Vísir - 18.03.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 18.03.1965, Blaðsíða 7
VlSIR . Fimmtudagur 18. marz 1965. 7 ★ í nýútkomnum Ægi er fró5- legt yfirlit um niðursuðuiönað- inn og ástand og horfur í þess- ari ungu atvinnugrein. Dr. Sig- urður Pétursson gerlafræðingur er höfundur greinarinnar, og hefur Vísir fengið leyfi hans til að birta kafla úr grein þessari. Það er með matvæli, eins og önnur verðmæti, að það er engu síður vandi að geyma þau en afla þeirra. Stór hluti þeirra matvæla_ sem mannkynið aflar sér, rýrnar, spillist eða eyði- leggst áður en þeim megintil- gangi matvælaöflunarinnar er náð, að seðja hinar síþurfandi mannverur. Korn og grænmeti spillist oft á ökrum eða f vöru- skemmum af völdum sveppa eða skordýra, kjöt og fiskur spillist tíðum af völdum gerla í vinnslustöðvum, flutningatækj um eða geymslum, og sams kon ar hætta er búin allri hinni fjöl breyttu framleiðslu matvæla- iðnaðarins. Hér stendur í stöð- ugu stríði, stríði upp á líf og dauða, milli mannsins annars vegar og hinna örsmáu alls stað ar nálægu sveppa og gerla hins vegar, að meðtöldum stórum hópi meindýra. Matvælaframleiðsla íslendinga er margfalt meiri en nokkurrar annarrar þjóðar, sé miðað við fólksfjölda, og útflutningur mat væla héðan er mjög mikill sam anborið við það, sem gerist með öðrum einstökum þjóðum, án tillits til fjölda íbúa. Það eru að sjálfsögðu hin auðugu fiskimið við ísland_ sem hér gera gæfu- muninn, því að fiskur og fisk- afurðir eru sem kunugt er okkar aðalframleiðsla. Ýmsar geymsluaðferðir Geymsla matvæla á Islandi, og þá sérstaklega geymsla á fiski, hefur allt fram á fjórða tug þessarar aldar farið fram með tvennum hætti, þ. e. við þurrkun og söltun. Milli 1930 og 1940 var byggð hér upp ný grein fiskverkunar og ný fisk- gejrmsluaðferð, en það var hrað frystingin með tilheyrandi geymslu vörunnar í frystihús- um. Þessi framleiðsla er nú orðin stærsta grein matvælaiðn aðarins hérlendis. Hraðfrysting var tekin upp á- líka snemma hér og hjá öðrum þjóðum, og munu Islendingar nú standa jafnfætis eða jafnvel framar en aðrir í hraðfrystingu á fiski. En það er önnur aðferð við verkun og geymslu á fiski, sem við höfum tileinkað okkur miklu seinna en aðrir, það er niðursuðan. Hér hafa íslending- ar dregizt hrapallega aftur úr, svo að þegar þeir ætla nú að fara að koma niðursoðnum fisk- afurðum á erlendan markað, þá má heita að hver bekkur sé þar fullsetinn. Þjóðir, sem fyrir löngu hafa byggt upp sinn nið- ursuðuiðnað, þær hafa einnig byggt upp sína markaði um víða veröld. — Það þarf því mik ið átak, til þess að ryðja braut nýjum vörumerkjum á þessum mörkuðum_ og það tekst því að- eins, að lögð sé í það mikil vinna og merkin verði kunn fyrir gæði. 12 verksmiðjur — léleg nýting Á árinu 1964 hafa 12 niður- suðuverksmiðjur á íslendi feng- izt meira eða minna við niður- suðu eða niðurlagningu á fisk- afurðunum, en aðeins fáar þeirra hafa flutt út nokkuð að ráði: Mun þessi útflutningur hafa numið ca. 380 tonnum, að verðmæti um 20 millj. kr. Óhætt mun að fullyrða að nýting á verksmiðjunum (húsi og vélum) hafi í mörgum tilfell- um verið léleg, vegna of lítillar starfrækslu. Hefur ástæðan til þess ýmist verið vöntun á hrá- efni eða vöntun á markaði. Vegna þess hve markaðurinn er ótryggur, gengur erfiðlega að skipuleggja verksmiðjurnar með tilliti til