Vísir - 18.03.1965, Blaðsíða 4
4
V1SIR . Fimmtudagur 18. marz 1965.
Styrkja verður —
Framhald bls. 9.
an tollur og söluskattui á innflutt
um vélum, þá eru aðflutnings-
gjöld á þeim komin upp í 46%,
og óþarfi er að minna á hversu
gífurlega byggingarkostnaður hef
ur hækkað á síðustu árum. Að
því er veiðarfæra- og fataiðnað
snertir, bætist ofan á þessa örð-
ugleika, að nokkuð hefur orðið
vart við undirboð, eða „dump-
ing“, svo og vaxandi innflutning
frá Austurlöndum, þar sem vinnu
afl er ódýrt. Höfuðnauðsyn
ber þv} til að stöðva verðbólg-
una *vo að jafnvægi náist í efna-
hagslífinu og heilbrigt efnahagslíf
er frumskilyrði þess, að þróttmik-
ill og arðbær iðnaður geti þró-
azt eins og önnur framleiðsla.
Áframhaldandi verðbólga hlýtur
annaðhvort að leiða til hafta eða
fellingar á gengi hinnar islenzku
krónu.
Fjármagnsskortur
Bein afleiðing hinnar geysilegu
hækkunar á framleiðslukostnaði
er tilfinnanlegur skortur á fjár-
magni, bæði til reksturs og fjár-
festingar. Hin ströngu verðlags-
ákvæði hafa m. a. komið í veg
fyrir, að aukning á eigin rekstr-
arfé fyrirtækja hafi orðið tilsvar-
andi við aukningu framleiðslu-
kostnaðar. Bankar og aðrar lána-
stofnanir hafa ekki getað sinnt
þörfum iðnaðarins enda hefur enn
ekki fengizt skilningur stjórnar-
valdanna á því, að iðnaðurinn
skuli njóta jafnréttis á við fram-
leiðsluatvinnuvegina, varðandi
endurkaup afurðavixla, þrátt fyr-
ir viljayfirlýsingu Alþingis um að
svo skuli vera.
Hér hefur verið gerð nokkur
grein fyrir helztu ástæðum þess
vanda, sem að íslenzkum iðnaði
steðjar. Ég vil því nú ræða í
stuttu máli nokkrar þær úrbætur,
sem að gagni gætu komið við úr-
lausn þessara vandamála.
Helzta áhugamál iðnaðarins
hlýtur eins og áður er sagt að
vera stöðvun verðbólgunnar og
að meira jafnvægi náist á vinnu-
markaðinum. Það hlýtur fyrst og
fremst að vera á valdi ríkisstjórn
arinnar og Alþingis að gæta þess,
að sú ofþensla sem hér hefur skap
azt, nái ekki að hindra eðlilega
þróun efnahagslífsins á íslandi.
í því sambandi er rétt að benda
á, að því hlýtur að vera takmörk
sett hvað ríki, bæjar- og sveitar-
félög geta ráðizt í af framkvæmd
um, án þess að kapphlaup hefjist
um vinnuaflið.
Þá þarf iðnaðurinn að fá sömu
fyrirgreiðslu við útvegun fjár-
magns og aðrir framleiðsluat-
vinnuvegir, á þann hátt að Seðla-
bankinn taki að endurkaupa hrá-
efna- og afurðavixla iðnaðarin-
Ríkissjóður greiði framlag til Iðn-
lánasjóðs til jafns við það fram-
lag, sem iðnaðurinn leggur til
sjálfur til hans. Hér er ekki farið
fram á meira en það, sem þegar
hefur verið veitt öðrum fram-
Ieiðsluatvinnuvegum.
Með þvf að innflutningur er nú
að mestu leyti frjáls, og sam-
keppni þar af leiðandi tryggð,
ber að fella niður núgildandi verð
lagsákvæði.
Það þarf að endurskoða reglu-
gerðarákvæði um hámarksfyrn-
ingu iðnaðarhúsa og véla, þar
sem núgildandi ákvæði eru algjör
lega úrelt, og taka ekki tillit til
hinnar hröðu tækniþróunar, sem
gerir vélar og tæki og jafnvel hús
næði úrelt á skömmum tíma. Hér
er heldur ekki farið fram á annað
en það, sem þegar hefur fengizt
viðurkennt fyrir sjávarútveg og
landbúnað.
Breyta þarf lögum um undir-
boðs- og jöfnunartolla á þann veg,
að tollyfirvöldum sé falið að hafa
á því nánar gætur hvort vörur
eru fluttar til landsins á undir-
boðsverði, og að tollyfirvöld fái
heimild til að stöðva tollaf-
greiðslu á slíkum innflutningi,
meðan ran-»ókn fer fram.
