Vísir


Vísir - 24.03.1965, Qupperneq 9

Vísir - 24.03.1965, Qupperneq 9
Vtsnt . MBMkadBgnr M. i ★ I ^sor var ftfttoudnwHii fit mn borB f varBsklpffl óöin tS þess aS kynna fyrir þefan nýtt tæld, sem hefar veriB kom BS fyrir f skipinn. Tæki þetta er svokallað ^hoto-plot* eða myndratsjð ,eins og kalla mætti það ð fslenzku, er sambland af ratsjð og Ijósmyndavél sem getnr tridð myndir með aflt aS S sek. miIIibiIL Myndin er tekin af ratsjár- skerminum og er framkölluð á 3 sek. Gildi tækisins byggist að nokkru leyti á því hvað fljött er faægt að framkalla myndina en faenni er varpað upp á gler plötu og er auðveldara að átta sig á kennileitum á myndinni en á ratsjárskerminum. Einnig má nota myndirnar, sem geymast á spólu, við réttar höld i sambandi við töku á land 'helgisbrjótum. Á tækinu er útbúnaður „true motion“ stillir, sem gerir kleift að allir fastir punktar í mynd- inni haldist á sama stað á mis- munandj myndum, en allt það, Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, Þórarinn Björnsson, skipherra á Öðni, og Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, virfia fyrir sér nýja tækið. Myndratsjáin skoðuð sem er á hreyfingu, komi út sem strik og á þann hátt er hægt að fylgjast með hreyfingu hinna ýmsu skipa umhverfis skipið, sem og stefnu skipsins sjálfs. .Myndratsjáin hefur þegar verið reynd við töku á togaranum Bradmans um dag- inn og reyndist hún samkvæmt öllum vonum. Framleiðsla á þessum tækjum hefur nýlega verið hafin. Munu um 15 tæki vera í notkun. Hafa þau aðal- iega verið sett í stór farþega- skip. Það er Kelvin Hughes, sem framleiðir þau, en þar sem rad artæki þau, sem fyrir voru í Óðni voru af þeirri gerð, var ekki nauðsynlegt að kaupa nema hluta tækisins. Tækið kostaði um 5500 £ en með upp- setningu var kostnaður um 750.000 ísl. kr. Landhelgisgæzlan hefur reynt áður að taka mynd’ir af ratsjár skermum meðan á handtöku landhelgisbrjóta hefur staðið, en það þótti ekki gefa góða raun, þar sem ekki var hægt að taka myndir og fylgjast með radar- tækinu á sama tíma og þess vegna ekki hægt að ábyrgjast að myndirnar væru áreiðanleg- ar sem sönnunargögn. Á fundinum kom einnig fram að landhelgisgæzlan hefur látið setja upp, ratarspegil < á»Innra-,, Hólma í Hvalfirði. Með;;þessum sþegli má stilía '!fá‘dlaiíækin'af, en fjarlægðin þangað frá Hafn- argarðinum er þekkt, eða 9.05 siðmílur. Af tilviljun vildi það þannig til, aö spegillinn er næstum í hánoröur frá varðskipabryggj- unni og er því speg’illinn hinn ákjósanlegasti til að stilla af gýró-kompása. Pétur Sigurfisson forstjóri Landhelgisgæzlunnar tók fram, að önnur skip gætu að sjálf- sögðu notafi radarspegilinn til að stilla af sin tæki. Ellert B. Schram stud.jur. Er nægilega vel að stúdentum búið efnalega? Jþau tíðindi hafa gerzt, að hag- ur stúdenta námsaðstaða og lífsafkoma, hefur borið á góma á opinberum vettvangi. A1 þingismenn hafa látið uppi skoð anir sínar, þótt skiptar séu og máíið hefur verið tekið til með- ferðar í dagblöðum borgarinnar. Er það vel. Æðri menntun skipt- ir þjóðina miklu og aðstaða sú, sem stúdentum er búin til náms er ekkert einkamál þeirra einna. Kærkomið tækifæri hefur um leið gefizt stúdentunum sjálfum að láta sínar raddir heyrast á á- berandi hátt. Þær heyrast í þaÖ minnsta betur en áður. Þannig vakti yfirlýsing Félags lækna- nema á dögunum allmikla at- hygli. í þessum umræðum greinir