Vísir - 11.05.1965, Síða 4

Vísir - 11.05.1965, Síða 4
4 VÍSIR . Þriðjudagur 11. maí 1965. Ræða Bjarna Benediktssonar — Frh af bls. 9. Aukinn kaupmáttur tímakaupsins. En látum allt þetta vera og miðum við kaupmátt I. taxta Dagsbrúnar og neyzluvöruvísitöl- una og tökum árið 1959, sem var verkalýðnum hagstæðara í þess- um efnum en mörg undanfarin ár. Ef við teljum, að kaupmátturinn hafi þá verið 100 komst hann samkvæmt þessari reikningsað- ferð ofan í 84,1 á árinu -1962. Síðan hefur hann aukizt og þó mest eftir að júnísamkomulagsins fór að gæta. Aukningin sam- kvæmt þeim tiltölulega lágu kauphækkunum, sem þá urðu, er mun meiri en samkvæmt allri kaupbyltingunni 1963. 1. marz s.l. var hann 88,2, gagnstætt 84,1 á árinu 1962. Hér er þess vegna um ótvíræðan bata að ræða. Engum, sem þetta skoðar hlutlaust, getur dulizt, að júnísamkomulagið var verkalýðnum að þessu leyti hag- kvæmara heldur en kaupstríðið á árinu 1963. Fullyrðingin í ávarpi fullfrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík fær þess vegna með engu móti staðizt, jafnvel þótt miðað sé við þær hæpnu forsend- ur, sem ég áður rakti. Um þetta óska ég ekki, að menn hafi mín orð ein, heldur bið alla ábyrga menn að kynna sér, hvað satt og rétt er, því að hér er alltof mikið í húfi til þess, að ágizkanir eða hleypidómar eins eða neins megi ráða. Hitt er svo enn annað mál, að þesáí útreikningur, sem miðaður p ei'' við I. taxta Dágsbrúnar og neyzjuvöruvísitölúna, er, eins og •: ( ^ vex þvottalögur léttari uppþvottur léttara skap EFNAVERKSMIDJan fsiölrT) ég sagði, ærið hæpinn. Ef miðað er við Dagsbrúnarmenn í heild og framfærsluvísitöluna, sem verkalýðsfélögin sjálf hafa samið um, þá var kaupmátturinn hinn 1. marz 1965 104,3 og hefur því hækkað frá árinu 1959, þvert of- an í það, sem oft er látið í veðri vaka. Ef víðtækari samanburður er gerður og litið á umsamið tímakaup verkafólks og iðnaðar- manna og framfærsluvísitöluna, sést, að kaupmátturinn hafði nú hinn 1. marz hækkað í 110,6. .Kaupmáttur tímakaups iðnaðar- manna hefur aukizt í 115,8 og verkakvenna að meðaltali í 119 miðað við 100 árið 1959. Hér hafa lögin frá árinu 1961 um launa- jöfnun kvenna og karla skorið úr. Þessar tölur, sem ég vitna til samkvæmt heimild efnahags- stofnunarinnar, sýna allt aðra mynd af þróuninni en tíðast er haldið að mönnum. Engu að síður gefa þær til kynna, að missmíði er á. Um það er ekki að villast, að eiginlegir verkamenn hafa orð- ið aftur úr. Þeir hafa einungis hajdið sínum hlut .í vexti þjóðar- tekna með því að auka vinnutíma sinn úr hófi samtímis því, sem sumar aðrar stéttir hafa getað stytt hann. Hér komum við að mestu meinsemd í efnahags- og atvinnulífi okkar nú. Hana verður að bæta. í iúnísamkomu- laginu var stigið fyrsta skrefið í þá átt. Það var einungis eitt skref, sem kom ekki að tilætluð- um notum, m. a. vegna þess að aðrar stéttir, bæði innan Alþýðu- sambandsins og bændur, hafa ekki vjjjað una því, að verka- rrvenn fengiu .styttan . vinnutima. án þess að þessar stéttir, sem allt öðru vísi stendur á um og sumar háfa þegar fengið stórlega styttan vinnutíma, fengju hlutfallslega hækkanir og þó í rauninni meiri en verkamenn fengu Þær stéttir, sem nú þegar hafa tryggt sér viðhlítandi vinnudag, verða að sætta sig við það, að ráðstafanir verði gerðar til þess að stytta vinnudag verkamanna, án þess, að þeir missi við það af kaupi, og án þess, að aðrar stéttir noti það sem tylliástæðu til eigin kjarabóta. Ella mundu kiarabæt- urnar étnar upp fyrir öllum og verðbólguþróunin enn mögnuð ó- heillaöflum þjóðfélagsins einum til gagns. Hér verða menn að hafa kjark til að gera upp á milli, bæði innan verkalýðshreyfingar- innar og þeir, sem með