Vísir - 24.03.1965, Page 4
4
V t S I R . Miðvikudagur 24. marz 1963»
Er nægilega —
Frh. af bls. 9.
y
vað vinnu með náminu
varðar horfír það mál mis-
jafnlega við, eftir þvi hvaða
deild á í hlut. Læknanemar
benda t. d. á, að þeir þurfi að
vinna kauplaust í 12 >4 mánuð
á sjö ára námsferli. Slíkt er að
sjálfsögðu andantekning, því
stúdentar fá vitaskuld full laun
við hin ólíku störf, sem þeir
vinna við. Slfk vinna er oft nauð
synleg til iífsviðurværis viðkom
andi, en á það hefur verið rétti
lega bent, að ekki megi vanmeta
hið uppeldislega og þroskandi
gildi þessa þáttar. Störf almenns
eðlis eru vissulega góður undir-
búningur undir lífsbaráttuna,
víkka sjóndeildarhringinn og
þroska væntanlegan mennta-
mann. Er fráleitt að halda því
fram, að það sé til skaða fyrir
þjóðfélagið þótt háskólastúd-
entar tefjist lítið eitt í námi af
þessum sökum. Sannleikurinn er
líka sá, að þeir stUdentar heyra
til undantekninga, sem geta set
ið yfir námsbókunum árið um
kring með áhuga og einbeitingu
óskerta. Hér er auðvitað átt við
sumarvinnu, þ. e. störf stúdenta,
meðan skóli stendur ekki yfir,
en ekki við störf jafnhliða nám-
inu. Þau eru i alla staði óæski-
leg, og það hlýtur ávallt að
vera krafa stúdenta, að slikrar
vinnu sé ekki þörf.
JJeiknað hefur vej-ið út að
einhleypan stúdent búandi á
Garði, kostaði ca. 75 þús. kr. i
fæði og klæði yfir námstímann
ár hvert (sbr. yfirlýsing lækna-
nema). Ekki sýnist óeðlilegt að
gera ráð fyrir ca 50 þús. kr. tekj
um hjá sama stúdent yfir sum-
arið og með 16 — 32 þús. kr.
námslánum, ná endar nokkurn
veginn saman. Þetta er að vísu
gróft reiknað, en á móti kemur
margvisleg hjálp frá vandamönn
um sem þó er „póstur" sem ekki
má taka með reikninginn.
Samt sem áður má af þessu
sjá, að þau ummæli, að stúd-
entar geti lokið námi hér, skuld-
lausir eða skuldlitlir, að náms-
lánunum undanskildum eru ekki
fjarri lagi. A. m. k. á það við
um einhleypan stúdent sem lifir
sæmilega eðlilegu lífi, og slíkt
dæmi verður að taka. Við stúd-
enta með fjölskyldur er ekki
hægt að miða, þótt staðreynd
sé, að stúdentum i hjónabandi
fari sífelit fjölgandi. Það er
vandamál sér á parti.
Það getur t. d. verið spurning,
hvort taka eigi tillit til þess,
hvort stúdent sé kvæntur, við út
hlutun lána. Vitaskuld á ríkið
ekki að örva menn til giftinga
meðan þeir eru enn við nám og
heldur mega þeir ekki flosna
upp frá námi þótt þeir gangi
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í smíói á gluggakistum í Borg-
arsjúkrahúsið í Fossvogi.
IJtboðsgögn eru afiient í skrifstofu vorri Von-
arstræti 8, gegn 1000 króna skilatryggingu.
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar.
í fermingarveizluna
Smurt brauð, smttur og brauðtertur.
Pantið tímanlega. Fjölbreytt álegg.
Pantanir teknar í síma 24631.
BRAUÐHÚSIÐ, Laugavegi 126.
í hjónaband.
' J^iðurstaða þessara hugleið-
inga er sú, að stúdentar og
þjóðfélagið geti sæmilega við
ástandið unað, hvað efnalega af-
komu viðvíkur. Um aðstöðuna
til náms og félagslegra iðkana,
um hið akademiska andrúms-
loft og náms- og kennslutilhög-
un í H.í. skal ekki rætt að sinni.
Stúdentar lifa engu sældar-
lífi. En óhætt er að fullyrða að
slæmur efnahagur almennt,
standi ekki námi þeirra fyrir
þrifum. Þeir verða að sjálfsögðu
að vera sífellt á verði og gera
tilraunir til að fá hlut sinn bætt-
an. Sá hlutur má ekki vera skarð
ari en annarra. Fullyrðingar,
hins vegar i þá áttina, að hagur
stúdenta sé bágur, eru ekki á
rökum reistar og þeim jafnvel
til óþurftar. Barlómur er leiðin-
legur, ekki sízt þegar hann er
haldlaus.
Blómabúbin
Hrisateig 1
simar 38420 & 34174
^MHHXffiHHEHHHBHHIIiHSRllSAGi'
ÖMEGA
0MEGA
MAGNÚS
E. BALDVINSSON
Laugavegi 12 . Simi 22804
Hafnargötu 35 Keflavík
Afgreiðslustúlka
Vön afgreiðslustúlKa óskast. Uppl. í
SKEMMUGLUGGANUM, Laugavegi 66
kl. 4—6, ekki í síma.
Bifreiðaeigendur
forðizt slysin
Haldið framrúðunum ætíð hreinum á bifreið
yðar. Það er frumskilyrði fyrir öruggum akstri.
Ef rúðan er nudduð eftir þurrkur, þá látið okk-
ur slípa hana. Vönduð vinna. Pantið tíma í
síma 36118 frá kl. 12—1 daglega.
Stúlka óskast
til afgreiðslustarfa ekki yngri en 20 ára. —
Uppl. á staðnum (ekki í síma) milli kl. 4—8
í dag.
BRAUÐHÚSIÐ, Laugavegi 126.
Nauðungaruppboð
2. og síðasta uppboð á vélbátnum Reyni II
N.K. 47 eign Sigurðar Hólms Guðmundsson-
ar fer fram við bátinn í dráttarbraut skipa-
smíðastöðvar Drafrar h.f., Hafnarfirði, föstu-
dag 26. þ. m. kl. 14.
’ r.'v- ' .j .
Bæjarfógetinn í HafnarfirðL
FERMINGARÚR
Stórt úrval af svissneskum úrum
til fermingargjafa.
Aðeins þekkt og vönduð merki.
MAGNÚS E. BALDVINSSON
Laugavegi 12 . Sími 22804
^afnargötu 35 . Keflavík
Spilakvöld Sjalfstæðisfélaganna
VERÐUR í SJÁLFSTÆÐISHÚSINU í KVÖLD KL. 20,30.
SR. GUNNAR GÍSLASON,
alþingismaður flytur ávarp
kvöldsins.
\ ÖRÐUR, HVÖT,
OÐINN, HEIMDALLUR.
Húsið opnað kl. 20,00 — Lokað kl. 20,30.
Veitt verða góð spilaverðlaun og happdrætti verður
að vanda. — Sýnd verður kvíkmynd „Stjaman í
Norðri“ með ísl. tali. — Sætamiðar afhentir á skrif-
stofu Sjálfstæðisflokksins á venjulegum skrifstofu-
tíma.
Sjálfstæðisfólk!
Takið þátt í góðri skensmtun.
SKEMMTINEFNDIN.