Tollalækkanir
Vinna þarf að því skipulega,
að auka tækni og hagræðingu í
iðnaðinum með því m. a. að end-
urvekja tækniþjónustu Iðnaðar-
málastofnunar Islands. Auka þarf
rannsóknir með því að taka upp
náið samstarf við rannsóknar-
stofnun iðnaðarins, sem stuðla
mun að auknum rannsóknum og
tilraunum, miðaðar við þarfir
hans.
Og með áætlanir og yfirlýsing-
ar stjórnarvalda í huga; um nauð
syn á frekari lækkun tolla og
aukningu innflutningsfrelsis, ber
að leggja áherzlu á að slíkar
breytingar fari einungis fram að
því tilskyldu að fyrir liggi athug-
anir, er sýni áhrif breytinganna®*
á viðkomandi iðnaðargreinar og
séð sé fyrir nauðsynlegum ráð-
stöfunum er gera iðnaðinum
kleift að mæta hinni breyttu að-
stöðu.
í heild má segja að brýna nauð
syn beri til að Alþingi og ríkis-
stjórn marki ákveðna stefnu i iðn
aðarmálum, þannig að áframhald-
andi uppbygging iðnaðarins verði
ekki tilviljanakennd. Slík fastmót
uð stefna er öllum nauðsynleg
sem taka verða ákvarðanir fram
í tímann. Hún er nauðsynleg
þeim sem í atvinnurekstrinum
standa, og hún er engu að síður
nauðsynleg lánastofnunum, svo
að þær geti markað útlánastefnu
sína samkvæmt henni.
Áður en við reynum að gera
okkur nokkra grein fyrir fram-
þróun iðnaðarins, langar mig að
vekja athygli á staðreynd, sem
afsannar þær fullyrðingar, sem
stundum verður vart, að iðnaður-
inn eigi tilveru sína hér á Iandi
að þakka höftum og tollum.
Löngu áður en höftum var beitt
hér, til takmörkunar á innflutn-
ingi, og áður en nokkur veruleg-
ur munur var á tollum hráefna og
fullunninna vara, voru starfandi
fyrirtæki í flestum þeim iðngrein
um, sem til eru hér á landi í
dag.
Til gamans má geta þess, að
tvö elztu fyrirtæki innan þessara
samtaka tóku til starfa 1896, en
það er klæðaverksmiðja og sút-
unarverksmiðja. Gosdrykkjaverk-
smiðja 1905, ölgerð 1913, sælgæt-
isgerð 1917, smjörlíkisgerð 1918,
gas- og súrefnisframleiðsla 1919,
sápugerð 1922 og kaffibrennsla
1924.
Það blandast engum hugur um
það, að ti! þess að geta haldið
uppi því menningar- og velferð-
arríki, sem ljóst er að við viljum
hafa, er okkur Islendingum nauð-
synlegt að taka í þjónustu okkar
alla þá tækni, sem nútiminn hef-
ur upp á að bjóða. Þetta á vita-
skuld við alla þætti framleiðsl-
unnar og atvinnulífsins. Þvf drag-
ist einhver þáttur aftur úr verður
það fjötur um fót hinna sem á-
fram vilja halda.
Hin hefðbundna skipting fram
leiðslugreinanna hlýtur smátt og
smátt að minnka og jafnvel
hverfa. Segja má að allar atvinnu
greinarnar séu nú að iðnvæðast
á sama hátt og þegar iðnvæðing
handverksins varð á sfðustu öld
upphaf verksmiðjuiðnaðarins. Af
þessu leiðir að atvinnugreinamar
hljóta að nálgast hvor aðra svo
ekki verður, þegar fram lfður,
greint á milli þeirra á þann hátt,
sem gert er f dag.
Hvort sem um sjávarútveg,
landbúnað, handverk, iðnað eða
verzlun er að ræða, þá eru mark-
miðin þau sömu, þ. e. framleiðsla
eða sköpun verðmæta, og dreif-
ing þeirra með sem beztum ár-
angri og minnstum tilkostnaði.
Þetta verður ríkisvaldið að gera
sér ljóst, og því ber að stuðla
að því að þessi iðnvæðing fái að
þróast hindrunarlaust, og að eðli-
legu jafnvægi milli framleiðslu-
greinanna verði ekki raskað.