löggiafar- valdið fara, að svo miklu leyti, sem til þess atbeina kemur. Gengi krónunnar verður varðveitt. Ég skal ekki fara að rifja upp gamlar deilur en ég minni á það, að bæði vorið 1962 og í samninga- umleitunum í desember 1963 leit- aðist ríkisstjórnin við að ná samn ingum um sérstakar kjarabætur þeim lægst-launuðu til handa. Um þetta fékst þá ekkert samkomu- lag og tilraunin, sem með júní- samkomulaginu var gerð, tókst miður en skyldi vegna síðari kröfuhörku ánnarra. Hefðu aðrir launþegar þó átt að kunna að meta þau hlunnindi, sem þeim voru veitt með verðtryggingu launa, lengingu orlofs og stór- auknu fé til íbúðabygginga og lækkun vaxta á íbúðalánum, svo að nokkur hin almennu meginat- riði júní samkomulagsins séu nefnd. Um þýðingu þeirra fyrir afkomu manna bið ég hvern og einn að skoða eigin hug og reynslu. Af skiljanlegri stjórnmála-ertni er því haldið fram öðru hverju, að ándi júnísamkomulagsins hafi verið rofinn með skattaálagningu sumarið 1964 og hækkun sölu- skatts um áramótin. Hvorugt fær staðizt. Skattstigar, sem á var lagt eftir sumarið 1964, voru á- kveðnir og samþykktir nokkrum vikum fyrir júnísamkomulagið og urðu lægri á lág-tekjum — ég legg áherzlu á orðið lág-tekjur — en ráð hafði verið fyrir gert í þeim útreikningum, sem lagðir voru til grundvallar júnísam- komulaginu. Söluskatturinn var óhjákvæmilegur til þess, að unnt væri að halda áfram niðurgreiðsl- um á landbúnaðarvöruverði, sem ákveðnar voru haustið 1964 og enginn hélt þá fram, að bryti á móti júnísamkomulaginu. Á hitt minni ég, sem segir í lokaorðum júnísamkomulagsins: „Samkomulagið um þau atriði, sem að framan greinir, er háð því skilyrðí, að samningar náist á milli verkalýðsfélaga og vinnu- veitenda, er gildi til ekki skemmri tíma en eins árs og feli ekki i sér neina hækkun grunn- launa á því tímabili." Ég ásaka engan fyrir, að svo hefur farið um efndirnar á þessu ákvæði sem raun ber vitni. Ég minni einungis á, að af hálfu rík- isstjórnarinnar var því aðeins fallizt á verðtrygging kaupgjalds, að sú forsenda stæðist, sem í loka orðunum er skýrt tekin fram. Og verði í sumar grunnkaupshækk- anir, sem stefni efnahagsjafn- ..væjgijúyp.ða, v/erfiur (a^-gjálfðegðu að taka yerðtryggjpguog tiJ.Æpd- urskoðunar að nýjuí því að ríkis- stjórnin mun ekki eiga aðild að neinum þeim samningum eða á- kvörðunum, sem jafngilda gengis- lækkun. Hún hefur ásett sér að varðveita gengi krónunnar og mun ekki hverfa frá þeim ásetn- ingi. Þess verður vart, að ein- hverjir, sem ætla sér að hagnast fjárhagslega eða stjórnmálalega á gengisfellingu, breiða nú út þann orðróm, að hún sé yfirvofandi. Ég vará menn við að trúa þess- um orðrómi, hvað þá að taka hann sér í munn, því að með slíku ganga þeir erinda skemmdar- verkamanna og hjálpa til við þeirra illu iðju. Góður vilji Eindreginn vilji ríkisstjórnar- innar er að tryggja góða afkomu allra og beita sér fyrir að bæta hag hinna verst settu. Þar kem ég aftur að lengd vinnutímans. Er þá framkvæmanlegt að stytta hann hjá þeim, sem helzt þurfa? f þessu tjá engin skyndi- stökk, eðlileg þróun er öllum hollust. Eins og atvinnuvegum okkar er háttað, þá mun hér ætíð þurfa að halda á skorpuvinnu öðru hvoru. En slík skorpuvinna á ekkert skylt við það, að menn þurfi að vinna 60 stundir á viku eða þar yfir allan ársins hring til þess að fá í sig og á. Menn hafa fyrir löngu lært, að slík vinnubrögð skila ekki meiri af- rakstri en sá vinnutírhi, sem vís- indalegar athuganir hafa sýn,t að er hæfilegur. Nauðsynlegri breyt- ingu eftir áratuga rangþróun verður ekki áorkað nema á nokkrum tíma. Einmitt til undir- búnings því hefur nefnd starfað að málinu allt frá því snemma árs 1962. Hún var kosin sam- kvæmt einróma