Vísir - 31.03.1965, Side 4

Vísir - 31.03.1965, Side 4
4 V1SIR . Miðvikudagur 31. marz 1965, Benjamín — Frh. at bls. y breyttrar framleiðslu, vegna breyttrar eftirspurnar eftir afurð unum, er enn nýtt vandamál og lítt athugað. En nú er svo komið að hafnirnar þarf að byggja sem naest miðunum, þannig að haegt sé að fá hráefni sem ferskast. E'in hver staerstu og beztu fiskimið landsins liggja fyrir Suðurströnd- inni, þar sem engin er höfnin í landi. Af þessu hlýzt margvís- legt óhagræði. Reynt hefur verið að bæta úr þessu, með því að byggja fiskihöfn í Þorlákshöfn. Þetta er góðra gjalda vert. En það sjá allir menn að þetta er ekki nema brot af vandamálinu. En það er rétt að taka fram, að við höfum dæmi um réttar fram- kvæmdir af þessu tagi, það er annars vegar Rifshöf og hins veg- ar Landshöfnin í Keflavík, og svo Þorlákshöfn eins og ég nefndi. Nauðsyn þekkingar. Undirbúningur nýrra fram- kvæmda verður að byggjast á þekkingu, og það þeirri þekkingu, sem hægt er að hagnýta, þekk- ingu, sem beitt er í sambandi yið hagnýta hluti. Það er því um að ræða annars vegar vísindi, hins vegar tækni. Vísindin eru hin nýja þekking, tæknin er beiting þessar ar þekkingar til lausnar mann- legra vandamála. Á hvorttveggja þessara sviða eigum við mikið ógert. En það er ekki sami hlutur inn að vita hvað er ógert, og að vita hvernig eigi að haga fram- kvæmdum við það sem svo á að gera. Við erum enn að ræða og fálma um það, hvað við eigum að gera, hvernig við eigum að leysa þetta vandamál. Hugsunarháttur. inn er samt að breytast. Hingað til hefur mönnum fundizt einfalt mál að kaupa vél, sem kosar tvö til þrjú hundruð þúsund krónur. Hún er I þó áþreifanlegur hlutur. Þar fæst eitthvað fyrir peningana. En hvað fæst fyrir peningana með því að borga einum tæknilærðum manni í laun f -eitt ár tvö til þrjú hundruð þúsund krónur, hvar sést það, er það áþreifanlegur hlut ur? Við höfum enn ekki lært að hugsa rétt, en við erum að byrja að átta okkur á því. Hið verð- mætasta í þessu öllu er náttúr lega mannleg þjónusta, hinn menntaði maður að starfi, mennt- aður í huga og hönd það er það sem er að koma hjá okkur eða á að koma upp úr vaxandi umr. um vfsindi og tækni. Við þurfum að skapa góð skilyrði fyrir rétt menntaða menn, að starfi við rétt verkefni. Reynslan af undirbúningi ís- lenzkra atvinnurekenda að fram- kvæmdum, er ekki góð. Hinna hagrænu sjónarmiða hefir gætt of lítið. Þess hefur ekki verið nægi- lega gætt, að framleiðsla- og fram leiðslutækni verður að meta undir sjónarhomi hagræns árangurs — fyrst, seinast og alltaf. Til þess að svo verði þarf nýjan hugs- unarhátt. Hann kemur aðeins með reynslu og menntun. Því miður er það svo að hvort tveggja er dýrt. En við ættum nú að vera komnir yfir örðugasta hjallann. Eftir er að hagnýta sér hina dýru reynzlu og hina dýru menntun sem skyldi. Það virðist nú á næstu grösum. r Isinn — Framh. af bls. 16 og A.-Iándi og því litlar breytingar á ísnum frá því f gær. Siglinga- leiðin fyrir Horn hefur opnazt, en óvíst er hvað það ástand helzt Iengi. fsinn við Horn er 4 sjómílur undan landi að Geirólfsgnúpi. Úr 300 metra hæð virðist fsbreiðan vera sundurlaus. Á Kjörvogi er mikinn ís að sjá út af firðinum, en skyggni er slæmt vegna þokubakka. Við Skaga er jakahröngl og einn- ig í Skagafirði. Við Mánárbakka og Raufarhöfn er óbreyttur ís frá þvf í gær. Frá Skoruvík virðist ísröndin á siglingaleið við Svínalækjartanga og Selhellur. Frá Dalatanga er sagt, að ísinn sé mjög svipaður og í gær, þó held- ur gisnari á köflum. I’sinn virðist vera á hægri hreyfingu frá landi. Lítill ís virðist vera frá Barðsnes- horni og alllangt N.