Hin stóraukna og háþróaða
tækni, sem nú ryður sér til rúms,
gerir mjög miklar kröfur til at-
vinnugreinanna, og þá sérstaklega
til stóraukinnar fjárfestingar inn-
an þeirra. Hin mikla og fjöl-
breytta framleiðsla gerir einnig
stórauknar kröfur til meiri hag-
kvæmni og hugvits í sölu og dreif
ingu, og þá að sjálfsögðu til meiri
menntunar og hæfni þeirra, sem
skipuleggja og stjóma atvinnu-
rekstrinum.
Forsendur fyrir þessari þróun
eru, að haldið sé uppi hagnýt-
um rannsóknum og tilraunum, og
niðurstöður þeirra séu án tafar
Niðursuða
Frh. af bls. 7
kúfiski, ennfremur hefur verið
prófað notkun á humarklóm f
sósu o. fl. Það skal sérstaklega
tekið fram að öllum þeim niður
suðuverksmiðjum hérlendis, sem
áhuga hafa er heimill aðgangur
að öllum þeim niðurstöðum, sem
við höfum komizt að, og geta
fengið sýnishorn af flestum
þejm vörutegundum, sem hér
voru taldar. Þetta nær þó ekki
til þeirra upplýsinga, sem við
höfum fengið frá einstökum nið
ursuðuverksmiðjum í sambandi
við þeirra eigin framleiðslu.
Sérþekking
Eitt af því, sem staðið hefur
fslenzkum niðursuðuiðnaði fyrir
þrifum er skortur á mönnum
með sérþekkingu í niðursuðu.
Nú er ástandið í þessum efnum
að batna. 1 fyrsta lagi þjálfast
það fólk, sem haft hefur og hef-
ur nú fasta vinnu við niðursuðu
verksmiðjurnar hér á landi. í
öðru lagi lærist mikið af þeim
erlendu sérfræðingum, sem hing
að koma erlendis frá í sambandi
við uppsetningu nýrra verk-
smiðja eða franileiðslu sérstakra
vörutegunda fyrir erlend sölu-
fyrirtæki. Og 1 þriðja lagi þá
hefur loksins tekizt að koma ís-
lenzkum lærlingum f erlendar
niðursuðuverksmiðjur f Iengri
tíma. Voru það Vestur Þjóðverj
ar, sem tóku á móti þessum lær-
lingum. Hafa nú 7 íslenzkir lær-
lingar verið eitt ár við nám í
niðursuðu f Cuxhaven, en sú
borg er ein sú þekktasta í Þýzka
landi fyrir niðursuðu á fiski. Þrír
þessara ungu manna ætla að
halda áfram skólanámi f Vestur-
Þýzkalandi, en fjórir komu heim
um áramótin og eru þrír þegar
byrjaðir að starfa hér f sinni
grein. Er enginn vafi á þvi_ að
þessir sjömenningar flytja hing-
að til lands mikla þekkingu i
niðursuðu og niðurlagningu fisk
afurða. Að öllu þessu saman-
lögðu er það þvi sýnilegt, að eft
ir fá ár þá höfum við hér álit-
legan hóp Islendinga, sem fengið
nýttar í framleiðslunni.
Hér á landi er það mjög algengt
að fyrirtæki, hvort heldur er í
sjávarútvegi, landbúnaði, iðnaði
eða verzlun séu mörg og smá.
Það hefur sína kosti að fyrirtæki
séu lítil og smá og skapi sem
flestum möguleika til að vera
sjálfstæðir, en það hefur líka sína
miklu ókosti nú á öld tækninnar.
Lítil fyrirtæki hafa ekki bolmagn
til að hagnýta sér nýjustu tækni,
og eiga þvf oft erfitt með að
standast samkeppni. Þetta á bók-
staflega við hvar sem litið er í
islenzkt atvinnulíf. Fiskiðnaðar-
fyrirtæki, verksmiðjur, verzlunar-
fyrirtæki, verkstæði og bú eru og
of mörg og smá.
Sömu réttindi
Þrátt fyrir síaukinn fólksfjölda
f heiminum eykst framleiðslu-
magnið ennþá hraðar, þannig að
samkeppnin heldur áfram að auk-
ast. Við íslendingar, sem erum
fámenn en velmenntuð þjóð, hljót
um í framtíðinni að leggja ekki
fyrst og fremst áherzlu á magn
framleiðslunnar, heldur á það að
íslenzk framleiðsla verði framar
öllu öðru þekkt fyrir gæði. Að
þvi eigum við og hljótum við aö
stefna.
Ég hef hér drepið á nokkur
helztu vandamál fslenzks iðnað-
ar, og rætt nokkuð um lausn
þeirra og framtíðarhorfur. Á
fleira hefði verið full ástæða til
að minnast, en það verður ekki
gert í svo stuttu máli. Þing það,
sem hér er hafið, mun væntan-
lega gera þessum málum ítarlegri
skil. Að öðru leyti vísa ég til
skýrslu stjómar félagsins um
störf þess.
