Vísir - 24.03.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 24.03.1965, Blaðsíða 8
p VÍSIR. i Jtgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Ritstjóri- Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinson Frétíastjórar: Jónas Kristjánsson Porsteinn Ö. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði í lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur) Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Ólíkir stjórnarhættir Blöð stjórnarandstöðunnar. eru enn öðru hverju að vegsama vinstri stjórnina fyrir öll hennar afrek, og ekki hvað sízt fyrir það, hve allt hafi verið í ágætu lagi, þegar hún fór frá. hað er nú út af fyrir sig tölu- verð ráðgáta fyrir flest venjulega hugsandi fólk, hvers vegna samstarf gat ekki blessazt í ríkisstjóm þar sem allt var með þeim ágætum, sem Framsóknar- menn og kommúnistar vilja nú reyna að telja almenn- ingi trú um að verið hafi. Á eitt má t. d. minna: Þegar vinstri stjórnin kom til valda á miðju ári 1965, voru miklar vörubirgðir í landinu. Þegar stjómin fór frá, eftir 2J/4ár, var landið orðið vörulaust og lánstiaust alls staðar þrotið. Bank- amir gátu ekki veitt yfirfærslu fyrir brýnustu nauð- synjun. Ef þetta er það sem núverandi stjómarand- staða kallar að skilja við allt í góðu, þá hlýtur vel- ferð þjóðarinnar að vera undir því komin, að þessir menn komist ekki aftur til valda. £n hvemig er þessum málum háttað nú? Hingað er mi híggt að fá allar vöq^ sen^^^ö’y&g:, éins og í öðriim vestrænum lýðræðislöndum. Vörubirgðir em feikna miklar í landinu og úrvalið svo mikið, að teljast mun til algerra undantekninga, ef fólk getur ekki fengið þá hluti, sem það vanhagar um, og komi slíkt fyrir, stendur það ekki nema örstuttan tíma, milli skipsferða eða því um líkt. Verzlanir auglýsa útsölur þar sem um margt er að velja á mjög hag- stæðu verði. Á haftatímunum, sern virðast vera sérstök gull- öld í endurminningu margra Framsóknarmanna, var hægt að selja allt, sem leyft var að flytja til landsins. Þá var ekki um það að ræða, að bæta hag sinn með því að fara á útsölu. Ef almenningur er á verði gegn blekkingum stjóm- arandstöðunnar, er lítt hugsanlegt að nokkur óski þess í raun og veru, að skipta á ástandinu nú og því, sem var á árum vinstri stjómarinnar, nema foringjar stjómarandstöðunnar, sem langar í völdin. Mjólkurhyrnurnar margleiðu Mannréttindi þjóðviljinn sagði í torustugrein s.l. sunnudag, „að ungum mönnum á íslandi 1965 sé það eðlileg hug- mynd að hér á landi búi menn við almenn mannrétt- indi og Islendingar séu aflögufærir á því sviði, þannig að þeir geti orðið öðrum þjóðum til fyrirmyndar" Það mun rétt, að alJur þorri ungs fólks á íslandi vill almenn mannréttindi, og við erum áreiðanlega svo „aflögufærir“, að við gætum hjálpað sálufélög- um ritstjóra Þjóðviljans í austurvegi töluvert í þeim efnum. Það er rétt hjá manninum, að slíkar breyt- ingar verða víst óvíða „s]álfkrafa“, og eftir áreiðan- legum upplýsingumJjpui. tglsyerö þört á að hraða þeim eitthvað í austurvegi. Gæti hann ekki beitt sér ☆ Eitt Bændavikukvöldið var rætt við Mjólkursamsöluna i Reykjavík, um eitt og annað, þar á meðal hyrnumjólkina. Einn af forráðamönnum Sam- sölunnar taldi mjög fram kosti hyrnuumbúðanna, þó mest það, að þær væru ódýrastar allra(?) pappírsumbúða. Táldi hann að ferhyrndar umbúðir frá Tetra- pack — sem framleiðir þn'hymu umbúðir þær sem hér eru