Vísir - 11.05.1965, Side 1

Vísir - 11.05.1965, Side 1
Er gosinu í Surti lokið? 55. árg. — Þriðjudagur 11. maí 1965. 105 tbl. í fyrradag reyndu vísindamenn t að komast flugleiðis út { Surtsey,; en urðu frá að hverfa og fara þang ! að á bát vegna veðurs. Er þeir j komu út f eyjuna sáu þeir, að r hraunrennsli var með allra I minnsta m6ti og lífsþróttur Surts I mjög tekinn að réna. ‘ Er Vísir spurði Sigurð Þórarins- son, jarðfræðing, hvort hann teldi að gosinu væri að ljúka, þá svar- aði hann því ti), að aldrei fyrr hafi hann séð jafnsterkar líkur til j>ess. Kvað hann gíginn lokaðan, en þrjár Iitlar hrauulænur seytluðu fram. Ekki kvaðst hann þó ugg- andi um tilveru eyjarinnar að sinnj hún væri vel varin að austanverðf þött vestan megin bryti sjór nokk uð niður af henni. STUÐNINGUR VID MENNTAMÁL OG VÍSINDIFRAMTÍÐARSKYLDA Úrdráftur úr ræðu Gunnars Thoroddsen í gærkvöldi Gunnar Thoroddsen 1 útvarpsumræðunum í gær- kvöldi óskaði Gunnar Thor- oddsen Magnúsi Jónssyni, hinum nýja f jármálaráðherra, velfamaðar í starfi og þakk- aði forsætisráðherra Bjama Benediktssyni vinsamleg um mæli í sinn garð. Þá vék Gunnar Thoroddsen að fjárlögum undanfarinna ára og tekjuöflun ríkisins til þeirra. Benti hann á það í upphafi máls síns að auðvelt væri að búa til alls kyns talnamyndir, myndir, sem ekki væru rangar en vissu lega oft á tíðum villandi. Tók hann sem dæmi að maður greiddi 10 þús. kr. í útsvar af 100 þús. kr. tekjum eða 10%. Næsta ár greiddi hftnn 12.500 . kr. í-útsvar en tekjumar væru 150 þús. kr. það yaeri ekki nema 8%. Hér mætti segja að útsvar þessa manns hefði bæði hækkað og lækkað, eftir því á hvern veginn menn vildu túlka málið. Þess vegna væri nauðsynlegt við notkun talna að athuga jafnan forsendur, við hvað er miðað, áður en unnt er að gera saman burð. Lægri opinber gjöld Þá greindi Gunnar Thorodd- sen frá því að frá árinu 1959 hefði þjóðarframleiðslan auk- izt um 157%. Ef miðað væri við fast verðlag, og þá ársins 1960 hefði hún aukizt um 34%. Það jafngilti aukningu á hvern mann í landinu um 18%. Við álögur opinberra gjalda væri oft miðað við það hve þær væru stór hluti þjóðarframleiðslunnar en á þann hátt sæist hve þungt þær kæmu niður á þegnunum. Hér á landi hefðu öll opinber gjöld 1963 numið 27% af þjóð- arframleiðslunni það árið. Sumir teldu ef til vill að hér væri um háa tölu að ræða. Að svo væri ekki sæist bezt á saman- burði við nágrannaþjóðirnar. Sambærileg tala um álagningu það sama ár væri: Danmörk 29,4%, Bretland 32%, Þýzka- land og Noregur 38% og Sví- þjóð 41%. Og árið 1964 hefði þessi hlutfallstala verið enn lægri hér á landi. Þá hefðu opinberu gjöldin aðeins numið 25,6% af þjóðarframleiðslunni. Miklar tollalækkanir . Þá vék ræðumaður að því, að hér væri einnig mikið atriði hvernig menn greiddu opinber fi Dr. Bjami Benediktsson Ræða Bjarna Benediktssonar í gærkvöldi fóru fram eldhús- dagsumræður á Aiþingi. Flutti for- sætisráðherra, Bjarni Benediktsson þar ræðu af hálfu Sjálfstæðisflokks ins og einnig Gunnar Thoroddsen. Vísir birtir ræðu forsætisráðherra í heild f dag, á 9. siðu. Aðalæð sprakk 20 m. vatnsstrókur við Miklubrout Ein af aðalæðum Vatnsveitunn- ar sprakk í morgun, er verið var að vlnna við gatnagerðarfram- kvæmdir inni á Miklubraut. Óhapp þetta vildi til, þegar skurðgrafa var þar að vinnu. Kom stórt gat j á æðina og stóð tígulegur vatns- strókur eina 20 metra upp í loftið. Vfsir hafði í morgun samband við Þórodd Th. Sigurðsson, vatns- veitustjóra og gaf hann blaðinu þær upplýsingar, að skömmu fyrir klukkan níu í morgun hefði ein af aðalæðunum, sem liggja til borg- arinnar, sprungið. Æðin liggur úr Blesugróf og niður í Miðbæ. Skurð- grafa var að vinna við Miklu- brautina, skammt fyrir sustan gamla Réttarholtsveginn og setti hún gat á æðina. Er þetta f þriðja skiptið sem gat kemur á æðina og vatnið flæðir út. Æðin er mjög viðkvæm, enda frá þvf 1906. Vatnsveitustjóri sagði, að reynt yrði að flýta viðgerð á æðinni, en á meðan yrði lítið hverfi við Ás- enda vatnslaust og vatnslítið yrði f Vogum og Háaleiti. Náið samstarf háskólanna um handritin Stefán Jóh. Stefánsson Kveðjuviðtol við Stefón Jóhunn í Aktuelt ZSZjt’Jg?£ «.»» gefur ennfremur með nokkrum orðum iýsingu á þeim miklu framförum, sem orðið hafa á ís- landi síðan Iandið varð alsjálf- stætt 1944. Stefán Jóh. Stefánsson er nú að láta af starfl sem send herra f Kaupmannahöfn. 1 tilefni af þvf birtist 1 danska blaðinu Akt- ueit á sunnudaginn samtai við hann, þar sem hann fer m. a. nokkrum orðum um handrita- rnálið. Auk þess þakkar hann Blaðamaðurinn spyr hann, hvað hann hyggist nú taka sér fyrir hendur, þegar hann hefur lokið starfi sínu: — Lesa og skrifa svarar hann. Nú fæ ég meiri tíma til Framh. á bls. 6

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.