Og að síðustu þetta. Ég hef þá
bjargföstu trú, að íslenzkur iðn-
aður standi svo föstum fótum í
íslenzku þjóðlífi og að kunnátta
hans og verkmenning sé svo þró-
uð, að iðnaðurinn muni vaxa og
blómgast, fái hann þeim kröfum
framgengt, sem hér hafa verið
settar fram og skýrðar að nokkru.
Við sem iðnaðarvömr fram-
leiðum f þessu landi ,gemm ekki
kröfur til neinna sérréttinda. Við
gerum einungis þá sjálfsögðu
kröfu, að njóta sömu réttinda og
viðurkenninga, sem aðrir atvinnu
vegir þjóðarinnar. Til þess að fá
þessari sjálfsögðu kröfu fram-
gengt, er okkur iðnrekendum
nauðsynlegt að standa fast sam-
an innan vébanda F.Í.I.
hefur staðgóða þekkingu og
reynslu f niðursuðu.
Líka kjötvörur
Hér hefur eingöngu verið tal
að um niðursuðu á fiski og fisk
afurðum. En niðursuða á kjöti
og kjötmeti á líka framtíð á Is-
landi, þó að aldrei geti sú fram-
leiðsla jafnazt á við fiskniður-
suðuna að magni til. í kjötniður
suðu eru margir möguleikar hér,
sem meðal annars eru fólgnir í
betri nýtingu sláturafurðanna.
Af öðrum landbúnaðarafurðum
kemur hér líka til greina ýmis-
legt grænmeti til niðursuðu.
Hafa þegar í mörg ár verið soðn
ar hér niður íslenzkar gulrætur,
og nýlega er hafin niðursuða á
fslenzkum ætisveppum. Kjöt-
meti hefur aðallega verið soðið
hér niður f tveim verksmiðjum,
annarri í Reykjavík og hinni á
Akureyri. Nú er auk þess nýtekin
til starfa niðursuðuverksmiðja í
Borgarnesi, sem sýður niður slát
urafurðir og sveppi.
Góðar horfur
Hvernig eru svo horfurnar i
íslenzkum niðursuðuiðnaði? Ég
hika ekki við að fullyrða að
þær eru góðar, einkum þó ef
eitthvað er fyrir þessa iðngrein
gert, t. d. eitthvað svipað þvf og
gert er fyrir hraðfrystiiðnaðinn
meðan verið var að byggja hann
upp.
Það sem mest er aðkallandi,
er öflun markaða, en það kostar
mikla vinnu og mikið fé. Hráefni
höfum við nóg hvað fisk og fisk
afurðir snertir og þau betri en
nokkrir aðrir. Að sjálfsögðu er
það sfldin. sem ber að leggja
mesta áherzlu á, bæði niður-
lagða og niðursoðna. Þá eru það
þorskhrognin og þorsklifrin,
sem hvort tveggja á mikla fram
tíð sem niðursoðnar vörur. Svo
er það sjólaxinn, úr upsanum
sem er betri hér en annars stað
ar, og kavíarinn en í hann höfum
við geysimikið magn af fyrsta
flokks hráefni. Þetta er aðeins
það helzta, en hér getur ýmis-
legt bætzt við, eftir því sem
markaðir kunna að gefa tilefni
til.
Og að lokum þetta. Við skul
um minnast þess íslendingar að
við ráðum yfir einu stærsta mat
arforðabúri heimsins, sem eru
íslenzku fiskimiðin innan land-
helgislínu. Við getum aflað hér
mikils af fiski, en við verðum að
gæta þess að skemma hann
ekki. Fiskur, sem er eyðilagður,
er betur óveiddur. Við eigum að
vanda meðferðina bæði á fiski
og kjöti og nýta allar þessar
afurðir sem bezt. Við eigum að
minnast þess að þetta eru mjög
dýrmætar fæðutegundir, og eft-
irspurnin eftir þeim fer stöðugt
vaxandi í heiminum. Við verðxun
að nota allar þær aðferðir, sem
þekktar eru, tii þess að koma
þessum afurðum sem verðmæt
ustu ástandi á heimsmarkaðinn,
og þvf verðum við að byggja
upp niðursuðuiðnað á íslandi.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í að byggja skólahús við Hvassa
leiti, hér í borg. Útboðsgagna skal vitja í
skrifstofu vora, Vonarstræti 8, gegn 3.000
króna skilatryggingu Tilboðin verða opnuð
á sama stað, fimmtudaginn 1. apríl n.k. kl.
11,00 f.h.
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar.
*