not- aðar — væru svo dýrar að verð mjólkurinnar myndi hækka um 10 aura lítirinn ef farið væri að nota þær. Ekki vil ég ætla manninum að hann hafi ekki farið með rétt mál, eftir því sem hann bezt vissi, en þó er ekki víst að hér séu öll kurl komin til grafar. Fyrst er samt að benda á að mikill fjöldi neytenda myndi vafalaust að fenginni reynslu, fagna umskiptunum ef teknar væm í notkun ferhyrndar um- búðir af góðri gerð, jafnvel þótt mjólkurlítirinn yrði 10 aumm dýrari við það, svo mikill er munurinn á þessu tvennu. Þetta vita allir sem búið hafa við hvort tveggja, heppilegar fer- hymur erlendis og hinar leiðu þríhymur hér í Reykjavík. En svo er þess að geta, að sem betur fer em til fleiri gerð- ir af ferhymdum mjólkurumbúð um en Tetra-pack. Er alveg eins líklegt að einhver gerð önnur sé eigi síður álitleg um verð og gæði. Ég held að Mjólkursamsalan ætti nú að halda upp á 30 ára afmæli sitt með því að leggja gögnin á borðið, og segja neit- endum sem ljósastan sannleika um þessi mál 011. Hvemig þetta mjólkummbúðaspursmál er að þróast t.d. í Noregi og Svíþjóð og jafnvel víðar í nágranna- löndunum, og hvernig mjólkur- bú og samvinnusamtök bænda þar leysa málið. Það borgar sig alltaf fyrir framleiðendur að tala við neytendur og upplýsa þá. Leggið fram réttár upplýsingar um hvemig verið er að leysa umbúðaspursmálið í Stokkhólmi Ósló, Gautaborg, Málmey, Björg vin ö.s. frv. Segið frá mjólkur- búunum sem hafa sölnað alveg um, tekið upp ferhyrndar pappa umbúðir og hætt alveg við flöskumjólkina. Hvemig hefur þeim famazt? Fræðimenn Mjólk ursamsölunnar hljóta að fylgj- ast vel með öllu slíku, það efa ég ekki. Og svo er það Neyt- endafélagið eða Neytendasam- bandið eða hvað það nú heitir. Gæti það ekki tekið sig til og frætt okkur fáfróða neytendur ögn um þessi mál? Og loks er Framleiðsluráð landbúnaðarins er það ekki f verkahring þess að vinna að heppilegri sölu og dreifingu þeirra vara sem bændur framleiða? Og fræðslu um slíka hluti. Mjólkursamsalan hefur margt vel gert. Það verður að viður- kenna, og ■' það skal þakka. Ég er viss um að hún getur gert betur í þessu umbúðamáli, og að það er aðeins tímaspursmál. En nú má Samsalan vita að neyt- endur gerast óþolinmóðir, svo glöggar fregnir berast nú um betri og í alla staði hentugri mjólkurumbúðir, sem notaðar eru fullum fetum í næstu lönd- um. Tíu aura verðhækkunina tek ég ekki svo alvarlega, ekki viss um að hún standist endurskoð- un. Margt kemur til athugunar. Pappinn vinnur á einnig hér, þar sem hyrnuólánin eru notuð. Er nokkuð þvf til fyrirstöðu, að gera tvennt í einu, að taka upp ferhyrndar umbúðir og að hætta algerlega við flöskurnar um leið. Við það myndi margt spar azt, pappaumbúðunum til fram- dráttar, vélasamstæður til að fylla á flöskur, vélar til að þvo flöskur og öll vinna við þvott- inn, og í sambandi við þetta myndi sparazt húsrými svo um munaði. — Og sennilega yrði þetta um leið skref að þvf marki að afgreiða skyrið f pappa umbúðum, vegið og mælt. Sömu umbúðir og svipaður véla kostur myndi sennilega henta undir skyrið og við að búa um það. Hvað sem þessu h'ður, — fram með upplýsingar og fræðslu um þetta allt Mjólkur- samsölumenn, neytendur eiga kröfu á hendur ykkur um það, og það borgar sig fyrir Sam- söluna og bænduma, sem að henni standa, að veita slíkar upplýsingar Ijósar og réttar. Austmaður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.