islands: Talið frá vinstri: Hafsteinn
Hjaltason, Kristján Kristjánsson, Örlygur Sigurðsson, Gylfi
Magnússon og Ólafur Emilsson.
Eysteinn Þórðarson
aftur með í keppni
kominn heim frá USA og er með
í skíðnmófi á morgun
Innanfélagsmót ÍR í svigi fer
fram á morgun í Hamragili kl.
13.30. Eysteinn Þórðarson, hinn
góðkunni skíðakappi er nú snúinn
aftur til íslands og keppir á mót-
inu og reynir að ná bikar þessum
til sín i fjórða sinn. Til eignar þarf
hann að vinna fyrir honum fimm
sinnum.
Bikarinn SVIGMEISTARABIKAR
hefur verið í umferð síðan 1943
og enn ekki gengið út, en 17 sinn
um verið keppt um hann. I
kvennaflokki er keppt um bikar,
sem frú Sigrún Sigurðardóttir,
kona Sigurjóns Þórðarsonar for-
stjóra, gaf, en í drengjaflokki er
bikar frá Heildverzlun Alberts Guð
mundssonar og í stúiknaflokki bik
Fundur hjú
frjúlsíþróttu-
mönnum
Á morgun, sunnudaginn 24.
janúar kl. 14,00, efnir stjóm FRl
til fundar með landsliðsmönnum
og því frjálsíþróttafólki, sem
sýnt hefur áhuga sinn I verki
með góðri ástundun æfinga í vet-
ur.
Formaður FRÍ Ingi Þorsteins-
son mun stýra fundi þessum og
skýra frá helztu mótum heima
og erlendis, sem fram eiga að
fara næsta keppnistímabil.
Þorkell Steinar Ellertsson,
þjálfari Ármenninga mun flytja
erindi — sýndar verða íþrótta-
kvikmyndir og þá verður sameig
inieg kaffidrykkja.
Stjórn FRl vonar að allt frjáls
iþróttafólk það er boðið hefur
verið á fund þennan mæti. Fund
urinn verður haldinn í fundarsal
SÍS við Sölyhólsgötu.
ar gefinn af Magnúsi Baldvinssyni.
Gestir í svigkeppninni eru Krist
inn Benediktsson frá Hnífsdal og
Björn Ólsen frá Siglufirði.
Úrslit í
Firmsilceppni TBR
Hin árlega firmakeppni Tenn-
is og badmintonfélags Reykja-
vfkur stendur nú yfir, og hafa
undanleikir farið fram. tJrslita-
leikir verða háðir í íþróttahúsi
Vals í dag kl. 15,30. Keppni þessi
er forgjafakeppni, og skapar það
mikla tvísýnu um úrslitin. Keppt
er um farandbikar sem Leður-
verzlun Magnúsar Víglundsson-
ar hefur gefið, og er núverandi
handhafi hans Byggingavöru
h.f. Neðantalin fyrirtæki leika til
úrslita:
ísbjöminn h.f.
Föt h.f.
Herradeild P.Ó.
Skóverzl. Péturs Andréssonar
Ræsir h.f.
Tryggingarmiðstöðin h.f.
J. B. Pétursson
Verzlun Halla Þórarins
Sveinn Egilsson h.f.
Flarpa h.f.
Blómaverzlunin Rósin
Hydrol h.f.
Efnagerðin Sjöfn
Hellas
Kjötborg h.f.