-A. eftir. Frá Kambsnesi er sagt, að ís- hrafl sé í fjörðum og víkum, en aðeins staka jaki úti fyrir. ^vggni þar er um 30 km. LOKUÐUST INNI VEGNA ÞOKU Þau flutningaskip. sem undanfar- ið hafa verið teppt vegna hafíssins fyrir Norðurlandi en það eru Herðu breið og Stapafellið, munu hafa ætl að að reyna að komast vestur fyr- ir Horn í dag vegna frétta, sem bárust í gærkvöldi um að siglinga- fær renna hefði myndazt f ísinn úti fyrir Hornströndum. Fyrir hádegið í dag var þó talið vafasamt, að þessi áætlun myndi takast vegna þess, að í morgun skall skyndilega yfir þoka og þá þykir ekki fært að senda skipin f óvissu út í ísinn. Meiningin var ennfremur að m.s. Herðubreið flytti vörur til Gjögurs, sem m.s. Skjaldbreið gat ekki skil- að þangað á dögunum vegna fssins, en skipaði á land á Hvammstanga. En samkvæmt upplýsingum frá Gjögri f morgun er siglingaleiðin talin ófær þangað ennþá, svo ekki virðast möguleikar á að flytja vör- urnar þangað að svo komnu máli. Sigla — Framh. af bls. 16 inn í dýrlingatölu. Árið 1963 var St. Columba hátfðlega minnzt á Ir- landi og var þá Clark foringi leið- angurs, sem sigldi sömu leið til Skotlands og Columba hafði áð- ur siglt með tólf munkum fjórtán hundruð árum áður. Va^. áhöfnin klædd munkakuflum og sigldi á sams konar bát, 180 mílur til Skot- lands. Á fundi með blaðamönnum í gær lét Clark í ljósi áhuga sinn á að sigla til íslands eins og frsku munkarnir fyrir ævalöngu. Fyrirlesturinn hefst kl. 5.30. Inflúenzan — Framh. af bls. 16 ekki hafa slegið mikið á að- sókn‘-‘. Kristófer sagði ennfrem- ur, að búizt væri við miklum gestakomum að sunnan um helgina og væri búið að panta mikið á skemmtanimir um helg Afgreiðslustarf Stúlkur óskast nú þegar til afgreiðslustarfa í skóverzlunum. Uppl. í Kjörgarði, skódeild. ina og unglingadansleikinn á föstudagskvöld. Félagsheimilið á Blönduósi er nýtt og hin glæsi- legustu húsakynni og tekur 300 manns. Vísir reyndi i morgun að ná tali af héraðslækninum á Blönduósi, en það tókst ekki. Hefur hann sennilega haft ær- inn starfa að sinna sjúklingum sínum. Holræsi — Framh. at bls. 1 þegar und'irbúning að framkvæmd um. Var Guðmundi Magnússyni, verk fræðingi, falið að teikna holræsi í Fífuhvammsveg og semja útboðs gögn. Sfðan var leitað tilboða og bárust 7. Það lægsta var tæp 1*4 millj. kr., en hæsta tilboð var tæp ar 2.6 millj. kr. Hefur nú verið samið við lægstbjóðanda, sem mun hefja framkvæmdir innan skamms. Sú framkvæmd í þessu máli, sem nú er ákveðin, er þó aðeins hluti af bráðabirgðalausn. Ætlunin er að þetta holræsi nái aðeins til þétt ustu byggðarinnar, sem nú er sunn anmegin í Digraneshálsi. Ennfrem ur er ekki fullráðið hvort holræsið verður lagt und'ir brúna á Hafnar- fjarðarveginum eða aðeins að henni Hafa bæjaryfirvöld frest til vors að ákveða það gagnvart verk- taka. Töluverð byggð er innar á Digraneshálsi og við Fífuhvamms- lækinn, t.d. hinn nýji Digranes- skóli og frystihúsið í Fífuhvammi. Mun ætlunin að athuga möguleika á rotþró fyrir þetta svæði eða hluta af því og útiloka sýk'ingarhættu frá henni með sýklaeyðandi efnum. í framtíðinnj er gert ráð fyrir að holræsi við Fífuhvammslæk v^rði m'ikið mannvirki, enda er géysilega mikið óbyggt svæði beggja vegna við lækinn. Það hol- ræsi, sem nú verður byggt er því aðeins göturæs'i, sem taka á við skolpi til bráðabirgða. Sex hross — Framh. af bls. 1. brún Kristjánsdóttir hefðu átt þá. „Kolbrún átti þarna mjög góðan reiðhest, sem kafnaði", bætti Bögeskow við. Eins og fyrr segir, er Kringlu mýrarblettur 19 gamalt býli. Var þvl nú skipt niður í hest- hús, hlöðu, geymslu og íbúð. Ibúðina leigði Oddur Helgason fyrir lager, en Bögeskow hafði sjálfur geymsluna, en þar virð- ist eldurinn hafa komið upp. — Að sögn Slökkviliðsins í Reykja vík tók slökkvistarfið um tvær klukkustundir, en brunavakt var höfð