ákveðinnar framleiðslu og ná þeim afköstum, sem nauð- synleg eru til lækkunar á fram- leiðslukostnaðinum. Mikið af niðursuðuframleiðslunni hefur undanfarið verið selt til Austur Evrópu, einkum Sovétríkjanna og Tékkóslóvakiu. Hefur hér ver ið um gagnvirðiskaup að ræða, sem orðið hefur að gera um nýj an samning á hverju ári, og skap ast af þvf sú óvissa fyrir fram- leiðandann, að hann getur ekki gert áætlun nema fyrir eitt ár f einu og fær mjög lítinn tíma til undirbúnings hverju sinni. Auk þess fer val tegunda, afskip anir og verð vörunnar mjög eftir þvf, hvernig viðskiptajöfnuður- inn milli landanna stendur að hverju sinni. Einkum er það nið- urlögð síld, sjólax og sardínur, Dr. Sigurður Pétursson — segir dr. Sigurður Pétursson gerlufræðingur sem selt hefur verið til Austur- Evrópu. Á hinn frjálsa markað í Vestur-Evrópu og Norður-Ame- ríku hefur tekizt að selja nokk- urt magn af niðursuðuvörum, aðallega rækju og murtu, og nú síðast þorskhrogn, sem er alger nýjung í íslenzkri niðursuðu. Niðurlagning og niðursuða Við skulum nú athuga lítið eitt helztu tegundir fiskafurða, sem framleiddar eru hér til út- flutnings, niðurlagðar eða niður soðnas, En áður en lengra er haldið er rétt að gera grein fyrir því, hver munur er á niðurlagðri og niðursoðinni vöru. Hvort tveggja varan kemur oftast á markaðinn í svipuðum eða samskonan umbúðum og hættir fólkj mjög við að rugla þeim saman. Niðurlagðar nefn- ast þær vörur, sem settar eru í dósir eða glös blandað í þær rotvarnarefnum. flátunum lokað loftþétt og varan síðan geymd vig kælingu. Siíkar vörur eru t. d. gaffalbitar, sjólax og kavíar. Niðursoðnar eru þær vörur aftur á móti, sem soðnar eru í dósun- um eða glösunum eftir að ílátum þessum hefur verið lokað, og miðast sú ,suða við það, að drepnir séu í vörunni allir gerlar og sveppir og lffseigustu gró. Þessar vörur geymast árum sam an við þau hitastig, sem venju- leg eru í vöruskemmum og verzl unum. Slíkar vörur eru t.d. sar- dínur, rækjur, fiskbollur, fisk- búðingur og murta. Það er því miður mjög al- gengt að fólk meðhöndlar niður- lagðar vörur á rangan hátt og eyðileggur þær þannig. Á þetta bæði við um neytendur og kaup- menn. Það er algengt að sjá hér í búðum að niðurlagðar vörur s.s. gaffalbitar, kryddsíldarflök, sjólax og kavíar, eru settar út í glugga eða á hillu í búðinni, án nokkurrar kælingar. Þetta er al- rangt. Þessar vörur á að geyma í kæliborði við 0,5°C. En slíkt er undir smásalanum komið, verk- smiðjan, sem vöruna framleiðir hefur þetta ekki á sínu valdi. Síldin er uppistaðan Við víkjum p* að síldinni, nið urlagðri og niðursoðinni, en sfid in er sá fiskur sem hér hlýtur að verða aðaluppistaða niður- suðuiðnaðarins. Er Norðurlands síldin einkum hentug til niður- lagningar, en Suðurlandssíldin til niðursuðu. f síðustu heims- styrjöld var talsvert flutt út héð an af niðurlagðri síld til Ame- ríku. Voru það bæði gaffalbitar og kryddsfldarflök. En þegar nið urlagða síldin frá Svíþjóð kom á amerfska markaðinn að stríðinu loknu, á lægra verði en síldin frá íslandi, þá gáfumst við upp. Var þetta illa farið, því að með dálitlum útflutningsuppbótum í nokkur ár hefði vafalaust mátt bjarga þessum markaði, og stæð um við þá betur að vígi nú en við gerum. lítflutningur á niður- lagðri síld, svo að nokkru nemi, hófst hér aftur árið 1963, en þá, og eins árið 