menn á um, hvort þannig sé búið að stúdentum efnalega, að viðunandi sé fyrir þá sjálfa og þjóðfélagið í heild. Ef ekki, þá hvemig sé bezt úr þvi bætt. Til þess að skera úr þessum spurn- ingum verður að sjálfsögðu fyrst að kanna hverjar aðstæð- urnar eru: Háskólanám hér á landi tekur frá 5 — 7 ár (lög- fræði, viðskiptafræði, guðfræði, læknisfræði, tannlækningar, norræna) hjá velflestum, með 8 mánaða skólahaldi. Súdentar standa straum af þessu námi sínu, með vinnu á sumrin og jafnt náminu, með styrk úr föð- urhúsum eða frá vandamönnum og/eða með námslánum úr Lána sjóði ísl. stúdenta. Með þessum leiðum hafa stúdentar bjargazt. Hvort þær séu þær æskilegustu er hins vegar annað mál. Um það stendur deilan. Hér á Islandi er sú grund- vallarregla við lýði, að öll- um eigi að vera kleift að stunda langskólanám án tillits til efna- hags viðkomandi. Af því leiðir að ríkinu er bæði rétt og skylt að hlaupa undir bagga á einn eða anna hátt. Og þá hvernig? Nám við Háskóla íslands er frítt öllum stúdentum utan inn- ritunargjalds og prófgjalda, sem eru óveruleg. Það eitt nægir að sjálfsögðu ekki. Ýmsar leiðir koma til greina, svo sem náms- styrkir, lán eða námslaun. Hér hefur sú leið verið valin að greiða fyrir mönnum með náms lánum. Eftir tveggja ára setu í H. I. fær stúdent úthlutað lán- um, frá kr. 8—16 þús. tvisvar á ári hverju með hagstæðum vaxtaskilmálum. Fyrstu afborg- anir af lánum þessum greiðast ekki fyrr en þrem árum eftir að stúdent iýkur eða hættir námi. Hér er vissulega um hagstæð kjör að ræða. Hvort lánin sjálf séu nægilega ha geta menn aftur deilt um. Er reyndar vart hægt að ímynda sér, að þessi mál kom ist nokkru sinni í svo gott horf, að einhver hópur sjái ekki á- stæðu til að kvarta. Mikið vill ætíð meira. Hér ráða lfka miklu þær kröfu. sem menn gera tii sjálfs sín, lífsins og þjóðfélags- ins. jpiestir geta verið sammála um að vaxandi skilnings hefur gætt meðal stjórnarvalda á hög- um stúdenta hin síðari ár, sem m. a. kemur fram í síhækkandi námslánum. Þetta hafa þeir stúd entar sem hnútum eru kunnug- astir, metið. Óhætt er að full- yrða, að meginþorri stúdenta sé fylgjandi þeirri ieið, að lánum sé úthiutað til þeirra, frekar en styrkjum. Stúdentar líta sjálfa sig ennþá ekki svo hátíðlegum augum, að þeir telji sig eiga rétt á háum fúlgum styrkja umfram aðra þegna þjóðfélagsins. Og þeir vilja síður láta flokka sig í hópi þeirra, sem ómagar kallast og þiggja sveita- og ríkisstyrki til framfærslu sér og sínum. Styrkir f jafn ríkum mæli og lán in eru, mundu og bjóða heim misnotkun í miklu stærri stfl en nú er, en slik misnotkun er hvorki holl né heppileg fyrir stúdenta eða þjóðfélagið I helld. Námslaur. af austur-evrópskum hætti virðast heldur ekki henta af augljósum ástæfium. Styridr og laun eiga aðeins rétt á sér i sérstökura undantekningartilfell- um. Hinu er ekki að neita að gera mætti betur með námslánunum. Og þá fyrst og fremst þarf að fylgjast betur með þvf, hverjir fái lánin, og hvernig þeim miðar áfram í námi. Tvimælalaust þyrfti að taka tiliit til náms- árangurs og vinnubragða. Mundi það haidast í hendur við aukið aðhald og meiri aga við námið og kennsluna. Sannleikurmn er sá, að háar fúlgur fara árlega til stúdenta, sem Jítt eða ekki eru við nám, eiga Jánin dcki skilið eða þurfa þeirra alls ekki með. Framh. á bls. 6

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.