við húsin til kl. 9 í morgun. Þegar fréttamaður Vísis skoð aði húsin í morgun, voru þar þrír starfsmenn rannsóknarlög- reglunnar að vinnu. Húsin eru mjög mikið skemmd og verða án efa aldrei byggð upp aftur. ir Sterlingspund hækkaði á peningamarkaðinum í London í fyrradag um 3/16 úr centi, en þeir sem seldu sterling i fyrra- dag vegna orðrómsins um geng islækkun urðu að kaupa aftur í gær með tapi, að þvl er segir í Lundúnafrétt. Talið er, að tvennt hafi orðið til þess að girða fyrir, að orðrómurinn um gengisfellingu — frá París kom- inn — hafi ekki náð árangri: Geta og vilji hins volduga Eng- landsbanka til þess að vernda pundið og yfirlýsing aðalbanka- stjóra Svisslandsbanka, að franska • uppástungan um að hverfa að gulltryggingu væri hið mesta óráð og mundi leiða til verðbólgu um allan heim. AUGLÝSING um skoðun bifreiða í lögsagnar- umdæmi Reykjavíkur Aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur mun fara fram 5. apríl til 2. júlí n.k., sem hér, segir: Mánud. 5. april R-1 til R-150 Þriðjud. 6. - R-151 — R-300 Miðvikud. 7. — R-301 — R-450 Fimmtud. 8. — R-451 — R-600 Föstud. 9 — R-601 — R-750 Mánud. 12 — R-751 — R-900 Þriðjud. 13. - R-901 — R-1050 Miðvikud. 14. — R-1051 — R-1200 Þriðjud. 20. - R-1201 — R-1350 Miðvikud. 21. — R-1351 — R-1500 Föstud. 23. — R-1501 — R-1650 Mánud. 26. — R-1651 — R-1800 Þriðjud. 27. - R-1801 — R-1950 Miðvikud. 28. — R-1951 — R-2100 Fimmtud. 29. — R-2101 — R-2250 Föstud. 30. - R-2251 — R-2400 Mánud. 3. maí R-2401 — R-2550 Þriðjud. 4. - R-2551 — R-2700 Miðvikud. 5. — R-2701 — R-2850 Fimmtud. 6. — R-2851 — R-3000 Föstud. 7. — R-3001 — R-3150 Mánud. 10. — R-3151 — R-3300 Þriðjud. 11. - R-3301 — R-3450 Miðvikud. 12. — R-3451 — R-3600 Fimmtud. 13. — R-3601 — R-3750 Föstud. 14. — R-3751 — R-3900 Mánud. 17. — R-3901 — R-4050 Þriðjud. 18. — R-4051 — R-4200 Miðvikud. 19. — R-4201 — R-4350 Fimmtud. 20. — R-4351 — R-4500 Föstud. 21. - R-4501 — R-4650 Mánud. 24. - R-4651 — R-4800 Þriðjud. 25. — R-4801 — R-4950 Miðvikud. 26. — R-4951 — R-5100 Föstud. 28. ‘J — R-5101 — R-5250 Mánud. 31. — R-5251 — R-5400 Þriðjud. 1. júní R-5401 — R-5550 Miðvikud. 2. — R-5551 — R-5700 Fimmtud. 3. - R-5701 — R-5850 Föstud. 4. - R-5851 — R-6000 Þriðjud. 8. — R-6001 — R-6150 Miðvikud. 9. — R-6151 — R-6300 Fimmtud. 10. — R-6301 — R-6450 Föstud. 11. — R-6451 — R-6600 Mánud. 14. — R-6601 — R-Q750 Þriðjud. 15. — R-6751 — R-6900 Miðvikud. 16. — R-6901 — R-7050 Föstud. 18. — R-7051 — R-7200 Mánud. 21. — R-7201 — R-7350 Þriðjud. 22. — R-7351 — R-7500 Miðvikud. 23. — R-7501 — R-7650 Fimmtud. 24. — R-7651 — R-7800 Föstud. 25. — R-7801 — R-7950 Mánud. 28. — R-7951 — R-8100 Þriðjud. 29. — R-8101 — R-8250 Miðvikud. 30. — R-8251 — R-8500 Fimmtud. 1. júlí R-8401 — R-8550 Föstud. 2. - R-8551 — R-8700 Auglýsing um skoðunardaga þifreiða frá R-8701 til R-17550 verður birt síðar. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi vörubifreiða skulu fylgja bifreiðunum til skoðunar. Skoðun á bifreiðum, sem eru í notkun hér í borg, en skráðar eru annars staðar, fer fram 2. til 31. maí. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bif- reiðaskattur og vátryggingariðgjald ökumanna fyrir árið 1965 séu greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Þeir bifreiðaeigendur, sem hafa viðtæki í bifreiðum sínum, skulu sýna kvittun fyrir greiðslu afnotagjalda til rikisútvarpsins fyrir ár- ið 1965. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd, verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum sam- kvæmt umferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt, og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 30. marz 1965. SIGURJÓN SIGURÐSSON. I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.