1964 var flutt all- mikið magn af gaffalbitum til Sovétríkjanna. Fullyrða má að sú niðurlagða síld, sem við höf- um nú á boðstólum jafnist fylli- lega á við erlenda framleiðslu að gæðum. Eftir er aðeins að laga hana lítið eitt eftir hinum einstöku mörkuðum, því að smekkur kaupendanna og á- kvæði um merkingu og rotvarn- arefni eru mismunandi í hinum ýmsu löndum. T d. gjörólík í Austur-Evrópu og í Ameríku. Niðursoðin síld var einnig flutt út héðan í sfðari heimsstyrj öld, var það aðallega reykt síld, kippers_ sem fór til Englands. Síðar var einnig flutt hér út nokkuð af niðursoðinni sfld bæði reyktri og í sósum, en sá útflutningur er einnig hættur. Útflutningur á síldarsardínum hófst hér frá Akureyri árið 1960 og hefur farið fram öðru hverju síðan. Smásíld, sem notuð er f síldarsardínur hefur aðallega veiðzt í Eyjafirði og einnig á ísafjarðardjúpi, en hún mun vera hér miklu víðar innfjarðar. Er full ástæða til að rannsaka hér útbreiðslu og magn smá- síldarinnar sérstaklega, þar sem hér er um að ræða hráefni, er hentar mjög vel til niðursuðu. Það er annars augljóst mál, að síldin hlýtur að vera hér lang samlega þýðingarmesta hráefn- ið til niðursuðu og niðurlagn- ingar. Hníga öll rök að því, að síldarniðursuða verði bráðlega stór atvinnurekstur á Islandi. Má segja að það sé viðskipta- landafræðilega óhjákvæmilegt að svo verði. Stórt spor í þessa átt er stofnun niðursuðuverk- smiðjunnar Norðurstjaman í Hafnarfirði, en hún mun aðal- lega sjóða niður sfld. Er rétt að benda á það, að með stofnun þessarar verksmiðju er farið inn á mjög merkilega braut, sem sé þá að taka höndum saman við erlent niðursuðufyrirtæki, sem ræður yfir miklum markaði og hefur mikla reynslu. Ný verk- smiðja í KópaVogi mun einnig ætla að nota þessa aðfreS við söltun afurðanna. Er þetta vafa- laust hentug leið fyrir okkur íslendinga meðan við höfum ekki aflað okkur eigin markaða. Samtök og rannsóknir En hér er líka þörf aðgerða annars aðila, en það era niður- suðuverksmiðjurnar sjálfar. Eig- endur þessara verksmiðja þurfa að bindast samtökum sem allra fyrst. Þeir þurfa að vinna sam- an bæði f þessu máli og fjölda mörgum öðrum. Þeir ættu að minnast þess, að sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér . Þá mun vikið nokkuð að rann sókna og tilraunastarfsemi fyrir niðursuðuiðnaðinn hér á landi. Gerladeild Rannsóknastofu Fiski félags íslands hefur undanfarið haft eftirlit með þeim niður- suðuvörum, sem fluttar era út frá íslandi. Auk þess hefur deild in eftir mætti aðstoðað þær nið ursuðuverksmiðjur, sem til henn ar hafa leitað. Hefur deildin átt þátt f því að finna út aðferðir við framleiðslu nokkurra teg- unda af niðursuðuvörum. Þannig vann hún á sínum tíma að þvf ásamt hlutaðeigandi framleið- anda að búa út uppskrift að kavíarnum, og á síðastliðnu ári vann hún einnig að því með hlut aðeigandi framleiðanda að búa út uppskriftina að niðursoðnum þorskhrognum. Gerladeildin hef ur nú fengið mjög bætta að- stöðu til þess að gera niðursuðu tilraunir og hefur nú nokkrar vörutegundir á prjónunum, sem eru nýjar hér á Islandi. Má þar nefna niðursoðna þorsklifur, bæði eina sér og i tómat, pöstu úr þorsklifur og þorskhrognum saman, reyktan háf bæði í olfu og tómat krækling í smjöri, humar í eigin soði og súpu úr Framh. á 4. sfðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.