Vísir - 18.03.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 18.03.1965, Blaðsíða 15
VÍSIR . Fimmtudagur 18. marz 1965. 75 ' . ■ ■ ■ ■ ■ ' - V . CECIL ST. LAURENT: SONUR KARÓ- LÍNU Frá því bandamenn hernámu borgina var hús Talleyrands, furstans Beneventes, eins og mauraþúfa, svo margt var þar jafnan um manninn_ Ailir sem gegndu mikilvægum embættum í borginni áttu þar erindi að reka og þar var krökkt af stjórn málamönnum frá öllum löndum álfunnar - að ógleymdum sjálf um Alexander Rússakeisara, sem hafði fengið alla aðra hæð hallarinnar til umráða hjá þess- um góða vini sínum. Neselrode utanríkisráðherra bjó á þriðju hæð. Á hæð Talleyrands voru þrjú herbergi sem sneru að Tuili eres og þrjú að húsagarðinum. Úr svefnherberginu, sem oft var notað sem fundarstaður ráð- herra, sást höllin. Fulltrúar og skrifarar unnu í salnum við hlið ina á svefnherberginu,. en Tall- eyrand tekur á móti þeim, sem fá áheyrn, í því allra helgasta, lesstofunni. Hann gengur oft um önnur herbergi og tekur ýmsa tali, og velur stundum úr þá, sem hann vill ræða við, en send ir aðra burt. í einu herberginu sem snýr að húsagarðinum, ræða einkaritaramir Laborie og Charmelas við þá, sem hafa ósk að eftir því sérstaklega að ræða við þá. — Trúið mér, frú, segir de Charmelas, ég get ekkert gert. Hann hefir árangurslaust reynt að sannfæra hana um, að hann geti ekki komið því til leiðar að hún fái áheym Talleryand. Hún er taugaóstyrk, en þráast við og segir að fyrr hafi furstinn oft veitt henni einkaáheym. Og hann hafi veitt henni áheym dag inn eftir að maður hennar var handtekinn. Því þá ekki nú. Hún hafði hækkað röddina og de Charmela ókyrrðist: - í guðanna bænum, frú talið ekki svona hátt. Veggimir eru þunnir. — Ég skal hækka röddina enn meira þar til menn sannfæra mig um að bezt sé að þegja. Maðurinn minn hefir verið dæmd ur til lífláts Hann kann að verða tekinn af lífi einhvem næstu daga, — ef til vill í fyrramálið. Þegar ég, meðan réttarhöldin stóðu fékk manninn minn til þess að lofa að minnast ekki á' það, að Talleyrand hafði falið Montreuil að fara til Elbu og 'myrða Napoleon .. . . — Uss! - . . .þá var það vegna þess, að Talleyrand hafði lofað mér, að hann skyldi ráða vali kviðdómenda, og að maðurinn minn yrði sýknaður. Hann sveik mig - og það var óhyggilegt af honum. Allir vita, að hann vildi líflátsdóm yfir Lúðvík 16. — ög enginn hefir fyrirgefið honum það. Ríkisstjórnin getur ekki á- lits síns vegna staðið frammi fyr ir erlendum þjóðum sem morð ingjaklíka. Segi ég allt sem ég veit — til dæmis herra Chateau- briand, sem hatar herra yðar, getur það haft alvarlegar afleið ingar. Tíu mínútum síðar situr Karó lína andspænis Talleyrand í því „allra helgasta", - lesstofunni. - Þér eruð jafn harðvítugar og óþolinmóðar og forðum daga, segir Talleyrand. Sagan .... — Mig varðar ekkert um sög una. Ég vil fá manninn minn. — Þér skuluð fá hann, fari í heitasta. Getið þér ekki beðið nokkra daga. Þér hafið verið lengur án návistar hans oft og tíðum. - Að ég bíði nokkra daga? - Já. Konungurinn mun koma *am af mildi. — Jæja, ofan á samkomulag lokaúrskurðinn. Taleyrand stendur upp og gengur haltrandi til hennar, stað næmist fyrir framan hana og segir: Með hvaða rétti komið þér og biðjið mig hjálpar? Þér talið um samkomulag Við gerðum með okkur samkomulag fyrir einu ári — og þér rufuð það í Pétursborg. Það var betur, að zarinn sá við yður. — O, yður er hefnd í hug. Ég ætlaði mér ekki að spilla neinu fyrir yður. Ég gat ekki um annað hugsað en Frakkland, um keis- arann og alla hermennina, og allt sem þeir höfðu orðið að þola, — um vini mína, sem höfðu frosið í hel á sléttum Rússlands, eða áttu það fyrir höndum. Talleyrand óttaðist að Karó- lína myndi fara að gráta, en hún stappaði í sig stálinu og tókst að halda aftur af tárunum, og bætti við napurlega: — Svo sannarlega skal ég sjá um, að það verði kunnugt um alla Parísarborg þegar í kvöld, að þér fóluð Maubreuil að myrða Napoleon, þrátt fyrir samninginn sem undirritaður var af keisaranum og banda- mönnum — og að þér hétuð morðingjanum skartgripum eins ættingja keisarans, með því skil yrði þó, að hann stæli þeim. Hún gekk til dyranna, en hann þreif í handlegg hennar. Svipur hans var nú gerbreyttur. — Þér eruð