ályktun Alþingis hinn 18. desember 1961 svohljóð- andi: „Þingsályktun um ráðstafanir til að koma á 8 stunda vinnudegi verka- fólks. Alþingi ályktar að kjósa 5 manna nefnd til að rannsaka, á hvern hátt verði með mestum ár- angri komið á 8 stunda vinnudegi meðal verkafólks. Skal nefndin framkvæma athugun á lengd vinnutíma verkafólk.s eins og hann er nú, og áhrifum hans á heilusufar, vinnuþrek og afköst, svo og hag atvinnurekstrar. Á grundvelli þessara athugana skal nefndin gera tillögur um ráðstaf- anir til breytinga á vinnutilhögun og rekstrarfyrirkomulagi atvinnu- fyrirtækja, er gætu stuðlað að styttingu vinnudags verkafólks án skerðingar heildarlauna og að aukinni hagkvæmni í atvinnu- rekstri. Skuli tillögurnar miðast við að verða æskilegur samninga- grundvöllur milli stéttarfélaga verkafólks og samtaka atvinnu- rekenda. Nefndin skal enn fremur gera tillögur um, hvernig lög- gjafinn geti stuðlað að ákvörðun um eðilegan hámarksvinnutíma. Nefndin skal kveðja sér til ráðuneytis fulltrúa Alþðýusam- bands fslands, Vinnuveitendasam- bands íslands og Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna og aðra fulltrúa hagsmunasamtaka, eftir því sem þörf er á. Hún skal einn- ig hafa heimild til að láta fara fram sérfræðilegar athuganir, sem nauðsynlegar eru að mati henn- ar“. Stytting vinnutímans. í júnísamkomulaginu í fyrra var um vinnutímann farið eftir bráðabirgða-tillögum nefndarinn- ar. Nú mun hún hafa samið heild- artillögur um lausn þessa mikla vap^amáls ásamt greinargerð. Rikisstjórninni hefur enn ekki borist álit- nefndarinnar og því ekki átt kost á að athuga tillögur he'nnar, sem1 munu vera til skoð- unar hjá verkalýð og vinnuveit- endum. Ég hef þegar áður oftar en einu sinni lýst því, að hér sé um að ræða eitt mikilsverðasta umbótamál, sem lausnar bíður nú, og ég vil ítreka þá sannfæringu mína að þessu sinni. Ég vil og mun leggja mig fram um að stuðla að því, að þessi umbót geti átt sér stað og komið þeim að gagni, sem hennar eiga að njóta. Ég býð af heilum hug fram sam- vinnu mína og ríkisstjómarinnar til þess að stuðla að samningum við verkalýðshreyfinguna og vinnuveitendur, þar sem þetta sé aðalatriði, jafnframt því sem ég lýsi þeirri eindregnu sannfær- ingu minni, að þeir, sem nú þegar hafa lífvænleg kjör og meira en það án þess að þurfa að leggja á sig óhæfilega langan vinnutíma, eiga að sjá sæmd sína í að doka við um kröfugerð, á meðan bætt er úr þeirri missmíð, sem allir hljóta að játa, að á hafi orðið. Samningar um þetta hljóta að verða megin-uppistaða nýs júní- samkomulags, ef það kemst á. Hvort því tekst að nú, skal ég ekki um segja, en víst er, að ríkisstjórnin mun leggja sig alla fram um, að svo megi verða. Þó að fulltrúar Alþýðusambandsins telji ekki nógu langt gengið, hef- ur ríkisstjórn og Alþingi nú þeg- ar komið verulega til móts við óskir þeirra í skattamálum og mun í sambandi við samningsgerð enn athuga, hvort lengra sé hægt að ganga. Þá munu með opnum hug verða teknar upp viðræður nú næstu daga um nýjar ráðstafanir í húsnæðismálum. Að almennum kauphækkunufn vill ríkisstjórnin hins vegar því aðeins stuðla, að þær komi laun- þegum að gagni, þ. e. a. s., að þær setji jafnvægi í efnahagsmál um ekki úr skorðum og knýi fram gagnráðstafanir. Leggjumst á eitt um að bæta úr bersýnilegum göllum og höld- um vinnufriði svo, að unnt verði að tryggja öllum landsins börn- um sanngjarna hlutdeild í gæð- um landsins og afrakstri þeirra og tóm gefist til að hagnýta þau betur en nú öldnum og óbornum til ævinlegra heilla. Bezta tóbakið hefur bezta bragðið og veitir mesta ánægju CHESTERFIELD Sími 22120 Sími 1202 • Vestm.eyjum

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.