Vísir - 18.05.1965, Side 7
V IS 1 k . PriðjiJíl ;í-.
7
m
Vörusýning
í Reykholti
Merkilegt námskeið var haldið
fyrstu viku þessa mánaðar í Reyk
holt'i i Borgarfirði. Það var véla-
námskeið, sem Æskulýðsnefnd
Mýra og Borgarfjarðarsýslu stóð
fyrir, en síðasta daginn fór fram
sýning á landbúnaðartækjum,
dráttarvélum og tengitækjum og
komu 500 manns til að sjá þessa
sýningu, þar sem 10 fyrirtæki
sýndu.
Námskéiðið sóttu fjölmargir og
víða að en þau fóru fram á kvöld
in og byrjaði sunnudaginn 2. maí
en lauk 8. maí að kvöldi og dag-
inn eftir hófst sýning og keppni
í akstri dráttarvagna, Bjarni Guð-
ráðsson í Nesi í Reykholtsdal
vann. Efnt var tii ritgerðarsam-
keppni vegna námskeiðsins og
var ritgerð Sumarliða Vilhjálmsson
• ar, ungs bónda á Ferjubakka,
dæmd bezt.
Frumkvæðið að sýningu þessari
og námskeiði átti Ásgeir Péturs-
Séð yfir sýningarsvæðið »
son, sýslumaður, en Vilhjálmur
Einarsson, kennari, var starfsmað
ur námskeiðsins og sýningarinnar.
Nokkrir námskeiðsmanna skoða
Deuts-dráttarvél, en Ragnar
Halldórsson starfsmaður frá
Hamri er að útskýra vélina. ♦
Finnsk söngkonn í heimsókn
Fundur var haldinn á Reyð-
arfirði eftir hádegi s.I. fimmtu-
dag, og voru þar mættir full-
trúar frá 22 síidarverksmiðjum
og söltunarstöðvum á Austur-
landi. Rætt var um fyrirhugaða
síldarflutninga, er einkum
myndu beinast að flutningi síld-
í ar frá Austfjarðamiðum til
j vinnslu í öðrum landshlutum.
| Voru fundarmenn andvígir
j þeim tillögum, er fram hafa
| komið um þá flutninga, og sam
j þykktu þeir samhljóða eftirfar-
> andi ályktun:
„í tilefni af fyrirætlunum,
sem uppi eru, um stórfellda
síldarflutninga frá Austfjarða-
miðum til vinnslu I öðrum lands
hlutum, vill fundurinn leggja
áherzlu á eftirfarandi atriði:
1) Síldarflutningar að vissu
marki eru eðlilegir og sjálf-
sagðir. Þá síld, sem ekki er
hægt að véita viðtöku í Aust-
fjarðahöfnum er eðlilegt að
flytja til vinnslu annars staðar.
Bendir fundurinn á, að svo geti
farið, að síldarvinnslustöðvar á
Austfjörðum skorti hráefni, þótt
góð veiði sé á Austf jarðamiðum,
ef um stórfellda síldarflutninga
er að ræða. Þess vegna ber að
takmarka síldarflutninga, þannig
ið hagur austfirzkra síldariðn-
aðarfyrirtækja sé tryggður í
hvívetna.
2) Síldarflutningar í stórum
stíl hljóta að hafa áhrif á hrá-
efnisverð til hækkunar vegna
mikils stofnkostnaðar við flutn-
ingaskip og umhleðslustöðvar,
svo og vegna reksturskostnaðar
og afskrifta. Þess vegna ber að
takmarka þá eins og kostur er,
en leggja þess í stað áherzlu á
öra uppbyggingu fjölbreytts
sfldariðnaðar á Austurlandi.
Þá telur fundurinn, að sú síld,
sem flutt verður af Austfjarða-
miðum til vinnslu í öðrum lands
hlutum, eigi að flytjast til norð-
lenzkra verksmiðjubæja en ekki
til Suðurlands, þar sem hráefn-
isflutningar þangað utan af
landi hljóta að auka á jafnvægis
leysi í byggð landsins.
3) Fundurinn tekur fram og
leggur á það ríka áherzlu, að
síldarverksmiðjur og söltunar-
stöðvar á Austurlandi og í eigu
Austfirðinga taka undir engum
kringumstæðum þátt i kostnaði
við flutning síldar af Austfjarða
miðum til annarra landshluta,
hvorki með verðjöfnunargjaldi
né á annan hátt.
Fundurinn beinir þeirri ein-
dregnu ósk til þingmanna kjör-
dæmisins, að þeir séu. vel á
verði um allt, sem að þessum
málum lýkur, og standi vörð um
hagsmuni Austfirðinga."
í gær kom hingað í boði
Tónlistarfélagsins og Norræna
félagsins söngkonan Margit Tuure
ásamt undirleikara sínum Margaret
Kilpinen, ekkju hins fræga tón-
skálds Yrjö Kilpinen.
Var söngkonan fengin til þess að
koma hingað í minningu um
Margit Tuure
finnska tónskáldið Sibelius, en 1 ár
er hundrað ára afmæli hans og
hans víða minnzt um Iönd með
kynningu á verkum hans.
Margit Tuure er vel þekkt mezzo
sópransöngkona í heimalandi sínu.
í vetur hefur hún haldið söng-
skemmtanir í Svíþjóð en áður
hefur hún komið fram víða á
Norðurlöndunum og einnig haldið
söngskemmtanir í Bandaríkjunum
og Kanada.
Hér syngur söngkonan á tveim
tónleikum Tónlistarfélagsins og
eru það síðustu tónleikamir, sem
haldnir verða í vor. Söngkonan
fer einnig út á land og mun syngja
á Akureyri, Akranesi, Selfossi og
Hvolsvelli og verður það á vegum
tónlistarfélaganna og norrænu fé-
laganna þar. Söngkonan mun e. t.
v. syngja víðar.
Á efnisskránni verða átta lög
eftir Kilpinen, sem nefndur hefur
verið Hugo Woolf Norðurlanda og
tíu lög eftir Sibelius.
Tónleikarnir I Reýkjavík verða
I að vanda í Austurbæjarbíói og
I hefjast kl. 7.