óréttlátar gagn- vart mér - gömlum vini yðar. Þessi saga, sem fólk segir um 47 Maubreuil er hreinn uppspuni. Ég þekki manninn ekki neitt. Ég vil ekki halda því fram, að ég sé samþykkur dómnum yfir de Salanches, eða að ég trúi að hann hafi drepið mann til þess að komast yfir gimsteina prins essunnar af Wurtemberg, sem Maubreuil fyrst rændi — en í sannleika sagt, er mér ekki vel ljóst hvemig þeir álykta, og her rétturinn . . . en reynið nú að vera rólegar, kæra greifafrú. Mér leiðist þessi saga um Mau breuil Ég vil ekki að mitt nafn sé nefnt í sambandi við hana. Hagið ykkur nú skynsamlega, þér og maður yðar, og innan skamms verðið þið komin úr landi. Líflátsdóminum verður breytt þannig, að manninum yð ar verður vfsað úr landi. Innan árs verður svo þeirri ákvörðun breytt, og þið getið komið aftur, og allt fellur í ljúfa löð. — Er það Heilagur andi, sem á að gera þetta kraftaverk. - Nei, ég sjálfur. Ég vildi gjaman geta sagt: Hann er frjáls, en það get ég ekki sagt nú. En ég get sagt, að frjáls mun hann verða, ef til vill á morgun, áreiðanlega innan tveggja daga. En forðizt, að til neins umtals komi. af ykkar völdum. Það er yður í hag, því að ef þér eyðileggið mannorð mitt, höggvið þér af höndina, sem ætlar að hjálpa yður. Karólína hugsaði um þetta allt, gaumgæfilega, er hún ók heimleiðis. Klukkan er orðin eitt. — Ég kýs heldur að taka á móti yður heima hjá mér en í ráðuneytinu. Hér er frjálsara. Ég sagði heima hjá mér, en það er nú ekki alveg rétt. Hvað haldið þér að hafi gerzt í fjarveru minni. Burghess lávarður var fluttur í íbúð mína, og ég gat ekki komið honum út. Karólína svaraði engu. Beoug not greifi roðnaði. - Afsakið, það er ekki von, að þér hafið áhuga á einka- vandamálum mínum. — Þér komið til þess að tala um mann inn yðar. Það er hræðilegt, sem fyrir mann yðar hefir komið_ — Þér eruð gamall vinur, en ég kom ekki til að kveina og kvarta. Ég þekkti yður 1792. Þér hafið verið með manninum mín um í Þýzkalandí. Ég skrifaði til yðar, er þér voruð í Dusseldorf, og óskuðuð upplýsinga um unga stúlku, sem lent hafði í erfiðleik um. Ég hélt að þér — stöðu yðar vegna sem innanríkisráðherra, gætuð hjálpað mér . . . það ætti að vera hægt að taka fyrir að nýju ef ný gögn yrðu lögð fram. Beougnot skipti aftur litum. Hann ýtir stólnum aftur og star ir á stígvélin, eins og þau væru bók, sem hann læsi ún — Ýmsir áfellast mig fyrir að hafa svikið keisarann og verið fljótur til að ganga hinni nýju stjórn á hönd. en ég get fullviss að yður um, að . . . Tupelohöfðingjarnir, sem eru fyrir neðan mig í tign, Uli vinur, segja að við óskum þess að Kiki stríðsmennimir séu vinir okkar. En við seljum þeim ekki eina Tupelokonu fyrír eina kú og tvö svín. Kikistríðsmenn em rík þjóð Þeir geta borgað tvær kýr og tvö svín fyrir hverja Tupelokonu sem þeir vilja. Geturðu samið um það. Ég skýri Tarzan frá ósk þinni Tulu vinur, svo hann sendi boð gegnum loftið til Kiki- stríðsmanna. Ef til vill vilja þé'if frékar könla hingað með byssur, Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18 3. hæð (lyfta) Sími 24616 Hárgreiðslustofan PERMA Garðsenda 21, simi 33968. Hárgreiðslustofa Ólafar Björnsdóttur HÁTÚNI 6, sinii 15493. Hárgreiðslustofan PIROL Grettisgötu 31, sími 14787 Sængur Endumýjum gömlu sæng- umar. Eigum dún- og fiður- held ver. NÝJA FIÐURHREINSUNIN Hverfisgötu 57a . Sími 16738 Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenimel 9, sími 19218._______ I Hárgreiðslustofa I AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) ' Laugavegi 13, sími-14656 ' Nuddstofa á sama stað.______ Dömuhárgreiðsla við allra hæfi I 1 TJARNARSTOFAN I Tjamargötu 11, Vonarstrætis- megin sími 14662._____________ I Hárgreiðslustofan i Ásgarði 22, sími 35310. HÁRGREIÐSLU STOFAN ASTHILDUR GUÐLEIF SVEINSDÓTTIR SIMI 12614 HÁALEITISBRAUT 20 VENUS Grundarstig 2A Simi 21777 Hðrgreiðslustofan Sólvallagötu 2 Simi 18615 taka Tupelokonur, þá hafið þið engar kýr, engin svín og engar konur. Endumýjum gömlu sængum- ar, eigum dún- og fiðurheld ver, æðardúns- og gæsadúns- sængur og kodda af ýmsum stærðum - PÓSTSENDUM. Rest bezt koddar Dún- og fiður- hreinsun, Vatnsstíg 3 . Sími 18740 (Örfá skref frá Laugavegi)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.